Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hef aldrei haft gaman af Sónötu Carls Reinecke frá árinu 1885. Ekki fyrr en laugar- dagskvöldið 16. mars árið 2002. Þökk sé ójarðneskum flaututóni Stefáns, leik hans að hinu fínlega og ofur- veika, fullkominni mót- un hans á löngum og brothættum línum, inn- lifuðum og glæsilegum píanóleik Elizavetu Kopelman og samspili þeirra tveggja sem var í einu orði sagt stórkost- legt. Upphaf sónótunn- ar var nánast impressj- ónískt! (eða ættum við að segja: minnti á ljós- brot á vatni) í flutningi þeirra. Annars hljómaði þessi sónata íhalds- gaursins í Leipzig eins og meistaraverk eftir Schumann eða Mendel- sohn í þessum magnaða flutningi. Canzone Samuels Barbers er ein þessara yndislegu „intermezzi“ flautubókmenntanna. Barber er einn af lag- línumeisturum tuttug- ustu aldarinnar (íhaldsgaur?). Gagn- rýnandanum hefur alltaf þótt vænt um þessa tónlist. Að vísu hefði mátt staldra ögn meira við og íhuga dýpt þessara fögru tóna en Cansónan var vissulega sungin af innileik og hlýju í fulkominni einingu hljóðfæranna. Lowell Libermann verður seint sakaður um frumlega hugsun ef marka má hina ofurvinsælu flautu- sónötu þessa unga manns, frá árinu 1987. En hann skrifar feikivel fyrir hljóðfærin og það er erfitt að ímynda sér þessa sónötu betur flutta. Fyrri kaflinn er ljóðrænn með tilfinninga- þrungnum milliköflum (og ég vona svo sannarlega Liebermanns vegna að Jolivet-tilvitnanirnar hafi verið meðvitaðar). Síðari kaflinn er virtúós- ískur, perpetuo mobile, undir miklum áhrifum frá Prokofiev. Fjölmargir flautuleikarar í salnum réðu sér ekki fyrir kæti eða örvilnan í hléinu eftir þessa flugeldasýningu. „Það er eins í New York og uppi á íslensk- um öræfum; þar ertu einn,“ sagði Magnús Blöndal við mig þar vestra fyrir löngu. Úr einsemdinni reis meist- araverkið Solitude, söngur án orða, tónar sem verða til af einu „e“-i og hverfa að lok- um inn í eitt „g“. Þetta var besta tónverk efnis- skrárinnar. Stefán dró hina stóru línu verksins af listrænu innsæi. En Solitude er ekki bara söngur heldur líka „parlando“; samtal flautuleikarans við flautuna, áheyrendur og sjálfan sig. Ég tel að Stefán hefði þurft að leggja meiri rækt við hina innri merkingu hendinganna, gefa hverjum einasta tóni orð og líf. Solitude er eitt þeirra verka sem eru algjörlega háð sköpunarmætti flytj- andans. Og enn fengum við að hlusta á sönglag; „Trockene Blumen“ Schuberts. Eins og í Kansónu Barbers hefði ég viljað heyra meiri ró, dýpt og hryggð í inn- gangi verksins. Lagið sjálft var ynd- islega sungið, og í tilbrigðunum gneistaði af leik þeirra hjóna en óvíða skrifaði Schubert svo tæknilega erf- iða tónlist fyrir píanóið. Aukalagið var tangó eftir Piazolla. Ég fór dansandi heim. Hvet alla tón- elskandi menn að koma á næstu tón- leika dúósins. Bíð sjálfur spenntur eftir tækifæri til að hlusta á þau tak- ast á við fleiri verk. Söngvar án orða TÓNLIST Ýmir, Skógarhlíð Stefán Höskuldsson flautuleikari. Flutt voru verk eftir Carl Reinecke, Samuel Barber, Lowell Lieberman, Magnús Blön- dal Jóhannsson og Franz Schubert. Undir- leikari á píanó var Elizaveta Kopelman. Laugardagur 16. mars. EINLEIKSTÓNLEIKAR Kolbeinn Bjarnason Elizaveta Kopelman Stefán