Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 31
LEITIN að enska sjentilmann- inum (gentleman) heitir sýning Sig- urðar Jökuls. Hann kallar sýn- inguna ljósmyndaverk en í mínum huga er það of þröngt hugtak fyrir myndröðina því um er að ræða vinnubrögð þar sem blandast sam- an heimildarljósmyndun, rannsókn- arblaðamennska og hugmynda- fræði. Verkið samanstendur af fjölda ljósmynda af enskum karlmönnum sem eiga að teljast til sannra sjent- ilmanna, eða heiðursmanna, og fyrir neðan hverja mynd eru útlistanir hvers og eins á því hvað það er sem gerir menn að sjentilmönnum. Á meðal þess sem fram kemur er að sjentilmenn eru kurteisir, þeir klæða sig á viðeigandi hátt við hvert tilefni, þeir eru samræðuhæfir á víðu sviði, eru vel að sér í listum, bókmenntum, fjármálum, íþróttum og pólitík, þeir eiga jörð, þeir eru mikið fyrir hesta og hunda, þeir kunna að halda leyndarmál, þeir eru aldrei dónalegir, særa ekki til- finningar annars fólks, vinna gjarn- an fyrir góðgerðarsamtök og eru sér aldrei til skammar. Þeir eru trú- aðir og síðast en ekki síst þá gefa þeir frá sér svo góðan þokka að annað fólk veit umsvifalaust hvenær það er í návist slíkra úrvalsmanna. Sigurður Jökull segir í sýning- arskrá að afi hans hafi komið heim frá námi í London berandi með sér eiginleika ensks sjentilmanns, sem hann hafi alltaf dáðst að. Þegar hann sjálfur fór svo til náms í sömu borg fór hann að leita að sjentil- manninum sem hann sá í afa sínum. Í kjölfarið hófst vinna við þessa ser- íu. Sigurður heldur því fram að erf- itt sé að skilgreina hugtakið, en að mínu mati hefur honum tekist að gefa hér um það allgóða hugmynd. Í sýningarskrá tekur íslenski heiðursmaðurinn Gunnar Eyjólfs- son leikari að sér að útskýra hvað sjentilmaður er og tekst með út- skýringu sinni að sanna að enginn mannanna á sýningunni sé sannur sjentilmaður og að Sigurður hafi því í raun ekki náð að skilgreina hug- takið! Shakespeare segir: Sumir fæðast tignir, aðrir krækja sér í tign og svo eru það þeir sem tign- inni er troðið uppá. Maður sem treystir sér til að útskýra fyrir öðr- um hvað hugtakið gentilmaður felur í sér, er ekki gentilmaður, því þá telst hann meðvitaður um eigið ágæti og það er enginn gentilmað- ur. Ókostur við sýninguna er að textar eru allir á ensku, en rétt hefði verið að láta í það minnsta blað með íslenskum textum fylgja með. Íslenskum karlmönnum er oft legið á hálsi fyrir skort á sjentil- mennsku og nú er ráð fyrir þá sem vilja einhverju breyta þar um að fara upp í Gerðarsafn, sjá skemmti- lega sýningu og læra hvernig á að gera þetta. Myndlist Gerðarsafn Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Til 30. mars. LJÓSMYNDIR SIGURÐUR JÖKULL ÓLAFSSON Svona eru sjent- ilmenn Einn ensku herramannanna á sýningunni. Þóroddur Bjarnason LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 31 Það skiptir ekki máli Silhouette er alltaf lausnin. Ert þú með smá appelsínuhúð eða kannski bara meira en smá? Vissir þú að Silhouette vinnur líka á undirhöku, styrkir háls og stinnir slappan maga og upphandleggi. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette Þumalína Pósthússtræti/Skólavörðustíg Allt fyrir mömmu og litla krílið Póstsendum – sími 551 2136 TÓNLIST Salurinn Verk eftir Clinton, Doppler-bræður, Busoni, Shostakovitsj. Eben, Dinicu og umritun á stefjum úr óperunni Vilhjálmur Tell eftir Rossini. Þriðjudagurinn 20. mars 2002. TRIO ROMANCE Hvergi bar þar skugg- ann á ÞEGAR litið er yfir aðsókn á tón- leika undanfarið, sérstaklega kamm- ertónleika, verður fyrst fyrir að álykta sem svo, að um sé að ræða of- framboð á tónleikum, með öðrum orð- um, að „markaðurinn“ sé ofnýttur. Þarna er ekki um gæðamat að ræða, því flestir þessir tónleikar hafa verið í höndum frábærra listamanna, sem auk þess hafa verið kynntir rækilega af fjölmiðlum. Auðvitað er þarna að finna undantekningar. Hvað sem líð- ur aðsókn, voru tónleikarnir hjá Trio romance í Salnum sl. þriðjudagskvöld sérlega skemmtilegir, en tríóið skipa Guðrún Birgisdóttir, Martial Nard- eau og Peter Máté, frábærir lista- menn, svo að ekki bar þar skuggann á. Tónleikarnir hófust með tríói eftir John nokkurn Clinton (1810–1864), írskan flautusnilling og jafnaldra Chopins. Tríóið er vel samið, nær klassíkinni í stíl en þeim rómantíska tíma sem verkið tilheyrir. „Intrum- ental“-lipurleiki einkennir verkið, sem var afburða vel flutt. Annað við- fangsefni tónleikanna, Ungversk fantasía, er eftir þá Doppler-bræður, Franz og Karl. Fantasían er glæsilegt leiktækniverk, sérstaklega flautu- raddirnar, en