Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 11
STÖÐUGT meiri samkeppni ríkir um tíma fólks og samkeppnin um at- hygli er mikil og þetta hefur m.a. leitt til þess að mikilvægi leiðtoga stjórn- málaflokka hefur vaxið og öll kosn- ingabarátta verður að koma saman í framkomu leiðtogans gagnvart al- menningi. Þetta var eitt af því sem kom fram á fundi ÍMARK um markaðssetningu í stjórnmálum. Einar Karl Haraldsson almanna- tengslaráðgjafi minnti á að mikið áreiti dynji á fólk á hverjum degi sem þýði að samkeppnin á skilaboða- markaðinum sé geysihörð. Í þessu umhverfi hafi þróast það sem hann kjósi að kalla leiðtogastjórnmál sem þó megi ekki rugla saman við um- ræðu um sterka foringja. „Leiðtoga- stjórnmál eru afsprengi fjölmiðla- og fjölhyggjusamfélagsins þar sem hlut- skipti stjórnarandstöðu verður æ erf- iðara vegna þess að ráðherrar og ráðamenn fá mest af sviðsljósi fjöl- miðlanna. Leiðtogastjórnmál felast í því að greina framtíðarvanda- og við- fangsefni, finna lausnir á þeim og vinna eigin flokksmenn við fylgis við þær tillögur um leið og kosningbar- áttan er gerð að stöðugu viðfangs- efni. Í þessari baráttu hefur leiðtoginn sér við hlið herskara af sérfræðingum til þess að aðstoða sig, sem stundum eru kallaðir spunadoktorar, og hafa ekki annað umboð en frá leiðtoganum sjálfum. Þetta gengur því þvert á full- trúalýðræðið og þykir blaða- og emb- ættismönnum og kjörnum fulltrúum oft nóg um völd þeirra. Þá krefst sjónvarpsdramatíkin þess að leiðtog- arnir séu einir í aðalhlutverkum vik- urnar fyrir kosningar. Þetta hefur á hinn bóginn gefið þeim vald til þess að vera aðalhöfundar nýrrar stefnu- mótunar þar sem öll kosningabarátt- an verður að koma saman í fram- komu leiðtogans á lokasprettinum.“ Í máli Gísla Marteins Baldursson- ar, fjölmiðlamanns og frambjóðanda, kom fram að bæði fjölmiðla- og stjórnmálamenn vilji að umræðan sé á sæmilega háu plani, vilji að almenn- ingur viti um hvað deilurnar snúist og hvað greini flokkana að. Þarf að borga fyrir að koma skilaboðum á framfæri Eftir því sem afþreying vaxi í þjóð- félaginu verði þörfin fyrir stjórn- málaflokk ekki jafnmikil en að sama skapi vaxi þörfin fyrir áhugaverðan leiðtoga og fyrir markaðsfólk sem kunni að taka það sem leiðtogarnir vilja segja og setja það í búning sem sé þess eðlis að fólk nenni að hlusta og muni það sem sagt er. Það þýði ekki lengur að treysta á að fjölmiðlar komi skilaboðum stjórnmálamanna á framfæri, menn þurfi að borga undir skilaboðin með einum eða öðrum hætti alveg inn á eldhúsborð hjá kjós- endum. En í hvað fara þessir peningar? spyr Gísli Marteinn: „Jú, þeir fara í auglýsingar og markaðssetningu stjórnmálanna og í kosningastjóra, sem eru málaliðar og vinna hjá hverj- um sem er.“ Gísli Marteinn segir það hljóti þó að vera grundvallarspurning hvað við sjálf séum tilbúin til að gera til þess að vinna kosningar. Það sé hægt að fara af stað með það eina markmið að sigra og nýta sér mark- aðs- og auglýsingamennina, láta gera kannanir á því hvað almenningur vill og hvaða mál brenni á fólki og hvað falli í kramið hjá því og búa til mál- efnaskrá sem fólk muni „kaupa“. „En erum við tilbúin til þess að gera þetta? Viljum við að stjórnmálaflokk- ar séu drifnir áfram af markaðinum? Viljum við ekki að flokkarnir taki sig alvarlega, haldi sínu striki og taki hugmyndir sínar hátíðlegar ekki vegna vilja markaðarins heldur jafn- vel þrátt fyrir vilja markaðarins. Er ekki búið að snúa málunum við þegar talað er um að flokkur kanni hug kjósenda og taki síðan afstöðu út frá því. Voru flokkarnir ekki stofnaðir ut- an um ákveðnar hugsjónir og hug- myndir og var ekki hlutverk þeirra að fá almenning í lið með sér? Ég held að þrátt fyrir allt sé inntakið lykilatriðið og skiptir enn þá öllu máli og vonandi gerir það það áfram.