Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 31 KONUR sem missa brjóstvegna krabbameinsvilja í langflestum til-vikum fá nýtt brjóst í staðinn. Þar eru nokkrir mögu- leikar í boði, meðal annars að nota silikonpúða eða flytja vef frá öðr- um stöðum á líkamanum og skapa með honum nýtt brjóst. Aðgerðir sem þessar eru í höndum lýta- lækna. Skurðlæknarnir Sigurður Þor- valdsson og Rafn Ragnarsson eru sérfræðingar í lýtalækningum og starfa á lýtalækningadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Deild- in sinnir aðgerðum á þessu sviði en auk þeirra fellur til dæmis undir hana öll meðferð vegna bruna- slysa. Sigurður flutti nýverið er- indi á fræðslufundi Landspítalans og greindi frá árangri aðgerða á árunum 1979 til 2001 sem hann hefur einkum annast og Rafn með honum eftir að hann kom til starfa fyrir nokkrum árum. Ein aðgerð í viku nauðsynleg Árlega greinist brjóstakrabba- mein hjá um 110 konum hérlendis og þarf að nema brjóst brott í um helmingi tilfella. Þurfa 50 til 60 konur því á endursköpun brjósta að halda en í flestum tilvikum er krabbameinið aðeins í öðru brjóst- inu. Konur sem hafa fengið krabbamein í annað brjóstið eru þó í mun meiri hættu að fá einnig krabbamein í hitt brjóstið en þær sem ekki hafa fengið brjósta- krabbamein. Þarf því að taka eina konu í aðgerð á viku að meðaltali en læknarnir segja deildina ekki geta annað því þar sem hún hafi hvorki fjármuni né aðstöðu til að ráðast í svo margar aðgerðir. „Á góðu ári getum við gert kringum 30 aðgerðir en á þrengingarárum geta þær dottið niður í um 10,“ segir Rafn Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið. „Deildin sinnir til dæmis meðferð sjúklinga vegna brunaslysa og vegna þess hversu lítil hún er getum við ekki skipu- lagt brjóstaaðgerðir mjög þétt,“ segir Rafn. Sigurður Þorvaldsson segir að nokkrar leiðir séu færar til að skapa konum nýtt brjóst. Allar slíkar aðgerðir eigi það sammerkt að þeim geti fylgt aukakvillar eins og geti raunar gerst við allar skurðaðgerðir. „Það er í fyrsta lagi hægt með því að setja silikonpúða eða önnur hliðstæð efni í stað brjóstsins. Síðan er hægt að flytja vef frá öðru svæði líkamans og þar eru einnig nokkrar aðferðir mögu- legar,“ segir Sigurður og leggur áherslu á að þegar slík aðferð er valin sé heppilegast að gera það um leið og brottnám brjóstsins fer fram. Þá er allt gert í sömu aðgerð, krabbameinslæknar taka brjóstið og lýtalæknarnir byrja um leið að losa vefinn sem nota á við end- ursköpun brjóstsins og koma hon- um síðan fyrir þegar brjóstið hefur verið tekið. Segir hann það ekki lengja aðgerðina sem neinu nemi. Væri þetta gert í tveimur aðskild- um aðgerðum tækju þær báðar nokkra klukkutíma. Auk þess þyrfti konan tvisvar að leggjast á sjúkrahús með þeim óþægindum sem því fylgdi. Nýtt brjóst með vöðva frá kviðarholi Þegar vefur er notaður til að móta nýtt brjóst eru einkum tvær leiðir farnar. „Annars vegar er það sem við getum nefnt frían eða frjálsan vefjaflutning,“ segir Sig- urður. „Þá tökum við bút eða flipa af vöðva í kviðarholi og flytjun í brjóstið. Við slíkan flutning þarf að tryggja að við tökum hluta úr æð með flipanum til að tengja á nýja staðnum. Hún á að tryggja örugg- an blóðflutning og næringu fyrir vefinn í brjóstinu. Hin leiðin er að færa hluta vöðva úr kviðarholinu uppí brjóstið án þess að losa hann frá. Þá er hluti af húðinni látinn fylgja með og vöðv- inn og húðin notuð til að skapa nýja brjóstið. Með þessari aðferð þarf ekki að losa æðar og tengja í brjóstinu heldur kemur næringin eftir sem áður frá kviðarholinu þar sem vöðvinn hefur ekki verið los- aður þaðan.