Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ G amlir óvinir í Evrópu hafa smám saman vanist þeirri undar- legu tilhugsun að hægt sé að leysa ágreining með friðsamlegu laga- þrasi fram á nætur í stað þess að drepa hver annan. Helsta af- rek sambandsins er að það hef- ur með tímanum lagt grunninn að traustari friði og siðmenn- ingu og ætti að fá friðarverðlaun Nóbels fyrir vikið. Evrópu- tækifærin blasa við okkur en það gera líka hætturnar og óvissan. Það getur verið erfitt að skilja hvert markmiðið er með sumum reglum og tilskip- unum Brussel-valdsins annað en að ergja almenning. En þegar litið er yfir allt sviðið er samt verið að þoka málum í rétta átt, tvö skref áfram, eitt aftur á bak, virðist vera göngulagið. Allar Evr- ópuþjóðir eiga sér sín sérstöku vandamál sem stundum eiga rætur í hörð- um staðreyndum en oft vana- hugsun. Líka ótta við framtíðina sem enginn okkar þekkir nema Völvan. Og hvers vegna að laga það sem virðist vera í lagi? Við höfum það svo gott núna. Verndum sjávarútveginn fyrir gráðugum útlendingum, er sagt. Það er einhver ógnarblandin og næstum trúarleg dulúð umhverf- is sjálft orðið sjávarútvegur. All- ir sem komnir eru á miðjan ald- ur hafa alist upp við að ekki megi hafa fiskinn í flimtingum. Ekki frekar en guðhrætt fólk á miðöldum leyfði sér að efast op- inberlega um að jörðin væri flöt, kirkjan hafði sagt að hún væri það. „Fiskurinn er alger und- irstaða að byggð á Íslandi, hann skaffar okkur 80% af öllum út- flutningstekjunum“ o.s.frv. Án hans hefðum við ekki orðið til. En það sem lengi hefur verið undirstaðan getur vikið fyrir breyttum aðstæðum. Þá er hins vegar nauðsynlegt að segja fiskimannaþjóðinni frá stað- reyndum sem ekki er deilt um. Sjávarútvegurinn er mjög mikilvægur en hlutur hans fer hratt minnkandi í útflutningi og atvinnusköpun. Ferðamennska, stóriðja, hugbúnaður og fleira er að sækja á, atvinnuaðstæður að breytast í sömu átt hér á landi og í öðrum auðugum löndum. Framleiðsla á áþreifanlegum vörum verður æ minna hlutfall af efnahagnum. Tölur sem okkar eigin stofnanir senda Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, staðfesta þetta og sýna að hlut- fall sjávarafurða af útflutningi hafi í fyrra verið 38% og sé alls ekki 80% lengur. Þetta merkir á mannamáli nær fjórar af hverj- um tíu krónum sem við öflum í gjaldeyri, ekki átta af hverjum tíu eins og áður. Ef litið er á landsframleiðslu er sjávarútveg- urinn um 10% af öllu okkar striti. Hagfræðingar segja að með sama áframhaldi verði þáttur fisksins í útflutningstekjunum kominn niður fyrir 30% árið 2010. Hvað ætla menn að gera eftir tuttugu ár, halda áfram að segja að við lifum bara á sjávar- útvegi, jafnvel þótt hlutfallið verði 20%? Hvenær er lækkunin orðin svo mikil að hún kalli á breyttan þankagang? Yngra fólk sem ekki starfar við fiskvinnslu eða sjósókn er hætt að skilja hvað átt er við þegar sagt er að allt standi og falli með sjávaraflanum. Þorri þjóðarinnar verður innan fárra áratuga ekki lengur í nánu og umtalsverðu sambandi við gömlu undirstöðugreinarnar, sjávarútveg og landbúnað. Meirihluti Íslendinga vinnur nú þegar við einhvers konar þjón- ustu, rétt eins og gengur og ger- ist meðal annarra auðugra Vest- urlandaþjóða. Við getum fagnað þessu eða harmað það en veiði- stofnarnir hvorki minnka né stækka við það, við þurfum önn- ur mið og þau eru ekki úti á sjó. Varkárni er skynsamleg en ef við náum góðum samningi er eitt sem við þurfum ekki að ótt- ast: ESB mun ekki koma í bakið okkur seinna. Við vitum nefni- lega eitt um þetta merkilega fyrirbæri, það er enn