“ Friðrik H. Jónsson, dósent í sál- fræði við Háskóla Íslands, ræddi um ímynd stjórnmálamanna. Hann segir ímynd byggjast á fjölmörgum þátt- um, s.s. framkomu, klæðnaði, útliti og skapi en lokaniðurstaðan sé að ímynd sé einhvers konar sambræðingur af þessu öllu. Segir fjölmiðla ráðandi afl við mótun ímyndar Ímynd verði í flestum tilvikum þannig til að fólk fái upplýsingar, oft- ast gegnum fjölmiðla, hvers konar maður viðkomandi stjórnmálamaður sé, og móti síðan hugmyndir sínar út frá þeim upplýsingum. Fjölmiðlar séu því ráðandi afl í því hvernig ímynd manna mótast. Friðrik segir rannsóknir sýna að fólk reyni að ein- falda veruleikann, þ.e. með svoköll- uðum staðalmyndum sem gangi út á það að draga fólk í dilka og eigna því eiginleika. Rannsóknir sýni að að til þess að staðalmyndir verði langlífar þurfi sannleikskjarni að búa í þeim. Og ímyndin sé af sama meiði og stað- almyndin, þ.e. aðferð til þess að hafa skilning á þeim sem menn þekki ekki persónulega. „Í rannsóknum mínum notaði ég níu mælistikur sem falla í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn var virkni og stikur hans voru ákveðinn/óákveðinn, beitt- ur/deigur, virkur/aðgerðalítill. Annar flokkur var upplag og stikur hans voru áreiðanlegur/óáreiðanlegur, sanngjarn/ósanngjarn, alþýðlegur/ hrokafullur. Í þriðja flokknum, við- móti, voru mælistikurnar skemmti- legur/leiðinlegur, líflegur/daufur og hlýlegur/kaldur. Davíð Oddsson hef- ur alltaf mælst sterkastur á virkni í mínum mælingum, næststerkastur í viðmóti en veikastur í upplagsflokkn- um. Halldór Ásgrímsson mælist hins vegar hæstur í upplagi, næstur í virkni en alltaf lægstur í viðmóti. Öss- ur Skarphéðinsson hefur alltaf mælst hæstur í viðmóti, síðan kemur virkni en upplagið lægst.“ Fjallað um markaðssetningu í stjórnmálum á umræðufundi ÍMARK Mikil samkeppni um athygli og tíma fólks Morgunblaðið/Ásdís Leiðtogastjórnmál eru afsprengi fjölmiðlasamfélags, segir Einar Karl Haraldsson, og hlutskipti stjórnarandstöðu verður æ erfiðara. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 11 VIÐSKIPTABANKARNIR hafa tilkynnt um vaxtalækkun á bilinu 0,25–0,40% af hluta út- og innlána þeirra. Vextir óverðtryggðra skuldabréfalána bankanna hækk- uðu hins vegar um 2,0% umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans á árunum 1999 til 2001. Hagnaður bankanna jókst veru- lega milli áranna 2000 og 2001. Hagnaður ársins 2000 var hins vegar sérstaklega lágur, sem skýra má að mestu leyti með umskiptum í annarri fjármálastarfsemi, þ.e. vegna viðskipta bankanna með veltuskuldabréf, veltuhlutabréf og gjaldeyri. Samanlagður hagnaður við- skiptabankanna í fyrra var um 6 milljarðar króna, og þar af var hagnaður Íslandsbanka um helm- ingur. Hagnaður þeirra árið áður nam tæpum tveimur milljörðum en árið 1999 rúmum 5 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur bankanna jukust milli áranna 1999 og 2000 og aftur milli áranna 2000 og 2001. Frá 1999 til 2001 jukust hreinar vaxtatekjur þeirra hlutfallslega um 59–73%, mest hjá Búnaðarbanka en minnst hjá Landsbanka. Mest vegur aukning vaxtatekna af útlán- um en eignir bankanna eru að stærstum hluta útlán til viðskipta- vina. Hreinar vaxtatekjur bankanna námu tæpum 25 milljörðum króna í fyrra, samanlagt, tæpum 18 millj- örðum árið áður en tæpum 15 milljörðum árið 1999. Þessar tekjur jukust því samanlagt hjá bönkunum þremur um 10 milljarða króna milli áranna 1999 og 2001. Fylgni er því milli aukins vaxta- munar á óverðtryggðum skulda- bréfalánum bankanna og stýri- vaxta Seðlabankans. Einnig verður að hafa í huga að aukin verðbólga á árinu 2001 hefur bein áhrif