Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 9
VISIR Mánudagur 21. april 1980 uv i :\* n x v- a vt 9 ...okkur hefur veriö send stytta af Leifi frá Bandaríkjunum til þess aö fullvissa 200 þús- und manna þjóöfélag um aö héöan var hann kominn... ...sagnalitlar þjóðir eins og Skandinavar og Danir/ sem sækja mest af vitneskju sinni í ís- ienskar bækur, ættu raunar aö gæta hófs f mikillæti sfnu gagnvart Islandi... ...Norömenn sendu okkur kuflmann, sem settur var á stall viö Reykholt til að upplýsa um nokkra þakkarskuld Norðmanna... Athygli vekur hve hlutur Islands er smár I þeirri mjög svo rómuðu víkingasýningu, sem nú stendur f hlaövarpa British Museum í London. Mun Island koma við sögu í átta smávægilegum atriðum á sýn- ingunni, en Danfr, Norömenn og Svfar eiga þar stóra sögu, ef ekki sýninguna alla aö undanteknum þáttum frá Bretlandi sjálfu. Þetta er auðvitað ekki i fyrsta sinn, sem Islendingar veröa aö þola beinar móðganir á vettvangi fornra fræða, þegar þau ber á góma meðal „frændþjóöa" eða innan þeirrar menningarheildar, sem Noröurlönd og Bretland voru á dögum Haraldar Guðinasonar og Vilhjálms Rúöujarls. Það vill svo til, að i Reykholti sat maður og skrifaði pólitiska sögu þessarar menningarheild- ar á islenzku, og hefur sú saga alla tið siðan verið undirstaða fræða um litt læsar þjóðir á vikingatima. Heimskringla Snorra Sturlusonar er höfuðbók norrænna manna, hvort heldur þeir voru i Englandi, suður I Danmörku eða I Noregi. Vagga þessara fræöa stendur þvi á lslandi, og henni veröur ekki haggað þaðan, hve lengi sem bókarlausir menn um fornan tima hamast við aö tileinka sér vitneskju, sem þeim er ekki til- tæk annars staðar en á tslandi. Styttur handa Islendingum Lengi hefur sá steinn verið klappaður aö Leifur heppni hafi verið Norðmaður. Um hann hef- ur farið eins og Snorra, að okkur hefur veriö send stytta af hon- um frá Bandarikjunum til aö fullvissa tvö hundruö þúsund manna þjóöfélag um að héöan var hann kominn. Afgangurinn af heiminum á svo að trúa þvi, og veit raunar ekki betur, að Leifur heppni hafi verið Norð- maður. Norömenn sendu okkur kuflmann, sem settur var á stall við Reykholt. Hann var sendur hingaö til að upplýsa tvö hundr- uð þúsund manna samfélag um nokkra þakkarskuld Norö- manna viö þau fræöi sem þar voru rakin af Snorra Sturlusyni. Afgangurinn af heiminum þarf svo sem ekkert um það að vita. Þannig nýtur ísland viöurkenn- ingar I einangrun meðan þjóðir sem minna hafa lagt til fornrar sögu baða sig I ljóma t.d. vik- ingaaldar, eins og nú er gert i London á hlaöi British Museum. Engin Höfuðlausn Aldrei hafa Islendingar haft fyrir þvi að móögast út af slikri meðferð sögulegra staðreynda. Hér hafa menn blaörað gagn- rýnilaust út að eyrum yfir hinni merkilegu sýningu, sem manni sýnist aö snerti mjög flugfélagiö SAS, svo ekki sé meira sagt. Þaö er ekki fyrr en nú, aö Ólafur Ragnarsson ritstjóri, segir á henni lestina I ágætri grein I VIsi fyrir heigi. Atta smávægileg atriði heillar sýningar, sem af náð eru látin snerta tsland, eiga að vera kotrikinu nóg viður- kenning. Að auki hefur þvi ef- laust verið treyst að brezkur sjónvarpsmaður af islenzkum ættum mundi sjá hlut Islands borgiö. Þótt hann sé sjálfsagt allur af vilja geröur, ber sýning- in þvi vitni, að hann hefur ekki ráðið neinu um hlut íslands, en kann að bjarga einhverju i sjón- varpsþáttum. 