Höskuldsson KARLAKÓRASÖNGUR hefur löngum staðið föstum rótum í Eyja- firði, allt frá því að Magnús Einars- son, organisti, stofnaði Karlakórinn Heklu um aldamótin 1900 og náði þeim frækilega árangri að sannfæra tónlistargagnrýnendur í Noregi með söng sínum, er „Heklungar“ fóru í fyrstu utanlandsför íslenskra kóra ár- ið 1905. Það var því ekki undarlegt að sá árangur yrði körlum hvatning að feta söngbraut Heklunga og sækja lengra eins og kórarnir á Akureyri, Geysir og Karlakór Akureyrar, gerðu í áratugi og reyndar Karlakór Dalvík- ur, sem áttu miklum vinsældum að fagna hjá þorra þjóðarinnar. Ég var áður þeirrar skoðunnar að karlakór væri eins og sinfóníuhljómsveit sem vantaði björtustu hljóðfærin, þau kvenlegri og skærari. Sú skoðun var og mikið útbreidd á sjöunda og átt- unda áratugnum að blandaðir kórar væri það sem koma skyldi. Á þessum tíma urðu til margir ágætir blandaðir kórar, en vinsældir karlakóra dvín- uðu og þeim fækkaði verulega í land- inu. Nú virðist áhugi á karlakórum hafa aukist og einnig á kvennakórum og greinilegur áhugi hjá fólki á þess- um þremur greinum söngsins: karla- kór, kvennakór og blönduðum kór. Ég tel að þessir kórar séu allir rétt- bornir strengir í sönghörpunni, enda hljóma margir söngvar einungis vel í einni gerð kóra og eru sérstaklega samdir eða útsettir fyrir hana. Þannig var með Finnann Arnas Järnefelt, sem okkur er ekki minnisstæður sem listmálari, sem hann vissulega var, ekki sem mágur Sibeliusar, þó hann hafi verið það, heldur tónskáldið sem samdi gersemiskarlakórasönginn um svaninn sem eitt sinn flaug um loftin blá, og enn lyftir áheyrendum í loftin blá í vönduðum flutningi. Þannig hóf þessi langlífi svanur sig til flugs í flutningi Karlakórs Dalvíkur í upp- hafi tónleikanna og var hrífandi að hlýða á hve kliðmjúkur söngurinn var og hve samstilltur og hljómgóður kór- inn er. Síðan flutti kórinn þrjú lög úr syrpu af stúdentalögum sem Jón Þór- arinsson útsetti fyrir stúdentakórinn og fjórhent píanó um 1965. Útsetn- ingar eru gersemi og lögin þrjú voru: Malakoff, Hin gömlu kynni og Sjung om studentens, þarna flutt í íslenskri þýðingu, Syngið við hörpu. Bæði mik- il mýkt og einnig kraftur einkenndi flutning þessara laga. Það þarf reynd- ar engum að koma á óvart að fram- sögn þeirra svarfdælsku var skýrust þessara kóra, svo nánast hvert orð var skiljanlegt. Næst gekk á svið nokkuð fjölmennari eða 35 manna Kór Eyjafjarðar og er sá kór mann- aður góðum söngmönnum í öllum röddum. Vel fór á því að kórinn hóf raust sína með flutningi á laginu Gestaboð eftir fyrrum liðsmann sinn, tónlistarkennarann og tónlistar- manninn Garðar Karlsson, sem öllum var harmdauði, er hann dó nú á vetr- arnóttum langt um aldur fram. Trú mín er sú að þetta skemmtilega lag og reyndar fleiri söngvar Garðars, sem ég hef heyrt, muni halda nafni hans á lofti meðal söngelskra. Ég saknaði þess nokkuð víða í efnisskránni að ekki var þess getið hverjir útsett höfðu lögin, sem ætti að vera sjálf- sagt. Karlakór Akureyrar Geysir er samsteypa gömlu stórvelda karlakór- anna Geysis og Karlakórs Akureyrar og skipaður tæplega 40 mönnum. Erla Þórólfsdóttir stjórnandi kórsins hefur góð tök á kórnum og styrkleika- breytingar og túlkun kórsins á þeim fimm lögum