Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EKKI ofrís nú fréttaflutningurinn hjá fjölmiðlum um Flug- leiðir. Sá, sem hér skrifar, leyfir sér að vitna til fá- einna millifyrirsagna í Morgunblaðinu síðustu viku: Skipt um flugbraut. Upplýsingar á skjá hjá flugstjóra duttu út. Tæki óvirk við brott- flug. Einungis nauðbeitt í öryggisskyni. Ekkert óeðlilegt við bilaðan búnað. Ekkert benti til svo alvarlegs at- viks. Bar að tilkynna atvikið strax. Allt þetta virðist sárasaklaust, enda komið að mér sýnist beint úr smiðju flugrekandans. Hins vegar finnst mér sem almenningur, eink- um farþegar í flugi, eigi skilið að fá gleggri upplýsingar en ég hefi náð út úr blöðum og sjónvarpi þessa dag- ana. Megi raunar lesa margt fleira út úr bráðabirgðaskýrslum en fjöl- miðlar hafa birt. Fréttirnar um flugið mikla hinn 22. janúar minna mig dálítið á til- kynningar flugfélagsins okkar um árið, er hagnaður fyrstu níu mán- uðina var jafnan sjö til níu hundruð milljónir eða svo. Þetta var birt í blöðum og sjónvarpi með stríðsletri, eða allt að því. Ég las þetta þó svo þá, að rekstrartekjur voru sem næst þær sömu og rekstrarhagnaður. Hagnaður þessara mánaða var gengismunur, sem þá var hagstæð- ur, svo og hagnaður af sölu flugvéla, er höfðu verið afskrifaðar sam- kvæmt reglum ríkisvaldsins, en þær virðast reikna með því að flugvélar, endist álíka illa og bíldruslur, en ekki í tuttugu eða þrjátíu ár sem vönduð flugför! Áramótauppgjörið var aftur á móti lakara. Gott fjár- spekúlentafélag! Blöð og sjónvarps- stöðvar birtu þetta svo nánast eins og markaðsfulltrúarnir mötuðu þetta. Hið sama sýnist mér eiga við nú, þegar þetta óskabarnabarn þjóðarinnar lendir í hremmingum. Ég tek það skýrt fram hér í upphafi. að mér er raunar hlýtt til Flugleiða og starfs- fólks þess. Eins og flestir Íslendingar hefi ég notið hinnar ágæt- ustu þjónustu æ ofan í æ. Ef til vill hafa Flug- leiðir líka haft eitt- hvert gagn af minni vinnu á flugvelli í meira en þrjátíu ár. Ég tel mig vita þó nokkuð um aðflugskerfi á jörðu niðri, enda þótt aldrei hafi maðurinn unnið hjá flugfélaginu, sem um ræð- ir. Hins vegar kann ég ekkert að fljúga og fyrirgefst mér því vonandi, segi ég einhverja vitleysu um flug og flughæfni í hita leiksins. Áhuga hefi ég á tækninni, alténd. Tilgangur þessara skrifa minna er að fá góða menn, sem lært hafa flug og skilja, til þess að leggja eitthvað til mál- anna. Má mér einu gilda, þótt þeir hæðist að minni fákunnáttu, geri þeir það efnislega. Flugmennirnir hefðu átt að meta atvikið sem alvarlegt, að því Morg- unblaðið segir í fyrirsögn. „Sáu ekki hversu lágt vélin flaug“ !!! Á að telja mér trú um það, að flugmennirnir hafi ekki vitað, hvenær síðasti sjans var að forðast jörðina eftir steypi- flug. Auðvitað vissu þeir að tæplega hundrað metrar væru varla traust skekkjumörk. Er nokkur önnur skýring á slíku listflugi farþegaþotu en sú, að þeir voru að bjarga sér og sínum eftir ofris vélarinnar, eða í það minnsta því sem næst „stalli“. Sé þetta rétt skilið hjá mér, er ég ekki hissa þótt flugstjórinn, sem aðgerð- um hlýtur að hafa stýrt, hafi slappað af augnablik og látið næsta mann gera eitthvað af þessum venjulegu hlutum. Aðflugið við Ósló Myndir eru sýndar í einhverju plani, flestar án mælikvarða. Enda þótt talað sé um tvær flugbrautir er bara ein sýnd. Hin hlýtur þó að vera samsíða hinni. Ég hefi ekki aðstöðu- kort þessa helgina frekar en