til vegna þess að aldrei hefur verið traðk- að svo illa á neinni aðildarþjóð að hún risi upp í örvæntingu. Og þeir stóru verða, nauðugir vilj- ugir, að styðjast við þá smáu til að halda batteríinu saman, ann- ars myndi það leysast snarlega upp. Hvernig menn leysa vandann sem hlýtur að koma upp vegna evrunnar og ólíkra aðstæðna milli landa veit enginn ennþá. Gjaldmiðill hefur ekki áður orðið til með þessum hætti en þegar er byrjað að ræða um að stofn- aðir verði sjóðir sem gegni hlut- verki stuðpúða þegar áföll dynji yfir einstök aðildarríki. Slíka sjóði getur hver þjóð líka stofn- að sjálf. En líklega verður einn helsti ávinningurinn af evrunni að stjórnmálaleiðtogar geta ekki lengur reddað málum með geng- isfellingu og öðru handafli þegar allt er komið í þrot. Þeir yrðu að fleygja sundkútnum, svo að end- urnýtt sé góð samlíking. Útlendingar fá þreytublik í augun þegar við reynum að út- skýra fyrir þeim undraheima krónunnar. Þeim finnst þetta bara ekki áhugavert og eins og hver önnur sérviska. Þeir nenna ekki að setja sig inn í hana – og þess vegna sneiða fjárfestarnir hjá okkar ágæta landi. En Evr- ópa finnst þeim spennandi. Heimildir skortir enn í stjórn- arskrá Íslands til að afsala hluta fullveldisins til fjölþjóðlegrar stofnunar og fleiri hafa gengið í gegnum þá umræðu. Svíar urðu að breyta sinni stjórnarskrá. Menn getur greint á um það hvort rétt sé að sækja um aðild en ef þeir eru á móti því að stjórnarskránni sé breytt hér til þess að möguleikinn á aðild sé fyrir hendi eru þeir um leið að segja að umsókn geti aldrei komið til mála. Þá getum við rökrætt sjálft grundvallar- atriðið: hvort hugsanlegt sé að við eigum að gera slíkt hið sama og nær allar aðrar grannþjóðir okkar, endurskapa raunverulegt sjálfstæði með því að afsala hluta þess gamla og ganga til liðs við Evrópu. Veiðar á þurru landi Við getum fagnað þessu eða harmað það en veiðistofnarnir hvorki minnka né stækka við það, við þurfum önnur mið og þau eru ekki úti á sjó. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UM ÞESSAR mund- ir liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um smásöluverslun með áfengi. Frumvarpið lýt- ur að því að ÁTVR framselji einkaleyfi sitt til smásölu áfengis til verslana sem uppfylla ákveðin skilyrði, þar á meðal matvöruversl- ana. Að baki núgildandi áfengislögum liggur hugsun um að vernda viðkvæma hópa þjóð- félagsins, ekki síst ung- linga, fyrir skaðlegum áhrifum áfengis. Í seinni tíð er eins og þessi tilgangur hafi gleymst. Menn með markaðs- hugsjónir að leiðarljósi láta að því liggja að lögin skerði frelsi einstak- linga til að nálgast eftirspurða vöru. Samt hefur fullorðið fólk greiðan að- gang að áfengi. Áfengisverslanir ÁTVR eru 39, dreifðar um allt land. Það samsvarar því að meira en 18 verslanir séu fyrir hverja 100 þúsund íbúa 18 ára og eldri. Til samanburðar má nefna að í Svíþjóð eru um 6 versl- anir á hverja 100 þúsund íbúa 18 ára og eldri. „Sjálfsagt mun neysla áfengis eitt- hvað aukast, en aukningin mun vænt- anlega koma fram hjá þeim sem neyta áfengis í hófi,“ segir í greinar- gerðinni með frumvarpinu. Þessi til- gáta er sett fram án raka og brýtur í bága við niðurstöður fjölda vísinda- legra rannsókna, s.s. rannsókna pró- fessors Tómasar Helgasonar. Rann- sóknir hans benda til að aukningin muni koma fram hjá öllum aldurshóp- um og á öllum neyslustigum, jafnvel meira hjá ofneytendum en öðrum. Tengsl heildarneyslu áfengis og ým- issa vandkvæða sem af henni hljótast hafa komið fram í margvíslegum rannsóknum og í fjölmörgum löndum. Að undanförnu hefur