Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 10
ERLENT 10 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HARMUR er kveðinn að Bretum eftir andlát Elísabetar drottingar- móður á laugardag. Með henni er genginn vinsælasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Elísabet, móðir Elísabetar núver- andi drottningar og ekkja Georgs VI, var þekktasti fulltrúi gamla kon- ungsdæmisins. Í Bretlandi líta menn því svo á, að tímamót hafi orðið nú þegar hún er gengin á fund feðra sinna 101 árs gömul. Jafnframt er spurt hver áhrif brotthvarf hennar muni hafa á stöðu konungsfjölskyld- unnar í Bretlandi. Þegar virðing fyrir konungsfjöl- skyldunni og þá sérstaklega yngri meðlimum hennar tók að dvína ört á síðasta áratug liðinnar aldar jókst aðdáun almennings á þessari öldr- uðu konu, sem jafnan var með bros á vör og bar skrautlega hatta, sem ýmsum þóttu til marks um frjóan huga. Og þegar dóttir hennar, sem einn- ig nýtur virðingar og þykir sinna embætti sínu af mikilli samvisku- semi, var gagnrýnd fyrir að greiða ekki skatta lét enginn styggðaryrði falla um móður hennar. „Á ýmsan hátt hefur drottningarmóðurinni gengið best allra meðlima konungs- fjölskyldunnar. Henni hefur, tel ég, tekist sérstaklega vel að sameina hlutverk sitt í lýðræðisríki og hlut- verk sitt innan þessarar stofnunar sem konungsfjölskyldan er og sífellt leitast við að viðhalda sjálfri sér og hefðum sér tengdum,“ sagði bar- ónessa Williams, fyrrum þingkona, í maímánuði 1993. Ákveðin og hörð af sér Kynslóðin sem lifði seinni heims- styrjöldina í Bretlandi leit á Elísa- betu drottningarmóður sem fulltrúa þeirrar ákveðni er sameinaði þjóðina og gerði henni kleift að sigra orr- ustuna um Bretland. Þessi sama ákveðni átti eftir að einkenna allt hennar líf. Til marks um það má nefna þá ákvörðun hennar að gang- ast undir mjaðmarskurðaðgerð 95 ára gömul. Þegar dvölinni á sjúkra- húsinu lauk gekk hún sjálf niður tröppurnar og afþakkaði alla hjálp. Hið sama gerðist þegar yngri dóttir hennar, Margrét, lést nú í febr- úarmánuði. Þótt mjög væri þá dregið af drottningarmóðurinni tók hún ekki annað í mál en að fara í útförina. „Hún sinnti ávallt fullkomnlega helsta hlutverki kóngafólks; því að láta aðra kikna í hnjánum af spenn- ingi yfir því að vera í nærveru þess,“ sagði sagnfræðingurinn Benjamin Pimlott. „Hún bjó yfir þeim einstaka eiginleika að geta látið hvern þann sem hún var að tala við finnast að einmitt hann væri sá maður sem hún vildi helst ræða við,“ bætti hann við. Elísabet drottningarmóðir þótti jafnan búa yfir skopskyni sem al- mennt hefur ekki þótt helsta per- sónueinkenni ættmenna hennar. Hún var sögð hafa unun af því að spjalla við alls kyns fólk. Hún var annáluð fyrir áhuga sinn á hestaveð- reiðum og Bretar kunnu vel að meta að henni þætti ekki verra að fá sér einn kokteil eða tvo. Stoð og stytta konungsins Ýmsir telja að án hjálpar hennar hefði eiginmaður hennar, Albert, aldrei ráðið við þá miklu ábyrgð sem hann stóð frammi fyrir þegar eldri bróðir hans hafnaði konungdómi árið 1936 til að geta kvænst fráskildri konu. Albert varð Georg VI og þessi feimni og óöruggi maður varð sam- einingartákn þjóðar sinnar sem var á leið inni í heimsstyrjöld. Georg VI kvaddi þennan heim árið 1952 og kom það því í hlut hennar að standa þétt við bakið á Elísabetu dóttur sinni sem varð drottning að- eins 25 ára gömul. Drottningarmóð- irin tók að ferðast mjög mikið og kom næstum jafnoft opinberlega fram og dóttir hennar drottningin. Þessu hélt hún áfram fram á tíræð- isaldur. Hún þótti jafnan létt í skapi og alþýðleg. Fræg er sú saga þegar lítill drengur spurði hana hvort hún væri í alvörunni mamma drottning- arinnar. „Já, er það ekki spenn- andi?“ svaraði hún að bragði. Eftir því sem árin liðu og barna- börnum fjölgaði varð hún smám saman eins konar amma bresku þjóðarinnar. Hattarnir skrautlegu og þrefalda perlufestin runnu saman við þessa ímynd sem styrktist með hverju árinu þegar börn komu sam- an við heimili drottningarmóðurinn- ar til að færa henni blómvendi á af- mælisdaginn. Hugrekki á stríðstímum En myndin sem hinir eldri geyma í huga sér af drottningarmóðurinni er vafalaust af henni við hlið eigin- manns síns í rústum East End í Lundúnum þegar hverfið varð á nóttu hverri fyrir loftárásum Þjóð- verja í síðari heimsstyrjöldinni. Hún neitaði að verða við þeirri hvatningu Winstons Churchills forsætisráð- herra að fjölskyldunni bæri öryggis síns vegna að flytjast til Kanada. „Börnin gætu ekki farið án mín og ég gæti ekki skilið konunginn eftir ein- an og hann myndi aldrei fara,“ sagði hún. Hún æfði sig að skjóta af riffli í Buckingham-höll. Þegar sprengjur hæfðu loks höllina sagði hún. „Ég er ánægð með að við skulum hafa orðið fyrir sprengjuárás. Mér finnst að nú geti ég horft framan í fólkið í East End.