Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. april 1980 9 „Slagorö eins og „samrœming veiöa og vinnslugetu á hverjum stað” hljdma kannski vel.en eru þvl miður óframkvemanleg, a.m.k. veröur seintnáð fram réttlátrl skiptingu ’á þennan hátt og ekki held ég, að heimamenn f hverju héraðl eða kjördeml kerðu sig um að annast skiptingu milli byggöarlaga”, segir Björn Dagbjartsson meðal annars I þessari grein sinni. HVERS VEGNA REVNA KVÓTASKIPTINGU? A fundi, sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra boðaöi til aö Laugarvatni sl. sumar, hélt Jón Sigurðsson, þjóðhagsstjóri, erindi um stjórn fiskveiöa. 1 þvi erindi, sem raunar hefur fengið alltof litla umfjöllun i fjölmiöl- um, sagði hann m.a.: „Markmið fiskveiðistjdrnar ætti að vera aö veiða hverju sinni úr hverjum stofni hæfilegt magn með sem bestri stærðar- dreifingu aflans á sem ddýrast- an hátt. Þetta kann að hljdma háleitt og vera má að menn verði aö sætta sig viö eitthvað lægra en þennan hefðartind, en viðleitni veröum við að sýna”. Margt fleira er vel sagt i þessu erindi og miklu betur en hér, m.a. um kosti og lesti mis- munandi fiskveiðistjórnkerfa. Erindið, sem er ýtarlegt og yfirgripsmikið, birtist i heild i októberhefti Ægis 1979, en hefur sennilega ekki náð augum nægi- legra margra i stjórnmálaþoku næstu mánaðar á eftir. Og við- leitni til að ná þessu háleita en sjálfsagða markmiði höfum við ekki sýnt ennþá. Ég legg til að við byrjum á þvi að leyfisbinda allar veiöar án marktæks endurgjalds og kvótaskipta loðnu og öllum þorski á milli skipa, nema handfæra- og linu- veiðar smábáta verði undan- þegnar. Þetta er engin óska- byrjunen súskásta.sem égsé.og eflaustnógu stórt skref I einu aö margra dómi. Ýmis kvótakerfi önnur en skipting á skip Þó að oftast sé átt við skipt- ingu afla á skip, þegar rætt er um kvóta, þá er rétt að geta þess, að fleiri aðferðir koma til greina. Heildarkvóta yfir árið geta stjórnvöld ekki framfylgt. Það sýna dæmi siðustu ára. Sú til- raun með styttri timabil, 3-4 mánuði sem nú stendur yfir, virðist ætla að verða vandmeð- farin lika. Kvóta í enn styttri timabil t.d. 1 mánuð stranda m.a. á þvi, að upplýsinga- streymiogaflaskýrslugjöf erof hægfara eins og er og skipu- lagning til að ná hraöari upplýs- ingasöfnun þarfnast undirbún- ingssemekki erbyrjaöá ennþá. A vetrarvertiö getur hver dagur þýtt nokkur þúsund tonn i þorskafla og ekkert minna en daglegt, áreiðanlegt yfirlit dug- ar til aö geta stjdrnað veiöum skv. „mánaðar kvótakerfi”. önnur tegund kvótakerfis er landfræðileg skipting. Er þá stundum talað um vel afmark- aða landshluta, kjördæmi, sýslu eða jafnvel einstök byggöarlög. Núer það svo í okkar litla landi, aölandshlutarigur og togstreita eru nógu áberandi og ekki af hinu góöa. Þaö liggur i augum uppi, að skipting þorskafla á landshluta eða byggöarlög ger- ist ekki þegjandi og hljóðalaust, Það er alveg sama hvaða nafni menn kalla slika skiptingu, hún mun valda heiftarlegum deil- um. Slagorð eins og „sam- ræming veiða og vinnslugetu á hverjum staö” hljdma kannski vel. en eru þvi miöur ófram- kvæmanlega.m.k. verður seint náð fram réttlátri skiptingu á þennan hátt og ekki held ég aö „heimamenn” i hverju héraði eða kjördæmi kærðu sig um að annast skiptingu milli byggðar- laga. Þó aö við getum ekki stuðst að öllu leyti við reynslu annarra i þessu frekar en öðru, þá má minna á það að Norð- menn gáfust upp við aö nota aöra aðferð en afla á skip til kvótaskiptingar. Úthlutun afla á vinnslustöðvar finnst mörgum óhugnanlega neðanmóLs Dr. Björn Dagbjarts- son, forstjóri Rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðar- ins, heldur