Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÝMISLEGT má gera að vetr- inum til að flýta fyrir vorverk- unum og auka ánægjuna yfir sumarið, segir Björn Jóhanns- son landslagsarkitekt í grein hér í blaðinu í dag, þar sem hann fjallar um framkvæmdir í garðinum. Margir halda að ekki þýði að hugsa um garðinn yfir vetr- artímann. Veturinn er hins vegar ágætur tími til að taka ákvarðanir um garðhúsgögn og skraut í garðinum. Það er t.d. hægt að leita á veraldarvefnum að hugmynd- um um garðhúsgögn og gera síðan óskalista yfir þau. Við upphaflega hönnun garðsins er ýmislegt, sem get- ur gert garðinn freistandi til útiveru um vetur. Það má helluleggja og hafa upphitaðan stíginn að heita pottinum og það færist einnig í vöxt að nota gashitara í garðinum. Þessi búnaður getur hæglega lengt notkun garðsins um nokkra mánuði. Ekki má heldur gleyma því, að börnin vilja leika sér úti í garði, þó að það sé vetur. Þá koma litlir leikkofar að góðum notum. Björn víkur einnig að trjá- og runnaklippingum og segir þær á meðal helstu vetrar- verka í garðinum. Sumar teg- undir þola illa að vera klipptar á röngum árstíma. Helsta af- leiðingin getur verið lítil blómstrun en úr sumum teg- undum getur blætt. / 7 Garð- húsgögn og garð- skraut Þriðjudagur 2. apríl 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Sögufrægt hús Húsagerð ognáttúra Byggingarsaga Nesstofu 32 Hús hannað af Eduardo Souto de Moura 46 Stendur með þér í orkusparnaði Hálendismiðstöðin Hrauneyjar er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Í Hálendismiðstöðinni eru 56 herbergi, flest tveggja manna með gistingu fyr- ir 110 manns auk séraðstöðu fyrir starfsfólk. Þar eru tveir aðskildir matsalir, sem hvor um sig taka sextíu manns í sæti. Setustofa er einnig í húsinu fyrir 40 manns. Verðhugmynd er 75 millj. kr., en óskað er eftir til- boðum. Með í sölunni er rekstur og við- skiptavild staðarins, en Hálendismið- stöðin er með rekstrar- og starfsleyfi ásamt fullu vínveitingaleyfi. „Aðstaða til að taka á móti fundum eða halda aðra mannfagnaði er mjög góð og hægt að hafa slíka starfsemi að- greinda frá annarri umferð um stað- inn,“ segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. „Tæki og búnaður í húsinu eru í góðu lagi og mikið af honum er nýtt eða nýlegt, þar á meðal er nýtt Navi- sion bókunarkerfi og fjárhagskerfi fyrir hótel. Þar er þriggja fasa raf- magn, vatni er dælt úr borholu undir húsinu og símasamband er gott, m.a. ágætt netsamband.“ Hálendismistöðin hefur verið opin að staðaldri rúm fjögur ár. Hún var byggð rétt vestan við virkjunina á Hrauneyjum samkvæmt samþykktu skipulagi miðhálendisins. „Samning- ar vegna rekstrarins og staðsetning- arinnar fylgja einnig, en í dag er nán- ast ógjörningur að fá leyfi fyrir starfsemi af þessari tegund á hálend- inu,“ sagði Magnús ennfremur. „Hálendið er æ meira í umræðunni og talið, að vægi þess muni aukast til mikilla muna á næstu árum í íslenzkri ferðaþjónustu. Aðgengið hefur stór- batnað á síðustu árum og kominn malbikaður vegur upp að Þórisvatni. Þegar hann kom til sögunnar fyrir tveimur árum, jókst umferð um Há- lendismiðstöðina mikið, þar sem fólk kom gjarnan í sunnudagsbíltúr þang- að upp eftir.