Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 30
ÞAÐ er óhætt að segja það að Fossinn, verk Jóns Sæmundar Auð- arsonar, hafi slegið í gegn á dag- skrá Vetrarhátíðarinnar Ljós í myrkri sem haldin var á dögunum. Verkið sem er kvikmynd af fossi í fullri stærð með tilheyrandi hljóð- um og varpað var á framhlið Að- alstrætis 6, vakti mikla athygli og áhorfendur sem mættu til að sjá verkið stóðu úti eða sátu í bílum sínum sem dáleiddir væru og horfðu á þennan risastóra foss streyma fram af þaki húss í miðri Reykjavík. Ég man ekki í svipinn eftir að hafa séð jafn áhrifamikið útilista- verk hér á landi áður og ljóst er að þessi einfalda en skemmtilega hug- mynd náði markmiði sínu, að skapa töfrandi sjónarspil og færa nátt- úrukrafta inn í borgarlandslagið. Jón Sæmundur hefur í list sinni unnið með fyrirbæri úr íslenskri þjóðmenningu, t.d. hefur hann mál- að kjálkabein úr rollu, svo lítið dæmi sé tekið og sé horft á Fossinn í því samhengi sést að þar fer gott dæmi um vinnubrögð og hug- myndaheim listamannsins. Það má finna samhljóm með verkum Jóns og Birgis Andrésson- ar. Til dæmis er gaman að bera saman foss Jóns og speglaðar fossateikningar Birgis sem hann sýndi nýverið í Menningarmiðstöð- inni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þessi hugmynd Jóns er angi af sama meiði og hin svokallaða ís- lenska landslagshefð í myndlistinni, en hún varð til þegar fólk sem flutti úr sveit í borg fór að hengja mynd- ir af sinni heimasveit upp á vegg og færa þannig sveitina og náttúruna inn í borgina. Á sama hátt hefur Jón sett hér náttúrufyrirbæri inn í miðja borg með mögnuðum áhrif- um. Myndlist Aðalstræti 6 Verkið var sýnt á framhlið Aðalstrætis 6. Sýningum er lokið. JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON MYNDBAND Foss í borg Morgunblaðið/Sverrir Fossinn eftir Jón Sæmund Auðarson á framhlið Aðalstrætis 6. Þóroddur Bjarnason LISTIR 30 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRSÖGNIN „3 sópranar“ rifjaði óhjákvæmilega upp alþekkt og arðbært samstarf heimstenór- anna þriggja, Domingos, Pavarottis og Carrerasar, sem alið hefur af sér fjölda meira eða minna varanlegra eftirlíkinga, þ.á m. „3 kontratenóra“. Að vísu minnti undirritaðan varla að hafa heyrt neitt sambærilegt sópr- antríó fram að tónleikunum í Ís- lenzku óperunni sl. fimmtudag. Samt sem áður ætti margt að mæla með slíkri áhöfn sem hressilegri nýjung í hérlendu tónleikaframboði, jafnvel þótt þyrfti að sérútsetja töluvert fyr- ir hópinn – eins og verkefnavalið raunar benti til, þar sem eiginlegir dúettar og terzettar reyndust miklu færri en maður átti von á. Í staðinn skiptust söngvararnir því meir á sviðsljósinu í góðu systerni og ómerktu um leið goðsögnina um óbetranlegt prímadonnueðli óperu- söngskvenna. Viðfangsefnin voru tekin fyrir í tímaröð tilurðar, og var meistari Mozart efstur á blaði með þrem at- riðum hvert úr sinni óperu. Kristín R. Sigurðardóttir og Hulda Guðrún Geirsdóttir sungu Canzonetta sull’aria, kankvísan dúett Súsönnu og greifarfrúarinnar úr Brúðkaupi Fígarós. Ildikó Varga söng þá grimma aríu Sestos úr La clemenza di Tito, og Hulda og Kristín söngles og dúett Fiordiligiar og Dorabellu úr Così fan tutte, Come scoglio. Verdi kom