Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Örn KE, Goðafoss og Sigurður VE og út fóru Siku, Vigri og Brú- arfoss. Í dag er Arn- arfell væntanlegt. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu Wald Troud B og Karella og í dag er Brúarfoss væntanlegur. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtu- daga kl. 14-17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17-18. Mannamót Aflagranda 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska, kl. 13 vinnustofa, postulíns- málning og bað. Bún- aðarbankinn verður á Aflagranda 40 þriðju- daginn 2. apríl kl. 10.15. Verslunarferð í Hag- kaup í Skeifunni mið- vikudaginn 3. apríl kl. 10 frá Grandavegi með við- komu á Aflagranda. Kaffiveitingar í boði Hagkaups. Skráning í af- greiðslu og í síma 562- 2571. Nýtt jóganámskeið hefstt fimmtdaginn 4. apríl. Kent verður 2 í viku á þriðjud. og fimtud. Kennsla hefst kl. 9. Skráning í afgreiðslu í síma 562-2571. Opið hús fimmtudaginn 4. apríl. Húsið opnað kl. 19.30. Félagsvist kl. 20. Léttar kaffiveitingar. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Allar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 tréskurður, kl. 9-16 handavinna, kl. 10-17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Helgistund kl. 10. Dans kl. 14. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju-og fimmtudögum kl. 13-16.30, spil og fönd- ur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17-19. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13-16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8-16. Eldri borgarar, Graf- arvogi. Fræðslufundur. Miðvikudaginn 27. mars nk. kl. 10 boða Korpúlf- arnir, félag eldri borgara í Grafarvogi, til mán- aðarlegs fundar í Mið- garði, Langarima 21. Sérstakur gestur fund- arins að þessu sinni er séra Bjarni Þór Bjarna- son, prestur í Graf- arvogskirkju. Umræður og fyrirspurnir að lok- inni framsögu hans. Heitt á könnunni. Allir eldri borgarar í Graf- arvogi velkomnir. Nán- ari upplýsingar gefur Þráinn Hafsteinsson, Miðgarði, í síma 5454- 500. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl.14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Holts- búð í dag kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Í dag: Brids, nýir spilarar vel- komnir. Saumur undir leiðsögn og frjáls hand- vinna kl. 13.30. Spænskukennsla kl. 16.30. Á morgun, mið- vikudag, verður línudans kl. 11, myndlist og pílu- kast kl. 13.30. Leik- húsferð miðvikudaginn 10. apríl kl. 14 að sjá leik- ritin „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“ sem Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði, Glæsibæ. Skráning og allar uppl. í Hraunseli og í s. 555-0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in alla virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ söng- og gam- anleik „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“. Sýning miðvikudaginn 27. mars kl. 14. Sýningum fer fækkandi. Miðapantanir í síma: 588-2111 og 568- 9082. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. Sparidagar á Örk- inni 14.-19. apríl, skrán- ing á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9-13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bón- usferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14-16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið, Furu- gerði. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband og kl. 9.45 verslunarferð í Austurver. Kl. 12 hádeg- ismatur og kl. 13.30 frjáls spilamennska. Kl. 15 kaffiveitingar. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 boccia. Veitingar í veitingabúð. Opið á morgun kl. 9- 16.30. Fjölbreytt dag- skrá. Allir velkomnir. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðju- dagsganga og boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13-16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Nýjung í Gullsmára. Fé- lagsvist spiluð í dag kl. 13. Jóhanna Arnórs- dóttir stjórnar. Allir vel- komnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13- 17 hárgreiðsla. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, samvera, fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9-17 hárgreiðsla. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-16 bútasaumur, kl. 9.15-15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfugerð, kl. 14 fé- lagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fund- artíma. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með félagsvist í húsnæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, í kvöld þriðjudaginn 26. mars. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Byrjað að spila kl 20. Mæting kl 19.30. Húsinu lokað kl. 20. Í dag er þriðjudagur 26. mars, 85. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús mælti við þá: „Leyfið börn- unum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.“ (Mark. 10, 16.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 hélt, 4 skip, 7 kindurn- ar, 8 lagarmál, 9 hófdýr, 11 hjara, 13 veit, 14 nær í, 15 kyrtil, 17 haka, 20 burt, 22 maskar, 23 hey- sætum, 24 dýrið, 25 stjórnar. LÓÐRÉTT: 1 mjög gott, 2 eykst, 3 grassvörður, 4 skemmt- un, 5 sjúga, 6 yfirbygging á skipi, 10 núningshljóð, 12 nóa, 13 knæpa, 15 samtala, 16 munntóbak, 18 sett, 19 sár, 20 Ísland, 21 hæðir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 himbrimar, 8 spurð, 9 lygna, 10 una, 11 Agnar, 13 nenna, 15 flóðs, 18 hnoss, 21 Týr, 22 flana, 23 örmum, 24 skapanorn. Lóðrétt: 2 Iðunn, 3 býður, 4 illan, 5 angan, 6 espa, 7 hata, 12 arð, 14 enn, 15 fífl, 16 ómark, 17 stamp, 18 hrönn, 19 ormur, 20 sumt. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... ÞAÐ er með miklum ólíkindumhve illa hefur tekist til í gegnum tíðina með útflutning á íslensku lambakjöti. Margir valinkunnir og atorkusamir menn hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóginn í því skyni að afla markaða fyrir lambakjötið, sem enginn efast um að er hið mesta lostæti. Víkverji þykist vita að veru- legum fjármunum hafi verið varið í óteljandi kynningar á lambakjötinu í útlöndum. Hins vegar hefur að því er virðist aldrei tekist að standa þannig að verki að um alvöruviðskipti hafi orðið að ræða sem færðu íslenskum fjárbændum tekjuauka sem þeir vissulega eiga skilinn að mati Vík- verja. Þótt sennilega hafi ekki verið um umtalsvert mikið magn að ræða hef- ur útflutningur á lambakjöti átt sér stað til nokkurra landa upp á síð- kastið og svo virðist sem markaður sé fyrir kjötið. Satt að segja rak Vík- verja í rogastans nú um helgina þeg- ar Morgunblaðið flutti af því fréttir að flestir þeir sem að útflutningnum standa um þessar mundir hafa klúðr- að málum hugsanlega til framtíðar með því sem hlýtur að flokkast undir slóðaskap. Kjötið sem flutt hefur verið til þriggja landa Evrópubandalagsins hefur ekki verið nægilega vel merkt og misbrestur hefur auk þess verið hvað varðar umbúðir og pappírs- vinnu vegna útflutningsins. Af þess- um sökum hefur kjötinu verið eytt í viðkomandi löndum áður en það hef- ur komist á neytendamarkað. Fimm íslenskir aðilar hafa leyfi til að flytja út til ESB og í frétt Morgunblaðsins kom fram að hjá fjórum þeirra hefur merkingunum verið ábótavant. Aðeins Sláturfélag Suðurlands hefur staðið þannig að verki við út- flutninginn að öllum settum kröfum hefur verið fullnægt, og er vægast sagt furðulegt að hinir fjórir útflytj- endurnir hafi ekki getað tileinkað sér þau vinnubrögð sem krafa er gerð um. Víkverji áttar sig ekki á því hvað þarna liggur að baki og þykir illt til þess að hugsa að svona trassaskapur kunni hugsanlega að verða til þess að markaðir fyrir íslenska lambakjötið lokist. Vonandi verður þessum mál- um kippt í lag hið fyrsta því um mikla hagsmuni er að ræða, ekki að- eins fyrir þá sem að útflutningnum standa.. NOKKUR umræða hefur verið aðundanförnu um síðustu kjara- samninga kennara og þar hefur komið fram sú megna óánægja sem Víkverji hefur orðið var við að ríkir meðal margra kennara með samn- ingana. Kennarar fengu vissulega launa- hækkun í krónum talið en á móti kemur meðal annars að skóladögum á ári hverju var fjölgað verulega. Þriggja mánaða sumarleyfi kennara heyrir því nú sögunni til, en þeir hafa löngum verið öfundaðir af þessu langa fríi. Þetta þýðir að fjöldi skóla- daga hér á landi mun vera orðinn með því mesta sem þekkist á Norð- urlöndum eftir því sem Víkverji kemst næst. Þá