“ Lóðarleigusamningur til 2025 „Hrauneyjar hafa öll tilskilin leyfi vegna staðsetningar og reksturs, þar á meðal lóðarleigusamning fyrir 6 hektara lóð til ársins 2025,“ sagði Magnús Leópoldsson ennfremur. „Þetta skiptir máli, þar sem þjón- ustumiðstöð af þessari stærð þarf að fara í umhverfismat, en þar sem Hrauneyjar hafa leyfi til að nýta lóð- ina samkvæmt skipulagi má byggja þar upp ferðaþjónustu með samþykki viðkomandi sveitarstjórnar. Lóðin er skipulögð en því skipulagi má breyta, ef nýir aðilar kjósa að nýta lóðina öðru vísi en gert er nú, t.d. að byggja þarna upp nýtt hótel, sem kann vel að eiga rétt á sér. Ástæðan er sú, að í næsta nágrenni eru flestar vinsælustu og fjölsóttustu náttúruperlur íslenzka hálendisins. Þær eru mikið sóttar, en þjónustu- þáttinn vantaði lengi vel og Hálend- ismiðstöðin var svarið við því. Þaðan er hægt að fara í alls konar ferðir eða skipuleggja nýja afþrey- ingu, tækifærin eru mörg og vannýtt- ir möguleikar margir. Fossinn Dynkur ekki langt undan Ýmsir fallegir staðir, sem fáum eru kunnir, svo sem fossinn Dynkur í Þjórsá, eru ekki langt undan. Þar sem hafin er brúarsmíði á Tungnaá, verður miklu auðveldara strax á næsta sumri að fara að sjá þennan fallega foss, sem margir segja að sé enn tilkomumeiri en sjálfur Gullfoss.“ Hálendismiðstöðin er í 350 metra hæð yfir sjó. Hún stendur á fjölförn- um gatnamótum inn í Landmanna- laugar og norður um Sprengisand eða austur í Veiðivötn. Malbikaður vegur er alla leið frá Reykjavík og bílaplanið er olíuborið, en frá Reykja- vík eru 152 km eða um tveggja stunda akstur. „Hálendismiðstöðin hefur frá fyrstu tíð verið vinsæll viðkomustað- ur eða áningarstaður ferðamanna jafnt sumar sem vetur,“ sagði Magn- ús Leópoldsson ennfremur. „Ekki er óalgengt, að fólk kjósi að safnast þarna saman áður en haldið er áfram inn á hálendið t.d. á vélsleðum eða jeppum yfir vetrartímann. Þá eru við- skipti við ferðaskrifstofur, bæði ís- lenzkar og erlendar mikil, sér í lagi yfir sumarmánuðina. Þar sem Hálendismiðstöðin er við fjölfarinn veg, þá eru viðskipti við venjulega ferðamenn á eigin vegum einnig mjög stór hluti veltunnar allt árið um kring. En hvata- og óvissuferðir bæði ís- lenzkra og útlenzkra ferðamanna eru líka snar þáttur í starfseminni og þá á vegum ferðaskrifstofa. Þorrablót og starfsmannaferðir með eða án gist- ingar eru líka sífellt að aukast.“ Hálendismiðstöðin áHrauneyjum Hálendismiðstöðin hefur frá fyrstu tíð verið vinsæll viðkomustaður eða áning- arstaður ferðamanna jafnt sumar sem vetur. Ljósmynd/Mats Vibe Lund                                                     (&!'% !' %%&) $%' &)!             !! *$+),) $, ! !$% %#$%- ./0  1#! #,2  3 - 4$%%%5 '  %  6 ') '7 $6 ') '7       '  8 "     1$& &"9 %$&!  )&%&!% :$ %,#%$&!9;;;'# '&%    < <          :%& ,!= >88?  !'  !'  !'  !'    @     '       '8 ' #     !!$  !! ,=>?    ' ' '<8   %    !!$ !!   <     <   A=%' !!   &'   $ $' ( ! ) $(!) $(*      88               Fyrsta lóðaúthlutunin við Velli framundan 26 Lóðirí Hafnarfirði Á ÞRIÐJUDÖGUM 48 síðna Fasteignablað fylgir Morgunblaðinu í dag. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra segir það rétt að Þórður Friðjónsson, formaður samráðs- nefndar um Reyðarálsverkefnið, hafi greint sér frá því í lok febrúar að allt útlit væri fyrir að Norsk Hydro treysti sér ekki til að standa við tíma- setningar vegna Reyðarálsverkefnis- ins. Fram kom í samtali við Þórð í Morgunblaðinu sl. sunnudag að tekn- ar hefðu verið ákvarðanir innan Norsk Hydro í síðustu viku febrúar að skoða aðrar leiðir og víkja frá tímasetningum vegna fyrirhugaðs ál- vers á Íslandi og hann hefði gert iðn- aðarráðherra grein fyrir að tímasetn- ingarnar væru í uppnámi. Langur tími leið þar til ráðherra náði tali af forstjóra Hydro ,,Hann sagði mér frá því að það væri allt útlit fyrir að þeir ættu erfitt með að standa við tímasetningar vegna þessara fjárfestinga í Þýska- landi. Það var alveg í lok febrúar sem hann sagði mér það,“ sagði Valgerður í samtali við Morgunblaðið í gær. ,,Samt sem áður var þá ekki búið að taka ákvörðun en það lá þá í loftinu að það væri nýtt uppi á teningnum hjá þeim,“ sagði Valgerður. Hún segist strax hafa gert sér ljóst að hún yrði að ná tali af forstjóra Hydro vegna málsins, því þetta hefði verið alveg á skjön við það sem hátt- settur maður hefði sagt henni í fyrra- haust, að fjárfestingar Hydro í Þýskalandi myndu ekki hafa áhrif á fjárfestingar á Íslandi. ,,Svo leið ansi langur tími þangað til það samtal fór fram. Það var í raun ekki fyrr en 19. mars. Á þeim tíma voru í gangi þreif- ingar og það var náttúrlega ekki hægt að tala mikið opinberlega um málið á meðan en hinn 19. gerði ég mér grein fyrir því að þeim var full al- vara með að standa ekki við þetta og sagði þinginu frá því að það væri ver- ið að vinna að yfirlýsingu. Hún kom svo á föstudeginum [22. mars],“ sagði iðnaðarráðherra. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra um tímasetningar Hydro Sagt frá erfiðleikum Norð- mannanna í febrúarlok MJÖG góð aðsókn var að skíðasvæð- inu í Hlíðarfjalli um páskana og er talið að á fimmtánda þúsund manns hafi verið í fjallinu frá skírdegi til annars í páskum. Allt að 3.500 manns komu í fjallið á skírdag og á föstudaginn langa jókst aðsóknin enn frekar þegar um 4 þúsund manns komu á skíði. Á laugardag og páskadag komu um 3.500 manns hvorn dag og í gær, á öðrum páskadegi, virtist fólk vera búið að fá nóg og var lítil aðsókn í brekkurnar. Skíðahaldið gekk óhappalaust fyrir sig um páskana og hafði nýja stólalyftan í fjallinu, Fjarkinn, mikið aðdráttarafl og var bið í lyftuna 12– 15 mínútur þegar mest var að gera. Morgunblaðið/Kristján Á fimmtánda þúsund manns í Hlíðarfjalli ARNAR Guðnason jeppamaður, sem lenti í lífsháska við Þursaborgir á Langjökli á föstudaginn langa, þegar jeppi, sem hann var í ásamt félaga sínum, Þorsteini Kröyer, hrapaði 40 metra ofan í geil á jökl- inum, telur algjöra heppni hafa ráð- ið því að ekki fór verr. Mennirnir hlutu minniháttar meiðsli og hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Arnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að slysið hafi orðið fyr- irvaralaust. Þeir félagar hafi ekki orðið varir við neitt óeðlilegt fyrr en jeppinn steyptist skyndilega fram af brún geilarinnar og hrapaði niður allt að 40 metra í fríu falli, lenti á framendanum og síðan á þakinu. Biðu aðstoðar félaga sinna í bílflakinu „Lendingin var ansi hörð og það eina sem okkur datt í hug þegar við lentum var að kalla og grípa í hvor annan,“ sagði Arnar. „Þegar við átt- uðum okkur á því að við gátum gef- ið frá okkur hljóð, vorum við ansi ánægðir og við vorum fegnastir því að heyra hvor í öðrum.