Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 43 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Sendiráð Bandaríkjanna Rannsóknarlögregla Sendiráð Bandaríkjanna leitar að rannsóknar- lögreglumanni til að aðstoða yfiröryggisfull- trúa sendiráðsins. Æskilegt er að umsækjendur hafi 4ra ára reynslu á sviði rannsókna hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins eða í íslensku lögreglunni. Gott vald á enskri og íslenskri tungu er nauðsyn- legt. Mjög góð þekking í hegningarlögum er nauð- synleg. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Árslaun eru á bilinu íkr. 2.475.000—2.772.000. Nákvæm starfslýsing og umsóknareyðublöð má sækja í afgreiðslu sendiráðsins á Laufás- vegi 21, frá kl. 8.00—12.30 eða kl. 13.30—17.00 frá 26. mars. Skrifleg umsókn á ensku er nauð- synleg og henni ber að skila fyrir kl. 17.00 mánudaginn 8. apríl. Sendiráð Bandaríkjanna mismunar ekki um- sækjendum eftir kyni, aldri, trú eða kynþætti. Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólinn Hlíð Matráður óskast til starfa við leikskól- ann frá 1. maí nk. eða eftir nánara sam- komulagi. Vinnutími samkomulag. Kjör matráðs eru samkvæmt kjarasamn- ingi STAMOS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu Hermannsdóttur, leikskólastjóra, í sím- um 566 7375 og 861 2957. Mosfellsbær rekur í dag fjóra leikskóla sem hver og einn státar af metnaðarfullri stefnu og starfsháttum. Íbúafjöldinn er rúmlega 6.000 manns og er bærinn ört vax- andi útivistarbær enda stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi bæjarins allt afar fagurt og mannlíf gott. Leikskólafulltrúi.                      !"  #       $  % $     &           " $     "      '()      *     $          + ,-.        !    /    0     "      1     $    "  $ 2      Rannsóknastofnun landbúnaðarins Laus staða á Rannsóknastofnun landbúnaðarins Plöntuvistfræði Plöntuvistfræðingur eða líffræðingur með stað- góða þekkingu á gróðri óskast til starfa á um- hverfissvið Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Starfið felst í rannsóknum á gróðri í út- haga, landgræðslutilraunum og tilraunum með eflingu staðargróðurs, rannsóknum á víði o.fl. Rannsóknirnar verða unnar í samstarfi margra aðila og því er mikilvægt að starfsmaðurinn hafi góða samstarfshæfileika. Það krefst um- talsverðra tímabundinna fjarvista úti á landi á sumrin. Starfið býður upp á margvíslega möguleika við þróun og umsjón rannsókna- verkefna. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2002. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ólafur Arnalds, sviðsstjóri umhverfissviðs, í síma 577 1010 (netfang ola@rala.is). Þau mistök urðu við vinnslu minningar- greina um Árnýju Sig- ríði á bls. 46 í Morg- unblaðinu laugardaginn 23. mars sl. að tvær greinar stokkuðust saman. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökun- ÁRNÝ SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR ✝ Árný SigríðurStefánsdóttir fæddist í Litla- Hvammi í Mýrdal 5. maí 1905. Hún lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 19. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skeiðflatar- kirkju 23. mars. ar á þessum mistökum og eru greinarnar end- urbirtar hér á eftir. Þegar ég var lítill strákur var ég sendur í sveit á sumrin að Hvammbóli þar sem Árný amma mín bjó þá ásamt Helgu systur sinni og Baldri bróður sínum. Hvergi held ég að mér hafi liðið eins vel og í vistinni hjá þeim. Í sveitinni var það vani ömmu áður en ég datt út af á kvöldin að kenna mér að fara með bænir. Ég man ekki eftir því að hún reyndi að láta mig læra þær utan að. Hitt man ég vel að bænunum fylgdu oft fal- legar sögur eða ævintýri. Amma hélt t.d. mjög að mér sögunum um Nonna að ógleymdum barnasögum Eyjólfs á Hvoli. Draugasögur sagði hún mér ef ég bað um það sérstak- lega. Yfirleitt var þá um að ræða lýsingu á torkennilegum skrímslum úti í náttmykrinu sem síðan kom í ljós að hefðu aðeins verið kindur að éta kál. Á herbergi ömmu er gluggi er vís- ar í austurátt. Um hann streyma geislar morgunsólarinnar inn í bæj- arhúsið. Þá er þeir náðu svæflinum mínum vissi ég alltaf að kominn var tími til að fara á eftir kúnum. Ef amma rumskaði á meðan ég var að búa mig af stað sagði ég kannski „góðan dag amma mín“, þá lét hún sér aldrei nægja minna en að svara „góðan og glaðan dag, Stefán minn vænn“. Árný amma mín, hvar sem ég hef farið alltaf hef ég fundið hlýjar hugsanir þínar nálægt mér. Nú ert það þú sem ert á förum en vertu viss hvert sem þú ferð alltaf munt þú finna hlýjar hugsanir mínar nálægt þér. Stefán Úlfarsson. Elsku amma. Ekki að undra þótt minningarnar um þig sem nú skjóta upp kollinum séu margar og góðar. Þú hefur jú alltaf verið til staðar og þér hefur alltaf verið svo annt um okkur, þína nánustu. Margur hefur notið góðs af hlýjunni þinni og góð- vildinni sem þú áttir svo auðvelt með að gefa af. Víst glímdir þú við mikið skap svo ekki fór framhjá nokkrum sem til þín þekktu og sú barátta var þér oft fjötur um fót. En kannski var það þetta innra stríð þitt sem gerði þig svo næma og hlýja. Takk fyrir gott veganesti, ég ætla mér að halda í það eins lengi og ég get. Þinn ömmudrengur, Þrándur. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.