Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 21 f a s t la n d - 8 0 3 0 - 1 6 0 3 0 2 S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M F E R M I N G A R T I L B O ‹ E R U Á W W W . E J S . I S Dimension 4400 er öflug bor›tölva frá Dell, sérhönnu› fyrir ungt og vaxandi fólk í flekkingarleit. Fermingarbörn og námsmenn fá öflugan Pentium örgjörva og stóran forritapakka til a› svífa um heiminn á netinu og gera n‡ja og spennandi hluti. Eins og engill R 164.700 m/vsk Pentium 4 1.7GHz, 256MB, 24xCD-RW, 40GB HD, hljó›kort, 17” skjár, 64MB nVidia GeForce2 MX TV-out, Trend vírusvörn, Windows XP, Harman Kardon hátalarar, ísl. lyklabor› og mús, MS Works forritapakki, 3ja ára ábyrg› 19” skjár í sta› 17”: 18.900 DeskJet 845 prentari (USB): 9.900 Garner Elite II leikjapakki: 7.500 Logitech QuickCam: 9.800 56k V. 90 mótald: 3.900 GUÐMUNDUR Runólfsson hf. á Grundarfirði hefur leigt skip sitt Ingimund SH til veiða á rækju við Grænland. Skipinu hafði verið lagt vegna ónógra aflaheimilda fyrirtæk- isins, sem gerir auk þess út skipin Hring og Helga, sem sjá fiskvinnslu fyrirtækisins fyrir fiski til vinnslu. Ingimundur verður undir íslensku flaggi og með íslenska áhöfn. Skipið fer öðru hvoru megin við páska og verður að rækjuveiðum við vestur- strönd Grænlands fram í desember og leggur upp ísrækju hjá rækju- verksmiðjunni í Sisimut. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að greitt verði fyrir landaðan afla. Verið sé að tala um heldur lægra verð á rækjunni til útgerðar- innar en hér við land. Á móti komi að gert sé ráð fyrir miklum afla og meiri afla á úthaldsdag en hér. Þetta sé því spennandi verkefni og gott að geta nýtt skipið með þessu móti. Það sé ekki algengt að íslensk skip veiði úr kvóta annarra þjóða, nema undir erlendum fána. Til rækju- veiða við Grænland FRYSTISKIPIÐ Hafnarröst ÁR 250 hefur verið leigt til danskra aðila á Grænlandi til sjö mánaða frá og með miðjum apríl. Skipið verður við Holsteinsborg sem fljótandi frysti- hús. Skipið fer þá út á fjörðinn á morgnana til að taka við afla af bát- um yfir daginn og heilfrysta fiskinn um borð. Lúðvík Börkur Jónsson, eigandi skipsins, segir þetta verkefni koma sér vel. Hafnarröstin hefur undan- farin misseri verið gerð út á skötu- selsnet og fryst aflann um borð. Árið 2000 gengu veiðarnar vel, enda eng- inn kvóti á skötusel og skipið nánast eitt á þessum veiðum. Í fyrra setti sjómannaverkfall strik í reikninginn og léleg aflabrögð eftir það. Um haustið var svo settur kvóti á skötu- selinn. Hafnarröst fékk stærsta kvótann, 14%, en aðeins 150 tonn. Lúðvík Börkur segir að það sé ekki nóg til að halda svo stóru skipi úti og því hafi skipið verið leigt til Græn- lands um tíma. Hver framvindan verði síðan eigi eftir að koma í ljós. Hafnarröst fljótandi frystihús Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hafnarröst ÁR fer til Grænlands. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.