Morgunblaðið - 26.03.2002, Side 1

Morgunblaðið - 26.03.2002, Side 1
71. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. MARS 2002 STÚLKUR í grunnskóla í Kabúl með nýjar námsbækur sínar í gær. Talibanar komu að mestu í veg fyrir að stúlkur fengju að sækja skóla. Um tvær milljónir grunnskólabarna hafa að und- anförnu hafið aftur nám í Afgan- istan og ríkir fögnuður meðal íbúanna vegna umskiptanna. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, er nú að dreifa um 10 milljónum námsbóka í lestri, skrift og stærðfræði á helsta samskiptamáli Afgana, dari, og voru bækurnar búnar til við Nebraska-háskóla í Bandaríkj- unum. Einnig hafa bandarískir hermenn að sögn BBC byrjað að endurreisa stúlknaskóla í borg- inni Mazar-e-Sharif í norðurhluta landsins. Húsið var síðasta vígi erlendra stuðningsmanna talib- ana í borginni í nóvember sl. og skemmdist mikið í loftárásum Bandaríkjamanna. Reuters Fyrsti skóla- dagurinn í Kabúl UNGT fólk notar þumalfingur- inn mikið þegar það sendir smáskilaboð (SMS) eða fæst við ýmsa tölvuleiki og þumallinn er að taka yfir hlutverk vísifing- ursins, segir í breska blaðinu The Observer. Blaðið hefur eft- ir vísindamanni við Warwick- háskóla, Sadie Plant, að um stökkbreytingu sé að ræða. Vísifingurinn hefur lengi verið mikilvægastur allra fingra en Plant segir að unga fólkið sé með sterkari og fjöl- hæfari þumalfingur en áður gerðist, einfaldlega vegna þess að það noti hann meira. Hún gerði könnun á fingranotkun ungmenna í níu borgum um allan heim, þ.á m. London, Chicago, Peking og Tókýó. Yf- irleitt þarf nokkrar kynslóðir áður en líkamlegar stökkbreyt- ingar sigra en Plant segir að gemsar séu tæki sem unga fólk- ið noti á hverjum degi og þá taki breytingin skemmri tíma. Einkum hefur breytingin fest sig í sessi í Japan. Ungir Japanir eru stoltir af færni sinni með þumalinn og kalla sig sumir „oya yubi sedai“ sem merkir þumalputtakynslóðin. Sumir eru hættir að nota vísi- fingurinn til að benda eða hringja dyrabjöllu, þeir nota þumalfingurinn. Þumal- puttakyn- slóðin ÍSLAMSKUR áfrýjunarréttur í norðurhluta Nígeríu sýknaði í gær 35 ára konu, Safiya Husaini, sem dæmd hafði verið til dauða fyrir hór- dóm. Husaini, sem hér sést gefa dótturinni Adömu brjóst, hafði verið dæmd til dauða fyrir að fæða barn utan hjónabands. Íslamskur undir- réttur úrskurðaði í október að grýta bæri Husaini til bana fyrir hórdóm en áfrýjunarrétturinn ógilti dauða- dóminn á þeirri forsendu að mál hennar hefði ekki fengið rétta með- ferð. „Dómurum ber skylda til að út- skýra brotið til hlítar fyrir sakborn- ingnum en það var ekki gert,“ sagði dómari áfrýjunardómstólsins. Skömmu eftir dómsuppkvaðning- una í máli Husaini var skýrt frá því að íslamskur dómstóll í Katsina-ríki hefði úrskurðað á föstudag að grýta ætti fráskilda konu, Amina Lawal, til bana fyrir hórdóm. Verður ekki grýtt Reuters KÍNVERSKA lögreglan var með mikinn viðbúnað í borginni Daqing í norðausturhluta Kína í gær þegar verkamenn, sem misst hafa atvinn- una, efndu til mótmæla. Verkamenn í nálægri iðnaðarborg, Liaoyang, héldu einnig áfram mótmælum sem hófust fyrr í mánuðinum. Um 500 verkamenn settust niður við höfuðstöðvar olíufélags í Daqing og neituðu að fara þaðan. Um 900 lögreglumenn, þeirra á meðal 600 sérsveitarmenn, voru