Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 14
LISTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Blikahjalli - Kóp. - Parhús - Mikið endurnýjað stór- glæsilegt tvílyft parhús m. innb. rúmg. bílskúr, samt. ca 230 fm. Fullbúin vönduð eign í sérflokki. Glæsilegur garður. Frá- bær staðsetning og út- sýni. Stutt í alla þjónustu. Áhv. húsbréf. Verð 28,9 millj. STAÐA kristinnar trúar gagn- vart ýmsum stofnunum hins op- inbera er öðru hverju til umræðu í íslensku samfélagi svo og siðferð- isgrundvöllur þess og sýnist sitt hverjum. Á síðustu misserum hef- ur spurningin um aðskilnað ríkis og kirkju verið mest áberandi en öðru hverju er rætt um hlutverk skólans sem vettvang trúfræðslu. Höfundur þessarar bókar hefur manna best þekkingu á efninu þar sem hann hefur verið virkur í kristilegu barna- og æskulýðs- starfi um áratuga skeið, kennari barna og háskólastúdenta, fræðslustjóri í kristn- um fræðum um langt árabil, auk þess að vera faðir og afi. Síð- ustu árin hefur hann starfað sem prestur í Reykjavík. Viðfangs- efnið hefur ávallt verið honum mjög hugleikið. Bókin Börn og trú fjallar um helstu grundvallarhug- tök er tengjast efninu eins og hvað uppeldi sé, mismunandi manns- skilning í vestrænni menningu og markmið uppeldis, eðli trúhneigð- arinnar og guðsmyndina. Einnig er fjallað um trúarlegan þroska, trú og siðgæði og trúarlega uppeld- ismótun. Leitað er svara hjá helstu áhrifamönnum innan sálarfræði og uppeldisfræði og niðurstöður born- ar saman við afstöðu guðfræðinn- ar. Lokakaflinn fjallar um trúarlega uppeldismótun í kristinni trú og þátt fjölskyldu, kirkju og skóla í því. Meðal annars er vitnað í trúarlífskönnun Péturs Pétursson- ar og Björns Björnssonar frá 1990, Trúarlíf Íslendinga, þar sem fram kemur að mörg börn eru alin upp í trú en að hlutur mæðra fari þverr- andi en þáttur aðila utan heimilis- ins hafi aukist hin síðustu ár. Einnig er vitnað í rannsókn Gunn- ars J. Gunnarssonar á trúarvið- horfi, trúariðkun og trúarskilningi 10, 12 og 14 ára barna þar sem fram kemur að stúlkur iðki trúna meira en drengir og þeirri spurn- ingu er velt upp hvort kirkjan og kristileg æskulýðsfélög komi nægi- lega til móts við þarfir drengja. Bent er á mikilvægi þess að kirkj- an veiti foreldrum aukinn stuðning við trúaruppeldi barna sinna enda hafa þeir gengist undir þá skuld- bindingu að ala þau upp í kristinni trú er þau báru börnin til skírnar. Þá er því haldið fram að þáttur til- finninga og upplifunar sé vanrækt- ur í barnastarfi kirkjunnar. Höf- undur spyr hvort þörf sé á barnaguðfræði í kikjunni. Um hlutverk skóla í trúarlegri uppeldismótun er bent er á að í að- alnámskrá grunnskólans eru þau rök færð fyrir ítarlegri kennslu í kristnum fræðum en öðrum trúar- brögðum að með því sé vestrænum menningararfi og menningarsögu miðlað til barnanna. Skólinn á einnig að stuðla að al- hliða persónuþroska en trúarlegur þroski hlýt- ur að vera þar á meðal. Vanþekking og skiln- ingsleysi á kristinni trú og helstu trúar- brögðum fæðir af sér fordóma. Undir lokin er fjallað um guðlaust uppeldi. Að mati höf- undar getur uppeldi aldei verið hlutlaust því að allt uppeldi er gildishlaðið og guð- laust uppeldi er í eðli sínu trúarlegt. Í guð- lausu uppeldi er oft boðuð trú á manninn og framfara- möguleika hans. Markmið flestra uppalenda er að skila af sér sjálf- stæðum einstaklingum sem eru umburðarlyndir gagnvart skoðun- um annarra jafnframt