flestir aðrir lesendur og á því erfitt með að átta sig á sumu. Ekki vil ég þó bíða til þess að afla gagna. Tilgangur greinar minnar er eins og áður sagði, að hvetja fagmenn til þess að leiðbeina fjölmiðlum, enda þótt end- anlegar skýrslur liggi ekki frammi. Sumum gögnum virðist reyndar þegar hafa verið eytt eins og í meiri háttar glæpamálum og frægum fjár- málum nútímans. Flugmennirnir stefna á Solberg, hvað sagt er. Væntanlega er ekki langt á milli þessarra tveggja brauta. Trúlega hafa þær hvor sína miðlínusenda og sennilega hvor sína aðflugshallageisla, hugsanlega 3 gráður, án þess ég þekki aðstæður. Ekki veit ég, hvort svona vélar hafa tvo geisla í gangi í einu, trauðla þó. Ef vélin er á sjálfstýringu hlýtur að þurfa að ákveða tíðni sendanna, sem fljúga skal eftir. Nú eru þeir að heyra snöggir í Noregi að breyta um flugstjórnarfyrirmæli. Flugmenn- irnir þurfa því líka að vera snöggir að stilla sínar græjur. Ef til vill skýr- ir þetta eitthvað rugl um það, hvort blindflugsupplýsingar hafi verið klárar. Mönnum er sagt að taka bara 90 gráðu beygju. Hver var flughrað- inn miðað við loft þá? Vélin hlýtur að fara í talsverðan halla þá og missa við það burðargetu. Síðan er henni hallað aftur í hina áttina, sem kostar sitt. Þá er enn stillt inn á miðlínu- stefnu. Það kostar sitt, og væri gam- an að heyra frá fróðari mönnum en mér, hvernig hreyflum er beitt til þess að hlýða svona flugstjórnarfyr- irmælum. Hvernig veðurstofan er þarna veit ég ekki, en það þarf að segja mér það tvisvar ef flugmenn- irnir hafa ekki mátt vita vel, hver hraði flugvélarinnar var miðað við loft, þótt þeim virðist hafa verið gert að lenda undan vindi. Í svona flug- vélum eru væntanlega mælar, sem sýna þessi grundvallaratriði. Af hverju hélt flugvélin áfram að hækka flug, þá væntanlega með afli hreyfla, enda þótt flugbeinir, eða hvað það heitir hafi verið stilltur á 2.500 fet? Var kannski eitthvað í sjálfvirka tækjabúnaðinum, sem meinaði að draga úr afli og rétta af í þessarri hæð – allt miðað við flug- hraða í loftinu umhverfis, þyngd, halla og ég veit ekki hvað. Nú fóru menn í að steypa sér, í stað þess að vega á móti þyngdaraflinu. Ábyrgð flugumferðarstjórnar Vinir vorir Norðmenn virðast vera harðir í fleiri málum en álbisniss. Sýnist mér að ábyrgð þeirra vegna fjölda augljósra mistaka hljóti að vera stór hluti heildarábyrgðarinn- ar, er farþegar, ekki síst þeir, sem í vélinni voru, eiga rétt á að menn axli. Greinin má ekki verða alltof löng, en vonandi heldur Morgunblaðið áfram í efninu og sýnir fínar skýr- ingamyndir. Sjónvarpið má gera betur en í Kastljósþætti í síðustu viku, þegar talsmenn Flugleiða kom- ust upp með að eyða heilum þætti í einskisverðar málalengingar, þar eð hinn annars ágæti spyrill virtist eng- an skilning hafa á málinu eða vilja til þess að upplýsa oss, almenninginn, um staðreyndir þess. Flugið mikla til Ósló Höfundur er verkfræðingur. Gardermoen Ábyrgð Norðmanna vegna fjölda augljósra mistaka, segir Sveinn Guðmundsson, hlýtur að vera stór hluti heild- arábyrgðarinnar. Sveinn Guðmundsson ÞAÐ hefur almennt verið viðurkennt að ef aðild Íslands að Evr- ópusambandinu kæmi til þjóðaratkvæða- greiðslu gætu sjávar- útvegsmálin ráðið úr- slitum um niðurstöð- una. Þess vegna skipta bæði samningsmark- mið og niðurstaða um þau afar miklu kjósi Ísland að breyta stöðu sinni gagnvart ESB frá núverandi hlutaað- ild til fullrar aðildar. Í