Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriðjudagur 22. april 5 Texti: Guð- mundur Pétursson Skólaunglingar I Suöur-Alriku I mðlmælaað- gerðum Táningar hafa risið upp gegn kynþáttaraðskilnaðarstefnu Suður-Afriku i skólamálum, og þykir hætta á — ef stjórnin ekki uggir að sér — að endurtaki sig óeirðirnar f Soweto frá þvi 1976. Um 100.000 unglingar af blönduðum kynstofnum tóku sig samaniog skrópuðu allir sem einn úr skólum sinum i gær. Byrjaði það i Höfðaborg, en fljótlega smitaði þetta aðra skóla i Kanafla hækkar lóbak og áfengi Hin nýja stjórn Kanada hefur hækkað skatta á reykingamönn- um og áfengisneytendum. Er tóbakið hækkað um 10%. Hækkar vindlingapakkinn um tæpar tiu krónur, flaskan af léttu vini um 48 krónur og bjórflaskan um 4 kr. Kanadastjórn hefur haft heim- ildir i fyrri fjárlögum til þess að hækka tóbak og áfengi, en ekki notfært sér, fyrr en þessi nýja stjórn Trudeaus gerir það nú. þéttbýli og þar á meðal i' Pretoriu og Jóhannesarborg, i demanta- bænum Kimberley og hafnar- borginni Durban. Lögreglan hefur litið haft sig i frammi i þessum eða öörum mótmælaaögerðum að undan- förnum, og hefur ekki komið til ryskinga. En Soweto-óeirðimar eru mönnum enn i of fersku minni til þess að þeim geti verið rótt. Þær kostuðu 600 manns lifiö. -1 Soweto voru það blökkumanna- börn, sem efndu til óeirðanna. Skrópsa mtökin i gær voru að undirlagi unglinga af blönd- uðum kynstofnum á aldrinum 13 til 18 ára. Þeir sögðust vilja mótmæla fjársvelti, sem fræösla ungs námsfólks af blönduöum kynstofnum býr við, sem leitt hefur til skorts á kennurum og n6mchrtlriim Bátafloti á leið frá Miami að sækja flðtta- fðlk til Kúbu Litill floti fiskibáta frá Flórida er á leið i dag til Havana til þess að flytja þaðan þúsundir Kúbu- manna, sem leitaö hafa hælis i sendiráði Perú. Leiötogar kúbanskra útlaga á Miami sögðu, að þetta mundi minna einna helst á Dunkirk þegar breska hernum var bjarg- að yfir Ermarsund. Þetta byrjaði meö þvi, að tveir hraðskreiöir bátar fóru frá Miami til Havana og sneru aftur I morg un með fjörutiu flóttamenn innanborös. Þá ruku allir kú- bansksinnaöir til handa og fóta, og um fimmtíu bátar (allt frá stórum lúxus-skemmtisnekkjum niður I fiskibáta) eru nú á leið til Kúbu. Raunar átti þetta þann aödrag- anda, að i slðustu viku hófu einka- aðilar i Miami fjársöfnun til þess að standa undir bátsferöum til Havana að sækja þangað flótta- fólk. Hin opinbera fréttastofa i Havana sagði I gær, aö leigöir hefðu veriö milli 100 og 150 bátar Bandarikjunum EBE vill tugla irani Hugsanlega hætt að kaupa ollu trá Iran Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalagsrikja ræða idag, hvaða ráöum skuli beita til þess að styðja USA I deilunni viö íran. Þar á meðal er hugmynd um aö stöðva allan innflutning á oliu frá lran til EBE. Þaö er Carrington lávarður, utanrikisráöherra Breta, sem á hugmyndina, en hún felur I sér aögeröir i tveim áföngum. Fyrst á að fækka I sendiráöum þessara rikja I Teheran. Um leið á að samræma og endurskoöa efna- hagstengslEBE-rikja við Iran, en slik „endurskoöun” gæti þýtt stöövun á olíukaupum frá íran. Ef þetta ekki hrifi, kæmi annar áfangi, sem væri algert við- skiptabann á Iran nema þá á mat og læknislyfum. Saburo Okita, utanrikisráö- herra Japans,kom til Luxemburg I gær til þess aö ráðfæra sig viö EBE-ráöherrana, og þykir lik- legt, aö Japan og EBE veröi sam- taka i hvaöa ráöum, sem beitt verði til stuðnings USA i gisla- deilunni. V-Þjóðverjar eru þeirrar skoð- unar, að hugmynd breska lávarö- arins verði ofan á innan EBE, en V-Þýskaland hefur mjög lagt að félögum sinum innan bandalags- ins að styðja dyggilega viö Bandarikin i deilunni við Iran. Hlólríðandi um helmínn Villtir hundar i Jórdaniu höfðu ráðist á hann, Ijón I Tanzaniu hafðisýnt honum vigtennurnar og hann hafði lent I fangelsi I Guineu. Narayana, Indverjinn, sem ætlar hjólriðandí umhverfis heiminn, andaði þvl léttar, þegar hann kom til Bandarlkjanna og taldi sig eiga háskalegustu leiðina að baki. En heimsferðalaginu lauk skyndilega I Chicago um helgina, þegar reiðhjólinu hans var stolið, meðan hann brá sér frá að fá sér kaffisopa. „A Indlandi sögðu menn mér, aö allir I Ameriku væru rikir. — Þeir sögðu, aö það væru engir ræningjar i Ameriku,” sagði hinn 19 ára gamli ferðalangur, sem á fjórtán mánuðum hefur iagt 50 þúsund km að baki. Hjólinu hans var einnig stolið I Kolombiu, en lögreglan fann það svo tii strax fyrir hann. Týndi relðhjólinu sinu I Amerlku Sklpskaðl í Norðursjó tillviðri I Noröursjó um helgina fórst 425 tonna vestur-þýskt skip út af Hoilandsströnd. Fimm manna áhöfn bátsins bjargaðist I giimbát og náðust mennirnir um borð I þyrlu, en einn þeirra var svo ierkaður, að hann liföi volkið ekki af. Skipiö mun hafa fengið á sig sjó og leki komið aö þvl. Hvassviöri olli töluverðu tjdni I Hollandi viö sjávarslðuna. Einkanlega á ferðamannastöð- um. _ , Heistrfð Tíios Titó Júgóslavluforseti heyr enn helstrið sitt, en af ummælum lækna hans viröist ekki langt eftir. Segja þeir, að liðan Tltós sé „sérstaklega alvarleg”. Embætt- ismenn segja, að Titó eigi iitinn mögulcika á þvi að þrauka miklu lengur. Illvlðrl í SvfPiðð Versta veður var um heigina I suöur- og miðhluta Sviþjóðar, hvassviðri og blindhrfð, og fóru samgöngur meira og minna úr skorðum hjá jámbrautum, flug- félögum og á sjó. t Málmey brotnuðu rúður undan verstu vindrokunum og þak fauk af einu húsi I Esloef. — Ferjuflutningar miili Svlþjóöar og Danmerkur stöðvuðust um hrlð og á vegum mátti sjá hundr- uö bila sitja föst I sköflum. Mannræningjar Lögreglan i Sardinfu hefur bætt tveim sauðfjárbændum við hóp mannræningja, sem hún hefur nú I haidi vegna ránsins á Schild- fjölskyldunni. Alls hafa þvf þrett- án verið hnepptir 1 varðhald vegna þessa ráns, — Lögregian segir, að hún leiti enn þriggja úr glæpahópnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.