hér áfram umf jöllun sinni um leiðir til stjórnunar fiskveiða og gerir kvótaskiptingu sérstaklega að umræðu- efni að þessu sinni. Síðasta grein hans um þetta efni að sinni verður birt í Visi á morgun. lik léns- og leiguliöaskipulagi miðalda, og vist er um það, að vandfundin veröur réttlátasta skiptingin hér i landi kunnings- skapar, frændsemi og hreppa- pólitikur. Miöstýrð þorsklöndun sbr. Loðnunefnd er hugsanleg en feikilega flókin og erfið I fram- kvæmd. Afkastageta vinnslu- stööva er illa skilgreint hugtak, „heimabátar” fyndu alltaf smugu og raunar sé ég fáa kosti slikrar stýringar, þÓ aö upplýs- ingamiðstöð af þessu tagi geti átt rétt sér sem hluti af frjálsu fiskmiölunarkerfi. Ókostir kvóta- skiptingar Það er augljóst, að ýmsir ó- kostir fylgja kvótaskiptingu og seint veröur tryggt fullkomið réttlæti aö allra dómi, hvaða hátt sem menn hafa á slikri skiptingu. Auövitaö er hér um illa nauðsyn aö ræða, vegna þess að fiskveiðiflotinn er alltof stóreöa „skortir verkefni” eins og sumir kalla það. En það flókna og þó ófullkomna stjórn- unarkerfi, sem menn hafa hing- að til notast við, er orðiö ger- samlega óviðunandi og það verður æ fleirum ljóst, eins og þingmaðurinn og fiskverkand- inn af Snæfellsnesi sagöi um daginn. Algengasta og háværasta mótbáran gegn kvótaskiptingu er liklega sú, að hún dragi alla döngun úr sjómönnum, aö afla- mennirnir fái ekki að njóta sln og skussamir séu gulltryggöir um aldur og ævi. En menn hljóta að geta sýnt það I fleiru en þvi að koma með flest kild af þorskiá land, að þeir eru öðrum fremri. Hvernig væri aö taka upp það keppikefli, hver hefði mest verðmætin eöa mestan af- rakstur? Hvernig væri aö leyfa hagkvæmum rekstri að njóta sln, raða mönnum upp eftir verömætum, sem kvóti þeirra gefur,ef endilega þarf að undir- strika samkeppnina. „Skussarnir” hljóta aö heltast úr lestinni, a.m.k. ef fiskverð verður áfram ákveöiö eftir ein- hverri „meðalafkomu”. önnur viöbáran er sú, að viö munum festast i þessu kvóta- kerfi, það er, að aðilar, sem I upphafi fái úthlutaö aflakvóta, muni um aldur og ævi hafa aö- gang að auðlindum sjávarins umfram aðra. Hér er þvi til aö svara, aö þó aö i' upphafi fengju þeir úthlutað kvóta, sem stund- að hafa fiskveiðar sem atvinnu, þyrfti aö endurskoða úthlutun- ina reglulega, ekki aöeins með tilliti til veiðiþols, heldur einnig meö tilliti til reynslu fyrsta timabilsins og útkomu eða ár- angri einstakra skipa eða skipa- flokka. Auk þess ber greinilega enga nauðsyn til þess, þegar á heildina er litið, að nýir aöilar hefji útgerö i bili. Énn ein mótrokin eru þau, að úthlutun kvóta til bó ta verði svo flókin og eftirlit svo erfitt, aökerfiöfari strax i handaskol- um. I þessu sambandi er þaö ó- sanngjarnt að ætlast til þess, aö togaramenn samþykki kvóta- skiptingu. meöan bátarnir fá frjálsan aögang eða heildar- kvóta, sem reynslan sýnir að ekki er hægt að standa við. Auð- vitað er kvótakerfi fyrir báta- fiotann flóknara en þó fjarri þvi að þaö réttllæti uppgjöf viö að reyr.a að stjórna veiöum þeirra. Togveiðar báta ættu a.m.k. ekki aöverautankvótakerfis fremur en veiöiskapur togaranna, ef menn kysu aö reyna fyrst heild- arkvóta fyrir þorsknetaveiöar, sem væntanlega yrði þá lokiö um eða upp úr páskum flest ár. Mótbárurnar eru miklu fleiri, sem hafa verið og verða örugg- lega tlundaöar áöur en yfir lýkur. Ég vil aðeins endurtaka það, að kvótakerfi eöa aðrar skömmtunaraðgeröir er ekki neitt óskaástand fyrir okkar fiskveiðar.heldur ill nauðsyn til skynsamlegrar fullnýtingar fiskstofnanna. EKKI AD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.