Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í þúsundir ára hafa menn trúað á lækningamátt og heilsusamleg áhrif ólífuolíunnar. Ólífutréð hefur verið áberandi í sögu Miðjarðarhafsins og er mikilvægur þáttur í uppbyggingu mataræðis hjá þeim þjóðum sem þar búa. Rannsóknir hafa sýnt að tilfelli margra nútímasjúkdóma eru færri við Miðjarð- arhafið en á öðrum vestrænum svæðum og vilja margir þakka það að hluta til ólífuolíunni. OleoMed er ný vara sem inniheldur „Pharmaceutical Grade“ ólífuolíu í gelhylkjum. Þetta er hæsta gæðastig ólífuolíunnar, vegna hreinleika og framleiðslu- aðferða sem viðhalda gæðum og heilsubætandi nátt- úruefnum frá ólífu í olíu. Þú getur annaðhvort fengið ólífuolíuna eina og sér eða með vítamínum og/eða jur- tum eins og Ginkgo Biloba eða Ginseng. Þú getur valið úr sex tegundum og það sakar þig ekki að blanda saman mismunandi tegundum, t.d. Konu og Orku. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt Aðeins í Plúsapótekunum  Borgarlyf Borgarnesi  Apótek Ólafsvíkur  Stykkishólms Apótek  Apótek Ísafjarðar  Apótek Blönduóss  Siglufjarðar Apótek  Dalvíkur Apótek  Hafnar Apótek  Apótek Austurlands Seyðisfirði  Apótek Vestmannaeyja  Apótek Keflavíkur  Árbæjarapótek  Borgarapótek  Garðs Apótek  Grafarvogs Apótek  Hringbrautar apótek  Laugarnes Apótek  Nesapótek Seltjarnarnesi  Rima Apótek Það borgar sig að fyrirbyggja. OleoMed, frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt. Heilsuleikur Hugsaðu um heilsuna og þú gætir fengið vinning að auki 1. vinningur: ferð fyrir tvo til Mallorca með Heimsferðum að verðmæti 120.000. kr. 2. vinningur: 4 5000 kr. gjafabréf í plúsapótekunum 3. vinningur: 5 mánaðarskammtar af OleoMed. Andoxi Bein Hugur Kona Orka Ólífuolía  BJARG, Búðardal: DJ Skugga- Baldur sunnudagskvöld.  BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveitin Papar laugardagskvöld. Á móti sól og dj Þröstur 3000 sunnudagskvöld.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Þotuliðið föstudagskvöld. Dansleikur hefst eftir miðnætti.  C’EST LA VIE, Sauðárkróki: Sól- dögg föstudagskvöld. Hljómsveitin Spútnik sunnudagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveitin Sólon föstu- dags- og sunnudagskvöld.  CAFÉ RIIS, Hólmavík: DJ Skugga-Baldur föstu- dagskvöld.  CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða 17: Geirmundur Valtýsson og hljómsveit frá miðnætti til kl. 3 sunnu- dagskvöld. Opið til mið- nættis í kvöld, lokað föstu- daginn langa og opið til kl. 3 á laugardag, dj Siggi Hlö.  CLUB 22: Zúri gaurinn föstudagskvöld. DJ Jo- hnny sunnudagskvöld.  DÁTINN, Akureyri: Eldhúspartí FM957, Pepsi og Á móti sól fimmtudagskvöld.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Tóna- titiringur BRJÁN 24-4 föstudags- kvöld. Miðaverð 1.800 kr. Húsið opn- ar kl. 23. Búálfarnir í stóra salnum laugardagskvöld. Írsk gleði. Óli Eg- ils með Stadivaríusinn. Miðaverð 1.000 kr. Páskaball með Eyjólfi Kristjáns og Stefáni Hilmars sunnu- dagskvöld. 18 ára aldurstakmark. 2.000 kr. inn.  FÉLAGSHEIMILIÐ SUÐUR- EYRI: Hljómsveitin Mát sunnudags- kvöld.  FOSSHÓTEL, Stykkishólmi: Six- ties föstudagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Bubbi Mort- hens fimmtudagskvöld. Trúbadúr- tónleikar með Bubba Morthens. Húsið opnar kl. 21 og tónleikum lýk- ur 23.30. Miðaverð 1.200 kr. Árshátíð Gauksins laugardagskvöld. Einn stærsti viðburður ársins á Gauknum. Buff leikur fyrir dansi. Opið almenn- ingi og opnar kl. 21. Miðaverð 500 kr. Írafár á páskadag.  GRANDROKK REYKJAVÍK: Hljómsveitin MÍR föstudagskvöld. Hefðbundin laugardagur.  HÓTEL HÚSAVÍK: Í svörtum föt- um sunnudagskvöld.  INGHÓLL, Selfossi: Hljómsveitin Spútnik föstudagskvöld. Á móti sól og dj Þröstur laugardagskvöld. Hljómsveitin Útrás mánudagskvöld. 