Morgunblaðið - 02.04.2002, Page 4

Morgunblaðið - 02.04.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VW Golf Highline 1.6, f. skr.d. 05.01.2000, ek. 29 þ. km., 5 d., sjálfsk., leðurinnrétting, o.fl. Verð 1.950.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is SAMBAND sveitarfélaga á Austur- landi og iðnaðarráðuneytið efna til opins fundar í íþróttahúsinu á Reyð- arfirði í kvöld um framtíð Noral- verkefnisins um byggingu álvers og Kárahnjúkavirkjunar. Framsögumenn á fundinum verða Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra, Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra og fyrsti þingmaður Austurlands, Smári Geirsson, for- maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Geir A. Gunnlaugsson, formaður Reyðaráls, og Agnar Ol- sen, framkvæmdastjóri hjá Lands- virkjun. Valgerður Sverrisdóttir segir að á fundinum verði farið yfir þá breyttu stöðu, sem upp er komin, með Austfirðingum. Opinn fundur um framtíð Noral-verk- efnisins KIRKJAN hvetur þá, sem kjósa munu fulltrúa á Kirkjuþing, að rétta hlut kvenna á þinginu en á síðasta þingi var aðeins ein kona af 21 full- trúa. Að sögn verkefnisstjóra fræðslumála hjá Biskupsstofu endur- speglar þetta ekki hlut kvenna innan kirkjunnar. Jafnréttisnefnd Þjóðkirkjunnar mun efna til málþings undir yfir- skriftinni „Konur á Kirkjuþing?“ hinn 8. apríl næstkomandi. „Við erum að reyna að hvetja til ákveðinnar um- ræðu þannig að menn átti sig á því hvaða áherslum þarf að velta fyrir sér í sambandi við kjörið og þá sérstak- lega í sambandi við jafnréttismálin,“ segir Halldór Reynisson, prestur og verkefnisstjóri fræðslumála hjá Bisk- upsstofu. Aðspurður hvort þörf sé á hugarfarsbreytingu hvað þetta varð- ar segir hann að staðreyndirnar tali sínu máli. „Það sat 21 á síðasta Kirkjuþingi og aðeins ein kona. Ég hef verið í jafnréttisnefnd kirkjunnar og við viljum sjá þetta breytast enda er það í samræmi við allar yfirlýs- ingar, bæði frá Kirkjuþinginu sjálfu, frá prestastefnu og frá almennum samfélagslegum hugmyndum.“ Meiri áhrif þingsins nú en áður Halldór bendir á að þetta sé í sam- ræmi við jafnréttisáætlun kirkjunnar sem kveði á um að rétta skuli hlut kvenna þar sem á þær hallar. Þannig séu konur sérstaklega hvattar til að sækja um prestaköll í starfsauglýs- ingum. Að hans sögn endurspeglar hlutfall kynjanna á síðasta Kirkju- þingi ekki hlutfall þeirra innan kirkj- unnar. Í sóknarnefndum sé hlutfallið nokkurn veginn hnífjafnt og hvað varðar presta séu 37 af 144 kjörgeng- um prestum konur. Hann segir Kirkjuþing hafa verið að breyta um hlutverk síðari ár og hafi meiri áhrif nú en áður. „Það hafa kannski verið ákveðin tregðulögmál sem gera það að verkum að menn sem höfðu verið þarna fyrir voru bara kosnir áfram.“ Kjörseðlar vegna kosninganna verða sendir í pósti um 20. apríl næst- komandi en Kirkjuþingið sjálft verð- ur haldið í október. Af 21 fulltrúa eru 9 prestar og 12 leikmenn sem kjörnir eru úr hópi fólks í sóknarnefndum samkvæmt tilnefningum. Vilja fá fleiri konur kosnar á Kirkjuþing HRINA lítilla jarðskjálfta hófst við Flatey á Skjálfanda um kl. 16 á páskadag. Stærsti skjálftinn mæld- ist 2,5 stig og varð hann kl. 21.40. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræð- ingur segir smáskjálftahrinur til- tölulega algengar við Flatey. Jarðskjálftar við Flatey á Skjálfanda PÁSKAHELGIN var þolanleg í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík, sem stöðvaði 17 ökumenn vegna gruns um ölv- un við akstur frá 27. mars til 1. apríl. Á sama tímabili voru 60 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og tilkynnt um 10 minni- háttar líkamsárásir. Þá urðu 60 umferðaróhöpp, þar af 5 minni- háttar slys. Þá telur lögreglan að um 15 innbrot hafi verið til- kynnt í bíla, fyrirtæki og heim- ili. Lögreglan í Reykjavík Þolanleg páskahelgi MIKIL aðsókn var að skíðasvæð- unum í Bláfjöllum, Skálafelli og Hengilsvæðinu yfir bænadagana og er talið að rúmlega 13 þúsund manns hafi heimsótt skíðastaðina um páskana. Á skírdag var á fimmta þúsund manns í blíðskap- arveðri í Bláfjöllum og Skálafelli og á föstudaginn langa var litlu minni fjöldi á stöðunum. Skírdagur og föstudagurinn langi voru því að- alskíðadagarnir um páskana því heldur dró úr aðsókninni frá og með laugardegi til annars í páskum þar sem samanlagt voru um 5 þús- und manns á skíðastöðunum þessa þrjá daga. Ekki var unnt að hafa opið að fullu og var lokað í Bláfjöll- um í gær og lokað hálfan daginn í Skálafelli. Þá var ekki unnt að hafa opið nema hálfan daginn á laug- ardag á hvorum tveggja staðnum. Þau Theodóra Þorsteinsdóttir, Stefán Bjarki Ólafsson, Eydís María Ólafsdóttir og Ólafur Viggósson nutu blíðunnar í Blá- fjöllum á föstudag, enda fátt betra en heitur kakósopi og nestisbiti undir berum himni við slíkar að- stæður. Morgunblaðið/Sverrir Rúmlega 13 þúsund manns á skíðum Höfuðborgarsvæðið TRÚNAÐARLÆKNIR Flugmála- stjórnar, sem falið var að skoða mál Árna G. Sigurðssonar, flugstjóra hjá Flugleiðum, hefur skilað niðurstöðu sinni og hefur flugstjórinn andmæla- rétt til 15. apríl. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins kemst læknirinn að þeirri niðurstöðu að ekki sé unnt að gefa flugstjóranum heilbrigðisvott- orð. Jón Þór Sverrisson trúnaðarlæknir sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki geta tjáð sig um efni bréfs- ins sem hann skrifaði Árna G. Sig- urðssyni fyrir hönd heilbrigðisskorar Flugmálastjórnar. Aðeins að hann hefði sent bréfið og ekkert myndi ger- ast í málinu uns flugstjórinn og/eða lögmaður hans hefðu sent gögn og at- hugasemdir varðandi bréfið. Flug- stjóranum væri veittur frestur til 15. apríl til andsvara. Hjá Flugmálastjórn fengust þau svör að ekki yrði látið uppskátt um efni bréfs læknisins. Verði niðurstað- an sú að flugstjórinn fái ekki heil- brigðisáritun getur hann kært ákvörðun fluglæknisins til samgöngu- ráðuneytis. Ber ráðherra þá að skipa kærunefnd til að fjalla um málið. Í stuttu máli er forsagan sú að Árni kenndi sér meins í október 1998 og eftir rannsóknir var talið að öræð í heila hefði lokast en ekki marktækur eða varanlegur skaði orðið. Í fram- haldi af því voru ýmsir áhættuþættir meðhöndlaðir og í niðurstöðu áfrýj- unarnefndar, sem skipuð var eftir að trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar hafði synjað Árna um heilbrigðisvott- orð, segir að ný sjúkdómseinkenni hafi ekki komið fram og að líkur á nýju heilablóðfalli séu litlar. Árni fékk skírteini aftur um mitt síðasta ár til sex mánaða en flugmenn gangast undir læknisskoðun á sex mánaða fresti. Var Jóni Þór Sverrissyni falið mál Árna eftir að Þengli Oddssyni, trúnaðarlækni Flugmálastjórnar, var vikið frá tímabundið en hann tók aftur við starfi sínu í febrúar. Málið rætt hjá Félagi ísl. atvinnuflugmanna Jóhann Þ. Jóhannsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, tjáði Morgunblaðinu í gær að fulltrú- ar félagsins myndu hitta Atla Gísla- son, lögfræðing félagsins, sem jafn- framt er lögmaður Árna G. Sigurðssonar, og trúnaðarlækni fé- lagsins til að fara yfir málið, skoða greinargerð trúnaðarlæknis Flug- málastjórnar og meta stöðuna. Jó- hann telur að málið sé í raun komið á byrjunarreit miðað við þá forsendu að trúnaðarlæknirinn hafi ekki veitt Árna heilbrigðisvottorð. Segir hann að hafi ekki komið neitt nýtt fram frá því að áfrýjunarnefndin taldi Árna hæfan hljóti málið að fara að nýju fyr- ir áfrýjunarnefnd. Jakob Falur Garðarsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra, segir að mál Árna G. Sigurðssonar komi ekki til kasta ráðuneytisins nema Árni uni ekki úrskurði trúnaðarlæknis Flug- málastjórnar og kæri málið. Þá fyrst komi til þess að ráðherra skipi áfrýj- unarnefnd. Árna G. Sigurðssyni flugstjóra ekki veitt heilbrigðisvottorð Hefur andmælarétt til 15. apríl FISKISKIPIÐ Sandfell ÍS-82 sem sjósetja átti á páskadag, eftir að hafa verið í slipp í Hafnarfirði, fór á hliðina við sjósetninguna og liggur enn í fjörunni við Hafnarfjarð- arhöfn. Að sögn Daníels Sigurðs- sonar, eins stjórnenda Óseyjar, út- gerðafélags Sandfells, er óvíst hvenær það verður dregið út á sjó en hugað verður að því nú í vik- unni. Sjáanlegar skemmdir eru sáralitlar á skipinu og er það ekki talið liggja undir frekari skemmd- um þar sem það liggur í fjörunni. Nánar verður unnt að meta skemmdir á stjórnborðssíðu skips- ins þegar það hefur verið rétt af. Litlar skemmd- ir á Sandfelli Morgunblaðið/Sverrir ♦ ♦ ♦ UM 390 björgunarsveitarmenn tóku þátt í útköllum björgunar- sveita yfir bænadagana og páskana. Björgunarsveitir hafa notað sex snjóbíla, 40 vélsleða og 48 breytta björgunarjeppa í aðgerðum sínum, samkvæmt því sem greint er frá í frétta- tilkynningu Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Tæplega 400 við björgunar- störf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.