sendir á stað- inn en ekki kom til átaka. Mótmælin í Daqing hófust 1. mars en hlé varð á þeim í vikunni sem leið þegar lögreglan lokaði lóð olíufélags- ins eftir að mótmælendur voru sak- aðir um að hafa misþyrmt bílstjóra sem mun hafa ekið á nokkra þeirra. Mótmælin hófust vegna áforma stjórnvalda um að hækka greiðslur verkamanna, sem sagt hefur verið upp störfum og þiggja bætur, í eft- irlaunasjóði. Fregnir hermdu í vik- unni sem leið að stjórnvöld hefðu hætt við þessi áform en mótmælend- urnir sögðu í gær að afstaða stjórn- arinnar væri of óljós og mótmælun- um yrði haldið áfram. Um 50.000 manns tóku þátt í að- gerðunum þegar þau náðu hámarki, að sögn mótmælendanna. Mikil ólga hefur einnig verið meðal verka- manna í Liaoyang og fjórir leiðtogar þeirra hafa verið handteknir. Dóttir eins þeirra sagði í gær að þeir hefðu hafið mótmælasvelti. Verkamenn mótmæla í Kína Daqing. AFP. RÁÐHERRAR utanríkismála í arabaríkjunum „vísa á bug öllum árásum eða hótunum um árásir gegn nokkru arabaríki“, að sögn Mahm- ouds Hammouds, utanríkisráðherra Líbanons, í gær. Ráðherrarnir hittust í gær í Beirút til að undirbúa leiðtoga- fund arabaríkja þar á morgun. Enn er óvíst hvort Yasser Arafat Palestínu- leiðtogi fær að sækja fundinn vegna ferðabanns Ísraela en Bandaríkja- stjórn hvetur þá til að leyfa honum að fara. Sögðu Ísraelar að ákvörðun í málinu yrði tekin í dag. Bandarískir ráðamenn hafa rætt um möguleikann á að ráðast á Írak og velta úr sessi stjórn Saddams Huss- eins. Hann neitar að leyfa Sameinuðu þjóðunum að framfylgja ákvæðum vopnahléssamninga frá 1991 um al- þjóðlegt eftirlit með að Írak ráði ekki yfir gereyðingarvopnum. Blaðið Babil í Írak, sem er í eigu sonar Saddams, Uday Husseins, varaði menn við því í gær að taka of mikið mark á stuðningi sumra arabaríkja við Íraka. „Ljóst er að sumir segjast opinberlega vera með okkur en í reynd hafa þeir aðra skoðun,“ sagði í leiðara blaðsins. George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær arabaríkin til að sam- þykkja friðartillögur Sádi-Araba. Þær ganga út á að Ísraelar skili her- teknu svæðunum en í staðinn viður- kenni arabaríki Ísrael. „Forsetinn tel- ur að tími sé kominn til þess að þjóðir araba á svæðinu grípi tækifærið og bæti andrúmsloftið til að friður nái fótfestu,“ sagði Ari Fleischer, tals- maður forsetans. „Forsetinn telur að [Ariel] Sharon og ríkisstjórn Ísraels ætti að velta því vandlega fyrir sér að leyfa Yasser Arafat að mæta.“ Colin Powell utanríkisráðherra bar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, boð þessa efnis frá Bush í gær í símtali. Powell ræddi einnig í rúman hálftíma við Arafat, að sögn ráðgjafa Palest- ínuleiðtogans. Talið er að það sem helst geti grafið undan tilraunum Sádi-Araba séu kröfur Arafats um að allir palestínsk- ir flóttamenn og afkomendur þeirra frá 1948, alls um 3,5 milljónir manna, fái rétt til að snúa aftur. Nokkrir leið- togar hafa þegar sagt að þeir muni ekki mæta í Beirút, þ.á m. Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu. Gagnrýndi hann að fyrri samþykktum leiðtog- anna um stuðning við Palestínumenn hefði ekki verið fylgt eftir. Bush vill að Sharon aflétti ferðabanni Beirút, Washington, Jerúsalem. AFP, AP.  Handsöluðu/24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.