Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 35 ✝ Svanhildur Vig-fúsdóttir fæddist á Reykjanesvita 26. júní 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari, smiður og um tíu ára skeið vitavörður á Reykjanesi, f. á Gils- bakka í Öxarfirði 16. júlí 1874, d. í Reykja- vík 26. maí 1950, og Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. í Simbakoti á Eyrar- bakka 9. júní 1884, d. í Reykjavík 26. desember 1967. Systkini Svan- hildar eru: Tómas húsasmíða- meistari, f. 24. júní 1906, d. 1. febr- úar 1974, Gunnþóra, lengst af starfsmaður Hans Petersen, f. 24. september 1908, d. 9. október 1981, Ólafur, vélsmíðameistari og vörubílstjóri, f. 15. mars 1910, d. 31. desember 1999, Anna, húsmóð- ir og lengi starfsmaður Hans Pet- ersen, f. 26. júlí 1912, Sigurður Árni, húsasmiður og sjómaður, f. 9. júní 1921, d. 30. september 1988, Auður Ingibjörg hárgreiðslu- meistari, f. 19. ágúst 1922, d. 20. júní 1987, og Jóhann Pétur Koch múrarameistari, f. 19. janúar 1924, d. 7. september 1996. Svan- hildur fluttist með foreldrum sín- um og systkinum til Reykjavíkur árið 1925 og ólst þar upp til full- orðinsára. Hún giftist 28. nóvem- ber 1942 Ingólfi Geirdal, skófram- leiðanda og kennara, f. á Ísafirði 29. apríl 1915. Foreldrar Ingólfs voru Guðmundur E. Geirdal, skáld Þórshöfn í Færeyjum 22. ágúst 1955, a) Pétur Óli byggingaverka- maður, f. 11. nóvember 1974. Eig- inmaður Sjafnar er Ásbjörn Ægir Ásgeirsson, vélfræðingur, f. í Reykjavík 14. mars 1954. Börn þeirra: b) Ásgerður húsmóðir, f. 6. des 1977, sambýlismaður, Guð- mundur Óli Pálmason borgar- starfsmaður, f. 18. mars 1978, börn þeirra: Freyja, f. 16. sept. 1999, og Þór, 3. ágúst 2001. c) Ágúst framhaldsskólanemi, f. 12. október 1980. 4) Guðbjörg María, húsmóðir og sölumaður, f. 14. ágúst 1961. Sonur með Jóni Blomsterberg, bifvélavirkja, f. 20. maí 1959 í Reykjavík, a) Þórir, raf- virki, f. 19. janúar 1977. Sambýlis- kona hans, Maren O. Sigurbjörns- dóttir, f. 10. janúar 1978. Börn þeirra: Helena María, f. 10. sept- ember 1999, og Heiðar Ingi, f. 28. nóvember 2000; barn Marenar, Eydís Ágústsdóttir, f. 11. júlí 1997. Sambýlismaður Guðbjargar, slitu samvistir, Kristinn Gunnarsson vélstjóri, f. 14. nóvember 1958. Börn þeirra: b) Ingólfur iðnnemi, f. 27. mars 1985, og c) Gunnar Freyr, f. 18. september 1987. Svanhildur og Ingólfur bjuggu allan sinn búskap, alls 60 ár, í Reykjavík. Fyrst á Bergstaða- stræti, þá Grenimel og Brávalla- götu en síðan í rúm 40 ár að Hæð- argarði 56. Framan af starfaði hún fyrst og fremst sem heimavinn- andi húsmóðir. Árið 1966 tók hún að starfa við ræstingar, fyrst í Verslunarskólanum og á Heilsu- verndarstöðinni en síðan í Háskóla Íslands þar sem hún starfaði við ræstingar og húsvörslu allt til árs- ins 1993 að hún lét af störfum sök- um heilsubrests, þá nærri 75 ára gömul. Útför Svanhildar fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun mánu- daginn 25. mars og hefst athöfnin klukkan 15. og hafnargjaldkeri á Ísafirði, f. 2. ágúst 1885, d. 16. mars 1952, og Vilhelmína Steina Pétursdóttir frá Hafn- ardal, f. 25. júní 1885, d. 25. desember 1939. Börn Svanhildar og Ingólfs: 1) Ragnar Geirdal, bifvélavirki í Reykjavík, f. 18. júní 1943. Kona hans er Jenný Hjördís Sigurð- ardóttir, starfsmaður í heimahlynningu, f. 26. maí 1948. Börn þeirra: a) Ingólfur Hjálmar hljómlistarmaður, f. 9. maí 1968, b) Kolbrún Svala hús- móðir, f. 20. janúar 1970, sambýlis- maður var, slitu samvistir, Krist- inn Þór Ingvason, kerfisfræð- ingur, f. í Reykjavík 18. janúar 1969, og eru börn þeirra: Anetta Sigdís, f. 30. mars 1993, og Ragnar Ingvi, f. 19. september 1995. c) Sigurður hljómlistarmaður, f. 3. apríl 1973. 