Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 32
wfism Mánudagur 21. apríl 1980 síminner86611 Spásvæði Veðurstofu islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjörður, 3. Vestfiröir, 4. Noröurland, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suðvest- urland. veðursoá dagsins Suöur af Tóbinhöföa er vax- andi 990 mb lægö á hægri hreyfingu austur. Frá lægö- inni liggur lægöardrag til suö- vesturs á milli Vestfjaröa og Grænlands. Viö vesturströnd Grænlands er 1032 mb hæö. Veöur fer talsvert kólnandi og sennilega veröur frost viöast hvar á landinu eftir sólar- hring. Suövesturland til Breiðafjarö- ar: SV kaldi eöa stinnings- kaldi og rigning meö köflum i fyrstu en gengur i allhvassa V meö dálitlum éljum. NV-læg- ari meö kvöldinu. Vestfirðir: Allhvöss og sums staöarhvöss SV og sums staö- ar V átt meö dálitlum slyddu- eljum framan af degi en geng- ur i N hvassviöri meö snjó- komu noröan til. Norðurland: SV átt, viöa stinningskaldi en sums staöar hvasst á annesjum og dálitil rigning og siðar él vestan til framan af degi en þurrt aust- an til og gengur siöan senni- lega i noröan hvassviöri meö úrkomu. Norðausturland: SV kaldi eöa stinningskaldi og þurrt fram- eftir degi en gengur sennilega i N eða NV hvassviöri meö snjókomu. Austfirðir: SV kaldi eöa stinn- ingskaldi og siöar NV hvass- viöri, léttir smám saman til. Suðausturland: SV kaldi eöa stinningskaldi og dálitil rign- ing meö köflum, allhvöss V átt og viöa bjart til landsins, dá- litil slydduél á miöum. lleðrið hér og har Klukkan sex i morgun: Akur- eyriskýjaö9, Bergenléttskýj- aö 2, Helsinki alskýjaö 1, Kaupniannahöfn léttskýjaö 4, Osló hálfskýjaö 2, Reykjavik rigning 5, Stokkhólmur hálf- skýjaö 1, Þórshöfnsúld 6. Klukkan átján i gær: Aþena skýjaö 16, Berlin léttskýjaö 6, Feneyjar alskýjaö 7, Frank- furtskýjaö 7, Nuuk skafrenn- ingur +8, London skýjaö 8, Luxemburgslydda 2, Las Pal- mas hálfskýjaö 19, Mallorca léttskýjaö 18, Montreal skúrir 14, Paris skúrir 8, LOKÍ segir Agreiningur tölvu Há- skóians og rikisskattstjóra um áhrif nýja skattstigans hefur enn oröiö til aö fresta útvarps- umræöum. Er nií unnið viö að finna hlutlausa tölvu til aö kveða upp úrskurð f málinu og veröur næst reynt við tölvu Háskólahappdrættisins. Kýlapestin að Húsatóftum: Hleypur ríkið undir bagga og bætir tjónið? ,,Ég held að það sé útilokað að maðurinn verði látinn bera þetta tjón allt sjálfur,” sagði Pálmi Jónsson, land- búnaðarráðherra, þeg- ar blaðið spurði, hvort tjón i eldisbúi Sigurð- ar Helgasonar á Húsa- tóftum yrði bætt. Akveöiö hefur veriö aö slátra öllum seiöunum i stööinni vegna sjúkdómsins og sagöi Siguröur St. Helgason i morgun aö trú- lega yröi þaö gert i dag. Tjóniö er óútreiknanlegt, sagöi Siguröur, en beint sölutap er a.m.k. 50 milljónir. Þar viö bætist aö sala næsta ár er úti- lokuö, vegna þess aö stööin fer nú i sótthreinsun og stendur hún yfir i mánuö aö minnsta kosti. Þannig bætist atvinnutap og tap á sölusamningi sem búiö var aö gera viö beina tjöniö. í reglugerö er ekki minnst á bætur í tilfellum sem þessum og tryggingafélög hér neita aö tryggja seiöaeldi. Þaö er þvi meö