Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BREYTINGAR urðu á reglugerð um greiðslur almannatrygginga á lyfja- kostnaði um síðustu áramót og hefur greiðsluhlutfall sjúklinga að meðal- tali hækkað um 10%, segir í nýrri könnun ASÍ á þróun lyfjaverðs sem nær frá nóvember 2001 til mars 2002. Segir í frétt ASÍ að breytingsem varð á þátttöku almannatrygginga í lyfja- kostnaði um áramótin hafi „lent á sjúklingum en apótekin ekki tekið hana á sig“. Könnunin er í þremur hlutum og verða fleiri niðurstöður birtar eftir páska. „Ef skoðaðar eru breytingar á lyfjahluta vísitölu neysluverðs kemur í ljós að breytingin frá nóvember 2001 til mars 2002 er 10,6%. Mun- urinn á milli desember 2001 og jan- úar 2002 þegar breytingin á reglu- gerðinni tekur gildi er 7,5% en vístalan hefur farið hækkandi frá því í desember á síðasta ári. Í hverjum mánuði kemur út opinber lyfja- verðskrá sem lyfjaverð mánaðarins er miðað við. Ef borið er saman verð á þeim lyfjum sem voru í könnuninni í verðskrá nóvember annars vegar og verðskrá mars hins vegar kemur í ljós að minniháttar breytingar hafa orðið á verðskránni á þessu tímabili og eru þær allar til lækkunar. Það virðist því vera að breytingarnar sem urðu um áramótin hafi lent á sjúk- lingum en apótekin hafi ekki tekið neitt af breytingunni á sig,“ segir ASÍ. 100% afsláttur gefinn í fyrri könnun í sumum tilvikum Ef skoðað er meðalverð á lyfseð- ilsskyldum lyfjum á höfuðborgar- svæðinu kemur í ljós að mesta hækk- unin er 28,5% á Roaccutan milli nóvember og mars, segir í verðkönn- uninni, en um er að ræða lyf gegn ból- um. Er tekið fram að mikill afsláttur hafi verið veittur af Roaccutan í könnun ASÍ í nóvember. „Í nokkrum tilfellum var afslátturinn 100%. Hjá örorku- og ellilífeyrisþegum á höfuð- borgarsvæðinu er mesta hækkunin, 387%, einnig á Roaccutan, en í mjög mörgum tilfellum var afslátturinn 100% í könnuninni í nóvember og skýringin á þessari miklu hækkun því sú að apótek eru að minnka afslátt til sjúklinga. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta lækkunin 3,8% á Rítalín töflum og 2,1% á Zitromax fyrir örorku- og ellilífeyrisþega. Á landsbyggðinni er mesta hækkunin 14,7% á Losec MUPS (magalyf) og hjá örorku- og ellilífeyrisþegum er mesta hækkunin 30,2% á Evorel forðaplástri. Öll þessi lyf, Roaccutan, Losec MUPS og Evorel eru E-merkt. Í flokki lausa- sölulyfja er minna um breytingar. Þar er mesta hækkunin á höfuðborg- arsvæðinu 9,9% á 200 mg af Ibufen, á landsbyggðinni hækka Clarityn of- næmistöflur og Otrivin nefúði mest, eða um 6,8%. Mesta lækkunin á höf- uðborgarsvæðinu er 2,7% á Nicorette nefúða og á landsbyggðinni eru það Azýran töflur sem lækka mest, eða um 4,1%,“ segir ASÍ. Lyfin í könnuninni eru valin af lækni eftir sölulista sem fenginn var hjá heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu og var síðan yfirfarinn af lyfjafræðingi. Er um að ræða sama lista og notaður var í lyfjaverðskönn- un ASÍ í nóvember. Umrædd könnun var gerð fimmtu- daginn 14. mars og náði til lyfjaverðs í lyfjaverslunum í Reykjavík og á landsbyggðinni, þar sem hún var unnin í samvinnu við stéttarfélög á hverjum stað. Kannað var verð á 25 tegundum lyfseðilsskyldra lyfja og 16 tegundum lausasölulyfja. „Þrjár keðjur lyfjaverslana eru starfandi en kannað var að minnsta kosti verð í einni keðjuverslun í Reykjavík og einni úti á landi. Bæði var kannað verð á lyfjum til almennra sjúklinga og elli- og örorkulífeyrisþega.