verið hamrað á niðurstöðum úr skoðanakönnun PWC í fjölmiðlum um að meirihluti landsmanna sé hlynntur sölu á bjór og léttvíni í matvöru- búðum. Þess ber að geta að stór hluti þjóð- arinnar, aldurshópur- inn 67 ára og eldri, var ekki í 1.200 manna úr- taki PWC. Niðurstöður úr umfangsmikilli rann- sókn Gallup á áfengis- og vímuefnaneyslu á Ís- landi sem lögð var fyrir 4.000 manna tilviljunar- úrtak úr þjóðskrá 18–75 ára í nóvember 2002 gefur aðrar niðurstöð- ur. Samkvæmt þeim er 51% þjóðarinnar hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvörubúðum og mik- ill meirihluti andvígur sölu sterks áfengis í matvörubúðum. Þeir sem voru frekar andvígir voru eldra fólk, konur og síðast en ekki síst íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 43,9% svarenda í sveitarfélögum utan höf- uðborgarsvæðisins voru hlynnt sölu á bjór og léttvíni í matvörubúðum. Rök flutningsmanna frumvarpsins um að sala áfengis í matvörubúðum yrði „breyting til batnaðar fyrir kaupend- ur vörunnar í hinum fámennari byggðum á landsbyggðinni sem hing- að til hafa mátt þola grófa mismunun af hálfu ÁTVR“, virðast ekki fara saman við skoðanir fólks á lands- byggðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands er meðalneysla lands- manna 15 ára og eldri rúmir 6 lítrar af hreinum vínanda á ári. Það samsvar- ar því að hver maður drekki rúmlega einn lítinn, meðalsterkan bjór á dag (330 ml) eða eitt glas af léttu víni. Í þessum tölum er hvorki meðtalið toll- frjálst áfengi né það sem framleitt er eða flutt inn ólöglega. Í rannsóknum sem gjarnan er vitnað í um heilsu- samleg áhrif áfengis á hjartað er mið- að við 1 glas af rauðvíni á dag. Ávinn- ingurinn glatast fljótt við meiri neyslu. Reyndar hefur helst verið sýnt fram á heilsubætandi áhrif áfengis meðal karlmanna sem komnir eru yfir miðjan aldur. Áfengis- og vímuvarnaráð leggur áherslu á að áfengi verði áfram selt í sérverslunum. Afstaða ráðsins tekur mið af stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum frá 1996, Íslensku heilbrigðisáætlun- inni fram til 2010 og áfengisvarna- áætlun Evrópudeildar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar 2000– 2005. Ein af fimm meginreglum, sem þar eru settar fram, er þessi: „Öll börn og unglingar eiga rétt á að alast upp í umhverfi sem er verndað fyrir afleiðingum áfengisneyslu og, eftir því sem unnt er, kynningu á áfengum drykkjum.“ Á Íslandi búa unglingar við mikinn þrýsting um að hefja neyslu áfengis, bæði frá sínu nánasta umhverfi og markaðsöflum. Hér hefur ríkt ótrú- legt umburðarlyndi gagnvart ung- lingadrykkju. Samt er viðurkennt að unglingum sem hefja neyslu áfengis áður en þeir hafa náð líkamlegum og andlegum þroska er hættara en öðr- um við að lenda í erfiðleikum vegna neyslunnar og til að leiðast út í neyslu ólöglegra vímuefna síðar á ævinni. Umrætt frumvarp, sem liggur fyrir Alþingi, gengur þvert gegn rökum sem lögð eru til grundvallar í áfengis- og vímuvörnum. Í frumvarpinu er ekki verið að setja þarfir ungra Ís- lendinga í öndvegi. Fyrir hverja eru flutningsmenn frumvarpsins að vinna? Vín í matvörubúðir – fyrir hvern? Þorgerður Ragnarsdóttir Áfengissala Aðeins 43,9% svarenda í sveitarfélögum utan höf- uðborgarsvæðisins, segir Þorgerður Ragnars- dóttir, voru hlynnt sölu á léttvíni í matvörubúðum. Höfundur er framkvæmdastjóri áfengis- og vímuvarnaráðs. HALLDÓR Blöndal, virðulegur forseti Al- þingis, skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið um síðustu helgi, þar sem hann fjallaði um fjarvinnslu á vegum Al- þingis á landsbyggð- inni. Það er bráðnauð- synlegt