Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 12
ERLENT 12 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEX manns hið minnsta týndu lífi í borginni Santa Cruz de Tenerife á Kanaríeyjum í miklu óveðri sem þar gekk yfir á sunnudag. Úrhellið var slíkt að samkvæmt mælingum féllu 224 lítrar af vatni á hvern fermetra á fjórum klukku- stundum í Santa Cruz de Tenerife, höfuðstað Kanaríeyja. Rafmagns- og símasambands- laust var í borginni, sem er á eyj- unni Tenerife, í gærmorgun. Talið er að 150 þúsund símalínur séu óvirkar. Unnið var að viðgerð á símalínum og rafmagni í gær. „Borgin er í raun í myrkri,“ sagði Pilar Merino Tromboso, fulltrúi inn- anríkisráðherra í Santa Cruz de Tenerife. Hann sagði að íbúar hefðu mestar áhyggjur af því að bygg- ingar myndu hrynja. Íslendingar ekki í hættu Vitað er um sex manns sem hafa farist og 100 hafa slasast í veðrinu, sem olli flóðum og aurskriðum. Samkvæmt fréttum spænskra vef- miðla í gær voru allir þeir sem fór- ust Spánverjar. Eyjarnar, sem eru undan norð- vesturströnd Afríku, eru vinsælar meðal ferðamanna. Á eyjunni Gran Canaria, sem einnig tilheyrir Kan- arí-eyjum, eru nú staddir nokkur hundruð Íslendingar en ekki er vit- að til þess að íslenskir ferðamenn séu á Tenerife. Íslenskar ferðaskrif- stofur eru ekki með skipulagðar ferðir þangað og ekki er vitað til þess að þar búi Íslendingar. Að sögn Auðar Gnár Ingvarsdóttur, fararstjóra hjá Heimsferðum, var sól og blíða á Gran Canaria í gær og þar höfðu menn ekki orðið varir við hamfarirnar á nágrannaeyjunni. AP Íbúi í Santa Cruz de Tenerife, höfuðstað Kanaríeyja, kannar í gær afleiðingar óveðursins. Sex farast á Kanaríeyjum Santa Cruz de Tenerife. Associated Press. GORAN Svilanovic, utanríkisráð- herra Júgóslavíu, lýsti yfir því síð- degis í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið „að starfa af fullum heil- indum“ með alþjóðlega stríðsglæpa- dómstólnum í Haag. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu höfðu stjórnvöld í Júgóslavíu í gær enn ekki framselt neinn þeirra manna sem Banda- ríkjamenn höfðu krafist að leiddir yrðu fyrir alþjóðlega stríðsglæpa- dómstólinn í Haag. Þar með rann út sá frestur sem Bandaríkjaþing hafði gefið stjórnvöldum í Júgóslavíu sem nú eiga yfir höfði sér refsiaðgerðir á efnahagssviðinu. Fresturinn rann út klukkan fimm að íslenskum tíma aðfaranótt mánu- dags og munu stjórnvöld í Júgóslav- íu strax verða af 40 milljónum dala í formi efnahagsaðstoðar. Ríkisstjórn Serbíu gaf á sunnu- dag út handtökuskipun á hendur fjórum fyrrum aðstoðarmönnum Slobodans Milosevic, fyrrum Júgó- slavíuforseta. Handtökur fóru þó ekki fram og á listanum var ekki að finna nöfn þeirra Ratko Mladic, her- stjóra Bosníu-Serba, og Radovan Karadzic, forseta þeirra. Þeir eru taldir bera ábyrgð á mestu grimmd- arverkunum í Bosníustríðinu á ár- unum 1992-1995. Deilt á Kostunica Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sagði á sunnudag að Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, hefði ákveðið að grafa sem mest hann mætti undan stríðsglæpadómstóln- um í Haag. Hann hefði á undanliðn- um 18 mánuðum gert allt hvað hann gæti til að koma í veg fyrir sam- vinnu Júgóslava og réttarins. Djind- jic ítrekaði þá kröfu sína í gær að Kostunica forseti styddi framsals- kröfuna og sagði einangrun og efna- hagshrun ella bíða þjóðarinnar. Kostunica hefur lýst yfir því að dómstólinn í Haag sé hlutdrægur og að Serbar geti ekki vænst þar rétt- látrar málsmeðferðar. Hann var andvígur því að Milosevic yrði fram- seldur til Haag í júní í fyrra enda fór svo að það voru serbnesk stjórnvöld en ekki sambandsstjórnin sem ákváðu að forsetinn fyrrverandi skyldi leiddur fyrir rétt í Hollandi. Embættismenn dómstólsins telja að um 15 eftirlýstir stríðsglæpa- menn haldi til í Serbíu. Bosníu-Serbi handtekinn Friðargæsluliðar á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) handtóku í gær fyrrum foringja í her Bosníu-Serba en hann er eft- irlýstur vegna þátttöku í fjölda- morðinu í bænum Srebrenica árið 1995. Maðurinn sem heitir Momir Nikolic var handtekinn í bænum Bratunac í austurhluta Bosníu. Nikolic var næstráðandi Bratunac- herdeildarinnar sem sökuð er um að hafa framið fjöldamorðin í Srebre- nica, sem talin eru hin hroðalegustu í Evrópu frá lokum síðari heims- styrjaldar. Talið er að allt að 8.000 Bosníu-Múslímar hafi verið myrtir í bænum sem lýstur hafði verið sem „griðasvæði“ á vegum Sameinuðu þjóðanna. Júgóslavar lofa samvinnu Belgrad. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.