“ Lyfsseðilsskyldum lyfjum er skipt í þrjá flokka, B-merkt, E-merkt og O- merkt lyf. Hvað B-merkt lyf varðar greiðir almennur sjúklingur að há- marki 3.400 krónur og örorku- og elli- lífeyrisþegar að hámarki 1.050. Almennir sjúklingar greiða há- mark 4.950 krónur í E-merktum lyfj- um en örorku- og ellilífeyrisþegar að hámarki 1.375 krónur. Í O-merktum lyfjum tekur Tryggingastofnun ekki þátt í kostnaði. „Eitthvað er um að apótek felli niður hlut sjúklings í lyfjakostnaði. Aðallega er það gert hjá örorku- og ellilífeyrisþegum, en eftir því sem kostnaður sjúklings er minni því auðveldara er fyrir lyfsöl- una að gefa töluverðan afslátt eða sleppa því að rukka fyrir lyfið. Þetta er síðan því auðveldara fyrir lyfsöl- una því meira magn er keypt af sama lyfi í hvert skipti,“ segir ASÍ. Neituðu að gefa upp lyfjaverð Fram kemur að nokkrir lyfsalar hafi neitað að gefa upp verð, aðrir hafi einvörðungu gefið upp verð á lausasölulyfjum og enn aðrir aðeins gefið upp verð á hluta þeirra lyfja sem spurt var um. „Á höfuðborgarsvæðinu eru 13 apótek og þar af eru þrjár keðjur. Í Reykjavík tóku níu apótek þátt í könnuninni. Borgarapótek, Hring- brautarapótek, sem rekin eru af sama aðilanum, og Garðsapótek neit- uðu að taka þátt. Laugarnesapótek gaf aðeins upp verð á hluta af lyfseð- ilsskyldum lyfjum og bar við tíma- skorti. Hins vegar gaf það upp verð á lausasölulyfjum. Úti á landsbyggð- inni neituðu Ólafsvíkurapótek, Apó- tek Húsavíkur og lyfsala lækna Vík í Mýrdal að taka þátt,“ segir að síðustu í verðkönnun ASÍ.             / *. /!##   012 /*. /!## 3/ . !## 4 5  /. !## 3 6478/ . .# 9 / 4 ".#: /*& / - /$) ; / ;< ".# /!## ;/ < .#: /!& =>/ !#.: /&- ?9/ (/. /-# @4   (/. /-# 9 / (/. /-# A94 / !### /*# 7:1B2/ *# /*$ 1 4/ >  !*. /!## 0; / *# /*$ 0 ;/ #/. /-# 2  / .-# /)# 2 6 / ;<)$ /!##  / !# /-# :: / >  *# /.#  :/ !# /*#  3 : / < "*##: /!  4 / .# /-# @ ;/ .## /- @  / .# /*$   /.# /*$ 1 9 *##*    9  1 9 C9"*##!    9  D>  1 9 *##* 7  1 9 C9"*##! 7  D>    ! "#  !  !$ ## # !#  $% $  # !% !#  %%#  " # $# # %$ ! $% ! $ # " $$ "$ "  !  !  " ()# !"#). *"..# *"*%! --% -".!- *"*.* !".#& *"#%& !".-% &#& )(% .#. %&( -"&.( -"$)( -"$)) ))$ )(( &*( %!* *")!. (%! !"-.! !"*($ *")($ *"&*$ *"*$#                $ "%  $  #! # # $ #  #$ $  #  %$  "!  "$ # %"  %  $ % ! ! %# #  %$ $  !  !!  !  !$ $#) !"#)( *"&-- *")(# -.# -"(&* *"*%* !"&&& *"*$* !"(#- &.) .!# &*% !"#)$ -"%-* -"%%% )"#.. )%* .#) &$) %(( *"%-$ $)% !")&) !"-)& *"&%$ *"$)% *"..