Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 24
 Mánudagur 21. april 1980 Umsjón: Axel Ammendrup Elskendurnir Skáld-Rósa (Ragnheiöur Steindórsdóttir) og Nathan Lyngdal Ketilsson (Þórhallur Jósefsson) i kaffi- og rækjuhléi. Mynd: Steingrfmur Sigurösson. SK&LD-RðSA k HON&VOKU Leikfélag Blönduóss Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurösson Leikstjóri: Ragnheiöur Stein- dórsdóttir. Húnavika er fiesta —-eins konar kjötkveöjuhátíö Húnvetninga austur og vestur, raunar ekki alltaf haldin fyrir páska aö hætti kaþólskra úti um heim. Nú er Húnavaka haldin dagana 22.-27. þ.m. Þaö er uppi fótur og fit um þessar mundir hér I sýslunni og vorgleöi. Sólin hefur stundum skiniö bjart á daginn, þrátt fyrir éljagang á milli, sem aöeins er hressing af. A morgun hefst Húnavaka, en hún byrjar meö inngönguversi, þ.e.a.s. hinu sannsögulega leikriti „Skáld-Rósu”, eftir Birgi Sig- urösson, skólastjóra I Hrisey i Eyjafiröi. Þetta leikrit, „Skáld-Rósa” er byggt eins og svo margt annaö islenskum bók- menntum á munnmælasögum og þjóölegum fróöleik, meöal annars á Árbókum Espólins, og auk þess dómskjölum, sem vitna um saka- mál i Húnavatnssyssel á önd- veröri nitjándu öld. Espólin sýslumaöur talar um óöld, sem rikti þar um slóöir 1820-30: menn geröir höföinu styttri, gripdeildir framdar, rán, þjófnaöur og ýmis- legtannaö misyndi haft i frammi. 1 þessu andrúmslofti skuggalegra athafna og blóöhefnda sköpuöust heitar ástir svipaö og i kúreka- kvikmynd frá Texas. Þannig varö til sagan af Skáld-Rósu og Mister Natan Lyngdahl Ketilssyni, sem kenndur var viö Satan. Hann var eins konar seiökarl og skálkur, einn feiknalegasti sjarmör sins tima, og heillaöi konur út yfir öll takmörk. Þetta varö honum nátt- úrlega aö falli. Og minnast ber þess, sem Oscar Wilde segir á einum staö: „You’ll find a woman at the bottom of every scandal” (Orsök hvers hneykslis er (leynt eöa ljóst) kvenmaöur). Næst slöasta sýning á stykkinu fyrir generalprufu, fór fram I fé- lagsheimilinu: Mættir voru 23 leikarar, allir búsettir á Blöndu- ósi, í höfuöstaö Húnavatnssýsl- anna beggja, utan einn leikari sem kom aö sunnan, en þó mikiö ættaöur aö vestan. Ragnheiöur Steindórsdóttir (Hjörleifssonar) og Margrétar ólafsdóttur (úr Vestmannaeyjum) einkabarn þeirra leikarahjónanna og alin bókstaflega upp „á fjölunum”, ef svo má aö oröi komast. Ragn- heiöur er jafnframt leikstjóri Skáld-Rósu og fer maö aöalhlut- verk, Rósu sjálfa. Þaö var rigningarsuddi þetta kvöld og hvassviöri og mætt of seint til leikæfingar í boöi tann- læknis staöarins (plús Höföa- kaupstaöar) Sturlu Þóröarsonar, bróöursonar Páls S. Pálssonar hrl. Hermanns prófessors I Edínaborg og þeirra merku syst- kina frá Sauöanesi. Sturla leikur i m i leiklist Steingrfmur Sigurösson skrifar: Blöndal sýsla i leikritinu og minn- ir á gráglettinn hátt á einn af- komanda sýslumanns, Benedikt Blöndal, mikils metinn júrista i Rvik. Boriö viö önnum sér til af- sökunar, en þó hleypt inn aö tjaldabaki beint inn i annan þátt sem fyrsta atriöi, sem gerist á Lækjarmóti anno 1824. Þar bjuggu Rósa og bóndi hennar lög- legur, Clafur Asmundsson, i tvö ár I siöprýöislegu hjónabandi, áöur en Mister Nathan kom meö sinn hókus pókus fililogus. Skart- búinn og sundurgeröarlegur eins og reykviskur sölumaöur úti i landsbyggöinni eöa linumaöur frá Landssimanum, sem hefur tekiÖ ofán giftingarhringinn til aö villa á sér heimiidir hjá hrekklausum en ástarþurfi smámeyjum meö góöa efnafræöi. Þetta hreif strax áhorfanda bæöi blærinn sem virtist hafa ein- kenni staöblæs og aldaranda og þessi kyrrláta lifsspenna, sem átti eftir aö haldast ótilbúin alia sýninguna út eins og hugsa mætti sér aö geröist i llfinu sjáifu. Þaö var still yfir leikstjórn og túlkun leikara, eitthvaö, sem kveöur viö annan tón en tiökast of oft i for- nem leikhúsum, er bera snobb- nafn. Kaffihlé — meö vöfflum og rækjum frá Blönduósi, sem lykt- uöu af Isköldum Húnaflóa. Leik- stjórinn birtist seint og siöar meir og hún spurö: — Hvernig er aö koma hingaö noröur og stjórna þessu fólki, sem viröist svo inni- lega ótilbúiö? — Þaö var allt tilbúiö, þegar ég kom. Þetta var mjög erfitt, en víöa gaman. — Hvernig hefur þér liöiö I þessu umhverfi? — Þaö er búiö aö vera virkilega gaman, sagöi leikkonan, sem glansaöi i sjónvarpsleikritinu „Út i óvissuna”. — Hvernig tekst ykkur aö ná þessu óáþreifanlega fram — ég á viö staöblæinn? — Viö fórum á staöina, örlaga- staöina i