Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFlestir veðja á Arsenal / B3 FIFA neytt til aukaþings / B1 12 SÍÐUR32 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM UM 60–80 metra há og um 150 metra breið aurskriða féll á veginn milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar aðfaranótt sunnudags og lokaði hon- um kirfilega. Verktakar sem vinna þar að vegagerð höfðu gert sér grein fyrir því að líkur væru á skriðuföllum og höfðu komið vinnuvélunum á öruggan stað. Skriðan féll rétt austan við Kambanesskriður en á þessum slóð- um hefur Arnarfell ehf. unnið að miklum vegabótum frá sl. sumri. Framkvæmdirnar fela m.a. í sér að talsvert þarf að „skera úr“ hlíðum sem veldur því að það losnar um jarðvegsfyllingar fyrir ofan veginn. Slík skriða lokaði veginum aðfara- nótt sunnudags. Áður hafði önnur minni skriða fallið á veginn skammt frá. Þór Konráðsson, einn eigenda Arnarfells og verkstjóri við fram- kvæmdirnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu gert sér grein fyrir hættunni á skriðuföllum á laugardeginum og því fært vinnuvél- arnar á öruggan stað. Talið er að skriðan hafi fallið einhvern tíma eftir klukkan þrjú um nóttina en þá var síðast ekið um veginn. Byrjað var að ryðja skriðunni í burtu um morgun- inn og var vegurinn opnaður fyrir umferð í gær. Aðspurður hvort til greina hefði komið að láta loka veginum sagðist Þór ekki telja að svo hefði verið. Fyrst hefðu opnast sprungur í hlíð- inni fyrir um viku og erfitt hefði ver- ið að segja fyrir um hvenær skriðan félli. Ekki hefði verið ýkja mikil hætta á ferðum fyrir vegfarendur. Skriður af þessari stærð rynnu hægt niður hlíðar, líkastar seigfljótandi hrauni, og ökumenn ættu því að geta vikið sér undan eða stöðvað bifreiðir sínar. Þegar jarðvegi er rutt úr hlíðun- um skapast hætta á skriðuföllum en Þór segist leggja áherslu á að ryðja jafnóðum úr fjallinu fyrir ofan veg- inn og þannig koma í veg fyrir skriðuföll. Menn sínir hafi raunar haft augastað á syllunni sem féll á veginn um helgina og ætlað sér að ryðja henni niður. Þór lenti sjálfur í kröppum dansi þegar hann vann að slíku verki fyrir um viku. Hann hafði ekið beltagröfu sinni um 100 metra upp í hlíðina þeg- ar skriða féll á gröfuna og færði hana á kaf. Rúðurnar í stýrishúsinu hrukku úr eða brotnuðu og húsið sjálft lagðist að miklu leyti saman undan þunga aurskriðunnar. Þór marðist nokkuð en slapp að öðru leyti óskaddaður. Skriðan hrundi síðan að mestu af gröfunni og með því að hnika henni til tókst honum að losa gröfuna. „Það var ekki annað að gera en að drífa sig niður á veg og gera svo aðra atrennu,“ segir Þór sem varð að beita kúbeini til að kom- ast út úr gröfunni. Hann segir hlíð- arnar víða „illa manngengar og þá er enn erfiðara að vera að trítla utan í þeim á 35 tonna beltagröfum“. Vand- ræði við vegagerðina eru þó ekki al- veg upptalin því í nóvember rann hjólaskófla út af veginum í Kamba- nesskriðum og steyptist 40 metra of- an í sjó en ökumanni tókst með naumindum að stökkva út áður en vélin fór fram af þverhnípinu. Fjór- um dögum síðar fóru Þór og félagar eftir skóflunni og náðu henni upp. „Þetta er snarbratt en það venst. Það þýðir ekkert að vera slæmur á taugum þegar maður er að dunda í þessu,“ segir Þór aðspurður hvort ekki fari stundum um hann í vinnunni. 150 metra breið aur- skriða lokaði veginum Trítla um skrið- urnar á 35 tonna beltagröfum Ljósmynd/Vegagerðin, Guðjón Aurskriðan var gríðarlega mikil og ekki hlaupið að því að komast yfir. KARLMAÐUR um fimmtugt, sem hlaut alvarlega áverka við hníf- stunguárás í íbúð á Grettisgötu 6. mars sl., lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á sunnu- dagsmorgun. Tæplega fertug kona situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa veitt manninum stungusár. