Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 15 Victoria Antik Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-16. Flug & miði á einstaka listviðburði Ferðatímabil 9. maí - 10. júní Sölutímabil 2. apríl - 22. apríl Hafið samband í síma 570 30 30 fax: 570 3001 websales@flugfelag.is www.flugfelag.is Listahátíðarslaufur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 1 73 05 03 /2 00 2 CENIZAS DE TANGO Íslenska óperan 12. maí kl. 20:30 Frá Akureyri - Vestmannaeyjum - Ísafirði: Verð á mann 13.830 kr.* Frá Egilsstöðum og Höfn: Verð á mann 15.330 kr.* VOCAL SAMPLING kúbverskir tónleikar Broadway 17. og 18. maí kl. 21:00 Frá Akureyri - Vestmannaeyjum - Ísafirði: Verð á mann 14.230 kr.* Frá Egilsstöðum og Höfn: Verð á mann 15.730 kr.* MAXIM VENGEROV tónleikar í Háskólabíói 18. maí kl. 16:00 Frá Akureyri - Vestmannaeyjum - Ísafirði: Verð á mann 15.330 kr.* Frá Egilsstöðum og Höfn: Verð á mann 16.930 kr.* JUNE ANDERSON tónleikar í Háskólabíói 20. maí kl. 16:00 Frá Akureyri - Vestmannaeyjum - Ísafirði: Verð á mann 15.030 kr.* Frá Egilsstöðum og Höfn: Verð á mann 16.530 kr.* SIGUR RÓS Laugardalshöll 24. maí kl. 21:00 Frá Akureyri - Vestmannaeyjum - Ísafirði: Verð á mann 15.730 kr.* Frá Egilsstöðum og Höfn: Verð á mann 17.230 kr.* Miðasala á tónleika Sigur Rósar hefst 9. apríl * Innifalið í verði: flug fram og til baka, miði á listviðburð, flugvallarskattar og tryggingargjald. LJÓÐ eru stundum stefnuskrá hjartans. Þau eru myndir af innra ástandi, tilfinningalegri gerjun og ólgu. Vissulega er eitthvað róman- tískt við slíka sýn því rómantík var ekki bara upp- hafning sveitalífs- sælu og fornaldar eða íhaldssöm ímynd frosinnar og loftkenndrar fegurðar. Hún hefur ekki síður í sér fólgnar ástríður og kenndir en umfram allt löngun og þrá. Sumum kann að þykja öll rómantík lífsflótti en hún er allt eins flótti til lífsins úr stein- grárri þögn borgar eða hreinlega frá grámósku kenninga og fræða. Páll Biering endurvekur dálítið af þess háttar rómantík, sem á rætur að rekja til ’68-kynslóðarinnar, í fyrstu ljóðabók sinni, Tímabundin orð. Í kvæði sem hann nefnir Þunguð höfuð og er hlaðið hippaheimspeki, segist hann hafa fylkt liði með þeim sem droppa út, stilla sig inn, tendra í taka í andartakið og reisa sig upp, láta lausan hávaðann og fjörið, fanga þögnina, afklæða skýin. Þótt draumar þessarar kynslóðar hafi verið kæfðir og andstæðingarnir snúi fjörinu gegn henni, – þeir ,,hrekja okkur / inn í litlaus herbergin / inn í afskekkt hugskotin“, – þá er hin rómantíska þrá, leitin að hinu óhöndl- anlega, augnablikinu, enn fyrir hendi í ljóðum Páls. Í anda dægurlags yrkir hann: Taktu ekki mið af staðfestu melsins. Leitaðu heldur átta í kvikum augum. Taktu hendur úr hráköldum sverðinum. Taktu á því sem gott er á að taka. Taktu á mér sem sífellt skipti um andlit síðan biðlundin hvarf fyrir flöktandi þrá. Kvæði Páls eru öðrum þræðinum litlar ástarsprengjur með munúðar- fullar grunkveikjur. Þannig eru Árs- tíðarljóð hans í raun ástarsaga árstíð- anna og hann skrifar falleg og ástleitin ljóð án þess að yrkja ofljóst, þar sem langdregið bros ,,sýgur merkingu úr ósögðum orðum“ og hlutirnir og ytri ásýnd fyrirbrigðanna eru látin vitna um lífið innra, ástina og munúðina eins og í kvæðinu Kvöld í Reykjavík. Dagurinn grynnist. Drynjandi var honum ausið yfir hamar og sög, síma og borð, bók um afrek og sorg. Dagurinn grynnist. Sér til botns hvar þú hiklaust leysir hár þitt. Þessi fyrsta ljóðabók Páls Bierings ber vitni um svo ótalmargt gott, kannski ekki síst skáldlega æð. Hún er hressandi andblær frá tíð sem ég hélt að væri liðin en lifir sennilega víða góðu lífi því tíminn hefur margar ásjónur. Droppa út, stilla sig inn, tendra í BÆKUR Ljóð Eftir Pál Biering. Andblær. 2001 – 44 bls. TÍMABUNDIN ORÐ Skafti Þ. Halldórsson Páll Biering

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.