Morgunblaðið - 02.04.2002, Page 8

Morgunblaðið - 02.04.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ • Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum verðbréfum sem þýðir í raun litla breytingu fyrir þig frá sparnaði í spariskírteinum. • Þú ávaxtar fjármuni þína með hliðstæðum hætti, bara á einfaldari hátt. • Inneign ávallt laus til útborgunar. • Ávöxtun síðustu 12 mánuði 12,88% • Öryggið í fyrirrúmi. Hafðu samband við þjónustufulltrúa á næsta afgreiðslustað eða í síma 550 1400 og haltu áfram að spara. Eignaskipting Áskriftarsjóðsins Afhverju Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa? Sérstök skiptikjör: enginn gengismunur til 29. apríl til eigenda Spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga 1. apríl 2002 Óverðtryggðar eignir 27% Verðtryggðar eignir 73% Spariskírteini ríkissjóðs Öryggið í fyrirrúmi www.spron.is Námskeið um jarðfræði Reykjaness Viljum sýna fólki náttúruna Endurmenntun Há-skóla Íslandsgengst fyrir marg- víslegum uppákomum, m.a. námskeiðahaldi. Gjarnan er um námskeiða- raðir að ræða og ein slík röð hefur yfirskriftina „Ís- land fyrir íslenska ferða- menn“. Eitt námskeiðið í umræddri röð er námskeið með yfirskriftina „Jarð- fræði Reykjaness“, en um- sjónarmenn þess eru jarð- fræðingarnir Helgi Torfason og Hreggviður Nordahl. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Helga. – Segðu okkur fyrst að- eins um efni námskeiðsins og uppbyggingu þess... „Þetta verða tvær fram- sögur fimmtudagskvöldin 4. og 11. apríl þar sem farið verður yfir jarðfræði Íslands og síðan nánar í gegnum jarðfræði þessa svæðis, Reykjanessins. Laugardagana 6. og 13. apríl og sunnudaginn 14. apríl, verða síðan dagsferðir á Reykjanes þar sem við förum á vettvang og skoðum og skilgrein- um það sem fyrir augu ber. Hug- myndin er sú að sem minnst fari fram innan veggja kennslustofu, þátttakendur séu sem mest úti í náttúrunni að skoða viðfangsefnið með eigin augum. Einnig að ró svífi yfir vötnunum, menn gefi sér tíma og flýti sér ekki. Það hefur einmitt verið aðal þessara nám- skeiða.“ – Er námskeiðið ætlað ein- hverjum öðrum fremur? „Nei alls ekki, námskeiðið er ætlað almenningi, öllum sem áhuga hafa á því að kynnast betur landi sínu. Við höfum verið með námskeið af þessu tagi áður og þau hafa verið vel sótt. Þverskurð- urinn af því fólki sem við höfum séð hefur verið skemmtilegur. Þarna hefur ægt saman körlum og konum á öllum aldri, lögfræðing- um, prestum, læknum, pitsuaf- greiðslufólki, hjúkrunarkonum og húsmæðrum svo eitthvað sé nefnt. Það yngsta sem við höfum fengið voru tvær 14–15 ára stelpur úr Hagaskólanum sem tóku sig til og fóru með okkur. Síðan er þetta fólk allt upp í eftirlaunaaldur.“ – Það er stundum grínast með að sérfræðingar eigi erfitt með að tala um fög sín á mannamáli, hvernig hefur ykkur tekist til? „Já, þetta hefur maður heyrt, en þetta er ekki vandamál. Við Hreggviður kunnum mannamál. Þessi námskeið eru sannarlega á mannamáli.“ – Hvernig eru námskeið þessi tilkomin? „Þetta er hugmynd sem ég fékk og á rætur að rekja til verkefnis sem ég tók þátt í á vegum Orku- stofnunar og fleiri aðila. Verið var að vinna kortaseríur, m.a. af berg- grunni, lausum jarðlögum og grunnvatni á höfuðborgarsvæð- inu. Það er svæðið Esja-Straums- vík-Bláfjöll. Gerð voru 1 á móti 25 þúsund kort af þessum þáttum svæðisins. Það eru um fimm ár síðan hug- myndin kom upp, ég fékk Hreggvið í lið með mér og við skipulögðum námskeið upp úr þekkingu okkar á svæðinu. Áður hafa verið námskeið um Reykja- nes, Reykjavík og nánasta ná- grenni og Hengilsvæðið.“ – Þið eruð að þessu mjög snemma árs, er ekki tekin veður- farsleg áhætta? „Þessi tími er valinn einfaldlega vegna þess að þetta á ekki skarast við annað sem við höfum fyrir stafni. Við reyndum einu sinni að hafa svona námskeið í október, en vorum óheppnir með veður. Síðan höfum við verið í apríl og það hef- ur komið vel út. Aprílmánuður hefur verið mjög hagstæður síð- ustu árin.“ – Hvert verður farið? „Þetta eru þrjár dagsferðir eins og ég gat um áðan. Fyrst förum við út á Reykjanestá og skoðum okkur um á þeim slóðum. Því næst förum við á Svartsengi og ná- grenni Grindavíkur og loks förum við í Krísuvík, Selvog og um Ög- mundarhraun, sem er eitt af yngstu hraununum á þessum slóð- um. Þarna gefst þátttakendum færi á að sjá náttúrufyrirbæri sem sýna mótun Reykjanesskagans síðustu 5–600 þúsund árin. Sprungusveimar, brot og jarð- skjálftar, rek hafsbotnsins, berg- tegundir og breytileg ásýnd eftir umhverfi o.m.fl.“ – Stendur til að útvíkka þetta eitthvað? „Við höfum hugsað nokkuð um það félagarnir, m.a. langar okkur til að efna til svipaðra námskeiða um jarðfræði Snæfellsness. Við höfum þó farið okkur hægt í því, það er lengri ferð, útheimtir gist- ingu og er þar með orðinn miklu dýrari pakki. Við kannski vitum ekki nógu vel hvort næg þátttaka fengist ef verðið hækkaði. Nám- skeiðið um Reykjanesið kostar 14.800. Við höfum líka augastað á Dölunum, þar er margt skemmti- legt og merkilegt og gaman væri að skipu- leggja námskeið af þessu tagi á þeim slóðum. Á það hefur verið bent að það mætti fara á þessar slóðir og á Snæfellsnes á einum degi, til að halda kostnaði niðri, en það yrði nokkuð á skjön við þá áherslu sem við leggjum á að menn gefi sér góðan tíma, að ró svífi yfir vötnunum. Við viljum sýna fólki náttúruna, þetta er gert á lifandi hátt úti í náttúrunni. Það er það sem gefur þessu gildi.“ Helgi Torfason  Helgi Torfason er fæddur í Reykjavík 1949. Lauk BS-prófi í jarðfræði við Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi við Háskól- ann í Liverpool 1979. Hann starf- aði hjá Orkustofnun 1979–1985, síðan suður í Kenýa á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 1985–87. Árin 1987 til 2001 var hann svo aftur innanbúðarmaður á Orkustofnun, en síðan 2001 hefur hann verið sviðsstjóri jarð- fræðisviðs Náttúrufræðistofn- unar Íslands. Eiginkona Helga er Ella B. Bjarnarson sjúkraþjálfari og eiga þau eina dóttur, Sunnu Birnu. Sýna mótun Reykjanes- skagans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.