Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á LIÐNUM árum og öldum hefur móðurmál okkar mikið breyst. Breytingarnar hafa vonandi oftast orðið af þörf en ekki bara til að breyta gömlu í nýtt. Það hafa margir ný- yrðasmiðir lagt hönd á plóginn og við höfum tileinkað okkur flest hinna nýju orða þótt einstaka orði hafi verið hafnað. Þökk sé smið- unum fyrir vandaða vinnu. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Á síðustu misserum hefur ágæt- um orðum verið breytt og úr hafa orðið hin verstu skrímsli sem þjóðin hefur tekið upp á arma sína. Börnin alast upp við ófögnuðinn og þekkja ekki annað og við hin sem höfum enn getu til að læra eitthvað nýtt látum fíflast og tökum þessi orð í notkun eftir að fjölmiðlar hafa japlað á þeim í nokkurn tíma. Hvað er að gerast? Hefur smiðun- um mistekist? Já, þeim hefur greini- lega mistekist hrapallega. Ég held að þessir smiðir komi úr allt annarri átt en þeir sem áður voru nefndir. Hverj- ir eru smiðirnir, hvar eru þeir og hvernig stendur á þessari kollsteypu með móðurmálið? Þetta fólk hefur misst tilfinninguna fyrir eigin tungu, m.a. vegna áhrifa frá öðrum málum. Þetta eru starfsmenn fyrirtækja sem senda látlaust, munnlega eða skrif- lega, texta með villum eða á slæmu máli yfir þjóðina. Svo hlustar þjóðin eða les og eftir nokkrar endurtekn- ingar er vitleysan orðin á allra vörum. Hvað ætli það hafi tekið langan tíma fyrir hið forljóta orð fjármagn að út- rýma orðinu fé í sömu merkingu? Með fjármagninu er notuð sögnin að fjármagna. Ég vil breyta henni í að fjármagnsmagna til að hafa samræmi í vitleysunni. Hér verður fyrst og fremst minnst annars vegar á nafnorð, sem fram undir þetta hafa verið talin eintöluorð en eru nú notuð í fleirtölu, og hins vegar nafnorð sem öðru nafnorði hef- ur verið klesst aftan á. Skoðum fyrst eintöluorðin í fleir- tölu: Barnafæðingar, fæðingadeild, burðapoki, ræktanir, geðraskanir, vöðvakrampar, talningar, verðin, samslættir, mörg tjón, tvær gerðir af brúnkukremum og þrjár af lökkum, næringar og prófkjörin. Hvernig líst þér á? Í þremur fyrstu orðunum hef- ur fyrri hlutanum verið komið í fleir- tölu. Hvað merkir burðapoki? Er það poki sem þolir mikið eða þarf sá sem ber hann að vera sterkur? Og hvað með prófkjörin? Eru það aðstæður þar sem próf fer fram? En næringar? Er það matur með mikilli næringu? Þá koma nokkur orð sem hnýtt er aft- an á og dæmi um hver þau voru áður: Fjármagn – fé, tímapunktur – tími, stærðargráða – stærð, atvinnutæki- færi – starf eða vinna, upphafsflötur – upphaf eða byrjun, landbúnaðargeiri – landbúnaður. Málsgrein með nýyrðunum gæti verið: Upphafsflötur á þessum tíma- punkti sýndi að fjármagn var af þeirri stærðargráðu að atvinnutækifærum í landbúnaðargeiranum gæti fjölgað. Hversu margar gráður getur stærðargráðan orðið? Veist þú það? Með gömlu orðunum verður máls- greinin: Það kom strax í ljós að nægt fé var til reiðu svo fjölga mætti störfum í land- búnaði. Nokkur orð til viðbótar. Aðili. Þetta er mikið tískuorð og notað um eitt og annað. T.d. mann, konu, fé- lag, fyrirtæki og svo framvegis. Dæmi úr dánarvottorði: N.N. hefur í dag fengið tilkynningu þess efnis að neðangreindur aðili hafi látist, dánar- dagur, nafn þess látna, kennitala og heimili. Menn eru líka aðilar eftir að þeir eru dauðir. Úr fréttaviðtali: Þar kom fram að séu