öllu óvist hvort tjóniö fæst bætt, en landbúnaöarráöherra sagöi aö þaö yröi athugaö vel i ljósi réttar og fordæmis. Hann sagöi þaö skoöun sina, aö seiöa- eldi væri svo þýöingarmikill at- vinnuvegur fyrir þjööina aö ekki væri hægt aö lita á hann sem tómstundagaman og ekki mætti fæla menn frá aö fást viö hann meö þvi aö láta tjón af þessu tagi bitna á þeim einum. SV Almennur sauðburður er ekki hafinn, en þó eru óþolinmóðustu lömbin farin að hugsa sér til hreyfings. Á Votmúla I Stokkseyrarhreppi fæddust þessar gimbrar á laugardaginn var. Börnin á Votmúla fagna þessum vorlömbum. Börnin heita f.v. Jóhanna, Sigriður og Gunnar Ólafsbörn. (Visism. E.J.) Maður á sextugsaidri I gæsiuvarðhaldí: Grunaður um að hafa veitt konu sinni alvar- lega hðiuðáverka Konan sem hlaut alvarleg höfuðmeiðsl á heimili sinu í Hafnarfirði siðastliðinn fimmtudags- morgun iiggur nú enn rænulaus á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Talið er að eiginmaður hennar, hálfsextugur að aldri, hafi veitt henni áverka og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á laugardag. Maðurinn hringdi til lögregl- unnar s.l. fimmtudagsmorgun og baö um aöstoö, þar sem kona hans hefði dottið utan i vegg og meitt sig. Þegar lögreglan kom á heimili þeirra i Hafnar- firði, lá konan meövitundarlaus á gólfinu með blóði vitum. Siöar kom i ljós aö höfuökúpan var sprungin á hnakka og blætt haföi á milli höfuökúpu og heila. 011 rannsókn á vettvangnum bendir til þess, aö ekki hafi verið um óhapp aö ræöa, en maöurinn var drukkinti þegar atburöurinn átti sér staö. Hefur hann haröneitað þvi aö hafa veitt konu sinni áverka. H.S. Játuðu smygl Fimm skipverjar af Mánafossi viöurkenndu að eiga smyglvarn- inginn, áfengi og tóbak, sem fannst um borð I skipinu viö toll- skoöun fyrir helgi. Skipverjunum hefur verið sleppt úr haldi og skipiö er fariö frá Reykjavik. -SG. Féll aí fjóröu hæö Alvarlegt vinnuslys varð i gær, þegar trésmiður nokkur féll af þaki byggingar á mótum Stór- holts og Raúöarárstigs, þar sem hann var við vinnu. Féll hann af 4öu hæö niöur á svalir næstu hæö- ar og mun mikiö brotinn. Slysiö varö, þegar hann steig út á borö- stubba, sem ekki var búiö aö negla fasta. —u. Gengissigið: 7.8% hækkun á markinu Islenska krónan heldur áfram aðminnka gagnvart gjaldmiölum helstu viöskiptaþjóöa landsins. Frásiöasta „gengisstökki” um sl. mánaöamót hefur vestur-þýska markiö hækkaö gagnvart Islensku krónunni um 7.8%, danska krónan um 7.3%, sænska krónanum 5,7%,pundiö um 5.6% og bandarikjadollar um 2.9%. Er hér miðaö viö kaupgengi, sem var um hádegi á föstudag 441 kr. á bandarikjadollar, 981 kr. á pundinu, 10.149 kr. á 100 sænskum krónum, 7.622.50 kr. á 100 dönsk- um krónum og 23.799.20 á 100 vestur-þýskum mörkum. G.S. Aðgöngumið- um stolið Um helgina var brotist inn í geymslu Leikfélags Kópavogs i miðbæjargjánni f Kópavogi og stoliö þar aögöngumiöum á gamanleikinn Þorlák þreytta, sem Leikfélagið sýnir um þessar mundir. Fó)k ætti aö varast aö kaupa miöa á leikritiö nema i miöasöl- unni i félagsheimilinu, þar sem sýningar fara fram. Máliö er i rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.