16 ára aldurstakmark.  KAFFI AKUREYRI: Hljómsveitin Spútnik laugardags- og sunnudags- kvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Pelican og Pops stemmning með hljómsveit Péturs Kristjánssonar föstudags- kvöld. Hljómsveitin Land og synir laugardagskvöld. ATH.! XXX Rott- weiler hundar vilja koma á framfæri að enginn fótur er fyrir áður aug- lýstri framkomu þeirra á Kaffi Reykjavík um helgina.  MÓTEL VENUS, Borgarnesi: Gleðisveitin Penta í páskastuði. 1.000 kr. inn föstudagskvöld.  N1-BAR, Reykjanesbæ: Í svörtum fötum föstudagskvöld.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin BSG föstudagskvöld. Súper- grúppa skipuð Björgvini Halldórs- syni, Sigríði Beinteinsdóttur, Grétari Örvarssyni og syni hans Kristjáni Grétarssyni. Húsið opnar á mið- nætti. Danshljómsveit Friðjóns Jó- hannssonar laugardagskvöld. „Rock and Pop Night“ sunnudagskvöld. ABBA, Bítlarnir, Elvis, Madonna og íslensku lögin. Ýmsir söngvarar láta sjá sig.  ORMURINN, Egilsstöðum: Opið alla helgina, e miðnætti á föstudag- inn langa og páskadag og frá 10-1 laugardag.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Bjórband- ið föstudagskvöld.  PÍANÓBARINN: DJ Teddy og The Bling Bling Family. Reggí og salsa föstudags- og laugardagskvöld. DJ Geir Flóvent sunnudagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hljómsveitin Papar föstudags- kvöld. Hljómsveitin Sixties laugar- dags- og sunnudagskvöld.  PRÓFASTURINN, Vestmanna- eyjum: Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson fimmtudags- kvöld. Vegna fjölda áskoranna. Síð- ast komust færri að en vildu. Hefst kl. 21. Pj Páll Óskar sunnudagskvöld. 16 ára aldurstakmark. DJ Páll Óskar sunnudagskvöld. 18 ára aldurstak- mark.  RAUÐA HÚSIÐ, Eyrarbakka. : Guðni trúbadúr eftir kl. 22 laugar- dagskvöld.  RÁIN, Keflavík: Rúnar Þór og hljómsveit fimmtudagskvöld. Þotu- liðið frá Borgarnesi laug- ardagskvöld.  SAMKOMUHÚSIÐ GRUNDARFIRÐI. : Plast laugardagskvöld. Gunni Óla úr Skímó og félagar.  SJALLINN, Akureyri: Á móti sól og Ding dong föstudagskvöld. Eric Clap- ton tónleikar með Páli Rós- inkranz og félögum laugar- dagskvöld. Miðaverð 1.800 kr. og aldurstakmark 18 ár. Hljómsveitin Ný dönsk laugardags- og sunnudags- kvöld. ATH.! XXX Rott- weiler hundar vilja koma á framfæri að enginn fótur er fyrir áður auglýstri framkomu þeirra á Sjallanum um helgina.  SJALLINN, Ísafirði: Órafmagnað Írafár í kvöld og hefðbundið ball föstudags- og laugardagskvöld  SJÁVARPERLAN, Grindavík: Stóri Björn föstudagskvöld. Hljóm- sveitin Englarnir m. Einar Ágústi og fél. sunnudagskvöld.  SPORTKAFFI: Hljómsveitin Út- rás sunnudagskvöld.  VAGNINN, Flateyri. : Hljómsveit- in Mát föstudagskvöld.  VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM: Í svörtum fötum laugardagskvöld.  VALHÖLL, Eskifirði: Ber föstu- dagskvöld.  VIÐ ÁRBAKKANN, Blönduósi: DJ Skugga-Baldur laugardagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Úlfarnir föstudagskvöld. Rut Reginalds og hljómsveit laugardags- og sunnudagskvöld.  VÍDALÍN. : DJ Óli Palli föstudags- kvöld. Baddi á Popp Tíví með bongó og bróderí laugardagskvöld. Buff í stuði sunnudagskvöld. Dixý-bandið Öndin mánudagskvöld. Kæfurokks- veitin URL miðvikudagskvöld.  VÍKIN, Höfn: Hljómsveitin Ber laugardagskvöld.  