Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞAÐ eru ekki mörg fyrir-tæki á álmarkaði semhafa burði til þess aðkoma inn sem leiðandi að- ili í því að reisa og reka álverk- smiðju í Reyðarfirði af þeirri stærð- argráðu sem um hefur verið rætt og talið hagkvæmt að byggja. Í raun má segja að ekki sé um að ræða nema 5–6 aðila sem eru svo stórir á álmarkaði að líklegt sé að þeir geti komið inn sem ráðandi aðilar í þetta verkefni. Þar á meðal er Norsk Hydro, sem í bili er út úr myndinni, þar sem fyrirtækið treysti sér ekki til að standa við tímasetningar varð- andi ákvörðun um byggingu álvers, eins og kunnugt er. Ef hins vegar um væri að ræða samvinnuverkefni þar sem fleiri að- ilar á álmarkaði kæmu að verkefn- inu og ættu jafnan hlut gæti mögu- legum samstarfsaðilum kannski fjölgað í upp undir tíu, en ljóst er að þeir aðilar sem myndu koma að verkefninu þyrftu að geta tryggt hráefni til framleiðslunnar og sölu hennar með öruggum hætti. Slík út- færsla á verkefninu yrði þó mun tímafrekari en sú að fá inn einn ráð- andi aðila og verður að teljast frem- ur ólíklegt að raunhæfir möguleikar séu á að sá kostur sé fyrir hendi í náinni framtíð. 260 þúsund tonna álver í fyrsta áfanga Áætlanir gera ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggt álver í Reyðar- firði með 260 þúsund tonna fram- leiðslugetu með möguleika á stækk- un í 420 þúsund tonn. Þróunin undanfarin ár hefur verið sú að ál- ver hafa verið að stækka verulega, enda eykst hagkvæmni framleiðsl- unnar við það. Talið er að álver megi ekki vera minni en 250–300 þúsund tonn til að þessi stærðarhagkvæmni náist fram, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Kostnaður við byggingu 260 þús- und tonna álvers í Reyðarfirði er áætlaður 120 milljarðar króna að meðtöldum vaxtakostn- aði á byggingartíma. Stækkun í 420 þúsund tonna framleiðslugetu er talin kosta 40–50 milljarða króna til við- bótar. Samanlagður kostnaður er þannig áætlaður 170 milljarðar króna og yrði álver í Reyðarfirði af þessari stærðargráðu stærsta álver í Evr- ópu. Undanfarin fimm ár hafa gríðar- legar sviptingar og heilmikil sam- þjöppun átt sér stað á álmarkaði, fyrirtækjum hefur fækkað og ein- ingarnar jafnframt stækkað. Dæmi um þetta er yfirtaka Alcoa á Reyn- olds Metals um mitt ár 1999, sem þá var þriðja stærsta álfyrirtæki heims, kaup kanadíska álfyrirtæk- isins Alcan á Alusuisse-Lonza og nýleg kaup Norsk Hydro á þýska álfyrirtækinu VAW Aluminum, en sú fjárfesting er ástæða þess að fyr- irtækið treystir sér ekki til að standa við tímaáætlanir varðandi ákvörðun um álver í Reyðarfirði. Önnur eldri dæmi mætti nefna eins og kaup bandaríska álrisans Alcoa á bandaríska álfyrirtækinu Alumax snemma árs 1998, en Al- umax var á sínum tíma í forystu fyr- ir þeim álfyrirtækjum sem áttu við- ræður við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Keilisnesi, sem ekkert varð af þrátt fyrir ítarlegar viðræður þar um. Hin tvö álfyrir- tækin sem áttu aðild að viðræðun- um voru hollenska fyrirtækið Hoogovens, sem hefur sameinast British Steel í Corus Group og sænska fyrirtækið Gränges. Nýleg- ar fréttir herma að nú sé álfram- leiðsla Corus Group til sölu, en það er minnihluti starfsemi fyrirtækis- ins, sem einkum er í stálvinnslu, og eru nefndir sem hugsanlegir kaup- endur stærstu álfyrirtæki heims. Í framhjáhlaupi og sem dæmi um þessar sviptingar má svo nefna að Kaiser Aluminium, sem er þriðji stærsti álframleiðandi í Bandaríkj- unum, óskaði eftir gjaldþrotaskipt- um í janúar síðastliðnum. Stærsta álfyrirtæki heims er Al- coa sem framleiðir um 3,2 milljónir tonna af áli árlega og næstu fyrirtæki þar á eftir eru Alcan, eigandi Ísal, og Russian Alum- inium með um 2,2 millj- óna tonna árlega fram- leiðslugetu. Næstu fyrirtæki þar á eftir eru Norsk Hydro, stærsta álfyrirtæki Evrópu eftir kaupin á VAW, franska fyrirtækið Pechiney og ástralsk/hollenska fyrirtækið BHP Billiton, sem útvegar Norðuráli hráefni og kaupir af því afurðirnar, en síðarnefndu