2) Vigfús sagnfræðing- ur, f. 24. janúar 1948. Fyrrverandi kona, Keneva Ann Kunz, þýðinga- fræðingur, f. í Winnipeg í Kanada 28. júní 1953; dóttir þeirra: a) Svanhildur Nanna viðskiptafræð- ingur, f. 25. febrúar 1977, sam- býlismaður Guðmundur Örn Þórð- arson viðskiptafræðingur, f. 10. mars 1972. Dóttir með Jónínu Jó- hannsdóttur, meinatækni, f. á Siglufirði 18. febrúar 1954, b) Að- alheiður María menntaskólanemi, f. 17. ágúst 1982. Sambýliskona, Sigrún Ágústsdóttir námsráðgjafi, f. í Reykjavík 15. janúar 1951. 3) Sjöfn, f. 2. maí 1953. Sonur með Einari Bech byggingaverktaka, f. í Heill yður mæður til sveita og sjós! ég syng ykkur hrós. Vorhugir niðjanna vefji yður blíðu, sem vöktu þér yfir í blíðu og stríðu, sem hófuð frá öndverðu ættstofnsins von og uppfrædduð dóttur og son. Heill yður, mæður! heill yður, íslensku mæður. Samtíðin bindi yður blómsveig í dag og bæti yður hag. Mýkst er og fegurst í minningardreifum, sú mundin er hlúði að lífinu í reifum, og hjartað, sem titraði af tilbeiðslu og ást, og traustið, sem aldrei oss brást. Heill yður, mæður! Heill yður, samtíðarmæður. Framtíðin blessi yðar fórnauðga starf sinn fegursta arf. Kærleikans megin þér standið í straumnum, og stýrið í ást framhjá trylltasta glaumnum, og vorhugann glæðið í vaxandi sál, og vekið á tungunni mál. Heill yður, mæður! Heill yður, framtíðarmæður! (Guðmundur E. Geirdal.) Við systurnar kveðjum þig, mamma, með þessu ljóði eftir afa, það segir allt sem góð móðir gefur barni sínu. Og þú varst óspar á hlýju, umhyggju og ást í okkar garð. Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki hallað okkur upp að barmi þín- um þegar okkur líður illa, en við vit- um að þú ert komin á góðan stað og að þér líður betur núna. Börnin okk- ar þakka þér allt það góða sem þú gafst af þér til þeirra. Einnig þakkar tengdasonur þinn hlýhug þinn og vináttu. Við felum þig Guði á hönd og megi Hann styrkja föður okkar á þessari sorgarstundu. Þínar dætur, Sjöfn og Guðbjörg María. Elsku amma mín. Mér finnst svo stutt síðan ég og Tóti frændi hjóluðum á eftir þér út í búðina í Hólmgarðinum á nýju tví- hjólunum sem þið afi gáfuð okkur og biðum spennt eftir að þú gæfir okkur brúnan fimmtíukrónaseðil sem við mættum kaupa sælgæti fyrir. Skemmtilegast þótti okkur þegar þú leyfðir okkur að koma með þér vestureftir, eins og þú kallaðir það, að skúra í Háskólanum. Það var svo spennandi að hlaupa um gangana og finna nýja felustaði þar sem þú þurftir að finna okkur þegar þú vildir fara að koma þér heim. Þú varst alltaf tilbúin að hafa mig hjá þér og sýndir öllu sem ég gerði mikinn áhuga. Hvort sem það var skólaleikrit, fimleikamót eða annað sem mér hafði dottið í hug að taka þátt í þá vildir þú koma að horfa á. Þú talaðir alltaf mikið um að ferðast og að við skyldum fara í ferðalag saman því við þyrftum bara að kaupa einn flugmiða fyrir Svan- hildi Vigfúsdóttur. Nú ert þú farin af stað í ferðalagið þitt og vona ég að þér líði vel. Ég sakna þín elsku amma mín og allrar þinnar um- hyggju. Þú varst alltaf að hugsa um aðra og vissir hvað okkur þótti gott. Þú varst besta amma í heimi og ég vona að ég verði eins og þú. