Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenni var í gær við fermingu og altarisgöngu í Grafarvogskirkju. KIRKJUSÓKN var víða góð um bænadaga og páska og margt í boði af kirkjulegum athöfnum, guðs- þjónustum og tónleikum. Má sem dæmi nefna að í 10 kirkjum Reykja- víkurprófastsdæmis vestra voru 66 athafnir þessa daga. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju og pró- fastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, segir að um þrjú þúsund manns hafi sótt athafnir Hallgríms- kirkju frá skírdegi og þar til í gær. Hann segir framboð á guðsþjón- ustuhaldi sífellt fara vaxandi, t.d. guðsþjónustur á skírdagskvöld, páskavökur að kvöldi laugardags fyrir páska og mikið sé um tónleika á vegum kóra kirknanna. Prófasturinn segir kirkjuhald hafa gengið vel, ívið færri hafi kannski sótt guðsþjónustur kl. 8 að morgni páskadags vegna veðurs en vel hafi verið sótt kl. 11 og kl. 14. Margt í boði í kirkjum um páska SVEIT Páls Valdimarssonar sigraði með yfirburðum á Íslandsmótinu í sveitakeppni í brids sem fram fór um bænadagana. Sveitin hlaut sam- tals 180 stig, vann 8 leiki af 9 og var 17 stigum hærri en sveit Subaru sem varð í öðru sæti og hlaut 163 stig. Í þriðja sæti varð svo sveit Ferða- skrifstofu Vesturlands með 157 stig. Í sigursveitinni spiluðu ásamt Páli bræðurnir Hermann og Ólafur Lár- ussynir, Rúnar Magnússon, Eiríkur Jónsson og Erlendur Jónsson. Sveit Páls leiddi mótið lengst af og var vel að sigrinum komin. Það var helst í lok 7. umferðar að einhver spenna myndaðist en þá tapaði sveitin eina leik sínum í mótinu en það var fyrir sveit Ferðaskrifstof- unnar sem endaði í 3. sætinu. Í átt- undu umferð náði sveitin sér svo á strik á ný og í síðustu umferðinni gerðu þeir út um mótið endanlega þegar þeir unnu fyrri hálfleikinn 66-0. Mótsstjóri var Stefanía Skarphéð- insdóttir en reiknimeistari og keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Ei- ríksson. Nánar verður sagt frá mótinu í bridsþætti síðar í vikunni. Kampakátir Íslandsmeistarar í sveitakeppni í brids 2002. Talið frá vinstri: Eiríkur Jónsson, Rúnar Magnússon, Erlendur Jónsson, Páll Valdimarsson og bræðurnir Ólafur og Hermann Lárussynir. Sveit Páls vann Morgunblaðið/Arnór Íslandsmótið í sveitakeppni í brids FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ upp úr dældinni sem hann ók ofan í. „Það var mjög erfitt að ganga upp, en við erum harðir naglar,“ sagði Leif. Að sögn læknis sem annaðist sjúklinginn, vann hann talsvert þrekvirki með því að ganga frá slys- staðnum í þyrluna. Leif sagði að- spurður að gangan hefði þó ekki ver- ið löng að þyrlunni. Í ljós kom að lungað í Leif hafði ÖKUMAÐUR vélsleða sem slasaðist talsvert er hann ók fram af snjó- hengju sunnan Kerlingarfjalla á föstudaginn langa er kominn heim af sjúkrahúsi, en hann hlaut brjóst- holsáverka í slysinu og missti með- vitund í fallinu. Ökumaðurinn, Leif Østerby, var ásamt félaga sínum, Sveini G. Sveinssyni, á leið frá Klakki undir Kerlingarfjöllum að Sandafelli við Sultartanga þegar slysið varð. „Þeg- ar við vorum komnir framhjá Grænavatni fór veðrið að versna og skyndilega var komin hríð,“ sagði Leif við Morgunblaðið í gær og sagði að í kjölfarið hefði hann ekið fram af hengjunni. Talið er að fallið hafi ver- ið um 10 metrar og rotaðist Leif í lendingunni. „Ég raknaði úr rotinu nokkrum mínútum síðar og kom þá ferðafélagi minn ofan í til mín og bjó til stól í snjóbrekkunni þar sem ég gat setið á meðan hann tilkynnti Neyðarlínunni um slysið.