á vaxtatekjur bankanna vegna verðtryggðra útlána þeirra. Þóknunar- og þjónustutekjur bankanna jukust einnig milli ár- anna 1999 og 2001. Þessar tekjur námu samtals rúmum 11 milljörð- um króna á árinu 2001, tæpum 10 milljörðum árið 2000 og tæpum 7 milljörðum árið 1999. Þær jukust því um tæplega 70% milli áranna 1999 og 2001. Gengistap dregur bankana niður Á móti auknum hreinum vaxta- tekjum viðskiptabankanna kemur að gengistap af annarri fjármála- starfsemi dregur úr hagnaði þeirra allra. Önnur fjármálastarfsemi bankanna er eins og að framan greinir viðskipti með veltuskulda- bréf, veltuhlutabréf og gjaldeyri. Gengistap Íslandsbanka nam 706 milljónum króna í fyrra, sem er 206 milljóna króna aukning frá fyrra ári. Hafa ber þó í huga að á árinu 2000 færði bankinn stærsta hlutann af lækkun á markaðs- skuldabréfum sínum það ár ekki sem gengistap heldur undir sér- stakan lið. Þessi lækkun á geng- istapinu á árinu 2000 nam 1,7 millj- örðum króna. Í raun lækkaði gengistap Íslandsbanka því um 1,4 milljarða króna milli áranna 2000 og 2001. Á árinu 1999 var hins vegar gengishagnaður af annarri fjár- málastarfsemi hjá Íslandsbanka upp á 1.580 milljónir króna. Gengistap Landsbankans á árinu 2001 nam 1.704 milljónum, sem er um 1,6 milljarða króna lakari út- koma en árið áður en gengistapið var þá 113 milljónir. Á árinu 1999 nam gengishagnaður Landsbank- ans hins vegar 615 milljónum. Gengistap Búnaðarbankans á árinu 2001 nam 667 milljónum og 1.119 milljónum árið áður. Á árinu 1999 var hins vegar gengishagn- aður af þessari starfsemi, eins og hjá hinum viðskiptabönkunum, upp á 1.297 milljónir. Viðskiptabankarnir voru því allir með gengishagnað á árinu 1999 en gengistap bæði 2000 og 2001. Vaxtatekjur banka um 25 milljarðar                                !     "  # #    $%         $%           $%                             !   " $    %  &   '       ()))  *++( SVEINN Valgeirsson, sóknar- prestur á Tálknafirði, varð fyrst- ur manna til að vinna fimm millj- ónir króna í þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 en í fyrrakvöld náði hann að svara fimmtándu og síðustu spurningunni í þættinum rétt. Spurningin var: Af hvaða ættkvísl fugla er skúmurinn? Möguleikarnir voru a) kjóaætt, b) svartfuglaætt, c) máfaætt og d) skarfaætt. Er hið rétta að skúm- urinn er af kjóaætt. Sveinn er fæddur 1966 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1995. Eftir að hann lauk prófi réðst hann sem sóknarprestur vestur á Tálknafjörð og hefur þjónað þar síðan. Á myndinni er lukkuleg fjölskyldan, frá vinstri: Ragnar Sveinsson, Ásdís Elín Auð- unardóttir, Sigurgeir Sveinsson og Sveinn Valgeirsson sókn- arprestur. Morgunblaðið/Finnur Presturinn vann fimm milljónir FIMM sérvöruverslanir með gler- augu, úr og skartgripi í Smáralind lækkuðu verð á öllum vörum um 3% á laugardag. Með lækkuninni voru verslanirnar að leggja sitt af mörk- um til að halda vísitölu neysluverðs í skefjum og stuðla að því að rauðu strikin í kjarasamningum haldi. Jafnframt skuldbundu verslanirnar sig til að hækka ekki vöruverð fram til 1. maí. Verslanirnar eru Optical Studio RX, Optical Studio Sol, Carat-Hauk- ur gullsmiður, Brilliant og Gull- smiðja Óla. Lækkuðu verð um 3% SVO virðist sem kviknað hafi í út frá eldavél í húsi í Krummahólum í Breiðholti á sunnudagskvöld. Miklar skemmdir urðu á innbúi af völdum reyks og hita en húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Mikinn reyk lagði út um stofu- glugga þegar Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins kom á vettvang. Reyk- kafarar voru fljótir að finna upptök eldsins og gekk slökkvistarf vel. Líklega kviknaði í út frá eldavél ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.