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þín Svanhildur. Ég var 6 ára þegar Svanhildur systir mín fæddist. Ég man svo vel eftir Svanhildi sem lítilli hnátu. Hún var afskaplega falleg stúlka og eft- irlæti allra í fjölskyldunni. Ung að aldri kom kímnigáfa Svanhildar í ljós. Hún var oft glettin og hló mikið. Vegna aldursmunar áttum við ekki mikla samleið sem börn. Á full- orðinsárum varstu orðin húsvörður fyrir raunvísindadeild Háskóla Ís- lands þegar þú bauðst mér vinnu. Þá kynntumst við vel og urðum góðar vinkonur. Það var gott að vinna með Svanhildi. Hún var dugleg og ósér- hlífin. Hún vann lengi við Háskólann og var vinsæl bæði af nemendum og kennurum enda alúðleg og stutt í brosið. Svanhildur hélt einnig stórt heim- ili og ól upp fjögur börn ásamt Ing- ólfi eiginmanni sínum. Þrátt fyrir að hafa mikið að gera gaf Svanhildur sér alltaf tíma og var boðin og búin til að hjálpa öðrum eftir fremsta megni. Það voru ófá skiptin sem Svan- hildur aðstoðaði til dæmis við veislur í stórfjölskyldunni. Nú hefur Drottinn kallað hana til sín en síðustu ár hafa verið Svanhildi erfið af heilsufarsástæðum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún gerði grín að öllu saman en hún sagði alltaf að hláturinn lengdi lífið. Úr Hávamálum Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. Úr Um dauðans óvissan tíma eftir Hallgrím Pétursson. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. Í Kristí krafti ég segi: „Kom þú sæll, þá þú vilt!“ Blessuð sé minning Svanhildar. Ég bið Guð að styrkja Ingólf, Guð- björgu, Sjöfn, Ragnar, Vigfús og aðra ættingja. Anna Vigfúsdóttir. Tímabundin dvöl erlendis er tví- mælalaust góð og gefandi reynsla og þá ekki síst vegna þess að einmitt í útlegðinni styrkjast og eflast tengsl- in við ættamennin og vinina heima. Aldrei hefur mér þó verið þessi stað- reynd jafnljós og nú nýlega þegar mér bárust fréttir um það hingað til Kaupmannahafnar að kær föður- systir mín, Svanhildur Vigfúsdóttir, væri látin. Andlát hennar kom mér þó vissulega ekki á óvart. Þegar við kvöddumst sl. haust gerði ég mér grein fyrir að líklega yrði þetta okk- ar síðasta samverustund og enda þótt hún þá, sem endra nær, væri málhress og skýr í hugsun, var aug- ljóst að líðanin var slæm og líkam- legt þrek nær á þrotum. En haustið leið og þegar nær dró jólum lét jóla- kortið hennar svo sannarlega ekki á sér standa – fallega stíluð jólakveðja frá þeim hjónum, Svanhildi og Ing- ólfi, – full af væntumþykju og góðum óskum til okkar og barnanna okkar þar sem þau glöddust sérstaklega yf- ir því að væntanlega gætum við að mestu leyti verið öll samankomin um jólin í hópi ættingja okkar og vina hér í Danmörku. Já, þannig vildi Svanhildur frænka einmitt hafa það sjálf. Hún átti svo sannarlega einnig stóra og góða fjölskyldu og stóran hóp tryggra vina og skyldmenna. Í þeirra hópi leið henni að jafnaði best og alla tíð lagði hún mikið upp úr því að rækta tengslin við fjölskyldu og vini. Umhyggja og væntumþykja í garð annarra einkenndu allt hennar líf og starf og þeir voru vissulega margir sem virtu þessa eiginleika hennar og gerðu sér grein fyrir hversu gott var að eiga hana að. Svanhildur frænka verður okkur öllum sem henni kynntust minnis- stæð fyrir margra hluta sakir. Hún