næstur með tveim aríum, O, don fatale Eboliar prinsessu úr Don Carlo í meðförum Ildikóar við góða hæð en svolítið óákveðna mótun, og Merce dilette amiche, aríu Elenar í svellandi pólónesutakti úr Sikileysk- um aftansöng, sem Kristín söng með snerpu og krafti. Fyrri aría kvöldsins eftir Puccini var Sola, perduta abbandonata úr Manon Lescaut, sem Hulda söng með góðum sviðstilþrifum en furðu- lausum fókus, auk þess sem hún virt- ist hafa almenna tilhneigingu til að dekkja röddina. Kristín sýndi aftur á móti glæsilega hæð og ekki síður eft- irtektarverða fínstillta styrkmótun í aríu La Wally úr samnefndri óperu Catalanis. Dömurnar þrjár smell- pössuðu saman í terzetti Frasquitu, Mercedesar og Carmenar úr Carm- en, En vain pour éviter, þó að ein- söngskaflar væru annars fyrirferð- armestir og aðeins bryddað upp á eiginlegum þrísöng undir lokin. Eftir hlé kom fyrst Sous le dome épais, dúett Lakméar brahmína- prestsdóttur og þernu hennar úr samnefndri óperu Delibesar. Núm- erið mætti óhikað kalla verðuga hlið- stæðu við vinsælan perlukafaradúett karla, enda fyrsti hápunktur kvölds- ins í bráðfallegum samsöng Kristín- ar og Ildikóar, þrátt fyrir ögn óró- legt tempó. Líkt og Glitter and be gay Bernsteins býður Gimsteinaaría Marguerite úr Faust Gounods upp á leikræna tilburði kvenlegs hégóma, enda varð Huldu ekki skotaskuld úr þeim í þessu kannski eftirminnileg- asta einsöngsatriði sínu á umræddu kvöldi. Seinni Puccini-aría tón- leikanna, Chi il bel sogno di Doretta úr lítt þekktri óperu hans La Rond- ine, var frábærlega skýrt mótuð af Kristínu, sem með því framlagi sýndi bæði tæknilega og túlkunarlega yf- irburði sína svo ekki varð um villzt. Hún og Hulda skiptu síðan Vilja- söng Kátu ekkju Lehárs á milli sín, og úr sömu óperettu tóku þær næst Dummer, dummer Reitersmann af viðeigandi gáska, ásamt stöku inn- slagi frá Ildikó, með svo glæsilegum þrísöng í slúttið að hlustendur hlutu að undrast hví ekki væri gert meira af slíku. Loks var klykkt út af prent- aðri dagskrá með ódrepandi valsi Rudolfs Sieczynskis, Wien, du Stadt meiner Träume, með þríröddun í við- lagi og við fyrirsjáanlegar eldhlýjar undirtektir áheyrenda. Ljóst var eftir þetta vel heppnaða óperu- og óperettukvöld að söng- raddir tríósins féllu ljómandi vel hver að annarri, og því ærið tilefni til að auka hlutfall samsöngsatriða ef framhald verður á samstarfi. Sem einstaklingur var Kristín R. Sigurð- ardóttir greinilega lengst komin á sínum fagmannsferli og sýndi mörg eftirminnileg tilþrif. Ildikó Varga hafði fram að færa mjög athygli- verða mezzorödd, gædd bæði krafti, glampa og fyllingu, en áferðin virtist enn mega vera aðeins jafnari eftir öllu tónsviðinu og mótun hennar al- mennt ákveðnari. Huldu Guðrúnu Geirsdóttur hefur ekki áður borið fyrir eyru undirritaðs og viðmiðun hans því af skornum skammti. Hafi frekar losaralegur fókusinn, með til- heyrandi stjórnlitlu víbratói, hugs- anlega stafað af einhverri kverka- slæmsku, eins og líklegt má telja á nýliðnum háannatíma flenzuveirna, er því sanngjarnara að láta nánara álit bíða betri aðstæðna. Í öllu falli var söngkonunni lítil hvatning að skraufþurrum hljómburði salarins, sem með flauelsbakhengjum í ofaná- lag reyndist álíka gjöfull