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar kom skömmu síðar og aðstoðuðu áhafn- armeðlimir hennar Leif við að ganga fallið saman til hálfs og hlaut hann ennfremur rifbeinsbrot og högg víða um líkamann. Hann vildi koma á framfæri kærum þökkum til ferða- félaga síns, Sveins bónda á Hrafn- kelsstöðum, sem og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, Björgunar- sveitarinnar Eyvindar á Flúðum og starfsfólks Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Ók fram af hárri hengju á vélsleða Hrapaði 10 metra og rotaðist í lendingunni TUGIR fjölskyldna hafa leitað á náð- ir Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur fyrir og um páskana. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður nefndarinnar, segir foreldra leita til nefndarinnar bæði til að fá aðstoð við að framfleyta sér og börnum sínum og til að fá að- stoð til að halda fermingar. Segir hún mun meiri ásókn hafa verið eftir hjálp Mæðrastyrksnefndar allt frá síðasta hausti en verið hefur undan- farin ár. „Skýringin er bæði aukið atvinnu- leysi og líka að það virðist vera minna feimnismál en áður að leita eftir að- stoð okkar, bíða jafnvel hjá okkur í einn, tvo tíma eftir brauði og mjólk- urvörum,“ segir Ásgerður í samtali við Morgunblaðið. Hún segir aðstoð- ina einkum vera í formi matarmiða, úttekta í matvöruverslunum annars vegar og hins vegar hefur nefndin fengið mjólkurvörur og brauð frá Mjólkursamsölunni, Myllunni, Ömmubakstri og Nýbrauði. „Þetta er ómetanlegur stuðningur því þessar matargjafir hafa gert nefndinni kleift að starfa jafnötullega og raun ber vitni því án þeirra gætum við ekkert.“ Einnig segir hún Sjóvá-Almennar og Ingvar Helgason hafa veitt nefndinni drjúga hjálp. Þá er nokkuð um að fólk sé aðstoðað við að leysa út lyf og er það gert í samráði við lyfjabúðir. Ásgerður segir allmargar fjöl- skyldur hafa verið aðstoðaðar vegna ferminga. Er þá veitt bæði bein fjár- hagsaðstoð eða matarmiðar en sú að- stoð er ekki veitt nema að prestar skrifi með skjólstæðingum og stað- festi fjárhagserfiðleika viðkomandi. Mæðrastyrksnefnd fékk nýverið tveggja milljóna króna framlag frá Velferðarsjóði barna. Verður það notað til að kosta sumarbúðadvöl 97 barna hjá KFUM og KFUK næsta sumar og geta skjólstæðingar leitað til nefndarinnar milli kl. 13 og 17 í dag til að sækja um slíkan styrk því enn eru nokkur pláss laus. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Minna feimnis- mál nú að leita sér aðstoðar KÍSILFLUTNINGABÍLL frá fyr- irtækinu Sniðli hf. í Mývatnssveit lenti vandræðum vegna hálku á Húsavík á laugardagsmorgun. Bíll- inn var að koma upp Naustagilið, götu sem liggur neðan úr fjöru og upp á Garðarsbraut. Bíllinn komst ekki alla leið vegna hálku og þegar bílstjórinn reyndi að bakka niður aft- ur varð ekki við neitt ráðið og tengi- vagninn fór þversum og bíllinn á hann. Fengið var öflugt tæki frá bænum til að draga bíl og vagn og tókst það ágætlega að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vagninn fór þversum í brekkunni og afturhorn bílsins lenti á vagninum. Kísilflutningabíll í vand- ræðum vegna hálku Húsavík. Morgunblaðið. LÖGREGLAN í Borgarnesi og lögreglan á Akranesi hafa í sam- vinnu upplýst á annan tug innbrota sem framin hafa verið í sumarbú- staði í Borgarfirði að undanförnu. á föstudaginn langa voru fimm piltar handteknir á Akranesi og færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Borgarnesi. Á laugardagsmorgun viðurkenndu tveir þeirra að hafa brotist inn í sumarbústaðina og stolið úr þeim sjónvarps- og mynd- bandstækjum og öðrum varningi. Þá viðurkenndu þeir að hafa selt hluta af þýfinu og að hafa hent nokkru af því í sjóinn út af bryggj- unni á Akranesi en þar var um að ræða gömul tæki sem þeir gátu ekki komið í verð. Flestir bústað- anna eru í Svarfhólsskógi. Innbrot í bústaði í Borgarfirði upplýst Borgarnesi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.