var sterkur og svipmikill persónu- leiki og nærvera hennar fór aldrei fram hjá neinum. Hún var skapmikil, stóð jafnan föst á sínu og mætti hverjum degi með miklu áræði og kjarki. Vol og víl var henni ekki að skapi. En hún átti ekki síður hýtt og notalegt bros, gat verið kímin og glettin í tilsvörum og var einstaklega greiðvikin og fús til þess að aðstoða og hjálpa hvenær sem þess þurfti með. Þessir eiginleikar urðu til þess að hún eignaðist hvarvetna vini og velunnara þar sem hún kom og starf- aði. Og hún hélt stöðugu sambandi og mikilli tryggð við alla þá, bæði unga og aldna, sem á annað borð eignuðust trúnað hennar og traust. Í þessu sem öðru voru þau hjónin, Ingólfur og Svanhildur, einhuga og samtaka. Bæði voru þau einstaklega gestrisin og nutu þess að efna til veislu fyrir fjölskyldu og vini, þegar tilefni gafst, enda var Svanhildur af- ar myndarleg húsmóðir og hafði gaman af bæði matargerð og handa- vinnu. Hún sinnti heimili sínu og fjöl- skyldu af mikilli kostgæfni og átti in- dælt og fallegt heimili, þar sem jafnan var fjölmennt og gott að koma. Engu að síður vann hún lengst af langan vinnudag utan heimilis og þar mátti hana aldrei vanta. Lengi stundaði hún ræstingar á vegum Há- skóla Íslands – starf sem sinna þurfti á kvöldin og oft um helgar og mörg- um þætti því ekki eftirsóknarvert til lengdar. Þrátt fyrir það hafði hún þetta starf með höndum í mörg ár og þar tókst Svanhildi frænku ekki síð- ur en annars staðar að finna sér gleði í starfi. Samskiptin við unga fólkið, námsmennina og einnig kennarana sem þar áttu daglega leið um, veittu henni mikla ánægju og ég þykist vita að þeir eru margir sem á þessum ár- um nutu góðs af greiðvikni hennar og liðlegheitum og hugsa nú til lát- innar heiðurskonu með virðingu og þökk. Nú að leiðarlokum er ljúft að staldra við og hugsa aftur til liðinna ára. Upp í hugann koma ótal svip- myndir allt frá bernsku, úr leik og starfi, í gleði og í sorg. Minningar um góða og sérstaka konu, sem betur en margur annar kunni að mæta því sem á vegi hennar varð og virtist búa yfir ótrúlegu þreki og lífskrafti allt til hins síðasta. Ég þykist þó vita að Svanhildur frænka hafi verið hvíld- inni fegin, en að hún hafi engu að síð- ur kvatt í fullri sátt og þakklæti við guð og menn. Og svo sannarlega átti hún margt að þakka og mörgum margt gott upp að unna. Hennar mesta gæfa var að eignast einstakan lífsförunaut, sem elskaði hana og mat að verðleikum og stóran hóp af- komenda sem dáðu hana og virtu. Með mikilli umhyggju sinni og nær- gætni allt til hins síðasta gátu þau sýnt þakklæti sitt og hug í hennar garð. Megi það nú veita þeim huggun á kveðjustundu og styrk til þess að horfa fram á veg. Blessuð sé minning Svanhildar Vigfúsdóttur, Guðbjörg Tómasdóttir. Mér er sagt að Svanhildur Vigfús- dóttir hafi ekki unnið við Háskólann lengur en rúma tvo áratugi. Þetta kemur á óvart í ljósi þess hvað þau eru mörg sem hafa kynnst henni og minnast hennar, á öllum aldri, bæði nemendur og kennarar. Þegar fund- um okkar bar fyrst saman hafði ég fengið vinnuaðstöðu í svonefndri Sumarhöll. Það glæsta nafn bar lítið einlyft timburhús sem hafði verið reist til bráðabirgða vestan við Tæknigarð, þar sem hús Endur- menntunarstofnunar stendur nú. Svanhildur var allt í öllu í þessu húsi, húsvörður þess og ræstingarkona og sinnti því og íbúum þess af mikilli