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, liggur ekki fyrir játning í málinu en vitni urðu að atburðum. Maðurinn gekkst undir aðgerð á spítalanum og var talinn á góðum batavegi þegar honum hrakaði mjög nokkrum dögum eftir árás- ina. Látinn eftir hnífstungu SIGURÐUR Hrafn Guðmundsson lést af slysförum á Njálsgötu 110 í Reykjavík laugardaginn 23. mars sl. Sigurður var 38 ára gamall, fæddur 13. apríl 1963. Hann var einhleypur og barnlaus. Sigurður fannst látinn á heimili sínu að morgni laugardags en hann mun hafa fallið niður stiga fyrir ut- an íbúð sína nokkru fyrr. Sigurður var menntaður tónlistarmaður og starfaði sem leigubílstjóri jafnhliða námi sínu við Háskóla Íslands. Lést af slysförum KENNETH Peterson, eigandi Col- umbia Ventures Corporation, móð- urfyrirtækis Norðuráls á Grundar- tanga, hefur eignast meirihluta í símafyrirtækinu Halló-Frjálsum fjarskiptum. Hann segist af þeim sökum hafa áhuga á fjarskiptamark- aðinum á Íslandi. „Ég held að það væri gott fyrir fjarskiptamarkaðinn ef fyrirtæki myndu sameinast að einhverju marki, með hliðsjón af stöðunni í þessum málum í heiminum,“ segir Peterson. „Fjárfestar hafa verið að draga sig út af þessum markaði og mörg fjarskiptafyrirtæki eiga í erf- iðleikum.“ Einnig verið rætt við stjórnendur hjá Tali Peterson segist ekki hafa átt við- ræður við stjórnendur hjá Íslands- síma um hugsanleg kaup á hluta- bréfum í fyrirtækinu eða um sameiningu við Halló. Norðurál sé hins vegar í viðskiptum við Tal og hann hafi rætt við stjórnendur hjá Tali, þó ekki með beinum hætti, um hlutabréfakaup eða sameiningu. Áhugi hans beinist að því hvernig fjárfesting hans í Halló geti styrkt fjarskiptamarkaðinn á Íslandi. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segist ekki hafa rætt við Kenneth Peterson. Þá viti hann ekkert um viðræður hans við eigendur Tals. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir að sem betur fer hafi ýmsir fjárfestar sýnt Íslands- síma áhuga. Að öðru leyti geti hann ekki farið út í þau mál. Fyrir liggi heimild hluthafafundar um að fara í samruna í kjarnastarfsemi, ef rétt tækifæri gefist. Stjórnendur fyrir- tækisins séu með augun opin fyrir slíku. Óskar segir mikilvægt að ná fram meiri hagræðingu á fjarskipta- markaðnum. Kenneth Peterson með meirihluta í Halló- Frjálsum fjarskiptum FYRSTU lömb ársins litu dagsins ljós í Austur-Húnavatnssýslu í fyrrinótt þegar gemlingurinn Marsibil á Sölvabakka bar tveimur lömbum, gimbur og hrút. Anna Margrét Jónsdóttir, bóndi á Sölvabakka og ráðunautur, segir að þetta hafi ekki verið skipulagt held- ur hafi hin óútreiknanlega náttúra haft hönd í bagga og fært vorið óvænt í fjárhúsin á Sölvabakka. Morgunblaðið/Jón Sig. Fyrstu lömb- in í A-Húna- vatnssýslu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Alþýðusambands Íslands um að sjómönnum sé heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms ráði ekki kjörum þeirra. Dómurinn féllst þó á að Verkalýðs- félagi Snæfellsbæjar, Verkalýðs- félaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms væri heimilt að efna til verkfalls og að félagsmenn væru óbundnir af gerðardómi enda áttu félögin ekki í vinnudeilu á sínum tíma. ASÍ höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu og Samtökum atvinnulífsins í kjölfar þess að lög voru sett á verk- fall sjómanna í maí í fyrra en verkfall þeirra hafði þá staðið í 44 daga. Í framhaldinu var gerðardómur settur á laggirnar sem ákvarðaði kjör þeirra til 31. desember 2003. Mál ASÍ gegn ríkinu og SA fór í gegnum bæði dómstigin á síðasta ári en Hæstiréttur vísaði málinu þá frá þar sem kröfugerðin var talin andstæð lögum um meðferð opinberra mála. Í niðurstöðum dómsins segir að ekki hafi komið fram nægjanlega veigamikil rök til að líta svo á að Al- þingi hafi með lögunum gengið lengra í að skerða frelsi deiluaðila til að ná kjarasamningum en nauðsyn- legt var til að tryggja almannaheill. Tekið fyrir hjá Alþjóða- vinnumálastofnuninni Magnús Norðdahl hrl., deildar- stjóri lögfræðideildar ASÍ, segir dóminn hvorki í samræmi við stjórn- arskrá Íslands né alþjóðlega sátt- mála sem Ísland er aðili að. Málið hafi verið tilkynnt Alþjóðavinnu- málastofnuninni og muni stjórn hennar taka það fyrir á næsta fundi sínum. Segir Magnús að íslensk stjórnvöld megi búast við að vera snupruð fyrir lagasetninguna. Af hálfu ASÍ flutti málið Ástráður Haraldsson hrl., Skarphéðinn Þóris- son hrl. var til varnar fyrir ríkið og Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. Sig- urður Tómas Magnússon var for- maður dómsins, sem einnig var skip- aður þeim Hjördísi Hákonardóttur og Sigurði Halli Stefánssyni héraðs- dómurum. Sjómönnum var ekki heimilt að efna til verkfalls ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.