Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 8
VISIR Mánudagur 21. april 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davift Guömundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Auglýsingar og skrifstofur: Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ritstjórn: Síöumúla 14, simi 86611 7 linur.' Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Askrift er kr. 4.800 á mánuöi innan- Verö i lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. ÞJOÐTRUIN UM ALÞYÐUBANDALAGIÐ 1 laugardagsblaöi VTsis var rakin staöan f samningamálum um kaup og kjör. Þar kemur fram aö sú biöstaöa, sem nú er hefur varaö i marga mánuöi. Verkalýösfélög hafa haldiö aösér höndum. Hvers vegna? Um þaö er fjallaö f þessari forystugrein. Síðustu daga hefur mátt heyra i fréttum yfirlýsingar einstakra verkalýðsf élaga um undrun þeirra og óþolinmæði yf ir því, að ekkert gerist í samningamálum. Sá órói kemur ekki á óvart, og hitt vekur frekar spurningar, hvers vegna brýningarnar séu ekki stóryrtari og víðtækari en raun ber vitni. Langlundargeð hinna almennu verkalýðsfélaga og raunar opinberra starfs- manna sömuleiðis hefur verið með ólíkindum miðað við það offors, sem oftast áður hefur þekkst í þeim herbúðum Auðvitað liggur skýringin i augum uppi. Verkalýðshreyfing- unni er að langmestu leyti póli- tískt f jarstýrt og þar sem ríkis- stjórnin er i augnablikinu þóknanleg hinni pólitísku yfir- stjórn vegna stjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins, er farið með löndum. Kjarabaráttan á íslandi fer nefnilega ekki eftir hagsmunum launafólksins, held- ur geðþótta verkalýðsrekend- anna. Þetta vita allir. Það er einmitt af þessum sök- um, sem sú þjóðtrú hef ur skapast hér á landi, að nauðsynlegt sé að mynda stjórn með Alþýðubanda- laginu til að skapa frið á vinnu- markaðinum og halda kröfupóli- tík í skefjum. Með þessum hugsunarhætti er auðvitað verið að sætta sig við pólitíska mis- notkun á verkalýðshreyfingunni og skapa Alþýðubandalaginu úr- slitastöðu i islenskum stjórnmál- um. Þetta hefur orðið enn meira freistandi eftir að til valda hafa komist IítilsgiIdir valdastreitu- menn i Alþýðubandalaginu sem eru ginnkeyptir og áf jáðir í ráð- herrastóla og borgaralega upp- hefð. Því er ekki að neita, að til þess er vinnandi að taka upp samstarf við Alþýðubandalagið um land- stjórn til skamms tíma, ef það ber þann árangur að kröfugerð á launamálum er haldið innan skynsamlegra marka á sama tíma og gerðar eru aðrar nauð- synlegar ráðstafanir í baráttunni gegn verðbólgunni. óhóflegar launahækkanir hafa auðvitað umtalsverð áhrif á verðbólgu- þróun, sér í lagi meðan sjálf virku vísitölukerfi er haldið óbreyttu. En launin ráða ekki öllu um verð- bólgu. Þar kemur fleira til, og má þar einkum nefna ríkisfjár- mál, peningamagn í umferð, verðlagsmál, vaxtastefnu, skatta og almenna þenslu í þjóðfélag- inu. Það alvarlega hefur gerst, að ríkisstjórnin hefur ekki uppi neina tilburði til samræmdra að- gerða í efnahagsmálum. Ríkis- fjármálin eru látin vaða á súð- um, erlendar lántökur verða meiri en áður hefur þekkst og skattar eru stórauknir. Allt er þetta verðbólguhvetjandi, og að- eins það eitt að auka skatt- heimtu, leiðirtil þess, að almenn- ingur sér hag í áframhaldandi verðbólgu, meðan skattarnir eru greiddir eftir ð í 60-70% verð- minni krónum. Öðru visi er raun- ar ekki hægt að greiða þá. Einu aðhaldsaðgerðirnar bein- ast að launamálum. Kaupmáttur hefur rýrnað um 15-20% frá 1977 að sögn Kristján Thorlacíus form. BSRB, Sighvatur Björg- , vinsson fyrrverandi fjármála- ráðherra fullyrðir að nýjustu skattahækkanir og f járlög ein út af fyrir sig rýri kaupmátt um 8%. Hér verður ekki hvatt til meiri hörku í samningamálum verka- lýðsfélaga eða óábyrgrar kröfu- gerðar. Hinsvegar vekur það furðu, að þeir sem eiga að ala önn fyrir almennri afkomu launafólks skuli ekki skera upp herör gegn skattpíningu og botn- lausri óstjórn í rikisfjármálum. Það er alger forsenda fyrir þvi að launum sé haldið niðri, að aðrir þættir efnahagsmála séu einnig teknir tökum. Þær forsendur eru ekki