al- úð. Hún var svipmikil og röggsöm, virtist hrjúf á ytra borði, en sú ímynd breyttist fljótt. Svanhildur var mjög merkileg kona og þetta samfélag kringum hana í Sumarhöllinni gat stundum líkst fjölskyldu fremur en vinnustað. Mörgum árum eftir að hún var hætt að geta unnið hélt hún til dæmis þeim sið að koma í heimsókn á bollu- daginn með hrúguð föt af rjómaboll- um. Og ef eitthvað bjátaði á hjá ein- hverjum var hún fljót að skynja það og reyna að bregðast við til hjálpar. Þessi tryggð og ræktarsemi var ekki bundin við vinnustaðinn. Svan- hildur kynntist fjölskyldum okkar margra og t.a.m. tók hún sérstöku ástfóstri við þroskaheftan son minn. Þær eru ótaldar flíkurnar sem hún prjónaði eða heklaði handa honum, m.a. tvær gullfallegar lopapeysur, sú síðari prjónuð löngu eftir að hann- yrðakonan var í raun og veru fær til slíkra verka vegna margvíslegra veikinda. Svanhildur andaðist 14. þessa mánaðar. Tveimur dögum síð- ar átti Kári sonur minn tvítugsaf- mæli og fékk þá óvænta gjöf. Þessi gamla vinkona hans hafði fyrr í vik- unni látið taka peninga út af banka- reikningi til að færa honum afmæl- isgjöf. Örlætið, hlýjan og ræktar- semin fylgdu þessari ungu sál þar til lífsþráðurinn slitnaði. Þorleifur Hauksson. Í tæp tvö ár hef ég orðið þess heið- urs aðnjótandi að sinna Svanhildi sem sjúkraþjálfari í heimaþjónustu. Ég segi heiðurs vegna þess að eins og þeir sem þekktu Svanhildi vita var hún höfðingi heim að sækja. Það leið ekki á löngu þar til hún var búin að prjóna sokka á mig og dætur mín- ar auk þess sem hún var sífellt að gauka að mér litlum sendingum til yngri dóttur minnar sem hafði fengið að fljóta með í nokkur skipti. Það var svo komið að dóttur minni fannst að í Svanhildi ætti hún sér auka ömmu sem hún sendi teikningar og föndur til. Svanhildur kunni að meta slíkt og stillti öllu upp hjá sér þegar aðrir hefðu stungið ofan í skúffu. Viðbrögð dóttur minnar við láti Svanhildar segja það sem segja þarf eða; „Mamma, af hverju deyja alltaf þeir góðu?“ Svanhildur var orðin heilsu- tæp og þjáð þegar ég kynntist henni en alltaf var stutt í brosið og gam- ansemina. Hún gerði óspart grín að sjálfri sér og veikindum sínum og tók fullan þátt í lífinu fram á síðasta dag. Hún hafði sínar skoðanir á öllu sem gerðist og var einstaklega gaman að ræða við hana um atburði líðandi stundar. Þá var ótrúlegt hvað Svan- hildur gat afrekað þrátt fyrir heilsu- brest sinn. Hún bakaði smákökur fyrir jólin og gaf mér að smakka þá bestu kókostoppa sem ég hef bragð- að á. Það eru síðan ekki nema nokkr- ar vikur síðan hún heklaði töskur fyrir dætur mínar þrátt fyrir áköf mótmæli mín enda var hún orðin gigtveik í höndum. En það þýddi lítið að mótmæla Svanhildi, ef hún beit það í sig að vilja gera einhverjum gott þá var það gert. Svanhildur sýndi mér hvernig manneskja getur elst með reisn og þolað byrði sjúkdóma og erfiðleika með kímnigáfuna og léttleikann að leiðarljósi og sigrað. Já, ég segi sigr- að því Svanhildur lét aldrei bugast og með viðhorfi sínu kennir hún okk- ur sem eftir lifum að takast á við okkar eigin vandamál án þess að bugast og er ég henni þakklát fyrir kynnin. Að lokum vil ég votta aðstandend- um Svanhildar samúð mína, minn- ingin um hana mun lifa áfram í verk- um hennar. Ingibjörg Loftsdóttir, sjúkraþjálfari. SVANHILDUR VIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.