“ Þeir biðu í jeppanum í um 30 mín- útur á meðan ferðafélagar þeirra voru að koma þeim til hjálpar með því að komast inn í geilina að norð- anverðu. Þakið á jeppanum lagðist saman í lendingunni og hófust fé- lagar mannanna strax handa við að bjarga þeim úr flakinu. Að því loknu var þeim ekið niður af jöklinum til móts við björgunarlið og lækna sem lagt höfðu af stað í útkallið. Arnar telur meiðsli þeirra félaga með ólíkindum lítil miðað við að- stæður en þeir sluppu með minni- háttar meiðsli, rifbeinsbrot og það- an af minni áverka. Arnar vildi koma á framfæri sér- stökum þökkum til ferðafélaga sinna, nærstaddra ferðamanna, björgunarsveitarinnar Ok, þyrlu- sveitar Landhelgisgæslunnar, fyrr- verandi staðarhaldara á Hveravöll- um og læknis sem og starfsfólks Landspítala – háskólasjúkrahúss. „Vorum fegnast- ir því að heyra hvor í öðrum“ Ljósmynd/Þór Kjartansson Þak jeppans lagðist saman þegar hann lenti á botni geilarinnar en mennirnir um borð sluppu með ótrúlegum hætti miðað við aðstæður. Sluppu með undraverðum hætti eftir 40 metra frítt fall niður í jökulgeil ENGIN breyting var gerð á útsölu- verði bensíns hjá olíufélögunum í gær, 1. apríl. Hækkanir urðu hins vegar á dísilolíu, gasolíu og svartolíu. Að mati félaganna hafði myndast 5 til 6 kr. uppsöfnuð hækkunarþörf á bensínverði frá áramótum vegna breytinga á heimsmarkaðsverði en ákveðið hafi verið að hækka ekki verðið í ljósi ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar í síðustu viku að lækka bens- íngjald um 1,55 kr. eða úr 10,50 í 8,95 kr. á hvern bensínlítra. Ríkisstjórnin lýsti því jafnframt yfir að þessi að- gerð muni hafa í för með sér rúmlega 1,90 króna lækkun á útsöluverði bensíns. Ekki búist við að lægra bensín- gjald leiddi til verðlækkunar Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, sagði í gærkvöldi að ekki hefði verið við því búist að lækkun bensín- gjaldsins myndi leiða til beinnar verð- lækkunar á útsöluverði á bensíni nú um mánaðamótin heldur hafi verið komið í veg fyrir hækkun sem annars hefði orðið vegna breytingar á heims- markaðsverði á eldsneyti. Með ákvörðun sinni um lækkun bensín- gjaldsins hafi ríkisstjórnin jafnframt höfðað til olíufélaganna að halda aftur af sér og félögin svari því kalli með því að hækka ekki útsöluverð nú. Dísilolía, gasolía og skipagasolía hækka um 2,50 kr./ltr hjá Olís nú um mánaðamótin og svartolía um 3,50 kr. Dísilolía, gasolía og skipagasolía hækka um 3,50 kr/ltr hjá Skeljungi og lítrinn af svartolíu hækkar um 5 kr. Hjá Olíufélaginu hækka gasolía og flotaolía um sömu upphæð eða 3,50 kr. lítrinn og af svartolíu um 5 kr. Verð á bensíni óbreytt Verð á dísilolíu og svartolíu hækkar STARFSGREINASAMBANDIÐ hefur beðið lögmann ASÍ að kanna lögmæti ákvarðana heilsugæslu- lækna sem neita að gefa út læknis- vottorð. Fram kemur á heimasíðu sambandsins að skv. upplýsingum sem hafi borist frá félagsmönnum neiti heilsugæslulæknar á ákveðnum heilsugæslustöðvum að gefa út lækn- isvottorð vegna deilu læknanna við heilbrigðisráðuneytið um kjör sín. Eins og fram hefur komið er mikill órói meðal heilsugæslulækna vegna úrskurðar kjaranefndar um að vinna þeirra við útgáfu læknisvottorða telj- ist hluti af aðalstarfi þeirra og þeim sé því ekki heimilt að taka sérstaka þóknun fyrir þau. Hefur Starfgreinasambandið beint því til aðildarfélaga sinna að þeir haldi því til haga hvaða heilsu- gæslustöðvar það séu sem neiti að gefa út læknisvottorð og tilkynna sambandinu um það. Félagsmönnum neitað um læknisvottorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.