fyrirtækin eru með árlega framleiðslugetu sem nemur um og yfir einni milljón tonna af áli á ári. Þetta eru þau fyrirtæki sem helst ber á góma þegar spurt er um þá mögulegu aðila sem gætu hugsan- lega komið inn í Reyðarálsverkefnið sem ráðandi aðilar í stað Norsk Hydro. Ekki er fyrir að synja að einhverjir fleiri aðilar geti í myndinni en samkvæmt ingum Morgunblaðsins er raunhæft að miklu smærri en þetta geti komið inn sem aðili í Reyðarálsverkefnið e vegna þess hversu stórt þa yrðu þá að taka sig saman. er hægt að merkja af sama árlegri framleiðslu fyrirtæ áli og fyrirhugaðri framle verksmiðjunnar í Reyðarfi hún er komin í fulla stærð. Annað sem vert er að þessu sambandi er að viðl irtækja á þessum markað farin ár hefur fremur bein að stækka þau álver sem en byggja ný. Of dýrt að flytja hl orkunnar suður Virkjun við Kárahnjúk stórt verkefni að mjög stór kaupanda þarf til að virk hagkvæm. Virkjun Kárah álver af þessari stærða Reyðarfirði hanga þannig Það er t.a.m. ekki inn í m samkvæmt upplýsingum blaðsins, að reisa smærr Reyðarfirði og flytja hluta frá Kárahnjúkum til su hornsins vegna aukningar frekum iðnaði þar, veg kostnaðar sem er samfara orkunnar. Byggja þyrf flutningslínur þar sem f geta þeirra lína sem fyrir e nýtt, auk orkutaps við flu þannig að ekki yrði hægt að orkuna við nægilega ha verði hér á suðvesturhorn hún nýttist til stóriðju. Af ofangreindum aðilu markaði má segja að tvei leik að minnsta kosti í bili. Þ auðvitað um Norsk Hydro staðan er nú og líklegt er verði gerðar til þess að b enda í samningum við Norð að fenginni reynslu, komi upp að þeir verði tilbúnir upp nýjar dagsetningar byggingu álversins. Hinn aðilinn sem mjög hlýtur að teljast að hafi Myndin er lagfærð í tölvu o Mögulegir samstarfsaðilar vegna byg 5–6 aðila ir koma Vandséð er að nýr ráðandi aðili fáist a irhuguð verksmiðja er svo stór að þe bolmagn til að takast á Undanfarin fimm ár hefur álfyrirtækjum fækkað og þau stækkað SAMEINING Í ÞÁGU LANDSBYGGÐAR Í ÁTT TIL JAFNVÆGIS Í EFNAHAGSMÁLUM Ákvörðun Seðlabankans um aðlækka stýrivexti er enn ein stað-festing þess að betur horfir nú í efnahagsmálum Íslendinga og þau stefna í átt að jafnvægi. Seðlabankinn hefur undanfarna mánuði verið gagnrýninn á þá afstöðu aðila vinnumarkaðarins og forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að vaxtalækkun væri tímabær og lengi tregðazt við að verða við tilmælum um að lækka vexti. Rök bankans gegn því hafa m.a. verið þau að verðbólguhorfur leyfðu ekki vaxtalækkun; lækkun vaxta gæti kynt undir verðbólgunni. Jafnframt hef- ur bankinn haft áhyggjur af þróun geng- ismála og ekki talið víst að gengi krón- unnar styrktist til frambúðar. Í ræðu Birgis Ísleifs Gunnarssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, á ársfundi bankans í fyrradag kom fram að bankinn hefði nú aukna trú á að geng- ið mundi styrkjast á árinu og að líkur hefðu aukizt á að verðbólguspá bankans stæðist og markmiðið um 2,5% verðbólgu næðust á næsta ári. Seðlabankastjóri orðaði það svo að tvær síðustu verðmæl- ingar bentu til lítillar undirliggjandi verðbólgu. „Þegar haft er í huga það um- rót sem var í íslenzkum efnahagsmálum á síðasta ári er ekki annað hægt að segja en að bjart sé framundan og efnahags- og fjármálakerfið hafi sýnt styrk sinn í þeirri snörpu aðlögun sem hér hefur orð- ið,“ sagði Birgir Ísleifur í ræðu sinni. Þetta eru svipaðar niðurstöður og við- skiptabankarnir höfðu áður komizt að og voru grundvöllur vaxtalækkana þeirra í síðustu viku. Nú hafa bankar boðað enn frekari vaxtalækkun í kjölfar ákvörðun- ar Seðlabankans. Fleiri merki eru um jákvæða þróun í efnahagslífinu. Viðskiptahallinn fer minnkandi og í gær kom fram að fyrstu tvo mánuði ársins hefði vöruskiptajöfn- uður verið jákvæður og 7,2 milljörðum króna betri en á sama tíma í fyrra. Átak aðila vinnumarkaðarins í þágu stöðug- leika í launa- og verðlagsmálum hefur skilað sér, eins og fréttir af 3% verð- lækkun í mörgum sérverzlunum við Laugaveginn, í Smáralind, Kringlunni