Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA bókin í ritröð, semætlað er að örva faglegaumræðu í frumkvöðla- ognýsköpunarfræðum, kemurút á mánudaginn. Ritröðin verður gefin út af Viðskiptafræði- stofnun Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og er heiti þessarar fyrstu bókar „Tækn- innar óvissi vegur“. Ritstjóri bókar- innar er Þráinn Eggertsson, prófess- or við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sem verið hefur virkur þátttakandi í hagfræðilegri umræðu um atvinnumál á alþjóðleg- um vettvangi. Þráinn valdi í bókina fimm ritgerðir frá fjórum víðkunnum bandarískum hagfræðingum sem birtast í þýðingu Árna Óskarssonar. Þeir horfa frá ýmsum sjónarhólum á það hvernig ný framleiðslutækni verður til og er nýtt í fremstu iðnríkj- um heims. Annars vegar velta fræði- mennirnir vöngum yfir því hvaða greiningaraðferðir koma að bestum notum við rannsóknir á uppsprettu þekkingar og nýtingar tækni í at- vinnulífinu, en hins vegar ræða þeir hagnýtar niðurstöður um áhrif ólíkra stofnana og skipulags í ýmsum lönd- um og atvinnugreinum á rannsóknir og þróun framleiðslutækni. Þráinn ritar svo sjálfur ítarlega inngangsritgerð þar sem hann rekur orsakir fátæktar í þróunarlöndum til staðnaðrar félagstækni, sem kemur í veg fyrir innflutning á nútíma fram- leiðslutækni. Í tilefni af útkomu bók- arinnar mun Þráinn halda fyrirlestur í Odda, stofu 201, á morgun, mánu- dag, kl. 12.15. Við sama tilefni mun Örn D. Jónsson, fyrsti prófessorinn í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við HÍ, gera grein fyrir ritröðinni, en embættið varð til haustið 2000 vegna framlags Gunnars Björgvinssonar til viðskipta- og hagfræðideildar. Eftir Þráin liggur fjöldi fræðigreina hér- lendis sem erlendis og er bók hans um stofnanahagfræði, sem nú er orðin virt og vaxandi grein innan hagfræð- innar og út kom árið 1990, talin til lyk- ilrita í greininni. Sú bók hefur verið þýdd yfir á sex tungumál, nú síðast yfir á rússnesku og er Þráinn nú með í smíðum aðra bók, sem fjalla mun um félagstækni og fátækt þróunarríkja. Sérhæfing og sérstaða „Þekking vegur æ þyngra í at- vinnuþróun. Hagvöxtur, sem nærist á framförum í vísindum og tækni, hefur á einni og hálfri öld gerbreytt mann- lífinu á jörðinni, einkum í iðnríkjun- um. Erlendis hefur lífleg umræða um hlut þekkingar og tækni í atvinnuþró- un átt sér stað og er tilgangur ritrað- arinnar að færa þá umræðu hingað til lands,“ segir Þráinn í samtali við Morgunblaðið. „Á hinn bóginn má segja að skortur sé á mjög hörðum og afgerandi niðurstöðum þar sem að frumkvöðla- og nýsköpunarfræði er mjög ný grein innan hagfræðinnar. Þær niðurstöður, sem við þó höfum að styðjast við nú þegar, benda til þess að skipulag ekki síður en stoðkerfi innan nýsköpunargreina atvinnulífs- ins þarf að vera breytilegt eftir því hvaða atvinnugrein á í hlut. Að sama skapi er engin ástæða til að hafa kerf- in í kringum tæknina og nýsköpunina nákvæmlega eins í öllum löndum. Það er m.ö.o. ekki til neitt eitt svar við því hvernig efla eigi atvinnulífið til að skipuleggja nýsköpun.