#              Breyting á niður- greiðslu lyfja sögð lenda á sjúklingum Dæmi um 387% meðaltalshækkun á lyfjaverði, segir ASÍ Rítalín hefur lækkað um 3,8%. ERLENT ÆVILÍKUR þeirra, sem fæddir eru með svokallað Downs-heilkenni, hafa tvöfaldast á síðustu tveimur áratug- um. Kemur það fram í bandarískum dánarvottorðum og úr þeim má líka lesa, að miklu minna er um krabba- mein í þessu fólki en öðru. Bandaríska sjúkdómavarnastofn- unin og Háskóli Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada stóðu að rann- sókninni og er greint frá henni í læknatímaritinu Lancet. Downs-heil- kenni stafar af erfðagalla og lýsir sér meðal annars í minni andlegum þroska. Líklegt er, að ýmsar ástæður valdi því, að fólkið lifir lengur en áður. Meðal annars má nefna, að það er al- mennt ekki haft inni á stofnunum eins og áður var, heilsugæsla og umönnun þess hafa batnað og með nýrri tækni í skurðlækningum er auðveldara en áður að lækna snemma þann hjartagalla, sem oft hrjáir fólk með Downs-heilkenni. Aukaafrit af 21. litningnum Sú staðreynd, að þetta fólk fær miklu sjaldnar krabbamein en aðrir, hefur vakið mikinn áhuga vísinda- manna. Í öllum frumum þess er auka- legt afrit af 21. litningnum og þar með aukaleg afrit af mörgum hundr- uðum arfbera. Geta menn sér þess til, að einn eða tveir þessara arfbera og einkanlega í þessu magni auki mót- stöðu frumnanna við krabbameini. Dr. Julie R. Korenberg, prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, segir þessa uppgötvun vera „mjög mikilvæga“. „Ef við gætum skilið eða fundið arfberann, sem þessu veldur, gætum við hugsanlega dregið úr hættu á æxlismyndun í okkur hinum, sem ekki höfum aukalegt afrit af 21. litn- ingnum,“ segir hún. Það var raunar vitað fyrir, að á 21. litningnum eru arfberar, sem fræði- lega geta dregið úr líkum á krabba- meini, og fólk með Downs-heilkenni virðist einmitt staðfesta það. Munur á milli kynþátta Höfundar skýrslunnar taka fram, að rannsóknin sé takmörkuð enda eingöngu stuðst við dánarvottorð. Til dæmis megi ímynda sér, að í þeim sé sumra sjúkdóma getið oftar en ann- arra. Þeir telja samt, að niðurstöð- urnar séu nokkuð áreiðanlegar. Dánarvottorðin sýna líka, að mikill munur er á milli kynþátta hvað varð- ar ævilíkur þeirra, sem eru með Downs-heilkenni. Það eru einkum blökkumenn, sem lifa skemur en hvítir menn. Úr 25 árum í 49 Í rannsókninni voru borin saman 18.000 manns með Downs-heilkenni og 32 milljónir manna, sem ekki höfðu þau. 1983 var meðalævitími fyrrnefnda hópsins 25 ár en 15 árum síðar var hann kominn í 49 ár. Á þess- um árum jukust ævilíkurnar almennt úr 73 árum í 76. Þeir sjúkdómar, sem virðast al- gengari í fólki með Downs-heilkenni en almennt gerist, voru hjartagallar, andleg glöp, skjaldkirtilsvandamál og sjúkdómar og sýkingar í lungum. Auknar ævi- líkur fólks með Downs- heilkenni Los Angeles Times. ÞAÐ er farið að vora í Mið- Evrópu og lækir, ár og fljót hafa víða flætt yfir bakka sína. Miklir vatnavextir eru til dæmis í Dóná, einkum í Ungverjalandi þar sem stór svæði eru undir vatni. Mynd- in er frá bænum Szentendre en búist var við, að flóðin myndu ná hámarki við höfuðborgina, Búda- pest, í dag. Þar hefur vatnsborð árinnar hækkað um marga metra. Vorflóð í Ungverjalandi AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.