þjóðir saman í félagi sem kýs sér stjórn og formann þá er ríkið þar sem hann á heima for- mennskuríki. Dæmigert klúður. Kjöl- festufjárfestir og kjölfestuhlutur. Þessi orð skutu upp kollinum í tengslum við útboðið á símanum. Kjölfesta er eitthvað þungt í botni skips til að gera það stöðugra. Orðið er líka til í óeiginlegri merkingu. Það má vel vera að þú skiljir orðið kjöl- festufjárfestir en eigum við ekki skárri möguleika á að orða hugsanir okkar en þetta dæmalausa hnoð? Hver er kjölfestuhlutur símans? Er það forstjórinn eða bara eitthvert skran? Öll þessi nýyrði hafa borist á þremur fyrstu vikum febrúar 2002. Úr útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum og auglýsingablöðum. Mér finnst að „nýju“ nýyrðasmiðirnir ættu að draga sig í hlé. Síðan þarf að hreinsa sorann úr málinu hjá fólkinu í landinu eins og viðgengst núna að kalla okkur sem búum hér. Ég bíð núna eftir að sjá okkur kölluð fólkin í landinu. Bestu kveðjur til þín, lesandi góður. Eftir hverju bíður þú? Gættu tungu þinnar Þorsteinn Pétursson Tungan Á síðustu misserum hef- ur ágætum orðum verið breytt, segir Þorsteinn Pétursson, og úr hafa orðið hin verstu skrímsli sem þjóðin hefur tekið upp á arma sína. Höfundur er fyrrverandi kennari. UM langt skeið hafa sjálfstæðismenn í Garðabæ lagt áherslu á hóflegar álögur, hvort sem um er að ræða út- svar, fasteignagjöld eða aðrar álögur. Af sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu er útsvar til dæmis lægst í Garðabæ og á Seltjarn- arnesi, þ.e. 12,46%. Í grein sem Sigurður Björgvinsson bæjar- fulltrúi J-listans birti í Morgunblaðinu reynir hann að draga fram mjög villandi mynd af álögum í Garðabæ, m.a. með þeirri fullyrð- ingu að fasteignaskattur sé hæstur í Garðabæ á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður kýs að líta fram hjá því að þegar heildarálögur á íbúa vegna fasteigna þeirra eru reiknaðar út þá eru álögurnar í Garðabæ með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Hol- ræsagjald, vatnsgjald og sorphirðu- gjald í Garðabæ er með því lægsta sem þekkist og þegar allar álögurnar eru teknar saman blasir við skýr mynd: Álögur í Garðabæ eru og hafa verið hóflegar og með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. En það er fleira sem Sigurður kýs að líta framhjá. Garða- bær hefur iðulega verið í forystu þegar rætt er um afslátt af fasteigna- gjöldum eldri borgara og öryrkja. Til að bær- inn héldi þeirri forystu var sá afsláttur hækk- aður verulega í febr- úarmánuði eða um 40- 60%. Gert er ráð fyrir að enn fleiri Garðbæ- ingar en áður geti nýtt sér þann afslátt. Þriðja rangfærsla Sigurðar er að Garða- bær hafi ekki tekið þátt í þjóðarsátt gegn verð- bólgu. Rétt er að Garðabær hefur með ábyrgri fjármálastjórn um ára- bil, lágum skuldum og hóflegri gjald- töku sýnt gott fordæmi á því sviði. Til dæmis eru leikskólagjöld með þeim lægstu í Garðabæ, gjöld í sund- laugina eru lág, gjöld í tónlistarskóla eru lág og svo mætti lengi telja. Í fjárhagsáætlun ársins 2002 var gert ráð fyrir hækkun leikskólagjalda og gjalda í sundlaugina en sú hækkun hefur ekki enn komið til fram- kvæmdar vegna þess að bæjarfélag- ið hefur viljað leggja sitt af mörkum til þjóðarsáttar gegn verðbólgu. Markmið sjálfstæðismanna í Garðabæ er að búa til gott bæjar- félag, með góðri þjónustu og hófleg- um