Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 37 skáldið Jón frá Ljárskógum, ljóðin hans og lög. Hún vildi reisa minn- isvarða til minningar um hann, það tók hana 7 ár að safna fyrir minn- isvarðanum en 1985 varð draumur hennar að veruleika og glæsilegur minnisvarði var afhjúpur í heima- sveit Jóns í Dölunum. Kom, vornótt, og syng þitt barn í blund! Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund. – Ég þrái þig, breið þú húmsins mjúku verndarvængi, væra nótt, yfir mig. Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur tímans áfram rennur, ennþá hjartasárið brennur, – Skapanorn, ó, gef mér stundargrið! Kom, ljúfa nótt, sigra sorg og harma, svæf mig við þinn barm, – svæf glaumsins klið og gef mér frið, góða nótt… (Jón frá Ljárskógum.) Ég kveð þig nú, elsku amma mín, þú markaðir djúp spor í líf mitt og fótspor þín liggja um sál mína alla. Takk fyrir allt, Guð geymi þig. Silja Sverris og fjölskylda. Elsku amma mín, nú ertu farin yf- ir móðuna miklu. Það er svo sárt að þú sért dáin og geta ekki lengur heimsótt þig niður í Norðurgötu og tekið þig með í búðina eða setið og spjallað við þig. Það var svo gaman að gera eitthvað fyrir þig því þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt. Svo varstu líka svo góð við okkur krakk- ana og vildir allt fyrir okkur gera. En ég ætla að vera sterk því ég veit að þú hefðir viljað að ég mundi gleðjast. Síðustu jól varstu orðin svo veik og það voru fyrstu jólin sem ég upplifði án þín og það var eitthvað svo skrítið því það vantaði svo eitt- hvað. En síðustu tvær vikurnar þín- ar hér hjá okkur voru erfiðastar því þá lástu á sjúkrahúsinu og maður sá þér hraka með degi hverjum. Þú varst orðin svo máttvana og líkam- inn þreyttur, samt var kollurinn al- veg skýr. En ég vil trúa að nú sértu komin á betri stað þar sem þjáningin finnst ekki og þú getur notið þín til fulls og gert það sem þig lystir, því þú varst alltaf svo lífsglöð. Ég man eftir sögunum sem þú sagðir mér af þér ungri, þú dansaðir og söngst og kleifst fjöllin, já ég hef aldrei kynnst meira náttúrubarni. Þú hreinlega elskaðir blómin, og þó svo þú værið komin á níræðisald- urinn, þá var garðurinn þinn alltaf svo fallegur, þú gróðursettir alltaf svo mörg blóm á hverju sumri og við hjálpuðum til við að stinga upp kart- öflugarðinn. Hefði ég ekki þekkt ömmu, þá hefði ég líklega seint trú- að að svona gömul kona sæi um þennan garð. Og þegar veður var gott sastu svo oft úti í gróðurhúsi í sólinni. Svo fannst þér svo gaman að ferðast og skoða landið og ég man þegar ég var lítil þegar við ferðuð- umst með þér um landið og það var svo margt fallegt sem var skoðað. Þú naust þín svo í fallegri náttúru. Já, heill haugur af góðum minn- ingum sækja á mig þegar ég hugsa til ömmu, öll jólin okkar saman, allar ferðirnar í berjamó á haustin og all- ar stundirnar í garðinum á sumrin. Þetta eru allt svo ljúfar minningar og ég er lánsöm að eiga þær nú þeg- ar þú ert farin. Þín verður alltaf minnst, elsku amma mín, þú varst hvers manns hugljúfi. Hvíldu í friði Bryndís Birgisdóttir. Elsku amma mín, mér þykir voða leiðinlegt að þú hafir farið frá okkur en þér líður núna mjög vel. Þú komst oft til okkar til Reykjavíkur, við fórum saman í búðir og líka stundum í Blómaval. Við vorum oft á þvælingi, bara við þrjár, ég, mamma og þú. Þegar þú hringdir eða talaðir við mig þá þurfti ég að tala hátt og skýrt því þú heyrðir svo illa. Þú varst mjög góð kona og hress. Mér fannst gott að hitta þig og mér þykir mjög vænt um þig amma mín. Ég ætla að senda þér fallegt ljóð til þín frá mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég græt undir kodda minn því ég sakna þín en nú verð ég að kveðja, elsku amma mín. Berglind Rós Guðmundsdóttir. Elsku Binna mín! Núna hefur þú lokið þínu jarðneska lífi – allar þrautir horfnar og blessaður friður lagstur yfir allar erfiðar minningar. Ég þakka þér allar ljúfu stund- irnar, sem við áttum í æsku okkar. Þá var framtíðin yndislega lokkandi, björt og engin ský sjáanleg á hug- arhimnum okkar. Bjartsýnin alls- ráðandi. Við ætluðum að verða heil- miklar manneskur, gera mikið, fara víða og geta flest það sem eftirsókn- arvert var þá. Margar voru göngu- ferðirnar og margt var talað, um menn og málefni líðandi stundar, en mest um hið ókomna heillandi líf sem við trúðum að biði okkar og yrði dásamlegt. Svo skildu leiðir, þú varst búsett langt í burtu. Tíminn leið en svo hittumst við aftur er líða tók á ævina. Kæra vina, svona fór það, margar af okkar áætlunum gengu ekki upp en sumar rættust eins og gengur. Guð geymi þig í náðarfaðmi. Ég kveð þig með sálmaversi eftir Valdimar Briem. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Sigríður G. Schiöth. við gert. Elínborg braut ísinn og sagði ákveðin: „Förum allar í þjóð- búninginn,“ alveg dæmigert fyrir El- ínborgu. Innan stundar var þessi hópur skartklæddur í íslenzkum búningi og söng „Ísland ögrum skor- ið“. Síðan var stefnan tekin á virðu- legasta hótelið í Ósló. Ég vildi eiga á filmu svipinn á þjónunum þegar kvennasveitin gekk í salinn. Flestar í möttlum. Þeir viku til hliðar með ótta- og lotningarsvip. Þarna gekk Elínborg fremst í flokki, enda vel til forystu fallin. Á þessum tíma vorum við báðar í forsvari fyrir Orlof húsmæðra, hún á Snæfellsnesi og ég í Reykjavík, á þeim brautum vorum við samstiga. Orlofið á Snæfellsnesi var rómað fyr- ir reisn og myndarskap, þjóðlegur fróðleikur, söngur, kvæði og leiklist voru ríkjandi þáttur í kvöldvökunum hjá henni. Ég sagði leiklist og bið ekki afsökunar á því. List er mikið umhugsunarefni, leitandi afl í mannssálinni og í kvennahópunum leyndust duldir hæfileikar. Elínborg var liðsmaður í Leikfélagi Ólafsvíkur um árabil, ljóðalestur lét henni einkar vel. Í Kvenfélagi Ólafsvíkur, þar sem hún var formaður í fjölda ára, naut félagið fjölhæfni hennar. Í fáum orðum sagt hún var mann- kostakona, gæfusöm og góð móðir. Barnalán hennar er mikið. Þar fer gott og dugmikið fólk sem reyndist móður sinni vel, og þá ekki sízt er mest á reyndi. Í fjölda ára tókst hún á við hjartasjúkdóm, sem leiddi hana í þrjá erfiða hjartaskurði. En skap- gerðin viljastyrkurinn og einlæg trú hennar og trúrækni gaf henni jafn- vægi og orku til að standa af sér stormana. Okkar kynni sem hófust í kvenna- hópnum í Noregi áttu eftir að endast alla ævi. Hún var tíður gestur á heim- ili mínu og ekki dró úr nálægð okkar þegar hún gerðist lífsförunautur bróður míns. Er ég nú lít til baka koma upp í hugann fjölmargar gleði- stundir sem hún gaf með sinni já- kvæðu framkomu og elskulega hug- arfari. Kæra Auður, Sturla, Snorri og barnabörnin öll, ég sendi ykkur einlægan vinarhug á þessum við- kvæmu stundum, er þið kveðjið elskulega móður og ömmu. Gangi hún á Guðs vegum. Steinunn Finnbogadóttir. Merkiskonan Elínborg Ágústs- dóttir frá Mávahlíð er látin. Þegar ég hugsa aftur í tímann og rifja upp löng kynni mín af þessari góðu frænku minni, sem alltaf, í huga mínum, heit- ir Bogga í eða frá Mávahlíð, þá fer um mig hlýr straumur fallegra minn- inga og þakklætis. Þakklætis fyrir allt sem hún gerði fyrir mig bæði er ég sem barn dvaldi í Mávahlíð hjá foreldrum hennar og ekki síður á fullorðinsárum er ég kom í ófáar heimsóknir á glæsilegt heimili henn- ar á Borg og síðar í