“ Læknarnir segja þessa síðar- nefndu aðferð ívið meira notaða enda tryggi hún betur blóðflæðið og minni hætta sé á aukaverkun- um, t.d. blóðskorti sem leitt geti til flipadauða og þess að aðgerðin misheppnist. Þá bentu læknarnir á að reykingar hefðu hér nokkur áhrif. Við langvarandi reykingar getur háræðanetið, grennsta æða- net vöðvans, hafa skemmst og það geti hugsanlega haft áhrif á hvern- ig vöðvinn sem fluttur er braggast á nýja staðnum. Þeir segja vaxt- arlag konu ekki skipta meginmáli í þessu sambandi og séu báðar að- ferðirnar mögulegar í langflestum tilvikum. Sé það ekki unnt af ein- hverjum ástæðum er einnig mögu- legt að taka vef úr bakinu. Húðflúr kemur einnig við sögu Við endursköpun brjósta með þessum aðferðum þarf líka að búa til nýja geirvörtu og síðan vörtu- baug eða svæðið kringum hana. Segja læknarnir það best gert með húðflúri en þar sem það sé ekki á færi lýtalækna verði konur einfald- lega að leita til húðflúrara. Þá sé vandinn sá að tryggingakerfið greiði ekki slíkar aðgerðir og segja þeir að ráða þurfi bót á því. Um árangur við endursköpun brjósta segja þeir Sigurður og Rafn að á árunum 1989 til 2001 hafi 58 aðgerðir verið gerðar með svo- kölluðum fríum flipa eða frjálum vefaflutningi og í þremur tilvikum, 5%, hafi þær ekki lánast. Segja þeir það svipaðan árangur og ger- ist erlendis við þessa aðferð. Í lokin eru þeir spurðir hvort konur sem missa brjóst vegna krabbameins vilji upp til hópa fá nýtt brjóst. „Það er undantekn- ingalítið,“ segir Rafn. „Þetta er þeim bæði tilfinningamál og oft líka spurning um útlit. Konur vilja ekki missa brjóst því þau eru það stór hluti af tilveru þeirra. Við þurfum að sinna þessum hópi vel og tökum góðan tíma í viðtöl og ráðgjöf fyrir og eftir aðgerðir og í langflestum tilvikum heppnast þær og konurnar sáttar við árangurinn. Aðgerðir sem þessar eru líka hluti af því markmiði heilbrigðisþjónust- unnar að skila sjúklingum út í dag- legt líf á ný eftir læknismeðferð með sem eðlilegastan líkama.“ Er bæði spurning um útlit og tilfinningar Nokkrir möguleikar eru færir til að skapa konum ný brjóst. Ár- lega fara fram milli 10 og 30 slíkar aðgerðir hérlendis. Jóhannes Tómasson ræddi við lýtalæknana Sigurð Þorvaldsson og Rafn Ragnarsson um brjóstaaðgerðir. Lýtalæknarnir Sigurður Þorvaldsson (t.v.) og Rafn Ragnarsson ann- ast 10 til 30 brjóstaaðgerðir á ári hérlendis. Til vinstri sést hvar taka á vöðva af kvið til að flytja í nýtt brjóst. Á hægri myndinni er aðgerð afstaðin og konan með nýtt hægra brjóst. joto@mbl.is Lýtalæknar segja konur sem missa brjóst vegna krabbameins yfirleitt vilja ný Rípur-, Viðvíkur-, Hóla-, Hofs-, og Fljótahrepps, hefur félagsþjón- usta aukist eftir sameininguna, t.d. með því að þjónustustig varð sambærilegt við það sem var á Sauðárkróki fyrir sameiningu, auk fjölgunar starfsmanna, dag- vistunar fyrir aldraða og for- varnastarfsemi. Ekki leikur vafi á því, að mati höfundar, að erfitt hefur reynst að halda uppi sama þjónustustigi í öllum hverfum sveitarfélagsins og þá hafa breytingar í stjórnsýslu orðið mestar fyrir íbúa smáhrepp- anna, sem fengu að glíma við stærra og flóknara kerfi en áður þekktist. Höfundur telur að fjármálaþró- un í sveitarfélaginu hafi verið fremur neikvæð í gegnum árin og segir liggja fyrir að raunútgjöld til stórra málaflokka, fræðslumála og félagsþjónustu hafi aukist á tímabilinu. Hagræðing hefur að einhverju leyti náðst í rekstri sveitarfélagsins sem hefur verið nýtt til að auka og bæta þjónustu við íbúana. Stighækkandi tekjur Snæfellsbæjar Í Snæfellsbæ, sameinuðu sveit- arfélagi Ólafsvíkur, Nes- og Breiðuvíkurhrepps og Staðar- sveit, hefur félagsþjónustan eflst mjög, ekki síst í dreifbýlinu þar sem hún var lítil fyrir. Ekki verð- ur annað séð að mati skýrsluhöf- undar en að íbúarnir