Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 2
. , f - spurði söngvarinn ivan Rebroll sem kom lil landsins i gær Kristófer Einarsson, stýrimaöur: Þessi stööuga hækkun á bensin- veröinu er náttúrulega mikill apaleikur og af honum er komiö meira en góöu hófi gegnir. Vilborg Guömundsdóttir, hús- móöir: - DÝRTtÐIN! ólafur ólafsson, verkamaöur: — Pólitikin. — Viltu nefna einhverja aöra dellu? — Nei, þetta er alveg meira en nóg. Steinþór Hilmarsson, iögreglu- þjónn: Þær eru nú svo margar. — Er þjóöfélagiö ekki ein allsherjar della? Arnþór Halldórsson, nemi: Mesta dellan? Hún er sú vitleysn, aö allir þarfnist þaks yfir höfuöiö. „Mig langar mikiö til aö smakka fslenskan hákari — meö Svarta- dauöa!" Það er talsvert upp- lifelsi að sitja blaða- mannafund með söng- varanum Ivan Rebroff. Rebroff sem kom til landsins um f jögurleyt- ið i gær, er augljóslega þaulvanur „show- maður” og komu fréttamenn ekki að tómum kofanum hjá honum, hvað sem bar á góma. Rebroff er mað- ur stór og mikill, dulitið grófgerður en skin af honum vinsemdin og alúðin. Þaö er lika augljóst aö tslend- ■ ingar kunna vel aö meta Re- broff. Samkvæmt upplýsingum Garöars Cortes, sem séö hefur um komu Rebroffs hingaö, seld- ist upp á þrenna tónleika sem áformaöir voru i Reykjavik, á aöeins þremurklukkutimum, og á aukatónleika sem ákveönir voru, á einum klukkutima. Fyrstu tónleika slna heldur Re- broff i Reykjavik á miövikudag- inn, siöan fer hann til Stykkis- hólms.daginn eftir, siöan koma tveir tónleikar i Reykjavik, næst fer hann svo til Akureyrar og 28. syngur hann á Laugum i Þingeyjarsýslu. Daginn eftir kemur hann fram á Akranesi og siöan I Vestmannaeyjum en þá koma fernir aukatónleikar i Reykjavlk. Rebroff er fæddur áriö 1931 og erl ljónsmerkinu. „Hvaö annaö gæti ég veriö?” spuröi hann og brosti breitt á blaöamannafund- inum i gær. Hann hefur um langt skeiö veriö einn vinsælasti söngvari heims og sungiö viöa um heim. Er hann var aö þvi spuröur hvar honum heföi likaö best, kvaöst hann feginn þvi aö veraspuröurumþaöstrax: ,,Þá þarf ég ekki aö vera ókurteis. Þaö var I Nýja-Sjálandi. Þaö var dásamlegt. Fólkiö þar er óh'kt ööru fólki, þaö er einfalt og opiö og yfirfullt af vináttu. Ég varleiddurmilli samkvæmanna allan timann sem ég haföi þar viödvöl. Þaö var reyndar ekki þess vegna sem mér likaöi svo vel”, sagöi hann og hló. „Ég vonast eftir þvi, aö fólkiö hér sé ekki ólikt Ibúum Nýja- Sjálands, þar veigraöi sér fólk ekki viö þvi aö gráta á tónleik- um ef lagiö var sorglegt”. Rebroff virtist vita hitt og annaö um tsland og var sem „Mér varsagt aöhér á tslandi væriaö fá besta kaffi Iheimi.” hann heföi einna mestan áhuga á Islenskum mat, maöurinn enda stór og mikill vexti. Hann sagöist hlakka til aö bragöá hákarl og var svo vel aö sér aö hann vissi aö hákarl átti aöeins aö boröa meö „Svarta-dauöa”. Lundi og hvalkjöt var og ofar- lega á óskalistanum og svo kaffi. Hann sagöist hafa sann- fréttaö íslendingar væru mesta kaffidrykkjuþjóö veraldar og eftir aö hafa bragöaö sýnishorn af þeim drykk var aö sjá aö hann væri býsna ánægöur. A fundinum voru bornar fram rjómapönnukökur og vöktu þær mikla forvitni Rebroffs sem skóflaöi I sig nokkrum sllkum og kjamsaöi á. Hann er sjálfur liötækur i matargeröarlist og sagöist eyöa mestum tlma heima hjá sér i eldhúsinu. Þar byggi hann m.a. til rússneska súpu sem tæki 72 klukkutima i gerö. Rebroff býr I Grikklandi, þann tima sem hann er ekki á feröalögum vltt og breitt um heiminn, en auk þess á hann kastala nálægt Frankfurt en hann er fæddur i Þýskalandi þó hann sé af rússneskum ættum. Ivan Rebroff var mjög forvit- inn um lsland og Islendinga Hann spuröi m.a. hvort þaö væri virkilega satt aö ungt fólk milli 16-26 þyrfti aö borga hluta af launum slnum til banka i geymslu. Virtist hann furöu lostinn á þessu. Þá haföi hann mikinn áhuga á næturlifi Reykjavikur, „Mérer sagt aö tslendingar séu miklir dansmenn, dansi hvenær sem þeir geta.” Meöal þess sem Rebroffhaföi áhuga á aö gera hér á landi var aö fara á sinfóniutónleikana á fimmtudaginn en hann haföi hitt Sigurö Björnsson framkvæmda- stjóra sinfóníunnar I anddyri Hótel Sögu og litist vel á þá tón- leika. Þá varö Garöar Cortes aö hryggja hann meö þvi aö þaö sama kvöld yröi hann aö syngja i Stykkishólmi. Náttúrlega sætti söngvarinn sig viö þaö: „Ég er þræll þinn!” sagöi hann meö uppgjafarsvip. Einsog getiö var um er Rebroff stór og mikill vexti, ein- ir 2 metrar á hæö. Honum leist þvl ekkert á sig þegar honum var fylgt inn á hótelherbergi þar sem hann baröi augum rúmiö sem sýndist næsta litiö viö hliö hans. „Eigiö þiö ekkert franskt rúm hér á hótelinu?” spuröi hann. Honum var heitiö aö þaö mál yröi athugaö. -IJ Þeir Garöar Cortes og Siguröur Björnsson vlrðast næsta litlir viö hiiö tröllsins Ivans Rebroffs. vtsm Mánudagur 21. april 1980 Hver f innst þér vera mesta dellan í þjóðfélaginu: B) BUŒRT RUUiSKT RUM HL HER k HOTEUNU?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.