VÍKURBÆR, Bolungarvík: Hljómsveitin Mát laugardagskvöld. FráAtilÖ Bubbi verður í trúbadúrgírn- um á Gauknum í kvöld. Morgunblaðið/Sverrir Í FJÖLDA ára hefur Gettu bet-ur – spurningakeppni fram-haldsskólanna verið vinsæl-asta sjónvarpsefnið á Íslandi. Það er eitthvað í spurningakeppni – sjá t.d. Kontrapunkt og Viltu vinna milljón – sem togar unga sem aldna að skjánum. Eitthvað í því að sjá leifturhuga reyna með sér sem ýtir á strengi sem flestar mannverur virð- ast eiga sameiginlega. Er það keppn- iseðlið? Fjörið? Að bera eigin vitn- eskju saman við þá sem á skjánum er? Maður sig spyr? Alltént sigraði Menntaskólinn í Reykjavík í ár með því að leggja Menntaskólann við Sund að velli í nokk spennandi keppni. Þetta er í tí- unda sinn í röð sem MR sigrar og er nema von að sumir klóri sér í hausn- um og velti vöngum yfir því hvað sé í vatninu þarna austan við læk? Bjánalegar sögusagnir Það hefur sosum ekki verið neitt hernaðarleyndarmál að MR leggur mikinn metnað í keppnina og þjálfar keppnislið sín á skipuleg- an hátt. „Þetta var að sjálfsögðu markmiðið með allri vinnunni sem við lögðum í þetta,“ segir Oddur Ástráðsson þegar sí- gildu spurningunni „Áttuð þið von á þessu?“ er varpað fram. Aðrir liðs- menn eru þeir Snæbjörn Guð- mundsson og Atli Freyr Steinþórs- son. Sjálfum fannst þeim þetta ekki standa tæpt en úrslitin réðust ekki fyrr en undir það síð- asta. „Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið raun- in. En það skiptir heldur ekki máli í hvaða röð stigin koma. Bara að þau komi.“ Þeir piltar upplýsa nú um fyrir- komulagið á Gettu betur-málum í MR. Og taka það strax fram að svip- að fyrirkomulag sé í fleiri skólum. „Við hittumst strax á haustin en þá er búið að mynda lið með forprófum. Við hittumst einu sinni í viku minnst, undir lokin hittumst við svo á hverj- um degi. Kannski er lengri undirbún- ingur hjá okkur en hjá öðrum skólum en gæfumunurinn hjá okkur gæti legið í hefðinni, við njótum þess að hafa stráka í kringum okkur sem hafa gengið í gegnum þetta áður.“ Þeir segja ýmsar bjánalegar sögu- sagnir vera í kringum MR-liðin. „Því hefur verið haldið fram að við séum á launum við þetta (hlæja). Svo var kjaftasaga um að pabbi Snæbjarnar hefði tekið sér frí í vinnunni í nokkrar vikur til að þjálfa okkur.“ Æfingarnar skiptast annars í tvennt. Hraðaspurningar eru æfðar og svo fara þeir í sameiningu yfir efni. „Við reynum líka að lesa í dómar- ana – sjá hver áhugasvið þeirra eru.“ Því má segja að þeir þjálfi sig upp eins og fyrir hverja aðra keppnis- grein – hvort sem það er borðtennis eða Quake. „Já, í rauninni má segja það. Æf- ingin skapar meistarann. Þetta stig- magnast fram að keppni og við reyn- um að „toppa“ á réttum tíma.“ Jafnir möguleikar Það sem margir landsmenn hafa því flaskað á er að þetta snýst ekki um að einhver fjölfróður bóndi labbi sig inn í sjónvarpssal og helli úr skálum viskunnar. Þetta snýst um að vel upplýstir ungir menn komi sér í góðan spurn- ingakeppnisgír. „Einmitt. Fólki fyndist örugg- lega gaman að sjá hvernig okkur gengi ef við værum ekki búnir að æfa. En það væri eflaust vonlaust sjón- varpsefni. Fólk hefur gaman af að sjá snerp- una í þessu o.fl.“ Þeir segja þekkingu sína hafa margfaldast eftir árið. „Vissulega eru margir hlutir sem við erum með í kollinum sem eiga ekki eftir að nýtast okkur mikið í lífinu. En maður leggur það á sig að læra þetta. Það er gaman að vita hluti.“ Strákarnir eru allir í fjórða bekk og eiga nú fast sæti í liðinu næstu tvö árin. Um leið ættu því líkurnar á því að þeir tapi að minnka – eða hvað? „Við eigum örugglega eftir að ná betur saman. En það eiga allir mögu- leika á að sigra okkur. Ef aðrir skólar leggja viðlíka vinnu í þetta eiga allir jafna möguleika.“ „Það er gaman að vita hluti“ Gettu betur – spurningakeppni framhalds- skólanna lauk síðasta föstudag með sigri Menntaskólans í Reykjavík. Arnar Eggert Thoroddsen tók hús á strákunum. MR vann Gettu betur í tíunda sinn arnart@mbl.is Oddur, Snæbjörn og Hrafn kampakátir með hljóðnemann góða. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.