“ Að sögn Þráins sitja Íslendingar í reynd beggja vegna borðsins þegar kemur að umfjöllunarefni nýju bók- arinnar. „Þeir eru þróunarþjóð að því leytinu til að þeir þurfa á miklu að halda frá öðrum þjóðum og í senn eru þeir yfir höfuð opnir fyrir nýjungum og mjög fljótir að tileinka sér þær. Það er hins vegar ljóst að þrjú hundr- uð þúsund Íslendingar geta aldrei, hvernig sem þeir reyna, orðið á heimsmælikvarða í öllum greinum, en þeirra sérstaða getur mjög vel legið í sérhæfingu, sem er nauðsynleg smærri þjóðum til að lifa af. Við hefð- um aldrei getað keppt við stáliðnað og bílaiðnað, en vaxtarbroddar nútímans ættu svo sannarlega að geta orðið Ís- lendingum hliðhollir, en þeir geta til dæmis legið í líftækni, tölvu- og upp- lýsingatækni og rannsóknum á sjáv- arafurðum.“ Sambandsleysi milli fræðistiga Í ritgerðum bandarísku hagfræð- inganna eru könnuð þau áhrif, sem viðskiptavenjur og viðskiptaumhverfi hafa á uppfinningar og þróun nýrrar framleiðslutækni og jafnframt er fjallað um þær greiningaraðferðir, sem taldar eru gagnast best við að rannsaka fyrirbærið. Richard R. Nelson, prófessor við Columbia-háskólann í New York er höfundur fjögurra ritgerðanna, en tvær þeirra eru unnar í samvinnu við aðra fræðimenn. Þess má geta, segir Þráinn, að viðskipta- og hagfræði- deild hefur boðið Nelson tíl Íslands til fyrirlestrahalds nú í haust. Í ritgerð sinni, sem ber yfirskriftina „Verk- efnaskrá hagvaxtarfræði: Annað sjónarhorn“ ályktar Nelson að fræði- legar kenningar um hagvöxt hunsi og skrumskæli mikilvæga þætti þeirrar yfirgripsmiklu matsfræði um tækni- framfarir og hagvöxt sem þegar er til staðar. Þetta sambandsleysi milli fræðistiga telur Nelson stafa af hefð- arreglunum, sem fylgt er við mótun formlegra fræðikenninga og reiknar með heildarjafnvægi í hagkerfinu. Hefðarreglurnar henta einstaklega illa þegar fjallað er um tækniframfar- ir og verða til þess að helstu áhrifa- þættir eru mistúlkaðir eða vanræktir, en jafnframt hefur óheppileg aðferða- fræði tafið fyrir þróun heppilegra mótaðra fræðikenninga um hagvöxt. Þróunarkenning um atvinnulíf Margir hagfræðingar og viðskipta- fræðingar, sem rannsaka skipulag fyrirtækja og atvinnuvega, eru ekki sáttir við þau tæki, sem almenn rekstrarhagfræði færir þeim í hend- ur. Styrkur viðtekinnar rekstrarhag- fræði er mestur við skoðun á eigin- leikum markaðarins enda þótt ýmsar nýjungar í fræðunum svo sem grein- ing á upplýsingavanda, viðskipta- kostnaði og samningum hafi hin síðari ár varpað ljósi á samskipti innan fyr- irtækja og milli þeirra, að sögn Þrá- ins. Önnur grein bókarinnar er sótt í smiðju þeirra Richards R. Nelsons og Sidney G. Winters, prófessors við Pennsylvaníuháskóla, sem sett hafa fram svokallaða þróunarkenningu um atvinnulíf. Þeir telja að hæfni fyrir- tækja felist að hluta í venjubundnu og fyrirsjáanlegu atferli eða venjum enda þótt æðsta stjórn fyrirtækis sé ekki venjubundin. Færni breytist vegna viðleitni og fyrir tilviljanir og eins konar náttúruval ræður því hvaða venjur verða langlífar, en í kenningu sinni og líkönum glíma Nel- son og Winter við þann vanda að flétta saman blindu þróunarferli og vísvitandi sókn að markmiðum. Rit- gerðin veitir, að