Morgunblaðið - 02.04.2002, Side 20

Morgunblaðið - 02.04.2002, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ó byggðanefnd úrskurð- aði þann 21. mars síð- ast liðinn um þjóðlendumörk og eignarrétt á þjóðlend- um í sjö hreppum í uppsveitum Ár- nessýslu. Meðal þeirra krafna sem nefndin úrskurðaði um var krafa Landsvirkjunar um að eignarréttur fyrirtækisins, m.a. á landi, vatni og veiði yrði staðfestur. Niðurstöður óbyggðanefndar hafa vakið athygli vegna þeirrar nið- urstöðu sem nefndin kemst að er varðar rétt Landsvirkjunar. Telur nefndin að Landsvirkjun teljist ekki eigandi landsréttinda, þar með talið vatnsréttinda, innan þjóðlendunnar í uppsveitum Árnessýslu. Ríkissjóður sé aftur á móti handhafi þeirra rétt- inda. „Þetta þýðir að nú hefur fengist úr því skorið að ríkið er eigandi vatnsréttinda í Þjórsá í afréttum Ár- nessýslu. Það hefur ríkt óvissa um hver ætti þessi vatnsréttindi eftir að dómar féllu árin 1955 og 1981 um Landmannaafrétt og afrétti í Rang- árvallasýslu á þá leið að enginn ætti vatnsréttindin. Með úrskurði óbyggðanefndar nú hefur þessari óvissu verið eytt,“ segir Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- sviðs í iðnaðarráðuneytinu. Það vekur ýmsar spurningar hvers vegna Landsvirkjun, sem í þrjátíu og sjö ár hefur talið sig vera eiganda þessara vatnsréttinda sé ekki lögmætur eigandi þeirra, held- ur ríkið. Orsakir þessarar niður- stöðu má rekja um 100 ár aftur í tím- ann. Bændur uppgötva verðmæti vatnsréttinda Skömmu eftir aldamótin 1900 fóru bændur að verða þess áskynja að það vatn sem runnið hafði árum saman til sjávar í beljandi jökulfljót- um og öðrum minni ám, gat verið mikils virði. Hreppar fóru því hver af öðrum að ráðstafa vatnsréttind- um á afréttum sínum. Gnúpverja- hreppur, sem Þjórsá liggur um, var einn þeirra hreppa sem ráðstöfuðu snemma vatnsréttindum á afrétti sínum. Árið 1909 veitti hreppsnefnd Gnúp- verjahrepps Gesti Einarssyni á Hæli fullt og ótakmarkað umboð til þess að selja, leigja eða á annan hátt koma í verð eignum hreppsins, þ.e. fossunum í Þjórsá: Þjófafossi, Tröllkonufossi og Gljúfurleitarfossi ásamt vatninu í ánni. Sama átti við um Hávafoss og Hjálp- arfoss í Fossá og Geldingaárfoss í Geldingaá. Tveimur árum síðar fram- seldi Gestur umboðið til Þorleifs Guð- mundsonar sem aftur framseldi það til Sturlu Jónssonar. Árið 1914 seldi Sturla Fossafélaginu Titan vatnsréttindi í áðurnefndum fossum. Aðeins tveimur árum síðar seldi áðurnefndur Gestur Einarsson, Einari Benediktssyni skáldi, athafna- manni og einum stofnenda Fossa- félagsins Titans, Búrfell og Skeljafell, en til þess hafði hann umboð hrepps- nefndar Gnúpverjahrepps. Einar framseldi þessi réttindi ári síðar til Fossafélagsins Titans. Þetta voru ein af fjölmörgum kaup- um Fossafélagsins Titans á vatnsrétt- indum í ám landsins en alls ekki þau síðustu. Félagið hélt áfram að kaupa vatnsréttindi frá öðrum hreppum sunnanlands. Árið 1914 festi Titan kaup á eignarhlut Skeiðahrepps í Háa- fossi og Hjálparfossi í Fossá. Kaup- verðið var 3.000 krónur. Einar Bene- diktsson festi einnig kaup á öllu vatnsafli í Þjórsá og Tungnaá í Land- mannaafrétti af Landmannahreppi ár- ið 1916 og framseldi til Titan undir lok árs 1917. Ásahreppur, Holtahreppur og Landmannahreppur gerðu svipaða samninga við Einar Benediktsson árið 1916 og tveimur árum síðar framseldi Einar flest þessi réttindi til Fossa- félagsins Titans. Einar Benediktsson hafði verið afar öflugur við að afla vatnsréttinda fyrir Titan og