hlutverk píanósins var á köflum mjög „orkestral“ þarna fóru flautuleikaranir á kostum í afburða fáguðum og glæilegum leik. Í efnisskrá er þess getið, að líklega séu stefin í þessu verki frekar af ætt sígaunatónlistar en ungverskrar. Eitt af því sem Bartók og Kodály upp- lýstu, eftir áratuga rannsóknir á balk- önskum þjóðlögum, söngvum og dönsum, var sú staðreynd, að ef þessi tónlist væri verk sígauna, ættu Balk- anbúar enga þjóðlega tónlist. Skýr- ingin á þessu kann að vera sú, að Norður-Evrópubúar heyrðu þessa tónlist fyrst leikna af flökkuhljóm- sveitum sígauna og héldu því að um væri ræða sérstæða tónlist þeirra. Eftir hlé var flutt skemmtilegt verk eftir píanósnillinginn Busoni, er hann samdi 13 ára að aldri. Þetta æskuverk þessa sérstæða snillings var skemmtileg áheyrnar og sama má segja um kvikmyndatónlistina eftir Shostakovitsj, sem er samin við Lé konung (1970) en Shostakovitsj mun hafa samið tónlist við 37 kvikmyndir. Eina virkilega nútímaverkið á þess- um tónleikum var Skissa fyrir C.B. eftir Petr Eben. Eftir að hafa leikið sér með Hora staccato eftir Grigoras Dinicu, lauk tónleikunum með upp- suðu úr óperunni Vilhjálmi Tell eftir Rossini, sem gerð er af Jules Demm- ersmann (1833–1866) og Félix C. Berthélemy (1829–1868) og kom fyrir lítið, þó verkið væri afburða vel flutt, t.d. signalstefið fræga, að heldur var þessi samsuða smáleg að allri gerð. Það fór ekki á milli mála að flytj- endur eru frábærir tónlistarmenn og var t.d. samspilið, mótun blæbrigða og leiktæknin með þeim hætti, að „hvergi bar þar skuggann á“. Þau verk sem mest nýnæmi var í að heyra, voru Grand trio eftir Clinton, Duo eft- ir Busoni, Dúettinn eftir Shostakov- itsj og Skissurnar eftir Eben. Hin verkin eru í raun aðeins leiktækni- sýningaverk, sem eingöngu eru skemmtileg í afburða góðum flutn- ingi, svo sem var raunin, á Tíbrár- tónleikum í Salnum sl. þriðjudags- kvöld. Jón Ásgeirsson EF mig misminnir ekki, heyrði ég Sigurðar Líndal fyrst getið er hann flutti fasta útvarpsþætti um dóms- mál á 7. áratugnum. Engin deili vissi ég þá á manninum önnur en þau að hann var titlað- ur hæstaréttarritari, eða eitthvað í þá áttina, í dagskrárkynningu. Nokkrum árum síðar var mér bent á Sigurð, þar sem hann gekk hvatur í spori á há- skólalóðinni. Síðan þá finnst mér hann lítið hafa elst, og varð satt að segja ögn undrandi er ég frétti á næstliðnu ári að hann væri að verða sjötugur. Sigurður Líndal hef- ur víða komið við um ævina. Kennsla í lagadeild hefur lengst af verið að- alstarf hans, og mér segja kunnugir menn, að hann hafi löngum verið eft- irsóttur álitsgjafi í lögfræðilegum efnum. Auk þessa hefur hann fengist mikið við sagnfræði og ritstjórn á þeim vettvangi, látið mikið til sín taka í almennri umræðu og verið for- seti Hins íslenska bókmenntafélags lengur en nokkur maður annar, að Jóni Sigurðssyni ekki undanskild- um. En rétt eins og allt þetta væri ekki nóg, lærði hann að fljúga sér til gamans og við undirritaðan hefur hann gjarnan látið þess getið, að hann væri fyrrverandi togarasjó- maður. Í fræðaheiminum hefur lengi tíðk- ast að heiðra kollega með afmælisrit- um á stórafmælum. Enginn mun draga í efa að Sigurður Líndal sé slíkrar viðurkenningar vel makleg- ur, og ritið sem hér liggur fyrir hæfir vel fjölbreytilegum áhuga- og starfs- sviðum afmælisbarnsins. Það er fjöl- breytt að efni og hefur að geyma samtals 40 ritgerðir eftir jafnmarga höfunda, innlenda sem erlenda. Flestar eru ritgerðirnar um lögfræði og réttarsögu, en nokkrar um sagn- fræði og heimspeki, auk örfárra, sem erfitt er að telja til ákveðinna fræðigreina. Ekki ætla ég mér þá dul að freista þess að ræða einstakar greinar í þessu riti, þaðan af síður að meta innihald þeirra eða fræðilegt gildi. Þær eru allar vel samdar og skemmti- legar aflestrar og ættu leikmenn í viðkomandi fræðigreinum að geta notið vel lestursins ekki síður en fagfólk. Ritið hefst á afmæl- iskveðju Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, þá tekur við heillaóskaskrá, fullar 20 blaðsíður að lengd. Í bókarlok er svo birt ritaskrá Sigurðar Líndal. Hún er fullar 13 blaðsíður, þéttprentaðar með smáu letri. Í skránni kennir margra grasa og athygli hlýtur að vekja hver ókjör maðurinn hefur skrifað, og allt með öðrum störfum. Góðum kollega sendi ég síðbúnar afmæliskveðjur. Efnisríkt afmælisrit BÆKUR Fræði Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2001. xxvi+678 bls. LÍNDÆLA. SIGURÐUR LÍNDAL SJÖTUGUR 2. JÚLÍ 2001. Jón Þ. Þór Sigurður Líndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.