Borgartún í Ólafsvík. Fyrstu minningar mínar um Boggu frá Mávahlíð eru frá því hún dvaldi veturlangt á heimili foreldra minna. Þær voru þá þrjár með nafn- inu Elínborg á heimilinu. Elínborg amma mín, Elínborg frá Mávahlíð og Elínborg systir mín og til aðgrein- ingar voru þær alltaf kallaðar Bogga litla (systir mín) Bogga stóra (frá Mávahlíð), en amma mín var sú eina sem kölluð var Elínborg. Síðar fékk ég að kynnast þessari frænku minni betur og eflaust hef ég ekki kunnað sem drengur og síðar ungur maður að meta alla kosti henn- ar og frábæran fróðleik, en hún var hafsjór að fróðleik um menn og mál- efni, vel lesin og fróð kona. Fáa hef ég hitt sem voru fróðari um menn og málefni á Snæfellsnesi og gaman var að hlusta á hana segja sögur og fróð- leik frá Snæfellsnesi og víðar. Kynn- in af henni eru mér í dag dýrmæt minning. Er ég frétti andlát hennar kom of- arlega í huga mér er ég sem smá- pjakkur fékk að verða samferða þeim Elínborgu og Böðvari, manni hennar, þá nýgiftum, að vori til með bátnum Snæfelli, sem Víglundur Jónsson út- gerðarmaður frá Arnarstapa, var að kaupa og fara með til Ólafsvíkur til að hefja útgerð. Ef ég man rétt var báturinn 24 brúttólestir og þótti nokkuð stór á þeim tíma. Margir tóku sér far með bátnum enda ekki búið að ryðja snjó af veginum vestur. Við lögðum af stað í rjómalogni frá Reykjavík en fljótlega fór veður versnandi og varð mjög vont. Úti á miðjum Faxaflóa bilaði vélin og bát- inn rak stjórnlaust í átt að Mýrunum. Reynt var að konum og börnum í þær fáu kojur sem voru og ég man að við vorum 4 krakkar í sömu kojunni, öll sjóveik. Böðvar var niðri í vél að hjálpa til við að koma vélinni í gang, en Bogga var að hjúkra okkur krökk- unum og þeim konum sem voru mest sjóveikar. Vélin komst loks í gang og við komumst til Arnarstapa þar sem gert var við. Seinna sagði Bogga mér að þetta hefði nú verið allt í lagi ef sjóveikin hefði ekki verið svona slæm. Á milli þess sem hún hjúkraði okkur niðri í lúkarnum fór hún upp í óveðrið til að kasta upp. Þessi litla saga er hér sögð til að rifja upp fyrir mér og þeim sem þess- ar línur lesa hvernig Bogga frá Mávahlíð var alltaf tilbúin að fórna sér til að láta öðrum líða vel. Þannig man ég þessa góðu frænku mína, fórnfúsa og ósérhlífna. Hún var félagslynd og vann mikið að málefnum kvenna, þar á meðal mun hún hafa verið einn af frumherj- um að koma af stað orlofi húsmæðra. Ég gæti haldið áfram að skrifa og rifja upp minningar mínar um Elín- borgu, en læt hér staðar numið enda veit ég að henni var ekki að skapi að hátt væri haft um störf hennar. Ég kveð þessa frænku mína með söknuði í huga, söknuði yfir að hafa ekki heimsótt hana oftar hin síðari ár og þakklæti fyrir að hafa orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni og njóta góðmennsku hennar og gestristni. Kæru frændsystkini, Auður, Sturla og Snorri, og fjölskyldur ykk- ar, ég vona að góðar og hlýjar minn- ingar um móður ykkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, megi hjálpa ykkur í sorg ykkar og ylja ykkur um ókomin ár. Við Steinunn sendum okkar hlýj- ustu kveðjur. Óli Jón Ólason, Reykholti. Frá vordögum mínum mun minn- ingar geyma, þó margt hafi breyst síðan þá. En áfram í huganum enn þá fram streyma allskonar myndir þeim frá. Þar er sól, þar er blíða, þar er blíðvina fundur er bætist í ástvina hóp. Það er gestkvæmt á hlaði, þar er amma og afi. Þar er eining er fjöl- skyldan skóp. Ég minningar geymi frá mynd þeirra daga er veröld var örugg og hlý og fólkið mitt mættist úr ólíkum áttum að eiga sitt sumardags frí. Þar var gleði og friður, þar var glaðróma kliður, þar var glettni