árið 1918 var hann kominn með flest vatnsréttindi í afréttum hreppa í uppsveitum Árnessýslu sem töldu sig eiga slík réttindi. Vatnsrétt- indi í nágrannasveitunum, þ.e. í Rang- árvallasýslu, fóru svipaða leið og er gert ráð fyrir að óbyggðanefnd úr- skurði fljótlega um eignarhald í afrétt- um Rangárvallasýslu. Árið 1918 virðist sem Landsstjórnin vilji grípa í taumana á fyrrnefndri þró- un og sendi hún símskeyti efni til allra sýslumanna Þar benti Landsstjórnin á réttindi væru almenning svokölluð fossnefnd teldi sölusamninga sem hrepp gert um vatns- og landsrét réttum ólögmæta. Land gerði tilkall til slíkra vatnsr Ekki virðast hafa orðið eftirmál af símskeytum þe sem réttindin sem um ræ áfram í eigu Fossafélagsin um áratuga skeið. Það var en árið 1952 að Titan seld indi félagsins hér á landi ti ríkisins. Landbúnaðarráðuneytið forgöngu um samninginn f ríkisins, og greiddi 600.000 krónur og 200.000 íslenska fyrir vatnsréttindi Fossa Titan. Sú upphæð samsvara bil 83 milljónum íslenskra verðlagi dagsins í dag. Í s um var um að ræða vatns Þjórsá, Tungnaá, Köldukví vatni og víðar. Þessi tilteknu lands- og v indi voru í eigu ríkisins þ þau voru lögð til af hálfu við stofnun Landsvirkju 1965, á móti framlagi Rey borgar. Ekki er ljóst hvert v þeirra var þá en í dag e vatnsréttindi, þ.e. aðalleg réttindi í Þjórsá fyrir ofan B Tungnaá, metin til tæpra óna króna í bókum Landsv samkvæmt upplýsingum fr virkjun. Framlag ríkisin einskis virði Það er ekki fyrr en nú, þ sjö árum eftir stofnun La unar, að í ljós kemur að fra isins til stofnunar fyrir samkvæmt úrskurði óbygg ar, var að hluta til einskis vi Þegar Landsvirkjun va árið 1965 lagði ríkissjóður arhluta sinn í Sogsvirkju réttindi í Soginu og lóð mannvirkjagerðar þar, gö andi byggingu Búrfellsvirk milljónir króna í reiðufé og Horft yfir Þjórsárver. Verði af gerð Norðlingaölduveitu m Á Landsvirkju Landsvirkjun er ekki eigandi landsréttinda, þar með tali vatnsréttindi í afréttum Árnessýslu. Samkvæmt nýlegum úrskurði óbyggðanefndar eru vatnsréttindin í eigu ríkisins ekki Landsvirkjunar eins og áður hafði verið talið. Ragna S Jónsdóttir kannaði hvaða þýðingu þessi niðurstaða hefur fy Landsvirkjun annars vegar og ríkið hins vegar. HVAR ER ÖRYGGISNETIÐ? ÍSRAELAR OG PALESTÍNUMENN Ísraelsmönnum hefur tekizt und-anfarna mánuði og alveg sér-staklega síðustu vikur og daga að afla Palestínumönnum meiri samúðar og fylgis við málstað þeirra en Palestínumönnum sjálfum hefur tekizt á undanförnum áratugum. Þetta er sú niðurstaða af hernaðar- aðgerðum Ísraelsmanna að undan- förnu og þó sérstaklega síðustu daga, sem þeir sjálfir eiga eftir að horfast í augu við í vaxandi mæli. Forsendan fyrir aðgerðum Ísr- aelsmanna gegn Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að undanförnu virðast vera þær, að hann sjálfur stýri hryðjuverkamönnum Palest- ínumanna og ef takist að einangra hann algerlega mundu sjálfsmorðs- árásir gagnvart óbreyttum borgur- um í Ísrael hætta. Líkurnar á því að einn maður eða fámennur hópur í kringum hann geti miðstýrt þessum aðgerðum eru takmarkaðar en alla- vega er ljóst að til þess að þeim ásökunum Ísraelsmanna verði trúað verða þeir að leggja fram einhverjar upplýsingar á opinberum vettvangi til rökstuðnings þeim. Arafat er enginn dýrlingur en það er Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ekki heldur. Raunar hefur Sharon sent frá sér yfirlýsingar af því tagi, sem enginn lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi annar