leikritinu, bara til aö komast I stemmningu og setja persónulegt drama inn I efniö eins og þaö væri aö gerast I raunveru- leikanum. Höföakaupstaö A-Hún, 17. IV41980 Steingrimur Sigurösson. MALAR A DAGINN EN LEIKUR FYRIR DANSI Á KVÖLDIN - Eybór Stefánsson aö Hótel Loftleiðum „Ég er svona rétt aö láta vita aö ég sé til meö þessari sýn- ingu”, sagöi Eyþór G.J. Stefánsson, sem opnaöi mál- verkasýningu I Kaffiteriunni aö Hótel Loftleiöum fyrir helgina. Eyþór sýnir 18 myndir á sýn- ingunni, þar af eru sex mynd- anna myndröö, sem túlka feril mannkynsins frá sköpun Evu til heimsendis. „Mér finnst ég veröa aö segja eitthvaö meö myndunum og ef eitthvað af þvi, sem ég er aö reyna aö túlka, kemst til skila, þá finnst mér betur af staö farið en heima setiö”. Eyþór er I öörum bekk i Myndlista- og handlðaskólan- um. Aöur var hann á kvöldnám- skeiöum i Myndlistarskólanum i Reykjavik. „Þá vann ég á daginn en var i skólanum á kvöldin, en nú er ég I skólanum á daginn en vinn á kvöldin”. Eyþór er hljóöfæraleikari og leikur meö hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. „Þetta er eini möguleikinn til aö geta klofiö námiö fjárhags- lega. Myndlistin höföar mun meira til min og ég hætti I hljómsveitinni þegar ég hef lok- iö skólanum”. Myndir Eyþórs eru málaöar meö oliulitum, vaxlitum, vatns- litum — og I myndrööinni notar hann marmarasand og málar á hann meö akrillitum. „Ég nota ýmsar aöferöir og stila, enda er ég ennþá aö leita fyrir mér”. Myndirnar á sýningunni eru flestar til sölu og kosta þær 40-300 þúsund krónur. Sýningin verður opin fram f mai. Þlððieikhúsið sýnir „Smalastúlkuna og útiagana Frumsýning hundrað ára gamals verks Um þessar mundir eru þrjátiu ár liöin frá þvi Þjóöleikhúsiö tók til starfa. 1 tilefni af þvi verður frumsýnt leikrit Siguröar Guö- mundssonar og Þorgeirs Þor- geirssonar, „Smalastúlkan og út- lagarnir”. Verkiö veröur frum- sýnt sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. april. Leikrit þetta veröur aö telja nokkuö merkilegt, þvl þaö var aö miklu leyti samiö fyrir rúmum hundrað árum, en hefur aldrei veriö flutt áöur. Siguröur Guö- mundsson, málari, var aö semja leikrit rétt áöur en hann dó, en lauk þvi aldrei. Nafn leikritsins var „Smalastúlkan”. Nú hefur Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur, dregið verkiö fram I dagsljósiö, skrifað þaö upp og samiö upp úr þvi leikrit, sem hentar nútlma leikhúsi. I þeirri gerö heitir verkiö: „Smalastúlk- an og útlagarnir”. Leikurinn gerist á árunum 1537-1555 og hefst á sögunni af ungum elskendum, sem ekki máttu eigast. Foreldrar stúlkunnar senda hana I klaustur, en henni tekst aö sleppa þaöan og elskendurnir flýja til fjalla. „Þaö er svipaö þema I þessu ieikriti og Skugga-Sveini, en hér er unniö allt ööru visi úr efninu og niöurstööur eru aörar”, sagöi Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri „Smalastúlkunnar og útlag- anna”. „Þaö er nokkuö vist, aö menn eiga eftir aö bera þessi tvö leikrit saman. Textinn er kjarnmikll og safarikur, og Þorgeir hefur veriö Siguröi trúr, þó hann hafi samiö leikritiö fyrir nútimafólk. Þaö eru sárafáar setningar, sem ekki eru I frumritinu”. Flestir hafa heyrt Siguröar get- iö, og þá helst fyrir störf hans sem listmálara, stofnanda forngripa- safns og höfundur hins islenska kvenbúnings. En hann var enn- fremur einn helsti krafturinn i leiklistarllfi Reykjavlkur, þann stutta tlma, sem hans naut viö. Hann málaöi leiktjöld, útbjó and- litsgervi og búninga, auk þess sem hann var óspar á að hvetja samtimaskáldin. Þá var Sigurður jafnframt fyrstur til aö nefna hugmyndina um Þjóöleikhús. „Þaö mætti þvi segja, aö viö sé- um hér meö aö greiða Siguröi ó- goldna skuld”, sagöi Sveinn Einarsson, þjóöleikhússtjóri á blaöamannafundi, sem haldinn var I tilefni sýningarinnar. Helstu hlutverkin leika: Tinna Gunnlaugsdóttir, Arni Blandon, Þráinn Karlsson, Baldvin Hall- dórsson, Helgi Skúlason, Rúrik Har.aldsson, Helga Jóns- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Guö- rún Þ. Stephensen, Þóra Friö- riksdóttir, Þórhallur Sigurösson, Arnar Jónsson, Róbert Arnfinns- son og Kristbjörg Kjeld. A þessari mynd, sem tekin var á æfingu, eru þau Þráinn Karlsson og Helga Jónsdóttir. Þráinn leikur sem gestur á þessum sýningum, en hann starfar hjá Leikfélagi Akureyrar. Eyþór Stefánsson viö eina myndanna úr myndröðinni um feril mannsins. Visismynd: BG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.