og alvara í bland. Þar bærðust í grasinu, blómin sem risu eins og bylgjur við fjörunn- ar sand. Enn er gleði og friður og glaðróma kliður, líka glettni og alvara í bland. Þá er ástvinir mætast, fá óskir að rætast, nú er eilífðin minninga land. Álfheiður frá Böðvarsholti. Hún Bogga á Borg kvaddi okkur hinn 6. marz sl. Einstök ógleymanleg kona. Þegar ég flutti til Ólafsvíkur vorið 1959 varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að fundum okkar bar sam- an. Fljótlega varð úr vinátta, sem entist ævina út. Leikstarf staðarins stóð þá í miklum blóma, og þar var Bogga einn af máttarstólpunum. Sannkölluð „prímadonna“, sem skil- aði hlutverkum sínum frábærlega vel. Þegar ég hóf störf þar, byrjuðu lífsþræðir okkar að spinnast saman. Í hverju leikritinu af öðru unnum við saman. Yfir pottum og pönnum lærð- um við rullurnar okkar, hlýddum hvor annarri yfir og hlupum frá börn- um og búi á æfingar, sem oft stóðu fram á nótt. Báðum okkar var þetta sem heilög köllun. Að launum hlutum við, þessi litli leikhópur, fögnuð og hrós áhorfenda og áfram var haldið. Í minningu minni er þetta sem eitt stórt ævintýri. Daglega var sam- gangur milli heimila okkar. Allt var þetta gefandi og lærdómsríkt. Að tveim árum liðnum kvaddi ég þennan stað með sárum söknuði. Vinátta okkar Boggu hélzt sem aldrei fyrr. Einn sona minna dvaldi iðulega hjá henni og hennar fólki. Æskuminn- ingar hans eru samofnar dvöl hans hjá þeim. Árið 1968 ákvað Bogga að koma til vetrardvalar í Reykjavík. Tilefnið var skólaganga sona hennar. Örlögin höguðu því þannig, að þau dvöldu hjá afa mínum á Framnesvegi þar sem hún gat haldið þeim heimili og verið afa mínum dýrmæt ráðs- kona. Svon héldu leiðir okkar að liggja saman. Að vori héldu þau til síns heima. Stuttu seinna fór Bogga að kenna þeirra veikinda, sem áttu eftir að fylgja henni til æviloka. Ákvörðun lækna var tekin, hjartaaðgerð í Ed- inborg. Mér var sýnt það mikla traust að fylgja henni í þessa ferð, að verða þess trausts verðug, er ég þakklát fyrir. Þessi spítaladvöl var bæði löng og ströng, við höfðum bara hvor aðra í framandi landi. Styrkj- andi og uppörvandi bréf og símtöl frá manni hennar, óbilandi bjartsýni og trú skiluðu okkur heim aftur eftir margar vikur. Batinn kom hægt og var Bogga ekki söm og áður. Seinna á lífsleiðinni átti hún eftir fleiri spít- alavistir og læknisaðgerðir. Þá ákvörðun tók hún að yfirgefa mann sinn og heimili og flytja til Reykja- víkur. Þá spunnust lífsþræðir okkar enn nánar saman. Oft þurfti ég á styrkri stoð að halda og lagði ég þá leið mína til minnar góðu vinkonu í Gnoðarvoginum. Bað ég hana þá að lesa fyrir mig á erfiðum stundum, það þurfti ekki að leita að lestrarefni. Hún tók sér í hönd Passíusálmana og las. Þessa stundir veittu okkur ró og frið. Svona var nú þetta ferðalag okk- ar Boggu minnar, saman tókum við á móti gleði og sorg. Hún gerði heim- inn betri og bjartari, hafði svo margt að gefa og gjafirnar eru geymdar í hjörtum allra þeirra, sem nutu. Ógleymanleg, gáfuð glæsikona hefir lokið dagsverki sínu, er farin þangað, sem þreyttir fá hvíld og við hittumst á ný. Guð blessi yndislega vinkonu. Sælir eru syrgjendur, því þeir munu huggaðir verða. Sigrún Sigurðardóttir.                                                 !"  #$ %"  &"' (  )"  *+ , )"  &"   ,-   .   . '*, * )"  / /0 , *,  *011'/0 ,                         ! " # $ % & $ ! '( $$ )#"* +,                " - " ,./.##  ' $$/. 0 #,!  " ,. 1  #/.##  '.$&(  " .%  " ,./.##  . " $ " 2  2) $ )&&"2) 0                        !                      !"  " #$ $   $ $ %"    &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.