“ Var reið Wallis Simpson Fullu nafni hét hún Elísabet Ang- ela Marguerite Bowes Lyon og var níunda af tíu börnum 14. jarlsins af Strathmore og Kinghorne. Hún var fædd 4. ágúst 1900 inn í mjög sam- heldna fjölskyldu. Hún hlaut mennt- un á heimilinu eins og þá var siður þegar efnaðar fjölskyldur höfðu kennara í þjónustu sinni. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk var hún 18 ára og vonbiðlana skorti ekki. Einn þeirra var Albert prins – kallaður Bertie – hertoginn af York, næstelsti sonur Georgs V og Maríu drottning- ar. Þau gengu í hjónaband í West- minster Abbey 26. apríl 1923. Albert hræddist föður sinni og var óöruggur mjög í allri framgöngu. Hann stamaði og náði litlu tilfinn- ingasambandi við móður sína. Elísa- bet hjálpaði honum að sigrast á þess- um höftum og það átti eftir að koma sér vel. Faðir hans dó 20. janúar 1936. Bróðir hans tók við og varð Játvarð- ur VIII. Tæpu ári síðar sagði hann af sér konungdómi til að geta kvænst hinni fráskildu Wallis Simpson. Al- bert tók við konungdæminu 11. des- ember 1936 en Játvarður VIII kvæntist Wallis Simspon og varð hertoginn af Windsor. Ævisögurit- arar eru sammála um að Elísabet drottning hafi aldrei fyrirgefið Wall- is Simpson að hafa „troðið sér inn í“ líf Játvarðar og segja að hún hafi kennt henni um að eiginmaður henn- ar, konungurinn, lést ungur. Hann hefði ekki þolað álagið sem fylgdi því að vera konungur. Ævisögurnar urðu nokkrar en einna mesta athygli vakti sú sem Penelope Mortimer skrifaði og út kom árið 1986. Þar kom m.a. fram að drottningarmóð- irin sæktist eftir því að vera mið- punktur allrar athygli, að hún væri langrækin mjög jafnvel í garð ann- arra meðlima fjölskyldunnar og að hún ætti það til að daðra við karl- menn. Útför Elísabetar drottningarmóð- ur verður í Westminster Abbey eftir rétta viku, þriðjudaginn 9. apríl. „Amma þjóðar- innar“ syrgð í Bretlandi Reuters Elísabet drottning ásamt eiginmanni sínum Georg VI í rústum húsa sem urðu fyrir loftárásum í Lundúnum á stríðsárunum. Reuters Elísabet drottningarmóðir fagnar hundraðasta afmælisdegi sínum, sem haldinn var hátíðlegur í Lundúnum 19. júlí 2000. Með andláti Elísabetar drottningarmóður hvarf vinsæl- asti meðlimur konungsfjölskyldunnar af sjónarsviðinu ’ Mér finnst að núgeti ég horft framan í fólkið í East End ‘ ÞEIR Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hétu því á sunnudag að áfram yrði barist allt þar til yfir lyki. Ísraelar hófu nýja sókn inn á svæði Palestínumanna er hermenn voru sendir til borg- arinnar Kalkilya og Palestínumenn héldu áfram sjálfsmorðsárásum sem kostuðu 16 manns lífið og særðu tugi óbreyttra borgara. Sharon sagði í sjónvarpsávarpi á sunnudag að Yasser Arafat væri „óvinur alls hins frjálsa heims“ og hét því að hann yrði „upprættur“ ásamt öllu því hryðjuverkaneti sem hann stjórnaði. Sagði hann Ísraela eiga í „stríði“ sem snerist um sjálfa tilveru þjóðarinnar og „engar málamiðlanir“ væru hugsanlegar við slíkar aðstæður. Á sunnudag tókst nokkrum erlendum friðar- sinnum að komast framhjá ísr- aelskum hermönnum sem sitja um Arafat og menn hans þar sem þeir halda til í einu herbergi í höfuð- stöðvum hans í borginni Ramallah. Arafat lýsti yfir því er hann fagnaði hinum óvæntu erlendu gestum sín- um að hann myndi aldrei gefast upp. „Sigurinn verður brátt okkar, sá er Guðs vilji,“ sagði hann. Saeb Erakat, helsti samninga- maður Palestínumanna, lýsti yfir því að ræða Sharons sýndi og sann- aði að hann væri „helsti óvinur frið- arins“. Sharon hefði einsett sér að uppræta sjálfsstjórn Palestínu- manna og myrða Yasser Arafat. 16 myrtir í Haifa Fyrr um daginn hafði maður sprengt sjálfan sig í loft upp á veit- ingastað í hafnarborginni Haifa í Ísrael. Þar féllu 16 óbreyttir borg- arar og um 30 særðust. Sprengjan sem maðurinn bar innan klæða var svo öflug að þakið rifnaði af bygg- ingunni. Hinn vopnaði armur Ham- as-hreyfingarinnar lýsti yfir ábyrgð á verknaðinum. Nokkrum klukkustundum síðar lét annar sprengjumaður til sín taka í gyð- ingabyggð nærri Betlehem. Sjö særðust en tilræðismaðurinn, sem var 17 ára, týndi lífi. Al-Aqsa- hreyfingin, sem tengist Fatah- hreyfinu Arafats, lýsti yfir ábyrgð á því tilræði. Sharon lýsir Arafat óvin „hins frjálsa heims“ Ramallah. The Los Angeles Times. Reuters Veitingastaðurinn í Haifa eftir sjálfsmorðsárásina á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.