eftir Árna Thorsteins- son, sem Jón Þórarinsson útsetti í svokallaðri Fóstbræðrasyrpu, voru skínandi góð, sérstaklega fallegur raddblær var á raddsóló fyrsta bassa í Sólin er hnigin… Í lögunum eftir Bellmann og Julius Otto fannst mér annar bassi ekki nógu samlitur og fyrsti tenór í veikara lagi. Að loknu hléi hófst hin sanna karlakóraveisla þegar kórunum var steypt saman í rúmlega 90 manna kór. Hljóðfæri þetta var í senn magnað og virtist býsna meðfærilegt ef marka má sann- færandi flutning flestra laganna. Þarna voru gengnar hefðbundnar slóðir sveina sem syngja og ganga léttir í lundu. Ég verð að taka undir orð stjórnanda Karlakórsins Þrasta í sjónvarpi nýverið að mikil þörf er á nýjum karlakórslögum. Þótt mörg gömlu laganna séu ágæt, verða fram- farir með nýjungum og það á við um karlakórsönginn einnig, fordæmi Karlakórs Reykjavíkur, Fóstbræðra og Þrasta mætti verða þar til eftir- breytni. Ein perla íslenskra karla- kórslaga er Sumar í sveit eftir Jóhann Ó. Haraldsson, sem naut sín einkar vel í vönduðum flutningi. Aftur á móti fannst mér lagið Ríðum sveinar senn vera á of hægu tölti til að það fengi notið sín. Það fór vel á því að láta vita íslenskra karlakórslaga lýsa heimleið að loknum tónleikum og láta það bera þá ósk í brjóst að þessir kórar geri meira saman, flytji stór verk jafnvel með sinfóníuhljómsveit. Auðvitað var lokalagið umrædda Brennið þið vitar úr Alþingishátíðarkantötu Páls Ís- ólfssonar. Það var lagið! Vitar brenna við Eyjafjörð TÓNLIST Glerárkirkja Flytjendur: Karlakór Akureyrar Geysir, stjórnandi: Erla Þórólfsdóttir, Karlakór Dalvíkur, stjórnandi Guðmundur Óli Gunn- arsson, og Karlakór Eyjafjarðar, stjórn- andi: Björn Leifsson. Helga Bryndís Magnúsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir léku á píanó. Á efnisskrá voru 21 karla- kórslag, þar af 9 íslensk. laugardaginn 17. mars kl. 16. KARLAKÓRAR Jón Hlöðver Áskelsson BARNABÓK Þorvaldar Þor- steinssonar, Ég heiti Blíð- finnur en þú mátt kalla mig Bóbó, var gefin út á þýsku í febrúarmánuði sl. af forlaginu Bertelsman-Random House. Bókin hefur fengið þar góðar viðtök- ur og er með- al annars á lista yfir helstu bækur marsmánaðar í þýskum bókabúðum. Í framhaldi af góðum viðtök- um hefur Bertelsman ákveðið að gefa einnig út aðra bókina um Blíðfinn, Ert þú Blíðfinn- ur? Ég er með mikilvæg skilaboð, sem Bjartur gaf út árið 2000. Einnig gefin út á dönsku og sænsku Rosinante, danskur útgef- andi Þorvaldar, hefur einnig ákveðið að gefa þá bók út síð- ar á þessu ári. Ennfremur hefur réttindastofa Bjarts ný- lega samið við sænska bóka- forlagið Absalut Boker um útgáfu á bókunum um Blíð- finn í Svíþjóð. Útgáfa Bertelsman á Blíð- finni hefur verið í undirbún- ingi frá því á liðnu hausti en þá var 3.000 kynningareintök- um af bókinni dreift til starfs- fólks bókabúða í Þýskalandi. Í marsmánuði komst hún á sjö bóka lista þýskra bóka- búða yfir athyglisverðustu barnabækur mánaðarins. Í byrjun mars fékk hún sér- staka kynningu í þýska sjón- varpinu og aðrir fjölmiðlar hafa fylgt í kjölfarið. Heilsteypt listaverk Dómar um bókina hafa ver- ið jákvæðir. Gagnrýnandi Sueddeutsche Zeitung, Sigi Seuss, kallar hana „heilsteypt listaverk“ sem hafi allt til að bera „til að hlýja jafnt