og svamp- dýnugeymsla. Iwona Ösp Jagla lék það létt og snyrtilega undir að jaðraði við hlé- drægni og hefði endrum og eins mátt gefa meira í á dramatískum há- punktum. Þá rýrði töluvert gildi tón- leikaskrár að hvergi skyldi tilgreint hver syngi hvað. Á hinn bóginn gerðu stutt innihaldságripin fyllilega sitt gagn í stað söngtextabirtingar. TÓNLIST Íslenzka óperan Aríur, dúettar og terzettar eftir Mozart, Verdi, Puccini, Catalani, Bizet, Delibes, Gounod, Lehár og Sieczynski. Hulda Guð- rún Geirsdóttir, Ildikó Varga og Kristín R. Sigurðardóttir. Píanóundirleikur: Iwona Ösp Jagla. Fimmtudaginn 21. marz kl. 20. SÖNGTÓNLEIKAR Sópranþrenning í góðu systerni Ríkarður Ö. Pálsson Sönglega er hún afbragð, allir að- alleikararnir fara með númerin sín eins og þaulreyndir rokkhundar. Leiklega er hún köflótt eins og við er að búast í svo stórum hópi lítt reyndra leikara. Alltaf þó ágæt skemmtun. Þó Rocky Horror sé galgopalegt og alvörulaust verk þá er það í raun mjög heilsteypt, og hvílir á fyrir- myndum sínum, B-myndum og rokki. Þorsteinn Bachmann hefur sem höfundur sýningarinnar gert nokkrar breytingar á verkinu og það verður að segjast að þar er hann á hálum ís. Sú ákvörðun til dæmis að leggja texta sögumanns í munn partístúlkunnar Columbiu gerir ekk- ert annað en að rugla áhorfendur í ríminu. Nær hefði verið að sleppa honum alveg, enda bætir hann engu EINKENNILEGUR kokteill, Rocky Horror. Háðsk ástarjátning til þriðja flokks hryllings- og vísinda- skáldskaparkvikmynda, rokktónlist- ar og klæðskiptinga. Allt efnið er meðhöndlað í gaman- samri fjarlægð, en samt leynir vænt- umþykja höfundar á viðfangsefninu sér ekki. Til að kokteillinn hrífi þurfa aðstandendur sýningar á Rocky Horror að ganga þetta sama einstigi. Vera einlægir og fjarlægir í senn. Að sumu leyti tekst jafnvægislist- in ágætlega í sýningu Verkmennta- skólans á Akureyri. Hún hefur gróf- gert yfirbragð B-myndanna, er ekki „kóreógraferuð“ út í ystu æsar, leik- mynd, búningar og leikmunir skemmtilega „ódýrir“. við nema gríninu sem felst í hátíðleg- um og siðavöndum texanum úr munni hátíðlegs og siðavands sögu- manns. Eins er með persónu dr. Scott. O’Brien skopast með þá klisju að brjálaðir vísindamenn séu af þýskum ættum og hafi vafasama for- tíð, en að gera Scott að Adolf sjálfum drepur öllu gamni á dreif. Þessar og fleiri hugmyndir geta virst skemmti- legar þegar þær kvikna, en þegar augljóst er orðið að þær þjóna ekki markmiðum sýningarinnar og vinna gegn áhrifamætti verksins er eina vitið að henda þeim. Tónlistarflutningur var að mestu til fyrirmyndar, en þar virtist líka vera löngun til að sprengja ramm- ann, láta ekki rokkklisjurnar nægja. Það gafst ekki vel, það er nefnilega ramminn sem er aðalkostur Rocky Horror, eina ástæða þess að verkið er þess virði að setja það á svið. Það er mikil áskorun fyrir hvern leikara að smeygja sér í háhælaða skó Frank’N Further. Sigursveinn Þór Árnason var prýðilegur höfuð- paur, söng frábærlega og skapaði heilsteypta skrípamynd. Nokkuð vantaði upp á að nægilegri ógn staf- aði af höfuðpaurnum, en þar er allt eins við mótleikarana og leikstjórann að sakast, til að leika kónginn þurfa aðrir að haga sér eins og hann sé kóngur. Af öðrum leikurum þótti