Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Miðborgin — hjarta Reykjavíkur Aðalfundur Þróunarfélags miðborgarinnar er í dag. Fundurinn er í Kornhlöðunni við Bankastræti og hefst kl. 18.15. Miðborgin — hjarta Reykjavíkur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fjallar um málefni borgarinnar Að erindinu loknu eru hefðbundin aðalfundarstörf. Léttar veitingar að loknum fundi. Félagsmenn, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð óskast til leigu Sjálfstæður atvinnurekandi óskar eftir að leigja litla íbúð, helst í Mosfellsbæ, og helst með garði, sem allra fyrst. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 5. apríl, merkt: „M - 12112“. KENNSLA Frá Heimilisiðnaðar- skólanum Þjóðbúningasaumur: 40 kest. auk máltöku- tíma. Saumaður er upphlutur eða peysuföt undir leiðsögn klæðskera með sérmenntun í þjóðbúningasaumi. Mánudaga kl. 19:30-22:30 8. apríl-10.júní. Tóvinna: 20 kest. Kenndar eru hefðbundnar aðferðir við vinnu á ull, spunnið bæði á rokk og halasnældu. Mánudaga eða þriðjudaga kl. 19.30-22.30 í maí. Spjaldvefnaður: 20 kest. Kennt að setja upp og vefa bönd, bæði með einföldum og tvöföld- um spjaldvefnaði. Laugardaga kl. 10.00-16.00 6., 13., og 20. apríl. Vefnaður, uppsetning /upprifjun: 6 kest. og fleiri ef þörf er á. Námskeið fyrir þá sem hafa vefstól heima og þurfa aðstoð við að reikna út og setja upp vef. Miðvikudaga kl. 19.00-21.30 3.-10. apríl. Vefnaður í uppsettum vefstólum: Gólfmott- ur, búningasvuntur og langsjöl við þjóðbún- inga: Nemendur leigja aðstöðu í uppsettum vefstól í 2-3 vikur, óvanir geta fengið aðstoð. Útsaumur: 20 kest. Kenndar eru nokkrar út- saumsgerðir, t.d. blómsturssaumur, skattering, í maí. Upplýsingar um nánari tímasetiningu á skrifstofu skólans. Jurtalitun: 20 kest. Garn litað úr nokkrum al- gengum litunarjurtum. Unnin er vinnubók með uppskriftum og sýnishornum. Helgina 11.-12. maí. Upplýsingar um nánari tímasetningu á skrifstofu skólans. Hekl: 16 kest. Kenndar helstu aðferðir við hekl. Mán. 15. apríl, þri. 23. apríl, mán. 29. apríl og þri. 7. maí kl. 19.30-22.30 Þæfing: 21 kest. Kennd er þæfing á ull, formun og myndgerð. Laugardag og sunnudag kl. 10.00-17.00 4. og 5. maí Vattarsaumur: 16 kest. Aðferð, sem notuð var við gerð vettlinga o.fl. áður en prjón þekktist. Mánudaga og miðvikudaga kl. 19.30-22.30 24. apríl- 2. maí. Laugardag og sunnudag kl. 10.00-15.00 20. og 21 apríl Myndvefnaður: 32 kest. Myndvefnaður ofinn í ramma, kenndar helstu aðferðir við mynd- vefnað. Miðvikudagakl. 19.30-22.30 frá 10. apríl. Framhaldsnámskeið í baldýringu: Uppsetn- ing og mynstur á faldbúningskraga, belti og treyjuborða (bæði á faldbúning og skautbúning). Í apríl/maí. Upplýsingar um nánari tímasetningu á skrifstofu skólans. Einnig er skráð á eftirtalin námskeið: Baldýring, knipl, sauðskinnskógerð, möttul- saumur. Á haustönn: Almennur vefnaður, þjóðbúninga- saumur. Skautbúningur, kyrtilbúningur: Í vor er fyrirhugað er að hefja undirbúning á námskeiðaröð við gerð skautbúnings og kyrtil- búnings. Tækifæri sem gefst nú að láta drauminn rætast og koma sér upp hátíðarbúningi sem á engan sinn líkan um víða veröld. Áhugasamir hafi sam- band. Innritun og upplýsingar um námskeið skólans eru í síma 551 7800 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10—13 eða í síma 698 5488 mánudaga til laugardaga 10—17. Bréfsími skól- ans er 551 5532 og tölvupóstfang skólans er hfi@islandia.is. Menntamálaráðuneytið Námsvist við alþjóðlega menntaskóla Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við tvo alþjóðlega menntaskóla. Nám við skólana tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, Inter- national Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Skólarnir eru: Alþjóðlegur menntaskóli í Fjaler í Noregi. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Nem- andi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur um það bil 20.000 norskum krónum á ári og auk þess ferðakostnað. Li Po Chun United World College í Hong Kong. Skólavist býðst fyrir einn nemanda. Nemandi þarf að greiða 25% skólagjalda eða ísl. kr. 552 þús. á ári (uppihaldskostnaður innifalinn), svo og ferðakostnað. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 2002—2003. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-19 ára. Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 8. apríl næstkomandi. Framhaldsskóla- og full- orðinsfræðsludeild ráðuneytisins veitir nánari upplýsingar í síma 560 9500. Þar er hægt að fá umsóknareyðublöð og einnig á vef ráðu- neytisins, menntamalaraduneyti.is . Menntamálaráðuneytið, 19. mars 2002. menntamalaraduneyti.is TIL SÖLU Ergoline ljósabekkir Til sölu 6 stk. Ergoline 500 ljósabekkir, 3ja ára gamlir. Möguleiki að kaupa allt niður í 1 stk. Til sýnis í samráði við Hauk eða Pétur í síma 569 2000. Heildverslun til sölu Til sölu heildverslun með mörg góð umboð, aðallega í barnafatnaði. Traust viðskiptavina- keðja um allt land. Mikil fyrirframsala sem þegar hefur átt sér stað og kaupandi tekur við, fylgir með í kaupunum. Sérstaklega gott og þægilegt húsnæði á hagstæðum leigukjörum, til langs tíma ef óskað er. Áhugasamir leggi inn nafn og helstu upplýsing- ar á auglýsingadeild Mbl., eða á box@mbl.is, merkt: „12134“, fyrir 3. apríl nk. TILKYNNINGAR Ertu að byggja! Traust byggingafyrirtæki, með tvo bygg- ingakrana og 180 lm af kerfismótum, getur bætt við sig uppsteypuverkefnum. Upplýsingar í síma 893 4527. Hveragerðisbær Tillögur að breytingum á deiliskipulagi og tillaga að nýju deiliskipulagi í Hveragerði Bæjarstjórn auglýsir hér með eftirfarandi deiliskipulagstillögur: Tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Kambahraun 53-60, Hveragerði, samkvæmt 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan nær til reits sem afmarkast af opnu svæði í norðri og vestri, af byggð við Kamba- hraun í austri og að Heiðmörk í suðri. Tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Réttar- og Bjarkarheiði, Hveragerði, samkvæmt 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan nær til reits sem afmarkast af Þela- mörk í norðri, byggð við Borgarheiði í vestri og lóðunum Réttarheiði 17-21, Breiðumörk 1c og 1d í suðri og Breiðumörk 3 og opnu svæði við Breiðumörk í austri. Tillögu að deiliskipulagi á Friðarstöðum, Hvera- gerði, samkvæmt 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997. Tillagan nær til reits sem afmarkast af opnu svæði í norðri, af akvegi inn í Ölfusdal í vestri, af lóðinni Varmá 2 í suðri og af efri brún hlíðar meðfram Varmá í austri. Deiliskipulagstillögurnar verða til sýnis á bæj- arskrifstofunum í Hverahlíð 24 frá og með þriðjudeginum 2. apríl til þriðjudagsins 30. apríl 2002. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, eigi síðar en föstudaginn 14. maí 2002. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstof- ur Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillög- urnar fyrir tilskilinn, frest telst samþykkur henni. Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.