ungum sem öldnum um hjartaræt- urnar“. Þó að höfundur bregði á leik með sígilda söguþræði og alþekkt minni, flétti hann efni sitt saman af „þeirri alúð sem þarf til að gæða þau lífi á þann hátt að allt smelli saman í eina sögu sem við höfum aldrei heyrt“. Einnig var lofsamlegur dóm- ur í Die Zeit, einu helsta vikuriti Þýskalands. Blíðfinni vel tekið í Þýska- landi Þorvaldur Þorsteinsson F.ART sýndi á vorsýningu í Char- lottenborgs Slot íslenskan pylsu- vagn. Í vagninum var seld íslensk skyndilist í stað þess að selja pylsur og einnig útvarpað af Rás 1. F.art samanstendur af Hildi Mar- grétardóttur og Lónu Dögg Christ- ensen. Þær hafa áður sýnt og selt skyndilist m.a. á Lækjartorgi (í pylsuvagni) menningarárið 2000 og í Bónus á Laugavegi, árið 2001, þá í samvinnu við Þiðrik Hansson. Vorsýningin er á slóðinni www.hildur.com. Íslenski pylsuvagn f.art í Kaupmannahöfn. Íslensk skyndilist í pylsuvagni ÚTMÁNUÐIR eru undantekn- ingarlaust besti tími bíófíkilsins, þökk sé Óskarsverðlaununum. Sem hefja gjarnan göngu sína á þessum árstíma vegna afhendingarhátíðar- innar síðari hluta mars. Árið í ár er engin undantekning. Myndir yfir meðallagi eru áberandi í öllum kvik- myndahúsum, af þeirri ástæðu virka nokkrar unglingahrollvekjur kannski mikið mun verri en aumingi þeirra er. Um síðustu helgi sá ég 13 Ghosts sem var ekkert annað en umbúðirnar en er þó hreinasta gull- náma við hliðina á Long Time Dead. Sem hefur í sannleika sagt ekki neitt uppá að bjóða annað en sóða- skap og manndrápsleiðindi. Hún flokkast vafalaust undir hrollvekj- una en er þó talsvert í bland við „slasher“-myndir, slíkar blóðslabbs- myndir eru blessunarlega sjaldgæf- ar í bíóum hérlendis enda best geymdar í sínum perraklúbbum. Upphafsatriði Long Time Dead er einhver ógæfuleg og muskuleg ólæti í hálfrökkri, sem maður kemst að löngu síðar að á að vera anda- glasfundur sem fer úr böndunum hjá djöfladýrkendum í Marokkó áratugum áður. Síðan víkur sögunni að hópi ungmenna í grámyglulegri stórborgareyðimörk á Englandi. Þeim leiðist að væflast um dans- gólfið snardópuð og langar að víkka sjóndeildarhringinn; að sjá heiminn. Fara í andaglas snardópuð Ekki tekur betra við, þar sem hópnum tekst að vekja upp elddjöful nokk- urn sem nefnist Djinn. Gengur síð- ari hluti þessarar ómyndar útá að Djinn murkar úr þeim líftóruna á ýmsan hátt, og er aðaláherslan und- antekningarlaust sett á viðbjóðinn. Engin spenna, enginn hrollur, engin saga, ekki orð sagt af viti, engin þol- anlega gerð persóna. Innanum gúm- ilaðið bregður gamla góða Tom Bell fyrir, sem nú virðist á svipuðum slóðum og smáfugl í stórhríð. Annað undarlegt fyrirbrigði skýtur upp kollinum í leikaravalinu, sem er Lukas Haas, sem lék drengstaulann í Vitninu, hinni eftirminnilegu spennumynd Weirs. Long Time Dead getur hinsvegar ekki flokkast undir annað en verstu tímasóun. Útkulnaður elddjöfull KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Marcus Adams. Handrit: Eitan Amusi, ofl, Kvikmyndatökustjóri: Nic Morris. Tónlist: Don Davis. Aðalleik- endur: Joe Absolom, Tom Bell, Lara Bel- mont, Melanie Gutteridge, Lucas Haas. Sýningartími 94 mín. Bretland 2001. LONG TIME DEAD (LÖNGU DAUÐUR) 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.