að gera nokkrar athugasemdir við þessi skrif og leið- rétta misskilning sem þar er á ferð. Fyrir það fyrsta hef- ur ekki nokkur maður, hvorki á Stöðvarfirði né Alþingi mér vitanlega, agnúast út í Ólafsfirð- inga og Hríseyinga fyrir að fá til sín störf frá Alþingi. Þvert á móti höfum við samglaðst þeim og látið það í ljósi margoft. Það sem við hinsvegar höf- um agnúast út í eru vinnubrögð þau sem forseti Alþingis viðhafði, þegar hann svaraði ekki formlegum erind- um framkvæmdastjóra SMS á Stöðvarfirði eins og hann hefði átt að gera. Þannig höfum við Stöðfirðingar nálgast umræðuna og unnið úr henni. En Halldór Blöndal og fleiri hafa kosið að snúa henni upp í ímyndaðar deilur á milli okkar og Ólafsfirðinga. Og nú hefur forsetinn kosið að gera lítið úr bréfum framkvæmda- stjórans, með því að skrifa í grein sinni „að þau skilaboð sem alþingis- menn fái á almennum borgarafund- um á þessum stöðum báðum séu virði eins sendibréfs þó þau séu fleiri“. Þessi orð er varla hægt að túlka á annan hátt en sem lít- ilsvirðingu við viðleitni og baráttu Aðalheiðar Birgisdóttur, fram- kvæmdastjóra SMS, fyrir því að skapa ný störf á Stöðvarfirði. En um leið viðurkennir forseti að erindi Ólafs- firðinga hafi bara verið munnleg og óformleg. Þótt Halldóri Blön- dal hafi þótt vera góður andi á fundinum sem hann og Arnbjörg Sveinsdóttir boðuðu til á Stöðvarfirði í síðustu viku, fór ekki á milli mála að það var þungt í fólki og skilaboðin sem hann fékk þar, hljóta að hafa verið upp í eitt form- legt bréf, að minnsta kosti. Aðalheiður Birgisdóttir hefur hvorki haldið því fram í ræðu né riti að handskrifað bréf Halldórs Blön- dal til hennar hafi verið óelskulegt, einungis sagt að það geti ekki skoð- ast sem formlegt svar. Og fyrst for- setinn segir „að fyrir Stöðfirðinga er meira gagn í því, að í málum þeirra sé unnið en að austur þangað séu send bréf til þess að víkja málinu frá sér“, er rétt að taka fram að í elsku- legu bréfi hans segist hann ekki hafa fundið nein störf sem hægt sé að flytja á Stöðvarfjörð, en segist reyndar ætla að halda áfram að leita. Þetta párar hann á blað eftir að hon- um hefur verið bent þrisvar sinnum bréflega á einmitt þessi störf; skrán- ingu þingtíðinda og símsvörun. Það er heldur ekki rétt að fram- kvæmdastjóri SMS hafi sagt að hún hafi átt upphaflega hugmynd að skönnun eða skráningu þingtíðinda almennt, eins og reynt hefur verið að snúa út úr orðum hennar, ekki frekar en hún hefur sagst hafa fundið upp hjólið. Hún hefur hins vegar sagt og það réttilega að það hafi verið hennar hugmynd að inna þau störf af hendi á Stöðvarfirði. Og um þau störf sótti hún til forseta Alþingis – í þrígang. Því hefur verið haldið fram af mér og öðrum, að komandi sveitarstjórn- arkosningar eigi sinn þátt í því hvaða staður varð fyrir valinu hjá Halldóri Blöndal við skönnun þingskjala fyrir Alþingi og hann staðfestir það þegar hann víkur að Lúðvík Bergvinssyni í grein sinni „að um leið slettir hann í Ólafsfirðinga og Hríseyinga og veikir traust á sér og Samfylkingunni í þeim byggðum“. Þetta segir eigin- lega um hvað málið snýst í huga Hall- dórs Blöndal og er óvenjulega gagn- sætt: Atkvæði. Það eru nefnilega fleiri atkvæði við Eyjafjörð en á suð- urfjörðum Austfjarða og því mun „kjörvænna“ að auka umsvif hins op- inbera fyrir norðan. Fjarvinnsla og formleg svör Björgvin Valur Guðmundsson Stöðvarfjörður Það eru fleiri atkvæði við Eyjafjörð, segir Björgvin Valur Guð- mundsson, en á suður- fjörðum Austfjarða. Höfundur er fv. oddviti Stöðvarhrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.