Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 37 Úrval fermingargjafa Góð fermingartilboð FREMSTIR FYRIR GÆÐI KEPPNIN á framhalds-skólamótinu var geysi-hörð og ekki hvaðminnst í úrslitum tölts- ins sem var án efa hápunktur móts- ins. Þar höfðu Karen Líndal Mar- teinsdóttir og hinn síungi Manni frá Vestri-Leirárgörðum forystu eftir forkeppni en urðu að lúta í lægra haldi fyrir Kristjáni Magn- ússyni og glæsihryssunni Hlökk frá Meiri-Tungu, sem áttu góðan dag. Þá vakti Fengur frá Selfossi, sem Gunnhildur Sveinbjarnardóttir sýndi af prýði, mikla athygli. Með frammistöðu sinni hlutu þau Hlökk og Kristján náð fyrir augum Erlings Sigurðssonar sem velur keppendur á Ístöltið og munu þau mæta þar. Þá var veittur hnakkur í verðlaun og var dregið úr nöfnum allra sigurvegara mótsins og kom hann í hlut Kristjáns. Hnakkurinn var gefinn af nýju versluninni Hestar og menn. Þá gaf Hafliði Halldórsson heimsmeistari í tölti farandbikar í töltkeppnina og er hann að sjálfsögðu kenndur við hinn heimsmeistararann, Valíant frá Heggstöðum. Ekki var spennan minni í Kópa- vogi á Barkamótinu, sem hefur fest sig vel í sessi sem vinsæll árviss viðburður. Þar kemur líklega tvennt til, í fyrsta lagi að sigurveg- arinn fær sæti í Ístöltinu að launum og svo eru veitt vegleg peninga- verðlaun. Nú skaust upp á stjörnu- himininn ný stjarna, Védís frá Síðu, sem Jón Viðar Viðarsson sýndi af stakri prýði. Þau komu síðust inn í forkeppni og öllum á óvart tóku þau fyrsta sætið en fyrstu kepp- endurnir, Þórður Þorgeirsson og Þengill frá Kjarri, höfðu vermt það sæti alla forkeppnina. Jón Viðar stóðst raunina í úrslitum þótt hart væri að sótt og Gylfi Gunnarsson, sem keppti á Erli frá Kópavogi, náði að skjóta Þórði aftur fyrir sig en lengra náði það ekki. Gestir Skautahallarinnar fá því að berja Védísi og Jón Viðar augum og verður spennandi að sjá hvernig tekst til hjá þeim á svellinu. Þá var vetrarmót haldið hjá Fáki og Hraunhamarsmót Sörla í Hafn- arfirði. En úrslit helgarinnar urðu ann- ars sem hér segir. Framhaldsskólamótið í Reiðhöllinni í Víðidal Tölt 1. Kristján Magnússon, Borgarh., á Hlökk frá Meiri-Tungu, 7,20 2. Karen L. Marteinsdóttir, FVA, á Manna frá Vestri-Leirárgörðum, 6,83 3. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, FÁ, á Feng frá Selfossi, 6,46 4. Guðni S. Sigurðsson, FS, á Fróða frá Miðsitju, 6,40 5. Sigurður S. Pálsson, Versló, á Fiðlu frá Höfðabrekku, 6,25 6. Rakel Róbertsdóttir, FB, á Eldvör frá Hákoti, 5,52 7. Þórdís E. Gunnarsdóttir, Versló, á Skelli frá Hrafnkelsstöðum, 6,2 8. Davíð Matthíasson, FÁ, á Gyðju frá Syðra-Fjalli, 5,93 9. Þórunn Hannesdóttir, Kvennó, á Gjöf frá Hvoli, 5,78 10. Unnur B. Vilhjálmsdóttir, MS, á Roða frá Finnastöðum, 5,44 Fjórgangur 1. Karen L. Marteinsdóttir, FVA, á Manna frá Vestri-Leirárgörðum 2. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, FÁ, á Feng frá Selfossi 3. Kristján Magnússon, Borgarh., á Hlökk frá Meiri-Tungu 4. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, FB, á Fógeta frá Oddhóli 5. Davíð Matthíasson, FÁ, á Streng frá Víðivöllum 6. Guðni S. Sigurðsson, FS, á Fróða frá Miðsitju 7 .Elva D. Margeirsdóttir, FS, á Stiku frá Nýjabæ, 6,13 8. Sigurður S. Pálsson, Versló, á Fiðlu frá Höfðabrekku,6,1 9. Rakel Róbertsdóttir, FB, á Eldvöru frá Hákoti, 6,07 10. Þórdís E. Gunnarsdóttir, Versló, á Skelli frá Hrafnkelsstöðum, 5,98 Fimmgangur 1.Viðar Ingólfsson, FB, á Riddara frá Krossi, 6,27 2. Eyjólfur Þorsteinsson, Flensb., á Brún- blesa frá Bjarnanesi 3. Karen L. Marteinsdóttir, FVA, á Glaðni frá Laxárdal, 5,19 4. Ásta K. Victorsdóttir, FG, á Emblu frá Hlemmiskeiði, 5,14 5. Guðni S. Sigurðsson, FS, á Njáli frá Arnarhóli, 4,88 6. Bylgja Gauksdóttir, FG, á Nótt frá Torfastöðum, 3,73 7. Gunnhildur Sveinbjarnar- dóttir, FÁ, á Dimmu frá Reykjavík, 5,27 8. Perla D. Þórðardóttir, Flensb., á Draupni frá Tóftum, 5,24 9. Berglind R. Guðmundsdóttir, MK, á Gerplu frá Svignaskarði, 5,22 10. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, FB, á Oddrúnu frá Oddhóli, 4,93 Flugskeið 1. Kristján Magnússon, Borg- arh., á Eldi frá Vallanesi, 5,6 sek 2. Berglind R. Guðmundsdóttir á Max frá Garðabæ, 5,76 sek. 3. Guðni S. Sigurðsson, á Fölva frá Hafsteinsstöðum, 5,8 sek. 4. Eyjólfur Þorsteinsson, Flensb., 5,96 sek. 5. Davíð Matthíasson, FA, á Lukku frá Gýgjarhóli, 6,01sek. Stigahæstu knapar 1. Karen Líndal Marteinsdóttir, FVA, 176,956 stig + tvíkeppni 2. Kristján Magnússon, Borg.h., 163,31 stig 3. Guðni Sigurðsson, FS, 163,20 stig 4. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, FÁ, 161,275 stig 5. Sigurður S. Pálsson, Versló, 158,996 stig Stigakeppni skólanna Fjölbraut í Breiðholti, 447,86 stig Fjölbraut í Ármúla, 441,76 stig Fjölbraut á Suðurnesjum, 428,48 stig Flensborg, 426,60 stig Verslunarskólinn, 405,9 stig Barkamótið í Reiðhöll Gusts í Kópavogi 16 ára og yngri 1. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson, Gusti, á Tinna frá Tungu, 5.73/6.03 2. Freyja Þor- valdardóttir, Gusti, á Kópi frá Reykjavík, 5.73/5.82 3. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Stjörnunótt frá Bólstað, 5.33/5.41 4. Reynir A. Þórsson, Gusti, á Baldri frá Miðey, 4.53/5.05 5. Tryggvi Þ. Tryggvason, Gusti, á Skrekk frá Sandfelli, 4.63/5.03 17 ára og eldri 1. Jón V. Viðarsson, Mána, á Védísi frá Síðu, 6.60/7.07 2. Gylfi Gunnarsson, Fáki, á Erli frá Kópavogi, 6.47/6.84 3. Þórður Þor- geirsson, Andvara, á Þengli frá Kjarri, 6.50/6.80 4. Elías Þórhallsson, Herði, á Breka frá Syðra-Skörðugili, 6.23/6.60 5. Jón Olsen, Mána, á Hljómi frá Kálfholti, 6.13/6.53 6. Birgitta D. Kristinsdóttir, Gusti, á Birtu frá Hvolsvelli, 6.03/6,45/6.33 7. Fjölnir Þorgeirsson, Andvara, á Ögra frá Laugavöllum, 6.10/6.36 8. Siguroddur Pétursson, Andvara, á Sögu frá Sigluvík, 6.10/6.34 9. Matthías Barðason, Fáki, á Ljóra frá Ketu, 6.10/6.28 10. Daníel I. Smárason, Sörla, á Tyson frá Búlandi, 6.0/ 5.98 Vetrarleikar Fáks á Víðivöllum Pollar1. Ragnar Tómasson á Óðni frá Gufunesi 2. Hekla Árnadóttir á Öðlingi frá Stóra- Hofi 3. Edda H. Hinriksdóttir á Sölku frá Litlu- Sandvík 4. Edda R. Guðmundsdóttir á Töru frá Stafholtsveggjum 5. María B. Ríkharðsdóttir á Ljóma frá Brú Börn 1. Sara Sigurbjörnsdóttir á Oddi frá Blönduósi. 2.Valdimar Bergstað á Sóloni frá Sauðárkróki 3. Lilja Ó. Alexandersdóttir á Krapa frá Miðhjáleigu 4. Teitur Árnason á Hrafni frá Ríp 5. Ellý Tómasdóttir á Dreka frá Syðra-Skörðugili Unglingar 1. Árný Antonsdóttir á Pegasus frá Mykjunesi 2. Unnur G. Ásgeirsdóttir á Dögg frá Þúfu 3. Hjörtur J. Hjartarson á Bóa Ungmenni 1. Harpa Kristinsdóttir á Draupni frá Dalsmynni 2. Ásta B. Árnadóttir á Stjörnufáki frá Enni 3. Sif Jónsdóttir á Náttfara frá Arnþórsholti 4. Signý Á. Guðmundsdóttir á Rjóma frá Hofsstaðaseli Konur 3 1. Auður Möller á Skruggu frá Sólvöllum 2. Jóhanna Garðarsdóttir á Eini frá Lækjartúni 3. Svandís B. Kjartansdóttir á Dimmu frá Narfastöðum 4. Guðrún E. Guðlaugsdóttir á Vin Kjar- vals frá Skarði 5. Unnur Sigurþórsdóttir á Spræk frá Skálpastöðum Karlar 3 1. Kristinn Kársson á Grip frá Dalsmynni 2. Sæmundur Ólafsson á Garpi frá Lága- felli Konur 2 1.Saga Steinþórsdóttir á Spaða frá Skarði 2.Ingibjörg Svavarsdóttir á Dropa frá Sel- fossi 3. Hallveig Fróðadóttir á Pardusi frá Ham- arshjáleigu 4. Hrefna M. Ómarsdóttir á Tandra frá Álfhólum 5. Rósa Valdimarsdóttir á Hrafnari frá Álf- hólum Karlar 2 1. Sigurþór Jóhannesson á Hrafnhildi frá Hömluholti 2. Grétar J. Sigvaldason á Fiðlu frá Sælu- koti 3. Hjörtur Egilsson á Svarti frá Tjörva- stöðum 4. Óskar Pétursson á Glampa frá Hala 5. Jón Guðlaugsson á Stráki frá Fossi Konur 1 1. Katrín Sigurðardóttir á Hrafni 2. Þóra Þrastardóttir á Fönix frá Tjarn- arlandi 3. Guðrún Berndsen á Jarpi 4. Ólöf Guðmundsdóttir á Fagra-Blakki frá Kanastöðum 5. Arna Rúnarsdóttir á Breka frá Stokks- eyri Karlar 1 1. Davíð Jónsson á Glað frá Breiðabólsstað 2 .Snorri Dal á Óskari frá Efsta-Dal 3. Ragnar Tómasson á Erró frá Galtanesi 