mundi láta sér um munn fara eins og þær að hann hefði átt að láta drepa Arafat. Niðurstaðan af aðgerðum Ísr- aelsmanna, þegar hér er komið sögu, er fyrst og fremst sú, að samúð heimsbyggðarinnar er með Palest- ínumönnum og málstað þeirra og væntanlega hefur það ekki verið markmið Ísraelsmanna. Afstaða Bush Bandaríkjaforseta til deilnanna fyrir botni Miðjarðar- hafs er undarleg. Yfirlýsingar for- setans eru misvísandi. Á sama tíma og Bandaríkjamenn standa að sam- þykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna lætur Bandaríkjaforseti orð falla um það að Arafat eigi og geti stöðvað hryðjuverkin. Hvernig á maðurinn að geta það innilokaður og einangraður af hersveitum Ísr- aelsmanna? En jafnframt er full ástæða til að draga í efa að hann gæti það, jafnvel þótt hann hefði frjálsar hendur. Í brjósti Palestínu- manna hefur orðið til djúpstætt hat- ur í garð Ísraels. Hver kynslóð Pal- estínumanna á fætur annarri horfist í augu við algert vonleysi um betra líf. Þess vegna er þetta unga fólk tilbúið að drepa sig í þágu málstað- arins. Varaforseti Bandaríkjanna var nýlega á ferð um Miðausturlönd til þess að afla stuðnings arabaríka við hernað gegn Saddam Hussein í Írak. Það er ljóst að Bandaríkja- menn fá þann stuðning ekki á meðan þeir beita ekki því gífurlega afli, sem þeir hafa yfir að ráða til að stöðva Sharon. Ísraelsmenn hafa slíka hernaðaryfirburði gagnvart Palest- ínumönnum, að þeir geta gert það sem þeim sýnist – nema að stöðva sjálfsmorðsárásirnar. Deilurnar í Miðausturlöndum verða aldrei leystar með aðferðum Sharons. Á síðustu dögum Clinton- stjórnarinnar voru deiluaðilar hárs- breidd frá samkomulagi. Bush á engan annan skynsamlegan kost en þann að taka upp þráðinn frá þeim viðræðum. Úr því sem komið er mun heimsbyggðin ekki standa með Bandaríkjaforseta í þeirri óskiljan- legu afstöðu, sem hann hefur tekið til átakanna í þessum löndum nú síð- ustu daga. Nú um páskahelgina komu framupplýsingar frá talsmönnum Mæðrastyrksnefndar, sem benda til að fátækt og neyð sé meiri hér á landi en almenningur hefur haft vitneskju um. Þetta eru alvarleg tíð- indi og hljóta að verða til þess að staða þeirra þjóðfélagshópa, sem um er að ræða, verði skoðuð mjög vandlega. Hingað til hefur fólk almennt tal- ið, að það öryggisnet, sem byggt hefur verið upp í okkar velferðar- þjóðfélagi, hafi dugað og eigi að duga til þess að koma í veg fyrir þá neyð, sem talsmenn Mæðrastyrks- nefndar lýsa.Að móðir gangi um með barn sitt í ferðatösku. Að fólk eigi ekki fyrir mat. Fámennið á Íslandi er kostur að því leyti til að við eigum að hafa betri yfirsýn yfir kjör fólks. Návígið er kostur að því leyti að hlutskipti einstaklinga af því tagi, sem tals- menn Mæðrastyrksnefndar lýsa, á ekki að fara fram hjá okkur. Þess vegna eigum við að hafa meiri mögu- leika til að fylgjast með því ef erfið afkoma fer niður fyrir öll mörk. Sveitarfélögin eiga að hafa nokk- uð staðgóða þekkingu á kjörum þeirra, sem versta afkomu hafa. Í smærri sveitarfélögum á þetta að vera auðvelt. Í stærri sveitarfélög- um á það að vera hægt. Alþingi og ríkisstjórn hljóta á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fram hafa komið og á að vera hægt að fá hjá sveitarfélögunum, að meta það hvort þau göt séu komin í örygg- isnet velferðarkerfisins, sem þurfi að stoppa upp í. Við Íslendingar getum ekki verið þekktir fyrir að láta nokkurn ein- stakling búa við það hlutskipti, sem lýst hefur verið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.