1 sjálfu sér eru svona sýningar, nátengdar fornri sögu íslands, byggðar á heimildum héöan, ekkert annað en gróf móðgun við tslendinga. Það fara ekki einu sinni spurnir af viöureign Egils Skallagrims- sonar og Eirlks blóöaxar. Eða hvar er Höfuðlausn? Víkingaferðir sunnan af Blakanskaga Skrif um vikingasýninguna hafa óvart oröið vitsmunalegri en sýningin sjálf. Hefur komið fram hjá brezkum blaöamönn- um, að þeir undrast mjög það menningarstig, sem vikingar voru á, þegar þeir herjuðu á Englandi og á Irlandi. Þeir báru með sér nýja tlma og nýja menningu. En, segja þessir blaðamenn, hvernig mátti þaö vera, þegar ljóst var að I byrjun víkingatimans voru Skandinav- ar og Danir varla annað en hóp- ar ættflokka sem bjuggu f jarð- holum. Það skyldi þó aldrei vera aö skýringin á þessu fyrir- bæri finnist á Islandi, ekki siður en helztu heimildir um vlkinga- tlmann. Barði Guðmundsson benti á það fyrir einum fjörutlu árum, að llklega hafi herrar vlkingaaldar á Norðurlöndum veriö þjóðflokkur, sem kom sunnan af Balkanskaga um fimm hundruð eftir Kristsburð I fylgd með Vestgotum og nefnd- ust Herolar, sem er sama nafniö og jarl (earl) á enskri tungu. Þar syðra höfðu þeir stundað herfarir, sem I eðli slnu voru þær hinar sömu og vlkingaferð- irnar slðar. Um þetta eru litlar heimildir að finna nema þá I Bjólfskviöu. Holubúar Skandi- naviu, sem að mati enskra blaðamanna virðast hvorki hafa haft nenning eða menning til að standa I siglingum og stórum bardögum og landvinningum, geta varla haft haft mikið að segja I hendur Herola, fyrst þeir á annað borð lögðu leiö sina norður, um Danmörk, Svlþjóö og Noreg, og slöast til Islands. Skorti nokkuð á samhengið, mætti tvimælalaust finna þarna skýringuna á þvl furðulega menningarstökki, sem vikinga- timinn er talinn vera. En áhrif Herola á Noröurlöndum hafa hvr.oki verið sönnuð né afsönn- uö, og svo mun verða um langan tima, nema leitin að skýringu á menningu vlkinga eigi eftir að knýja menn til frekari athug- ana. Næturhjal og brúðkaupsmál Þótt Bretar láti sér fátt finnast um hlut Islands I sögulegri geymd vikingatimans, og sýni það fálæti ótvlrætt meö sýning- unni á hlaöi British Museum, eiga þeir þó Snorra Sturlusyni að þakka, aö nokkurn veginn er vitað um ástæður fyrir orust- unni við Hastings árið 1066, þeg- ar Vilhálmur bastaröur, Rúöu- jarl, sem Bretar vilja kalla hinn sigursæla, sigraði rikjandi menn I landinu og kom á fót langllfri konungsætt og stofn- setti riki engilsaxa með tilheyr- andi frönsku máláhrifum þegar timar liðu. 1 raun höfðu þeir Haraldur Guðinason og Vil- hjálmur lent I stórdeilum út af kvennamálum, og má af þvl ráða, að þótt formsins vegna hafi Vilhjálmur talið sig vera aö sækja til erfða á Englandi, hafi hann fyrst og fremst verið aö hefna ákveöinnar hneisu á Har- aldi Guðinasyni. Haraldur ætl- aði til Bretlands en hrakti til Normandl