því að hafa sannfæringu sjálfir. Bókin Börn og trú er hugsuð sem kennslubók fyrir kennara- nema og nema í guðfræði og upp- eldisgreinum í framhalds- og há- skólum, en einnig fyrir foreldra og kennara, presta og æskulýðsleið- toga. Útgefendur bókarinnar segja að þetta sé fyrsta bókin á íslensku sem fjallar faglega um trúarupp- eldi barna þar sem guðfræðin er veigamikið sjónarhorn ásamt sjón- arhólum sálarfræði og uppeldis- fræði. Efnistök eru mjög skýr og öll helstu hugtök eru útskýrð. Textinn er vandaður, málið gott og hnökralaust og allur frágangur góður. Það er mikill fengur að þessari bók fyrir þá sem láta sig trúarlegt uppeldi barna varða og er mikilvæg lesning fyrir alla þá sem bera ábyrgð á barna- og ung- lingastarfi á vegum kirkju og kristilegra félaga. Lengi býr að fyrstu gerð BÆKUR Trúaruppeldi af sjónarhóli sálarfræði, uppeldisfræði og guðfræði. Eftir Sigurð Pálsson. 160 bls. Útgefandi: Skálholtsútgáfan 2001. BÖRN OG TRÚ Kjartan Jónsson Sigurður Pálsson MIÐASALA hefst í dag á viðburði Listahátíðar í Reykjavík sem stend- ur frá 11.–31. maí. Að sögn Þórunn- ar Sigurðardóttur, listræns stjórn- anda hátíðarinnar, hefur miðasala á Listahátíð aldrei hafist svona snemma en í ljósi mikils áhuga á há- tíðinni var ákveðið að hefja miðasöl- una, þótt enn sé rúmur mánuður þar til hátíðin hefst. „Almennt má segja um dagskrána að hún einkennist af mikilli fjöl- breytni og listamennirnir koma frá öllum heimshornum, allt frá Japan til Ísrael og í fyrsta sinn í sögu Listahátíðar koma hingað stórir hópir frá Argentínu, Rúmeníu og Kúbu. Allir hafa þessir listamenn vakið heimsathygli hver á sínu sviði,“ segir Þórunn. Hrafnagaldur og Salka Valka „Af innlendum vettvangi eru margir merkir viðburðir þeirra á meðal stórtónleikar Sigur Rósar, Hilmars Arnar Hilmarssonar, Stein- dórs Andersen og strengjasveitar og blandaðs kórs undir stjórn Árna Harðarsonar í Laugardalshöll föstu- daginn 24. maí. Þeir ráðast í sitt metnaðarfyllsta verkefni til þessa með því að flytja hið gleymda Eddu- kvæði, Hrafnagaldur Óðins. Þar bregður nútíminn nýju ljósi á fortíð- ina og forn minni öðlast nýtt líf.“ Íslenski dansflokkurinn frumsýn- ir Sölku Völku, nýjan ballett Auðar Bjarnadóttir við tónlist Hákons Leifssonar á Stóra sviði Borgarleik- hússins á opnunardag hátíðarinnar 11. maí. Á tónleikum Kammersveit- ar Reykjavíkur verður frumflutt nýtt verk eftir Jón Nordal undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Föstudaginn 31. maí verða merkir tónleikar í Háskólabíói. Þá verður frumflutt á Íslandi Brúðkaupið eftir Igor Stravinsky undir stjórn Mauri- zio Dini Ciacci. Þar koma fram söngvararnir Sonia Visentin, Garðar Thor Cortes, Marian De Liso og Bergþór Pálsson ásamt fjórum pí- anóleikurum, slagverksveit og kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þetta er samstarfs- verkefni við Ítölsku tónlistarhátíð- ina Musicágoo a Trento. Fiðlusnillingur og söngstjarna „Af erlendum tónlistarmönnum verður að nefna rússneska fiðlusnill- inginn Maxim Vengerov sem leikur í Háskólabíói 18. maí. Hann hefur lagt heiminn að fótum sér aðeins 28 ára gamall. Hann mun leika bæði á barokk og Stradivariusar fiðlu og efnisskráin nær frá Bach til 20. ald- ar. Sópransöngkonan June Ander- son er án efa ein glæsilegasta og þekktasta söngkona okkar tíma. Það er mikill fengur að því að fá hana hingað. Um hana hafa gagnrýnend- ur sagt að hún sé arftaki Callas og Sutherland og rödd hennar hefjist þar sem aðrar hætta. Tónleikar hennar verða í Háskólabíói 20. maí. Það má gera ráð fyrir að aðsókn verði mikil á báða þessu stórkost- legu listviðburði.