mér mest koma til Sunnu Valgerð- ardóttur sem var afar skemmtileg Columbia og fór vel með sögumanns- textann þó hann ætti illa heima hjá henni. Þá var þjónninn og kroppin- bakurinn Riff Raff flottur hjá Stefáni Jakobssyni sem auk þess er þrusu- söngvari. Í raun má hrósa leikhópn- um í heild fyrir að skapa skýrar per- sónur og vera bráðskemmtilegur. Þessi frumraun VMA í söngleikja- bransanum er prýðisskemmtun þrátt fyrir þær blindgötur sem hún ratar annað slagið í. LEIKLIST Leikhópur Verkmenntaskólans á Akureyri Höfundur: Richard O’Brien. Þýðandi: Vet- urliði Guðnason. Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann. Tónlistarstjóri: Arnór Brynjar Vilbergsson. Ketilhúsinu á Akureyri 18. mars 2002. ROCKY HORROR SHOW Hryllingur, kynórar og rokk Þorgeir Tryggvason GERÐUR Kristný rithöfundur ræð- ir um Halldór Laxness í Norræna húsinu á þriðju- dag kl. 17.15, en það er þriðji fyr- irlesturinn sem Vaka-Helgafell stendur fyrir í til- efni af aldaraf- mæli Halldórs Laxness. Erindi sitt nefnir Gerður „Halldór og egg- ið“ og fjallar um ímynd Halldórs og þau áhrif sem hann hefur haft á aðra íslenska listamenn. Eftir Gerði Kristnýju hafa komið út tvær ljóðabækur, skáldsaga og smásagnasafn, auk eins leikrits. Halldór Laxness er áberandi per- sóna í fyrstu skáldsögu hennar sem út kom árið 1996 og nefnist Regn- bogi með póstinum. Gerður Kristný hefur hlotið margvíslegar viður- kenningar fyrir verk sín. Hún er einnig ritstjóri tímaritsins Mannlífs. Gerður Kristný ræðir um Laxness Gerður Kristný Halldór Laxness FJÖRUTÍU listamenn sendu inn til- lögur í keppni um gjöf bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til Bókasafns Hafnar- fjarðar, þegar flutt verður í nýtt hús- næði á Strandgötu 1. Þátttakendur sendu flestir inn fleiri tillögu en eina og því eru nú í athugun um 100 lista- verk. Dómnefnd skipa: Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur, Magnús Gunn- arson bæjarstjóri, Helga R. Stefáns- dóttir, Ólöf Pétursdóttir og Gísli Valdimarsson, sem öll eiga sæti í menningarmálanefnd og Anna Sig- ríður Einarsdóttir forstöðumaður bókasafnsins. Fyrirhugað er að flytja í safnið fyrir 19. apríl og verður þá gert ljóst hverjir voru hlutskarpastir í keppn- inni. Hundrað verk bárust í lista- verkasam- keppni Á leið til Jerúsalem – fjórar íhuganir er eftir sr. Jón Bjarman. Í fréttatilkynningu sgir m.a.: „Nú- tímamaðurinn er leiddur í djúpa kyrrð á helgum slóðum. Skyndilega er hann í för með fólki sem fylgir meistaranum frá Nasaret, en ferð- inni er heitið til borgarinnar Jerú- salem. Á leiðinni suður landið ger- ist margt, nútíma- maðurinn stendur við hlið höfundar og hlýðir á ódauðleg orð og verður vitni að máttarverkum.“ Í formála segir höfundur m.a.: „Í þessum íhugunum er ég ekki að lýsa persónulegri reynslu minni, heldur því, hvernig ég, þá unglingur, beitti hugarflugi mínu til að nálgast það sem virtist vera ósnertanlegt, guð- dóm Krists Jesú.“ Jón Bjarman hefur starfað sem prestur í íslensku kirkjunni um árabil, m.a. sem fangaprestur og sjúkra- húsprestur. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 39 bls., prentuð í Grafík- Gutenberg hf. Verð: 1.350 kr. Kristinfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.