Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 1
75. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. APRÍL 2002 BÍLSPRENGJA sprakk í Vestur- Jerúsalem í gærkvöldi og féllu palest- ínskur tilræðismaður og ísraelskur lögreglumaður. Al Aqsa-samtök Pal- estínumanna lýstu ábyrgð á tilræð- inu. Þetta var sjötta sprengjutilræðið á jafnmörgum dögum. Að sögn lög- reglustjórans í Jerúsalem stöðvuðu ísraelskir lögreglumenn bíl, er þótti grunsamlegur, og er þeir hugðust kanna hann sprengdi bílstjórinn sjálf- an sig í loft upp. Ísraelski herinn herti í gær tök sín á yfirráðasvæðum Palestínumanna. Hann fór með skriðdreka inn í Betle- hem og nokkra aðra bæi Palestínu- manna um tíma í gærmorgun. Ísrael- ar hafa lokað leiðum til og frá Ramallah og lýst borgina hernaðar- svæði. Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, er þar enn, ásamt aðstoð- armönnum sínum, innikróaður í nokkrum herbergjum í aðalstöðvum heimastjórnarinnar í borginni. Sl. föstudag lagði ísraelski herinn að mestu undir sig húsaþyrpinguna þar sem heimastjórnin hefur aðsetur. Þá tóku Ísraelar einnig öll völd í bænum Tulkarm síðdegis í gær, er þeir fóru þangað með skriðdreka með fulltingi herþyrlna. Ísraelar segja markmið hernaðar- aðgerða sinna vera að uppræta hryðjuverkastarfsemi Palestínu- manna, en rúmlega 40 manns hafa fallið á undanförnum fimm dögum. Palestínumenn segja aftur á móti að aðgerðir Ísraela séu ekkert annað en ríkisrekin hryðjuverkastarfsemi gegn óbreyttum borgurum. Bush og Annan ósammála George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Arafat til að stöðva sjálfs- morðsárásir Palestínumanna á ísr- aelsk skotmörk. „Sjálfsmorðs- sprengjuárásir í nafni trúar eru einfaldlega hryðjuverk,“ sagði Bush. Hann sagði nauðsynlegt að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, „héldi friðarleiðum opnum“, en Shar- on var harðorður í garð Palestínu- manna og Arafats í sjónvarpsávarpi sl. sunnudag, þar sem hann lýsti Araf- at óvin hins frjálsa heims. Talsmaður Bush, Ari Fleischer, sagði takmörk fyrir því hvað Banda- ríkjamenn gætu gert. Báðir deiluað- ilar yrðu að „vilja frið, leita friðar og vinna að því að koma á friði“. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, virtist aftur á móti ekki sammála Bandaríkjamönnum um það, hver væri besta leiðin til að koma á friði. Annan hafði orð á þeim mögu- leika að þriðji aðili skærist í leikinn og tæki að sér milligöngu eða eftirlit. „Ég held að það sé deginum ljósara að deiluaðilar geta ekki séð um það sjálfir að leysa deilur sínar,“ sagði Annan í gær. „Þeir þurfa að fá þriðja aðila til að aðstoða við samningavið- ræður og ef til vill fleiri þætti.“ Palest- ínumenn hafa oftar en einu sinni fal- ast eftir því að SÞ skerist í leikinn, t.d. með því að senda friðargæslulið eða eftirlitsmenn, til að binda enda á blóð- baðið sem staðið hefur undanfarna 18 mánuði. Ísraelar hafa aftur á móti einungis sagst geta sætt sig við að Bandaríkjamenn taki að sér einhvers konar gæsluhlutverk. Í gær beittu ísraelskir hermenn jarðýtum til að koma upp varnargarði umhverfis aðalstöðvar heimastjórn- arinnar í Ramallah, en Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, lét í ljósi andstöðu við þá stefnu Sharons að halda Arafat í einangrun og hvatti til þess að hernum yrði skipað að slaka á klónni. „Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Við getum ekki leyst vandann með einu höggi. Málið er af- skaplega flókið,“ sagði Peres í viðtali við ísraelska sjónvarpið. „Við eigum ekki að beina allri okkar athygli að Arafat, heldur að baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi.“ Ísraelar herða tök sín á svæðum Palestínumanna Reuters Ísraelskur sprengjusérfræðingur kannar vettvang bílsprengjutilræðisins í Vestur-Jerúsalem í gærkvöldi. Jerúsalem, Ramallah, Washington, Sameinuðu þjóðunum. AP.  