séu sáttir við þróun í fræðslumálum og fé- lagsþjónustu. Tekjur Snæfellsbæjar hafa far- ið stighækkandi frá sameiningu og skýrist stökk frá 1995–1997 af auknum tekjum vegna yfirtöku grunnskóla en uppsveifla í at- vinnulífinu á einnig sinn þátt. Fé- lagsþjónustan tók stökk við sam- eininguna og varð mun dýrari enda var henni vart til að dreifa í dreifbýli fyrir þann tíma. Sameiningin hefur styrkt þróun atvinnulífsins og hafa samgöngu- bætur innan marka sveitarfé- lagsins hjálpað til við eflingu at- vinnulífs og þjónustustigs. Í Vesturbyggð, sameinuðu sveitarfélagi Patreks-, Bíldudals-, Rauðasands- og Barðastrandar- hrepps hefur valdið þjappast sam- an á Patreksfirði, aðallega að sögn Bílddælinga. Litlar breytingar hafa orðið á starfi skólanna en nokkur óánægja er utan Patreksfjarðar með þróun skólamála, einnig með síðustu úrlausn sem fólst í flutn- ingi á eldri börnum í Örlygshöfn til Patreksfjarðar. Vekur þetta at- hygli skýrsluhöfundar þegar íbú- arnir telja almennt að hagræða þurfi í málaflokknum. Tekjur sveitarfélagsins hafa verið stígandi frá sameinginu, þrátt fyrir verulega fólksfækkun. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði ráðuneytið reyna að vinna á grundvelli þeirra upplýs- inga sem skýrslan leiðir í ljós. „Við getum ekki lengur haldið því fram að það sé sparnaður af sam- eingu. Peningalegur sparnaður fer í bætta þjónustu,“ sagði Páll. Hann sagði augljóst af skýrslunni að dæma að skólamál væru við- kvæmur málaflokkur hjá sveitar- félögum. „Þetta er málaflokkur sem stendur upp úr með það hvað fólki finnst hann mikilvægur. Niðurstöður skýrslunnar eru líka leiðbeinandi fyrir þá sem eru að vinna að sameiningu vítt um land, hvað beri að varast og hvað vinnst. Á hinn bóginn er ákveðið áhyggjuefni að sameining í dag yrði ekki samþykkt nema á tveim stöðum.“ þá vera g faglegri búar ekki nustunni. hækkuðu unaði þar úr Jöfn- sta hefur æðinu og gðina sem aldi. Ýmis varðandi innar ná- og telur meinað og betri for- la á um uðu sveit- aukadals-, -, Skarðs- afði sam- rir þróun vörðun að Laugum úðardals- nu. um hefur ngu, þótt rðið mjög ið var til ennt væri sveitarfé- nn í tvö þess og ekki vera ru á ann- Skuldir hafa aukist eftir sam- einingu en svo virðist sem Dala- byggð sé að ná betri tökum á fjár- málum sínum. Sameiningin er talin hafa styrkt stoðir atvinnu- lífsins og hjálpað til við að hamla á móti fólksfækkun m.a. með bættri þjónustu við íbúa sem telja að sameiningin hafi haft góð áhrif að þessu leyti. Í Fjarðabyggð, sameinuðu sveitarfélagi Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hafa orðið litlar breytingar í skólamál- um, félagsþjónustu og fjármálum í nýju sameinuðu sveitarfélagi, en nú horfir til betri vegar eftir erfið fjárhagsár 1998 og 1999. Svo er að sjá að sem skýr tengsl séu á milli byggðaþróunarinnar, atvinnulífs og sveitarfélagsins. Íbúarnir litu mjög til þeirra þjón- ustuþátta sem sveitarfélagið og bolmagn þess réði við, sem og þess hve sameiningin var mikil- væg fyrir atvinnulíf á svæðinu. Þetta viðhorf er mjög ofarlega í hugum sveitarstjórnarmanna, sem raunar ganga enn lengra og sögðu sameininguna hafa verið forsendu þess að álverið í Reyð- arfirði hefði komist á dagskrá í núverandi mynd. Félagsþjónustan aukist í Sveitarfélaginu Skagafirði Í Sveitarfélaginu Skagafirði, sameinuðu sveitarfélagi Sauðár- króks, Skefilsstaða-, Skarðs-, Staðar-, Seylu-, Lýtingsstaða-, og afleiðingar af sameiningu sveitarfélaga stjórnsýsla einingar Morgunblaðið/Kristinn r í skýrslu dr. Grétars Þórs Eyþórssonar sem rssyni félagsmálaráðherra í gær. =C C =CJC K 9    1    J>   %$$;"" %& M%$ *##*    , /    +    <- *<' , ,! , #,%$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.