umræðum um möguleika okkar varð- andi sjávarútvegsmál- in vitna menn gjarnan til Róm- arsáttmálans og auðlindastefnu hans. Á grundvelli hennar muni ör- lög okkar ráðast. Rómarsáttmálinn var undirritaður 1957 af stofnþjóð- um ESB. Þar segir ekki annað um fiskveiðar en það að þær falli undir landbúnaðarkafla sáttmálans, en þar segir orðrétt: ,,Sameiginlegi markaðurinn skal ná til landbún- aðar og verslunar með landbúnað- arafurðir. Hugtakið landbúnaðaraf- urðir nær hér yfir afurðir jarðræktar, búfjárræktar og fisk- veiða sem og afurðir á fyrsta vinnslustigi sem tengjast beint þessum afurðum.“ Sjávarútvegsstefnan hefur síðan þróast með útgáfu reglugerða og tilskipana á þessum grundvelli og þróast með stækkun sambandsins og í aðildarviðræðum sem átt hafa sér stað í tengslum við hana. Það hefur landbúnaðarstefnan líka gert og er skemmst að minnast viður- kenningar á sérstöðu landbúnaðar Svíþjóðar og Finnlands við inn- göngu þeirra í sam- bandið en þá varð til hugtakið ,,norðlægur landbúnaður“. ESB-ríkin fara sjálf með stjórn fiskveiða heima fyrir og getur sú stjórn verið mis- munandi eftir ríkjum. Heildarafli hvers ríkis er hins vegar ákvarð- aður í ráðherraráði skipuðu sjávarútvegs- ráðherrum sambands- ins. Þennan hátt hafa ríkin þurft að hafa á vegna þess að um sameiginleg hafsvæði og fiskistofna er að ræða. Ákveðin viðukenning hefur þó fengist fyrir hafsvæðin í kring- um Orkneyjar og Hjaltland og Norðmenn höfðu fengið viðurkenn- ingu á að hafsvæðið fyrir norðan 62. breiddargráðu yrði tímabundið undir fullu forræði þeirra. Norski samningurinn 1994 Það er upplýsandi að fara yfir hvað var í pakka Noregs, þegar þeir felldu aðild 1994. Það sem þeir voru búnir að ná gæti verið byrj- unarreitur okkar í samningaviðræð- um við ESB. Norðmenn fengu viðurkenningu á mikilvægi sjávarútvegs síns. Í þeirra tilfelli er þó um svæðishags- muni að ræða. Ekki þjóðarhags- muni eins og hjá okkur. Þeir þurftu ekki að greiða fyrir innganginn með veiðiheimildum. Viðurkennt var að viðmiðunarár varðandi veiðireynslu innan lögsögu þeirra væru árin 1989 til 1993. Reglan um hlutfalls- legan stöðugleika tryggði þeim þannig sama veiðirétt áfram. Þeir gátu fengið framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála sambandsins. Einnig þriggja ára frest gagnvart erlendum fjárfestingum. Eftir að- ildarviðræðurnar töldu Norðmenn líka að þeir gætu haldið áfram hval- veiðum með vísan til undanþágu- ákvæða tilskipunar ESB um nátt- úruvernd. Þessi túlkun hefur þó verið dregin í efa. Okkar samningsmarkmið Síðan Norðmenn sömdu hefur svokölluð nálægðarregla þróast mikið. Hún felur það í sér að taka á allar ákvarðanir á lægsta mögulega stjórnstigi og sem næst þeim sem við eiga að búa. Og ef hagsmunir eru bundnir einstöku ríki, en varða hin ekki, þá sé eðlilegt að ákvörð- unin sé tekin í viðkomandi ríki. Það er væntanlega m.a. á grundvelli þessa sem Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra hefur mótað þá hugmynd að aðlögun að sjávarút- vegsstefnu sambandsins sem nú er kennd við Berlín.Við viljum tryggja veiðirétt og veiðimöguleika Íslands til frambúðar og ábyrga stjórn fisk- veiða innan íslensku lögsögunnar. Það er þess vegna eðlilegt að krefj- ast þess að hafið í kringum Ísland verði skoðað sem sérstakt hafsvæði, enda yrði Ísland eina ESB-ríkið á þessu svæði og eina ríkið sem hefur hagsmuni af því hvernig veiðum þar er stjórnað. Það, ásamt