telja kennarar að forystan hafi fórnað svokölluðum aldursafslætti í samningunum, en á kennaraþingi fyrir samningsgerðina sendu 80% kennara þau skilaboð að alls ekki mætti fórna aldursafslættinum sem eru áunnin réttindi. Hefur komið fram í umræðunni að þannig sé von- laust fyrir þá sem eru 55 og 60 ára að fá yfirvinnu nema kenna nokkra tíma kauplaust. Efast Víkverji um að aðrir myndu sætta sig við það. Loftbólur NÚ þegar kosningabarátt- an er að hefjast og flokk- arnir eru í óða önn að kynna framboð sín fer fólk að velta vöngum yfir því hvaða framboð séu nú best. Hér í Reykjavíkurborg eru margir sem ætla að vera heima á kjördag. Fólk er orðið þreytt á öllum þess- um loforðum því lítið hefur verið um efndir oft á tíðum. Frjálslyndir og óháðir kynntu framboð sitt í gær, þriðjudaginn 19. mars. Vel- ferðarmálin eru eitt aðal- málið á stefnuskrá þeirra. Svipuð framboð hafa skotið upp kollinum fyrir kosning- ar oft áður og hefur oftast slíkt bara verið loftbóla. Það er því mikil vinna hjá þessu nýja framboði að sanna fyrir kjósendum að þeim sé alvara með þessum loforðum sínum. Að þetta sé ekki bara ein loftbólan enn. Vonandi vegna þeirra sem minna mega sín. Að lokum óska ég frjálslynd- um og óháðum alls hins besta í kosningabaráttu þeirra. Hallgrímur Kristinsson. Gettu betur ÞETTA er varðandi spurn- ingu sem kom í þættinum Gettu betur. Hvað væri stærsti hellir á Íslandi. Þar kom fram að Surtshellir væri stærstur og gefið rétt fyrir það svar. Surtshellir er hvorki stærstur né lengstur hella á Íslandi. Stærsti hellir á landinu er Víðgelmir í Hallmundar- hrauni. En Surtshellir er engu að síður þekktasti og nafntogaðasti hellir á Ís- landi. Hellaáhuganmaður. Að reykja við bensínstöð NÝLEGA átti ég leið á bensínstöð Esso við Geirs- götu. Fyrir utan bensín- stöðina voru tveir starfs- menn að reykja fyrir framan hurð sem var merkt að þar innandyra væri gas geymt. Þegar ég benti þeim á þetta færðu þeir sig, en aðeins um u.þ.b. 2 metra. Var ég mjög hissa að sjá að starfsmenn bensínstöðvar fengju að reykja átölulaust þar fyrir utan. Viðskiptavinur. Sirrý framúrskarandi ÉG sá nýlega stórkostlegan þátt með Sirrý. Vil ég lýsa yfir ánægju minni með þennan þátt. Sirrý er alveg framúrskarandi og á gott með að ná til fólks. Fannst mér þetta virkilega já- kvæður þáttur. Hafliði Helgason. Tapað/fundið Gucci-úr týndist GUCCI-ÚR týndist sl. föstudag líklega fyrir utan Tæknival, austan megin. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 868-1219 eða 567-3110 eða skili úrinu hjá Tæknival. Fundarlaun. Armband týndist BREITT gullarmband með grísku munstri týndist lík- lega í Árbæ. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 557 5097. Fundarlaun. Lyklakippa í óskilum NO NAME-lyklakippa fannst á móts við Verslun- arskólann. Upplýsingar í afgreiðslu Morgunblaðsins. Dýrahald Hvít læða týndist HVÍT læða týndist frá Álfaborgum 25, Grafarvogi, fyrir rúmum 2 vikum. Hún er ómerkt. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 866 6349. Kettlingur týndist í Mjóddinni FJÖGURRA mánaða bröndóttur kettlingur týndist 23. mars í Mjódd- inni. Hann er ómerktur. Þeir sem vita um hann láti vita í síma 864 5290. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG þakka einum áhuga- sömum fyrir jákvæð við- brögð við grein minni um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins, sem birtist í Morgunblaðinu 2. mars sl., þar sem einkum var rætt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og samgöngur. Hann spyr hvað sé átt við með: „Um staðsetningu flugvalla má læra af reynslu Breta, Dana og Þjóðverja og af mistökum Svía og Norðmanna.“ Hér er einkum átt við fjarlægð flugvalla frá þeim þéttbýlisstöðum sem þeir þjóna. Lengri akstursleið eykur kostn- að, mengun og slysa- hættu auk tímataps far- þega. Dæmi um flugvelli sem eru langt frá þeim stöðum sem þeir þjóna eru: Arlanda við Stokk- hólm, Gardermoen við Óslo og flugvöllurinn við Malmö. Dæmi um flug- velli sem eru í eða við borgir eru Kastrup í Kaupmannahöfn og Heathrow og City Air- port í London. Kristján Árnason, flugmaður og flug- vélaverkfræðingur. Um staðsetningu flugvalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.