sögn Þráins, góða yf- irsýn yfir kenningaheim þeirra félaga auk þess sem þar er að finna rök- studda gagnrýni á hefðbundna rekstrarhagfræði sem þeir segja að þjáist af almennum lasleika. Samskipti vísinda og tækni „Viðtæk þekking og skarpskyggni Nathans Rosenbergs, prófessors við Stanford-háskóla, er slík að fáir eða engir fræðimenn standa honum á sporði þegar snertiflötur vísinda og framleiðslutækni er skoðaður frá sjónarhóli atvinnulífsins,“ segir Þrá- inn. „Ritgerð hans, sem fengið hefur yfirskriftina: „Mikilvæg atriði í rann- sóknum á stefnu í vísindum“, er frum- könnunaraðferð til að skoða þýðing- armestu samskiptaleiðir milli vísinda og tækni með það í huga að leiðbeina um bætta stjórnarstefnu fyrir ný- sköpun í atvinnulífinu. Fram kemur að ekki er unnt að draga skarpar línur milli vísinda og framleiðslutækni. Rannsóknarstofur hátæknifyrirtækja leiða oft nýsköpun, sem er þverfagleg en deildarskipting í háskólum, sem byggð er á hefðbundnum fræðigrein- um, hamlar gegn þverfaglegum rann- sóknum. Tilfærsla þekkingar af stigi vísinda á svið tækni getur verið flókið og erfitt verkefni.“ Þverfaglegar rannsóknir Fjórða ritgerðin hefur að geyma ferlisathugun eftir Richard R. Nelson þar sem rakin er saga einnar mik- ilvægustu uppfinningar 20. aldarinn- ar, smárans svokallaða eða hálfleið- ara, sem gerði ýmsar nýjar vörur arðbærar svo sem litlar tölvur, útvörp og sjónvörp. Greinin, sem nefnist: „Tengsl vísinda og nýsköpunar: til- felli smárans“, greinir frá skipulagi rannsóknarvinnu á heimskunnri iðn- rannsóknastofnun, Bell Telephone Laboratories, þar sem smárinn var fundinn upp árið 1948. Eftir að Nelson hefur rakið vís- indasögu hálfleiðara, snýr hann sér að flóknu samspili vísinda og tækni hjá BTL og skipulagsaðferðum sem þar voru notaðar til að samræma hags- muni fyrirtækisins og vísindahags- muni einstaklinga; grunnrannsóknir og nytjarannsóknir; stjórn og frelsi til rannsókna. Nelson vekur athygli á því að á frumstigi hjá Bell hafi rann- sóknaáætlunin ekki verið réttlætt með því að endanlega myndi hún bera þann árangur að upp yrði tekinn verðmætur búnaður. Aldrei var gerð- ur listi yfir alla kosti í rannsóknum og sá besti valinn en nýir kostir og hug- myndir voru uppgötvaðar. Af dæmisögunni reynir Nelson að draga ýmsar ályktanir um skipulag rannsókna hjá stórfyrirtækjum og hugsanleg tengsl þeirra við rann- sóknarstofur háskóla. Hann vekur at- hygli á því að upphaflega vissi enginn með vissu hvort hagkvæmt yrði að nota smárann og jafnframt að þróun- arstarfið reyndist dýrara en uppfinn- ingin. Einnig kemur fram að þessi merka uppfinning var árangur af þverfaglegum rannsóknum og trú á samstarf milli eðlis-, efna- og málm- fræðinga sem allir höfðu áhuga á storkufræðum en þeim var safnað saman í nýrri deild hjá Bell. Heimsforysta í atvinnulífinu Í lokakafli bókarinnar, sem er eftir þá Richard R. Nelson og David C. Mowery, prófessor við Kaliforníuhá- skóla í Berkeley, eru kannaðir þættir, sem stuðla að því að lönd nái forystu í einhverjum atvinnugreinum til langs tíma, ýmist þannig að ákveðin stór- fyrirtæki séu ávallt í forystusveitinni eða þau missi