beitingu nálægðar- reglunnar, ætti einnig að geta fært okkur einum ákvörðunarvald um heildarafla á svæðinu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir að engir aðrir en Íslendingar fengju veiðirétt í lögsögunni. Veiðireynslan skiptir máli Andstæðingar aðildarviðræðna halda því að þjóðinni að í viðræðum við okkur yrði veiðireynslan frá 1973–1978 notuð. Það er þó í reynd afar ólíklegt og þá í algerri mót- sögn við þá venju sem skapast hef- ur um að litið sé til næstu ára á undan samningsgerðinni. Veiðireynsla þessa tímabils var notuð í samkomulagi aðildarríkja ESB sem var gert árið 1983. En þegar Spánn gekk í ESB árið 1986 gátu þeir hins vegar ekki miðað við veiðireynslu sína fyrir útfærslu landhelginnar í 200 mílur árið 1977 og í samningi Noregs var miðað við veiðireynslu árin 1989–1993. Í aðild- arsamningi Íslands að ESB yrði því líklegast miðað við þá veiðireynslu sem væri til staðar á þeim tíma sem samningurinn væri gerður. Íslend- ingar hafa setið nánast einir að veiðum í meira en tvo áratugi og því næsta öruggt að Ísland fengi allan kvóta innan íslensku lögsög- unnar í samræmi við það. Ríki sem gengið hafa í ESB hafa einnig hald- ið réttindum sínum varðandi deili- stofna á grundvelli hlutfallslega stöðugleikans. Ólíklegt er að varanleg undan- þága fengist frá fjárfestingum er- lendra aðila í sjávarútvegi þó líklegt megi telja að einhverra ára frestur fengist. En rétt er að hafa það í huga að samkvæmt reglum Evr- ópusambandsins verður útgerð að hafa raunveruleg efnahagsleg tengsl við það land sem gert er út frá. Einnig er sá möguleiki til stað- ar að setja löndunarskyldu á allan afla skipa sem veiða í íslenskri lög- sögu. Íslendingar kunna og geta Staða Íslands yrði afar sterk á sjávarútvegssviðinu ef það gengi í sambandið. Þekking okkar og geta í sjávarútvegi er viðurkennd. Það er því eðlilegt samningsmarkmið að Ísland fái framkvæmdastjóra sjáv- arútvegsmála. Í umræðunni er stundum reynt að spila á ótta fólks við að fiskimið okkar fylltust að útlendingum ef Ís- land gerðist aðili að ESB og færu þá fyrir lítið sigrar okkar í land- helgisstríðum síðustu aldar. Það sem áður er komið fram um veiði- reynslu og regluna um hlutfalls- legan stöðugleika ætti að svara slík- um áhyggjum. Það er líka hollt að hafa í huga að helstu óvinaherir úr landhelgisstríðunum, úthafsveiðflot- ar Þjóðverja og Breta, eru nú að mestu eign fyrirtækja sem eru í eigu Íslendinga. Þannig hefur þró- un síðustu áratuga verið og segir meira en mörg orð um styrk Ís- lands á sjávarútvegssviðinu. Á því sviði munu Íslendingar um fyrir- sjánlega framtíð hafa áhrif bæði innan og utan ESB. Munurinn væri hins vegar sá stærstur að innan sambandsins yrði tekið meira tillit til hagsmuna okkar af því það eru þjóðarhagsmunir og enn eru ekki dæmi um það að ESB hafi troðið á grundvallarhagsmunum aðildar- þjóðar. ESB og sjávarútvegurinn ESB Úthafsveiðiflotar Þjóð- verja og Breta, segir Svanfríður Jónasdóttir, eru nú að stærstum hluta eign fyrirtækja í eigu Íslendinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Kaffibollar Cappucino verð kr. 2.700 Mokka verð kr. 1.890 Kaffikönnur verð kr. 1.890 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 VÉLAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Plöstunar Vefsíða: www.oba.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Svanfríður Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.