álögum. Villandi umræður og rangfærslur eru ekki til þess fallnar að skapa rétta ásýnd af bænum. Mik- ilvægara er að bæjarfulltrúar ræði með málefnalegum hætti um hvernig megi gera gott bæjarfélag enn betra. Lágar álögur í Garðabæ Laufey Jóhannsdóttir Gjöld Álögur í Garðabæ, segir Laufey Jóhannsdóttir, eru með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar í Garðabæ. UM þessar mundir er mikið talað um CRM eða stjórnun viðskipta- tengsla í viðskiptalíf- inu, en það má segja að öll fyrirtæki hafi í raun einhverskonar CRM. Það eru þó ekki öll fyr- irtæki sem halda utan um viðskiptatengsl sín með markvissum hætti, en nú eru fyrir- tæki í ríkari mæli farin að láta hugbúnaðar- lausnir á sviði CRM hjálpa til við slíkt. CRM er ekki ný teg- und af markaðsfræði, uppsetning á þjónustuveri eða innleiðing á nýju upplýsingakerfi. Hinsvegar getur CRM-upplýsingakerfi auðveldað og hjálpað fyrirtækjum að halda utan um stjórnun viðskiptatengsla. Þann- ig getur slíkt kerfi haldið utan um öll tengsl við viðskiptavinina. Þá hafa allir sem eru í tengslum við við- skiptavinina á aðgengilegu formi yf- irlit um samskiptasögu viðkomandi viðskiptavinar s.s. hvenær hann hafði samband síðast, hvaða vörur hann kaupir reglulega, fyrirspurnir o.s.frv. CRM gengur út að auka arðsemi fyrirtækisins. Það þarf að finna þá viðskiptavini sem skipta mestu máli fyrir fyrirtækið og eignast meiri og tryggari hlut í þeim. Síðan þarf að ákveða með hvaða hætti ætlunin er að haga viðskiptatengslum við bestu viðskiptavinina og aðra viðskipta- vinahópa. Í því felst meðal annars að hafa í huga hvaða samskipta- og boð- leiðir henta hverjum viðskiptavina- hópi, þannig að það sé arðbært. T.d. þarf að átta sig á hvaða viðskiptavin- ir standa undir því að vera heimsótt- ir af sölumanni reglulega. Oft er hægt að hringja, senda bréf eða tölvupóst, sem er ekki eins kostn- aðarsamt. Einnig er mikilvægt að kortleggja alla samskiptafleti sem viðskiptavinurinn á við fyrirtækið s.s. sölu, innheimtu, dreifingu og þjónustu til þess að átta sig á hvern- ig samskiptum er háttað við við- skiptavininn og hvernig þau muni hugsanlega þróast með auknum möguleikum í samskipta- og boðleið- um. CRM er ekki eingöngu mál mark- aðsdeildar, skilningur fyrir CRM þarf að ná yfir allt fyrirtækið. All- ir í fyrirtækinu þurfa að horfa á þá þjónustu sem það veitir út frá þörfum viðskiptavinar- ins til þess að vera tilbúin að þjóna honum enn betur í framtíðinni. Í því felst að vera í góð- um tengslum og rækta tengslin við hann með reglubundum hætti. Því hefur löngum verið spáð að þau fyr- irtæki sem munu ná mestum árangri séu þau sem hlusta vel á viðskipta- vinina, en það er ekki nóg í dag að vita hvaða vöru og þjónustu við- skiptavinurinn vill heldur þarf líka að vita hvernig hann vill haga sam- skiptunum. Því er spáð að viðskipta- vinir munu í ríkara mæli í framtíð- inni velja sjálfir þær samskiptaleiðir sem þeir vilja hafa við fyrirtæki; sumir vilja nota vefinn aðrir þjón- ustuverið og enn aðrir vilja fá bréf. Einnig má gera ráð fyrir að við- skiptavinir geri auknar kröfur í framtíðinni um að geta haft sam- skipti við fyrirtæki þegar þeim hent- ar þ.e.a.s. ekki eingöngu þegar skiptiborðið er opið! Kostnaður við samskiptaleiðir er mismunandi og viðskiptavinirnir eru misverðmætir fyrir fyrirtækið. Því þarf ávallt að hafa í huga að sú leið sem viðskiptavinurinn velur sé arð- bær miðað við þau viðskipti sem við- komandi skilar. Stjórnun viðskipta- tengsla (CRM) Sólveig Hjaltadóttir Höfundur er viðskiptafræðingur og sérfræðingur í beinni markaðssókn hjá Íslandspósti hf. Viðskiptatengsl Viðskiptavinir gera auknar kröfur í framtíð- inni, segir Sólveig Hjaltadóttir, um að geta haft samskipti við fyrir- tæki þegar þeim hentar. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfé- laga hefur sent frá sér samantekt. Þar koma fram niðurstöður at- hugunar á fjármálum allra sveitarfélaga í landinu. Þetta er sam- ræmd athugun og sam- anburður því auðveld- ur. Eins og flestir vita gilda ákveðin lög um hvernig beri að gera upp fjármál sveitarfé- laga, sjóði þeirra ann- ars vegar og fyrirtæki hins vegar. Fjölmiðlum er bent á að kynna sér niðurstöðurnar. Þarna er farið yfir allar helstu kennitölur í reikningum og gefin einkunn í sex flokkum (sjá töflu). Loks er gefin vegin meðaleinkunn. Reykjavík fær 8,0. Seltjarnanes 6,0. Garðabær 7,6. Kópavogur 5,8, Hafnarfjörður 0,8. Þetta eru nokkur stærstu sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu, mæld og vegin á samræmdum kvarða. Þessi háa meðaleinkunn hjá Reykjavíkurborg helgast af því að borgin fær 10 í einkunn í öllum málaflokkum nema einum. Það leiðir af sjálfu sér að deila má um einkunnagjöf. Skilgreina verður mörk og draga línur sem ekki liggur í augum uppi að skuli gera með þeim hætti sem gert er. Þannig fær Reykjavík- urborg einkunina 0,0 fyrir rekstur mála- flokka í hlutfalli við skatttekjur. Árið 2000 var hlutfall skatttekna sem fór í rekstur mála- flokka hjá borginni 85,7%. Ef þetta hlutfall hefði verið 84,9% en ekki 85,7% hefði ein- kunnin verið mun betri í þeim flokki, og með- aleinkunn enn hærri. Þannig fær núverandi stjórn borgarinnar sama núllið fyrir mála- flokkinn og sjálfstæðismenn hefðu fengið á sínum tíma, en hjá þeim var hlutfall skatttekna sem fór í rekstur nærri 100%! Enginn afgangur til framkvæmda þá, mun rýmra nú og á fullkomlega viðunandi stigi. Það er alltaf tortryggilegt þegar frambjóðendur þrasa fram og aftur um tölur sem varða fjármál. Einn reynir að sverta, annar að fegra. Því er hér bent á þessi gögn frá Eft- irlitsnefnd með fjármálum sveitarfé- laga. Fjölmiðlar geta kynnt sér gögnin og niðurstöður þeirra, þar sem samræmd skoðun á hagtölum verður til eins og lög kveða á um. Ætla má að þarna sé eins hlutlæg úttekt og möguleg er til að kjós- endur geti áttað sig á stöðu mála. Fjármálastjórn fær einkunnir Stefán Jón Hafstein Fjármál Þessi háa meðaleinkunn hjá Reykjavíkurborg helgast af því, segir Stefán Jón Hafstein, að borgin fær 10 í einkunn í öllum málaflokkum nema einum. Höfundur er í þriðja sæti á Reykja- víkurlistanum. Einkunnir Reykjav. Kópav. Seltjnes Garðab. Hafnarfj. Bessasthr. Rekstur málaflokka í hlutf. við skatttekjur 0,0 10,0 0,0 10,0 4,1 0,8 Fjárfestingarútgjöld í hlutf. við framlegð 10,0 1,7 0,0 0,0 0,0 0,0 Peningaleg staða í hlutf. við skatttekjur 10,0 0,0 10,0 10,0 0,0 0,0 Heildarskuldir í hlutf. við skatttekjur 10,0 0,0 10,0 7,0 0,0 0,0 Heildarskuldir í hlutf. við skuldaþak 10,0 10,0 10,0 10,0 0,0 0,0 Peningaleg staða í hlutf. við skuldaþak 10,0 10,0 10,0 10,0 0,0 0,0 Vegin meðaleinkunn 8,0 5,8 6,0 7,6 0,8 0,2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.