og settist upp hjá Vilhjálmi um vetur. Síöan seg- ir Snorri: Jarl gekk oftast snemma aö sofa, en Haraldur sat lengi á kveldum og talaði við konu jarls. Eftir strangar og langar nætursetur jarlsfrúar og Har- aldar fór svo aö Vilhjálmur reiddist, en Haraldur brá þá það Indriði G. Þorsteinsson# rithöf undur, segir í tilefni af Víkingasýningunni í þessari grein sinni/ að skillitlir hljóti þeir menn að vera, sem haldi að hægt sé að fjalla svo um víkingatímann í sýning- um eða rituðu máli, að ís- lenskra manna sé þar að engu eða litlu getið. ráö að segjast vera að ræöa við konuna um þá fyrirætlan aö biðja dóttur þeirra. Lltiö lyftist brún á Vilhjálmi, en mærin var föstnuö Haraldi engu aö síöur. Þar sem hún var barnung var ákveöið aö fresta brúðkaups- stefnu um nokkra vetur. Sporaslóð í brjósthæð Nú kom að þvl að Rúðujarl héldi úr hlaöi er hann frétti lát Játvarðar Englandskonungs frænda slns, en næturgalinn sjálfur Haraldur Guðinason var tekinn til konungs I hans stað. „Þann dag”, segir Snorri, ,,er hann reiö úr borginni til skipa sinna og hann var kominn á hest sinn, þá gekk kona til hans og vildi tala viö hann. En er hann sá það laust hann til hennar með hælinum og setti sporann fyrir brjóst henni, svo að á kafi stóö: féll hún og fékk þegar bana, en jarl reiö til skips: fór hann með herinum út til Englands”. Þannig geta langar sögur orb- iö af litlu tilefni, og þótt Bretar mikli mjög fyrir sér orrustuna viö Hastings, en Snorri segir aö Haraldur Guöinason hafi fallið við Helsingjaport, hæfir þaö góbum sagnamanni ab sleppa ekki meö öllu tilefnum land- vinninga þótt litil séu og rúmist millum fjögurra rúmpósta. Hin sögulega skrípamynd Þessi saga er aðeins rifjuð upp hér til að sýna að skillitlir hljóta þeir menn aö vera, sem halda að hægt sé að fjalla svo um vlkingatlmann, I sýningum eöa rituðu máli, að Islenzkra manna sé þar að engu eba litlu getiö. Sagnalitlar þjóðir eins og Skandinavar og Danir, sem sækja mest af vitneskju sinni I Islenzkar bækur, ættu raunar að gæta hófs I mikillæti sinu gagn- vart Islandi, þegar um meira og minna alþjóðlega atburði er að ræða eins og vikingasýninguna I London. Það er ekki stórmann- legt að troöast svo fast fram meö nautshornahjálma slna, sem aldrei hafa veriö viö raun- veruleikann kenndir, að eftir standi skripamynd af þvi sögu- lega samhengi, sem Island hef- ur varöveitt öðrum Norður- landaþjóðum betur. Og til ab kóróna mikillætiö og hina nýju söguskoöun Skandi- nava, útbýtir SAS myndprent- uðum gögnum, þar sem fólk er hvatt til að heimsækja víkinga- löndin I þotum samtlmans. Sjáið vlkingana á heimasloöum, segir SAS og hvetur fólk til aö heim- sækja Danmörku, Svlþjóð, Noreg og Grænland. Um Græn- land er þab að segja, að þótt landið sé góður fulltrúi rlkja Norðurhafa, hafa ekki fengizt spurnir af hugsanlegum afkom- endum vikinga þar I landi slðan á sextándu öld. En hvað þarf ab vera að hugsa um sögulegar staðreyndir á markaðstorgi samgangnanna. Menn harma mest að Flugleiðir skyldu ekki lika vera með auglýsingaspjöld á vikingasýningunni. IGÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.