“ Af öðrum atriðum sem Þórunn segir að mikill áhugi hafi komið fram nú þegar fyrir eru tónleikar rúmensku sígaunasveitarinnar Ta- raf De Haidouks á Broadway 29. maí. „Þetta er fjórtán manna sveit sem leikur óviðjafnanlega tónlist sem rakin er til tíma Tyrkjasold- ána.“ Þá eru margir óefað spenntir fyrir tónleikum kúbönsku sveitarinnar Vocal Sampling á Broadway 17. og 18. maí. Þeir flytja salsa og suður- ameríska tónlist og búa til öll hljóð- færi með röddum, höndum og fót- um. Argentínski danshópurinn El Escata verður á sviði Íslensku óp- erunnar 12., 13., 14. og 15. maí með sýninguna Cenizas de tango. Dans- höfundur er Roxanne Grinstein. „Þetta er argentínskur blóðheitur tangó eins og hann sést aðeins í Buenos Aires.“ Laugardaginn og sunnudaginn 25. og 26. maí verður skemmtileg og óvenjuleg sýning í Íslensku óper- unni fyrir alla fjöl- skylduna. Þar kemur fram spænski lista- maðurinn Pep Bou og fremur ótrúlegustu kúnstir með litskrúð- ugum sápukúlum. „Sýningar hans eru margverðlaunaðar víða um heim.“ Bandaríski kvart- ettinn Kronos heldur tónleika í Borgarleik- húsinu 28. maí. „Þetta er einn þekkt- asti og eftirsóttasti kvartett heims í dag og til marks um það er að yfir 450 verk hafa verið samin sérstaklega fyrir kvartettinn og diskar hans eru í efstu sætum vin- sældalista um allan heim.“ Ókeypis viðburðir um alla borg Myndlist verður einnig í öndvegi og má þar nefna viðamikla sýningu á íslenskri samtímalist sem Listasafn Reykjavíkur stendur að í Hafnar- húsinu. Á Kjarvalsstöðum verður opnuð American Odyssey, ljós- myndasýning Mary Ellen Mark sem er talin einn merkasti samtímaljós- myndari Bandaríkjanna. Fjölmargt annað, bæði innlent og erlent, myndlistarsýningar, dans, leiklist og fjöllistasýningar af ýms- um toga verða einnig á dagskrá og margt af því er hægt að upplifa án þess að greiða aðgangseyri. Þar má nefna ókeypis hádegistónleika á listasöfnum borgarinnar undir yfir- skriftinni Fyrir augu og eyru. Níu virkir dagar er samheiti níu örleik- verka sem flutt verða víðsvegar um borgina dagana 13.–24. maí. Þeim verður samtímis útvarpað beint á Rás 1. Loks er ótalinn einn stærsti viðburður Listahátíðar sem er frum- flutningur á Íslandi á óperunni Hol- lendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner. „Þetta er samstarfsverk- efni Listahátíðar við Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ís- lensku óperuna og undirbúningur hefur staðið frá því í haust.“ Sýn- ingar verða alls 5, dagana 11., 13., 20., 23. og 26. maí. Miðasalan fer fram í Bankastræti 2 og á heimasíðu Listahátíðar www. listahatid.is er að finna allar upplýs- ingar um miðasöluna og viðburði há- tíðarinnar. Forsala á Listahátíð Maxim Vengerov June Anderson VAFALAUST yrði Kjartan Ragn- arsson í þremur efstu sætum vin- sældalistans ef velja ætti vinsælasta höfund áhugaleikfélaganna þessi misserin. Undirritaður hefur undan- farna vetur séð minnst fjögur verka Kjartans í ýmsum uppfærslum og oftar en ekki sama verkið tvisvar eða oftar á sama méli. Ef leita á skýringa á þessu þarf ekki að kafa djúpt; leik- ritin eru skemmtileg, persónur skýr- ar og einfaldar, tónlistin auðlærð og grípandi og baksviðið ávallt kunnug- legt, íslenskur veruleiki – leikhús- veruleiki ef ekki vill betur – sem