til stað- ar. Völd Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni hafa bor- ið þann eina ávöxt, að kaupmátt- ur rýrnar en verðbólgan dafnar. Þetta er athyglisverður lærdóm- ur fyrir launafólk, svo ekki sé talað um þá stjórnmálamenn annarra flokka, sem hafa tekið mark á þjóðtrúnni um Alþýðu- bandalagið. Skyldu þeir láta sér þetta að kenningu verða? Hækkun söluskatts hörmuleg mistök Nú er loksins eitthvaö fariö aö gerast 1 þinginu sem veldur spennu og hávaöa. Eins og spáö var fyrr i þessum greinum rann fjárlagafrumvarpiö i gegn átakalitiö. Stjórnin stóö vel saman og stjórnarandstaöan var þar máttlaus. En nú þegar skattamálin eru á feröinni viröast erfiöleikarnir aukast. Skattamál eru lika þess eölis aö þau snerta pyngju hvers manns og þvi auöveldara aö gera þau aö stórmáli og átakamáli gagn- vart kjósendum. 1 einni af minum mánudags- greinum ræddi ég um þá þætti sem stjórninni stafaöi mest hætta af varöandi almennings- álit og einnig hvaö samstarf snertir. Þessir þættir voru skattamál og kaupmáttur. Skattar Ég vil strax taka fram að ég held að skattheimta á islandi sé ekki tiltakanlega mikil. Skattar hér eru ekki háir. Hitt er aftur vitaö mál aö skattar innheimt- ast misjafnlega og þar er um gifurlegt misræmi aö ræöa milli þegnanna. Aukin skattheimta I formi söluskatts mun enn breikka biliö. Skattamál og kaupmáttur veröa ekki skilin aö. Þvi veröur aö telja þaö nú er samningar standa fyrir dyrum, aö sú leiö sem rikisstjórnin valdi til þess aö jafna orkuverö hafi veriö röng, þaö er aö segja aö hækka söluskattinn og rétt að taka undir gagnrýni andstööunnar I þvi efni. Stjórnin getur ekki fri- aö sig meö þvi aö nauösyn hafi boriö til aö létta hinni miklu byröi af oliukyntu svæöunum sem þau bera umfram hita- veitusvæöin. Þaö var alls eng- inn ágreiningur um þaö heldur hitt hvernig afla ætti fjár til þess. Leiðin sem rikisstjórnin valdi er tvimælalaust verö- bólguhvetjandi auk þess sem hún kemur verr niöur á barn- mörgum fjölskyldum. Hún veldur töfum eöa kannski eyöi- leggingu á þeim aöferöum sem stjórnin ætlar aö beita gegn veröbólgunni þ.e. niöurtaln- ingunni. Söluskatturinn verkar sem talning upp en ekki niöur. Stjórnin mátti þvl undir engum kringumstæöum i stööu sinni nú beita þessari aöferð. Lif hennar byggist á þvi aö hún geti haldiö i viö veröbólguna og jafnvel þok- að henni eitthvaö niöur á viö. Þaö var þvi nauðsynlegt aö mæta niöurgreiöslum á oliunni meö niöurskuröi I rikisgeiran- um. Ríkisstjórnin má ekki falla I þá freistni aö eins veröi meö söluskattinn og bensínveröiö aö hægt sé aö hækka óendanlega I skjóli oliuverös á heimsmark- aöi. Þá heldur veröbólgu- dansinn áfram og veröbóta- þátturinn vex og vex en rótin fúnar og visnar aö lokum og stöngullinn deyr og hin fallegu blóm sem gróöursett voru I skjóli veröbólgunnar falla. Kaupmáttur Þaö er staöreynd aö kaupmáttur timakaups hefur verulega minnkaö frá þvl I samningunum 1977. Boöaöar aögerðir rlkisstjórnarinnar stefndu aö þvl aö viöhalda kaupmættinum eða jafnvel auka hann. Nú hefur hins vegar fariö á verri veg eins og aö framan er greint. Samningar standa fyrir dyrum. Forysta launþegasamtakanna er velvilj- uö stjórninni á fyrstu vikum hennar og er þaö kannski enn. neöanmóls Kári Arnórsson skóla- stjóri skrifar og segir að sú leið sem ríkisstjórnin valdi til að jafna orku- verð hafi verið röng. Hækkun söluskatts sé verðbólguhvetjandi og komi verr niður á barn- mörgum f jölskyldum. Þaö var þvi hugsanlegt aö ná samningum án mikilla átaka ef ekki hefði áöur verið gengiö á hlut launþega. Nú er allt verra viö aö eiga og hætt viö aö kjara- málin renni ekki eins slétt og fellt I gegn eins og rlkisstjórnin haföi sýnilega ætlaö. Málinu veröur heldur ekki ýtt á undan sér til langframa. Þaö veröur ekki séö hvernig rlkisstjórnin kemst hjá þvl aö semja um grunnkaupshækkanir til að vega upp á móti þeirri rýrnun sem söluskattshækkunin veldur. Þannig fer hjólið einn hring enn og viönámsaðgerðirnar þetta áriö renna út i sandinn. Bensín 1 4Z5 tvi-1 Wa ™U'igJjioru|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.