Sharon lýsir Arafat/10 UMBÓTASINNAR sigruðu naum- lega í þingkosningum, sem fram fóru í Úkraínu á sunnudag. Flokkur stuðn- ingsmanna Leoníds Kútsma forseta hlaut meira fylgi en spáð hafði verið. Kosningarnar þóttu endurspegla þann klofning og þá svæðisbundnu skiptingu sem einkennir stjórnmál í Úkraínu. Þegar þorri atkvæða hafði verið talinn í gær þótti sýnt að forset- inn hefði heldur styrkt stöðu sína og kom það fréttaskýrendum á óvart í ljósi þeirra ásakana sem fram hafa verið bornar á hendur Kútsma fyrir valdníðslu og spillingu. Alls sitja 450 fulltrúar á þingi Úkraínu, Rada. Helmingur þeirra er valinn í einmenningskjördæmum en sætum hinna 225 er úthlutað sam- kvæmt hlutfallskosningakerfi. Í gærkvöldi þegar tæp 80% at- kvæða höfðu verið talin hafði flokkur Kútsma forseta, Einingarflokkur Úkraínu, fengið 70 fulltrúa kjörna í einmenningskjördæmum. Flokkur- inn fékk einnig 12,7% atkvæðanna í hlutfallskosningunni. Var það meira fylgi en flestir höfðu spáð forsetanum. Flokkur umbótasinna undir for- ustu Víktors Júshenkós, fyrrum for- sætisráðherra, hafði fengið 42 fulltrúa í einmenningskjördæmum en um 22% atkvæða í hlutfallskosningunni. Kommúnistar höfðu aðeins fengið sex menn kjörna en sýnt þótti að þeir myndu bæta mjög við sig þegar end- anleg niðurstaða lægi fyrir. Var því spáð að umbótasinnar og flokkur for- setans myndu fá um 110 þingmenn hvor og kommúnistar um 65 menn. Stjórnarmyndun yrði því erfið. Fréttaskýrendur sögðu að svo virt- ist sem almenningur í Úkraínu ótt- aðist að umbótasinnar hygðust beita sér fyrir mjög róttækum breytingum í landinu. Þannig mætti skýra árang- ur forsetans en hann hefur verið sak- aður um víðtæka spillingu og verið bendlaður við glæpamál, m.a. morð á blaðamanni og vopnasölu til Íraks. Þetta voru þriðju þingkosningarn- ar í Úkraínu frá því landið hlaut sjálf- stæði við hrun Sovétríkjanna fyrir tíu árum. Þóttu kosningarnar nú þær „skítugustu“ til þessa og erlendir menn sem fylgdust með framkvæmd þeirra kváðu stjórnvöld hafa beitt ýmsum brögðum til að hafa áhrif á úr- slitin. Júshenkó sagði á blaðamanna- fundi síðdegis í gær að brögð hefðu verið í tafli og „lýðræðið [hefði] beðið ósigur í kosningunum“. Úkraína er á stærð við Frakkland og þar búa 49 milljónir manna. Alls voru 37 milljónir manna á kjörskrá og þátttaka mældist 65,22%. Umbótasinnar hafa nauman sigur í Úkraínu Kíev. AP. AFP. HOLLENDINGAR hafa fyrstir þjóða leitt í lög að binda megi enda á líf dauðvona sjúklinga í líknarskyni. Lögin öðluðust gildi í gær en fram- kvæmdin er bundin ströngum skil- yrðum. Lögin, sem þing Hollands sam- þykkti í fyrra, kveða á um að læknar megi framkvæma líknardráp án þess að eiga yfir höfði sér lögsókn fari þeir í einu og öllu eftir settum reglum. Skilyrðin eru þau að sjúk- lingurinn eigi sér enga batavon, að sjúklingurinn geri sér grein fyrir að- stæðum og samþykki að endi verði bundinn á líf hans og að talið sé að hann líði miklar þjáningar. Læknar verða síðan að bera sig saman við minnst einn starfsbróður áður en áfram er haldið. Sérstökum svæðis- bundnum nefndum verður gerð grein fyrir öllum tilvikum en í hverri þeirra sitja lögfræðingur, læknir og siðfræðingur. Nefndirnar fara síðan yfir sérhvert mál. Fari viðkomandi læknir ekki í einu og öllu eftir settum reglum á hann yfir höfði sér ákæru. Hámarksrefs- ing er 12 ár. Lögin hafa verið gagnrýnd erlend- is en mikill stuðningur er við þau í Hollandi. Líknardauði var bannaður með lögum í Hollandi árið 1997 en hefur engu að síður verið liðinn frá þeim tíma með sömu skilyrðum og lögin nýju kveða á um. Líknardráp leyfð í Hollandi Haag. AFP. FRÖNSK yfirvöld kvöddu út hundr- uð óeirðalögreglumanna í gær til að gæta samkomustaða gyðinga eftir að eldur var borinn að bænahúsi í Marseilles í fyrrinótt. Var það þriðja atlagan gegn gyðingum um helgina, en atlögurnar eru taldar tengjast aukinni spennu fyrir botni Miðjarð- arhafs. Æðstu leiðtogar gyðinga í Frakklandi hafa sagt atvikin sam- bærileg við árásir gegn gyðingum í valdatíð nasista. „Þessar gjörðir eru með öllu óaf- sakanlegar, ólýsanlegar og verða rannsakaðar og refsað fyrir þær á viðeigandi máta,“ sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, í gær. Lionel Jospin forsætisráðherra fyr- irskipaði útkall liðsauka fyrir lög- regluna og sagði að þótt ljóst væri að atlögurnar í Frakklandi tengdust at- burðum í Miðausturlöndum væri óhugsandi að þeir atburðir réttlættu atlögur að gyðingum í Frakklandi, sem eru alls um 700 þúsund. Kveikt í bænahúsi gyðinga í Frakklandi Óeirða- lögregla kölluð út Marseilles. AFP. KÍNVERSKUR geimvísindamaður gengur að hylki úr þriðja ómann- aða geimfari Kínverja, Shenzhou III, sem lenti heilu og höldnu í Innri-Mongólíu í gær, eftir að hafa farið 108 hringferðir um jörðina. Kínverskir geimvísindamenn segja að vel heppnað geimskot og lending farsins hafi rennt styrkum stoðum undir þær áætlanir Kínverja að senda mannað far út í geiminn. Lenti heilu og höldnu Reuters ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.