og víðar sýna. Nú er afar áríðandi að stefna ekki þessum árangri í voða. Áfram verður að framfylgja stefnu aðhalds og stöðugleika á öllum vígstöðvum. Stéttarfélög verða að forðast óraunhæfar launakröfur. Fyr- irtæki verða að leggja áherzlu á að leita hagræðingar fremur en að velta kostn- aðarhækkunum út í verðlagið. Opinberir aðilar verða fremur að fresta verkefnum og draga saman útgjöld en að hækka gjöld og álögur á almenning. Sú ákvörð- un ríkisstjórnarinnar í gær að lækka benzíngjald og yfirlýsing Skeljungs og Olíufélagsins um að hækkun heimsmark- aðsverðs á benzíni verði ekki látin koma fram í benzínverðinu að sinni, vekur góðar vonir. Með þessu áframhaldi er hægt að tryggja að rauðu strikin haldi í maí og leiðin verði vörðuð til áframhald- andi stöðugleika og batnandi lífskjara. Samband íslenzkra sveitarfélagahefur markað sér stefnu í byggða- málum. Eitt veigamesta atriðið í þeirri stefnumörkun er að sameiningu sveit- arfélaga verði haldið áfram; að sveit- arfélög verði stækkuð og efld til að ráða betur við bæði núverandi og ný verkefni. Samtökin leggja til að á fyrri hluta næsta kjörtímabils verði mark- visst stefnt að því að stækka sveit- arfélögin með frjálsri sameiningu og miðað við að sveitarfélög nái a.m.k. yf- ir heildstæð atvinnu- og þjónustu- svæði. Gert er ráð fyrir að þetta þýði að sveitarfélögin verði 30–50 talsins í stað 106 í vor. Náist þetta markmið hins vegar ekki, hyggst sambandið beita sér fyrir því í samráði við rík- isvaldið að „leita annarra leiða til að það markmið náist fyrir lok kjörtíma- bilsins 2006“. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, segir í Morgunblaðinu í gær að þetta geti t.d. þýtt lagasetn- ingu um að hækka lágmarksíbúatölu í sveitarfélagi. Það er athyglisvert að þetta atriði skuli hafa verið samþykkt samhljóða á fulltrúaráðsfundi sambandsins, í ljósi þess hversu mörg sveitarfélög hafa á undanförnum árum hafnað sameiningu við önnur. Kannski varpar það þó ljósi á þá staðreynd, að flestir geta verið sammála um að sameining sveitarfé- laga sé skynsamleg á heildina litið, en þegar kemur að því að greiða atkvæði um sameiningu eigin sveitarfélags við annað láta menn stundum tilfinningar eða þrönga eiginhagsmuni ráða fremur en mat á því hvað sé heildinni fyrir beztu. Það er deginum ljósara að miklu æskilegra er að það takist að fækka sveitarfélögunum í 30–50 með frjálsri sameiningu en að það sé gert með lög- þvingun – eins og varð þó að gerast í ýmsum nágrannalöndum okkar. En til þess að það megi takast þarf að fara fram betri kynning á kostum samein- ingar, ekki sízt hverju hún getur skil- að landsbyggðinni. Það hlýtur að stuðla að betri búsetuskilyrðum úti á landi að þar séu til öflug sveitarfélög, sem hafa bolmagn til að halda uppi góðri þjónustu sem taki mið af óskum íbúa á hverjum stað, í stað þess að sveitarfélögin á landsbyggðinni þurfi áfram að vera háð ríkisvaldinu um margvíslega þjónustu og standa í alls konar óhagkvæmum samrekstri með ríkissjóði. Samband sveitarfélaga vill fækka samstarfsverkefnum á sem flestum sviðum, t.d. í málefnum fatl- aðra, heilbrigðisþjónustu, framhalds- skólum, tónlistarnámi og húsnæðis- málum. Það gerist ekki nema sveitarfélögin verði öflugri, því að mörg eiga þau fullt í fangi með núver- andi verkefni. Hins vegar verður líka að horfast í augu við þá galla, sem fylgt geta sam- einingu og ræða þá af hreinskilni. Í skýrslu Grétars Þórs Eyþórssonar um áhrif og afleiðingar sameiningar sveit- arfélaga, sem kynnt var fyrr í vikunni, kom t.d. fram að íbúar jaðarsvæða, sem ekki eru í hlutverki þjónustu- og stjórnsýslukjarna í sameinuðum sveit- arfélögum, telja samband sitt við full- trúa sína veikara en áður og mögu- leika sína til að hafa áhrif á málefni sveitarfélagsins minni. Við þessum lýðræðisvanda þarf að bregðast. Aug- ljósasta lausnin er að leita nýrra leiða til að tryggja bein áhrif íbúa á ákvarð- anir um hagsmunamál sveitarfé- lagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.