4. Alexander Hrafnkelsson á Kjarna frá Miðhjáleigu 5. Matthías Barðason á Sprota frá Ketu 100 metra flugskeið 1. Valdimar Bergstað á Lukku frá Gýgj- arhóli, 8,65 sek. 2. Sigurbjörn Bárðarson á Neista frá Mið- ey, 8,79 sek. 3. Arna Rúnarsdóttir á Kolfreyju frá Magnússkógum, 9,08 sek. 4. Alexander Hrafnkelsson á Þrumu frá Langholtsparti, 9,40 sek. 5. Sigurbjörn Bárðarson á Breka frá Litla- Dal, 9,60 sek. Opna Hraunhamarsmót Sörla á Sörlavöllum Börn 1. Þorvaldur A. Hauksson á Þóru frá Litla- Dal 2. Ásta Kara Sveinsdóttir á Sófusi frá Þverá 3. Jón Bjarni Smárason á Fiðlu frá Hafn- arfirði 4. Ólöf Þ. Jóhannesdóttir á Þrym frá Enni 5. Hanna R. Ingibergsdóttir á Glampa frá Blöndubakka Unglingar 1.Viggó Sigurðsson á Fantasíu frá Miðfelli 2. Sandra L. Þórðardóttir á Mósart frá Hafnarfirði 3. Geir Harryson á Feng frá Hafnarnesi 4. Ólöf Guðmundsdóttir á Ör frá Hala 5. Einar Ásgeirsson á Þyt frá Álfhólum Ungmenni 1. Eyjólfur Þorsteinsson á Dröfn frá Þing- nesi 2. Kristín M. Jónsdóttir á Háfeta frá Und- irfelli 3. Perla D. Þórðardóttir á Gný frá Lang- holti II 4. Berglind R. Guðmundsdóttir á Fjólu frá Litla-Bergi 5. Margrét Guðrúnardóttir á Fífu frá Hafnarfirði Áhugamenn 1. Haraldur Haraldsson á Víkingi frá Gegnishólum 2. Haukur Þorvaldsson á Fróða frá Hnjúki 3. Smári Adolfsson á Seið frá Sigmund- arstöðum 4. Theodór Ómarsson á Strák frá Bólstað 5. Stine Rasmussen á Mollí frá Auðstöðum Opinn flokkur 1. Snorri Dal á Óskari frá Efsta-Dal 2. Adolf Snæbjörnsson á Glóa frá Hafn- arfirði 3. Þórður Þorbergsson á Nirði frá Mykju- nesi 4. Jón P. Sveinsson á Griffli frá Grafarkoti 5. Jón Sigurðsson á Kópi frá Krossi 100 m fljúgandi skeið 1. Jón P. Ólafsson á Spútnik frá Hóli, 8,85 sek. 2. Adolf Snæbjörnsson á Vímu frá Hafn- arfirði, 9,46 sek. 3. Ragnar Ágústsson á Leisti frá Leirum, 9,52 sek. Morgunblaðið/Valdimar Hörkukeppni var í töltinu og hér hampar sigurvegarinn Kristján Magnússon hinum nýja Valíantsbikar sem Kristín Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi eigandi Valíants, afhenti. Enn einu sinni sigrar Fjölbraut í Breiðholti í stiga- keppni skólanna en liðið skipuðu Árni Pálsson, Mar- íanna Magnúsdóttir, Rakel Róbertsdóttir, Sylvía Sig- urbjörnsdóttir og Viðar Ingólfsson. Glæsihryssur unnu sér sæti í Ístöltinu Mót framhaldsskólanna í Reiðhöllinni í Víðidal og Barkamótið í reiðhöll Gusts voru þau mót sem hæst bar um helgina. Til mikils var að vinna á báðum stöðum og þar á meðal keppnisréttur í Ístölt- inu í Skautahöllinni eftir páska. Valdimar Kristinsson brá sér í Víðidalinn og horfði á glæsilega töltara hjá krökkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.