áhorfendur þurfa ekki stífar stelling- ar til að setja sig inn í. Saumastofan er frumraun Kjart- ans sem leikskálds sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi undir hans stjórn árið 1975. Þrátt fyrir að marka upphaf höfundarferils Kjart- ans er Saumastofan ágætlega samið verk, einfalt í sniðum og skýrt; gerist á saumastofu þar sem vinnur saman hópur kvenna með ólíkan bakgrunn og svo homminn Kalli, sem á áttunda áratugnum var vafalaust giska djarft að tefla fram á leiksviði á Íslandi með svo afgerandi hætti. Efni leikritsins er í sem stystu máli á þann veg að konurnar ákveða að slá upp veislu og fagna afmæli Siggu gömlu og þegar drykkurinn fer að svífa á þær losnar um málbeinið og þær segja hver ann- arri sögur sínar. Ekki fer hjá því að verkið dragi dám af kvennaárinu 1975 og vafalaust hefur það haft sitt að segja um efnisvalið og efnistökin. Segir það ýmislegt um þróun mála að efnið er á flestan hátt jafnbrýnt og fyrir aldarfjórðungi; mun minna hefur breyst en ætla mætti og þar með hefur verkið elst ágætlega – því miður liggur við að segja. Með þessari sýningu rís Leikfélag Vestmannaeyja úr nokkurra ára lægð og efnir til samstarfs við unga fólkið í Framhaldsskólanum með ágætum árangri. Munar þar greini- lega um að um taumana heldur þaul- vanur leikstjóri sem veit hvað þarf til að gera frambærilega leiksýningu. Sýningin er skipuð ungum leikend- um sem gerir aldursmun persón- anna heldur óljósari en ella hefði verið og erfiðast átti Valgerður Frið- riksdóttir í þeim efnum í hlutverki Siggu gömlu. Valgerði tókst þó með hófstilltum leik að miðla reynslu og aldri þessarar persónu með nokkuð sannfærandi hætti og gaf þar með sýningunni nauðsynlega dýpt. Al- mennt má finna að framsögn leik- hópsins sem á köflum var óþarflega óskýr og dauf og gerði að verkum að samtalskaflar fóru að nokkru leyti fyrir ofan garð og neðan. Frumsýn- ingarskrekkur átti þar eflaust sinn þátt og má fastlega gera ráð fyrir að þessi vankantur hafi sniðist af á sýn- ingum um páskana. Hið sama á við um sönginn sem mátti alveg við meiri krafti og skýrari textameðferð. Að öðru leyti var sýningin veru- lega vel fram sett, persónur kvennanna dregnar skýrum dráttum og skilningur leikenda á þeim komst greinilega til skila. Aukapersónur voru margar hverjar hreint kostu- legar og fóru þar fremstir bræður Siggu gömlu. Algjörlega sér á báti er svo túlkun Páls Magnúsar Guðjónssonar á Kalla sem naut sín greinilega full- komlega í hlutverkinu og fór með það af frábæru öryggi og hispurs- leysi. Kannski mætti finna að því að leikstíllinn var af eilítið öðrum toga en hinna persónanna en á móti kem- ur að persónan er af því tagi að njóta athyglinnar til fullnustu og hefur verið að leika hlutverk sitt alla ævi. Páll Magnús „átti“ áhorfendur á köflum og sýndi svo ekki varð um villst að þar er á ferðinni efnilegur leikari. Stílhrein og falleg umgjörð sýn- ingarinnar með smekklegu litavali í búningum og bakgrunni er verk leik- stjórans og átti sinn þátt í að gera þetta að ánægjulegri upplifun. Er nú að vona að Leikfélag Vestmannaeyja rísi upp að nýju og bæjarbúar leggi sitt af mörkum með því að fjölmenna í leikhúsið sitt. Fjörug Saumastofa LEIKLIST Leikfélag Vestmannaeyja og Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum Eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Fimmtudaginn 28. mars. SAUMASTOFAN TÍSKUHÚS Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.