móðinn og önnur inn- lend fyrirtæki taka við hlutverkinu. Áhrifaþættirnir tengjast bæði við- skiptaumhverfi fyrirtækjanna og við- skiptavenjum þeirra og forystan býr ýmist aðallega í umhverfi fyrirtækj- anna eða í innra skipulagi þeirra. Nel- son og Mowery, sem gerðu sérstaka athugun á sjö atvinnugreinum, draga af þeim ýmsar ályktanir, meðal ann- ars um heppilega stefnu stjórnvalda í atvinnumálum. „Þar sem um er að ræða hátækni- greinar, kemur ekki á óvart að styrk- ur eða veikleiki háskólanna í viðkom- andi landi er lykilþáttur í umhverfi fyrirtækjanna og ræður meðal ann- ars miklu um nauðsynlegt framboð á vísindamönnum og verkfræðingum. Silaleg viðbrögð háskóla í Vestur- Evrópu eru talin skýra að hluta til- tölulega lítið framlag þeirra hagkerfa til þróunar tölvugreina og ekki hefur bætt úr skák að aðgangshömlur í þessum greinum hafa viðgengist víða. Innlend eftirspurn, stundum eftir- spurn hermálayfirvalda, hefur í ýms- um tilvikum skapað vaxtarskilyrði til að byggja upp hátæknigreinar sem síðar náðu heimsforystu á sínu sviði. Þótt leiðandi fyrirtæki og greinar geti ekki breytt skammtímaumhverfi sínu, þá hafa þau oft mikil áhrif á þetta umhverfi ef litið er til langs tíma en þá skiptir miklu máli eftir hverju fyrirtækin sækjast. Bein afskipti ríkisvaldsins af ein- stökum afurðum gefa yfirleitt ekki góða raun fyrir langtímaþróun þeirra, en hins vegar eru áhrif stjórnarstefnu oft mjög mikilvæg þegar stoðkerfi einstakra atvinnugreina eru styrkt, til dæmis með því að efla og bæta markaðinn fyrir áhættufjármagn, há- skólakerfi, reglur um hugverkarétt- indi eða skipulag rannsókna og þró- unarstarfs. Mowery og Nelson benda einnig á að langtímaforysta næst ekki nema fyrirtæki haldi hæfni sinni þrátt fyrir verulegar breytingar á fram- leiðsluaðferðum eða eftirspurn, en reynslan sýnir að algengt er að fyr- irtæki tapi forystunni ef eftirspurn breytist samfara breytingu á fram- leiðsluaðferðum. Ritgerðin hefur að geyma miklar upplýsingar um þætti, sem tengjast heimsforystu í atvinnu- lífinu, en gefur flókna og marg- slungna mynd þar sem ekkert eitt at- riði einkennir allar atvinnugreinar,“ segir Þráinn. Greinasafn virtra hagfræðinga um frumkvöðla- og nýsköpunarfræði kemur út í íslenskri þýðingu á morgun sem ætlað er að örva fag- lega umræðu um atvinnumál hér á landi. Þráinn Eggertsson, prófessor við HÍ, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að greinin væri til- tölulega ný af nálinni innan hagfræðinnar og hefði fyrsti prófessorinn í fræðunum tekið til starfa við Háskóla Íslands haustið 2000. Viðskiptavenjur hafa mikil áhrif á nýsköpun Morgunblaðið/Kristinn „Þekking vegur æ þyngra í atvinnuþróun. Hagvöxtur, sem nærist á framförum í vísindum og tækni, hefur á einni og hálfri öld gerbreytt mannlífinu á jörðinni, einkum í iðnríkjunum,“ segir Þráinn Eggertsson. join@mbl.is ’ Bein afskipti ríkis-valdsins af einstök- um afurðum gefa yf- irleitt ekki góða raun fyrir langtímaþróun þeirra, en hins vegar eru áhrif stjórnar- stefnu oft mjög mik- ilvæg þegar stoðkerfi einstakra atvinnu- greina eru styrkt ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.