Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ S em ég var að velta fyr- ir mér viðhorfum mínum um sendibréf og tölvubréf, gluggaði ég í nokkrar bækur með sendibréfum. Þá hafði ég m.a. milli handanna bækur með bréfum Þórbergs Þórðarsonar til Sólrúnar Jónsdóttur og bréf- um Jóhanns Jónssonar til Frið- riks A. Friðrikssonar. Þórbergur var bréfsnillingur, sem bækur hans bera með sér, og höfundur Saknaðar gat líka orðað tilfinningar sínar með mjög svo eftirminnilegum hætti. Þegar ég las þessi bréf, leit- uðu ástin og vináttan sterkt á huga minn og sá ríkidómur, sem þær eru okkur mönnunum í sín- um björtustu myndum. Ég ætla að deila með lesendum tveimur köflum þessara bréfa, þar sem bréfritarar fjalla um ástina og æskuvinátt- una. Þórbergi Þórðarsyni og Sólrúnu Jónsdóttur var ekki skapað annað en skilja. Í inn- gangi Indriða G. Þorsteinssonar í bókinni Bréf til Sólu, kemur fram að kynni þeirra hófust á árinu 1918 og stóðu þá í ár eða svo, en sumarið 1919 giftist Sól- rún Steindóri Pálssyni og hvarf úr lífi Þórbergs. Þremur árum síðar taka þau aftur upp kynni, sem nokkur uppstytta verður á 1926, en þau skrifast á eftir það allt til 1932 að Þórbergur giftist. Eftir það hittust þau aldrei, skrifuðust ekki á og höfðu engin samskipti. Steindór Pálsson dó 24. marz 1924, en þau Sólrún bjuggu ekki saman sem hjón síðustu tvö ár- in. Hún ól stúlkubarn 29. febr- úar 1924, sem var skráð Stein- dórsdóttir, en Sólrún mun hafa sagt hana dóttur Þórbergs og hann viðurkennt barnið sem sína dóttur. Bréfið, sem tekið er úr, skrif- aði Þórbergur á Akureyri, 1. júlí 1922: „Ást milli karls og konu er máttugasta og dýrlegasta aflið, sem í mannsbrjóstinu býr. Hún ein er fær um að gera þetta fá- tæklega líf einhvers virði. Ástin vökvar gróður hjartans og fyllir heiminn himneskum hljómi. Hún breiðir eins konar töfrablæju yf- ir himin og jörð og fyllir sál vora fegurð og yndirsleik. Hefur þú ekki fundið, að ástin breytir í raun og veru útliti heimsins fyr- ir augum vorum, gerir umheim- inn fegurri og yndislegri en hann áður var? Blóm jarð- arinnar og blámi himinsins klæðist nýrri fegurð. Í gamalli sögu er sagt frá Þórdísi dóttur Eyjólfs ríka á Möðruvöllum. Hún ann hugástum manni þeim, sem sagan nefnir Sörla. Einu sinni, er hún á von á heimsókn elskhuga síns, leggur söguhöf- undurinn henni þessu eftirtekt- arverðu orð í munn: „Nú er mik- ið um sólskin og sunnanvind og ríður Sörli í garð.“ Heimsókn Sörla gerir sólskinið bjartara og vindinn hlýrri í vitund Þórdísar. Slíkur er máttur ástarinnar.“ Þessi bréf Þórbergs til Sól- rúnar geymdust fyrir tilviljun. Sólrún kom til vinafólks síns með vindlakassa og bað þau brenna bréfin í honum. Kassinn varð þó alltaf útundan við eld- stóna, „fannst“ þar aftur löngu seinna og var þá geymdur lengi, áður en bréfin í honum voru gerð opinber Tilviljun, ef hún þá er til, réð því líka, að bréf Jóhanns Jóns- sonar skálds til séra Friðriks A. Friðrikssonar rötuðu til almenn- ings. Þau fundust uppi á hálaofti á Húsavík að Friðrik gengnum. Jóhann og Friðrik urðu æsku- vinir í Ólafsvík. Bréfin eru skrif- uð á árunum 1912–25; þau fyrstu skólaár Friðriks í Reykjavík. Leiðir Friðriks og Jóhanns skildu líka. 1921 fór Jóhann til Þýzkalands að verða skáld og rithöfundur og sama ár fór Frið- rik til preststarfa í Kanada. Jó- hann dó ytra úr berklum 1932, en árið eftir flutti séra Friðrik heim aftur og gerðist prestur Húsvíkinga. Jóhann tjáir vini sínum hug sinn svo m.a. í bréfi 22. marz 1923: „Þú ert fyrir mig eins og jökl- arnir heima fyrir þann mann sem heldur til framandi landa og horfir til baka heim af þilfarinu í síðustu landsýn. Þeir standa ennþá upp úr! Og hamingjan hjálpi mér ef ég flækist svo langt út á lífsins haf að þú hverfir augum mínum, því að þá hef ég líklega flækst alla leið frá sjálfum mér. Nei, mér þykir næsta ólíklegt að lífið eigi nokk- urn tíma eftir að fara svo með mig að ég verði þér fráhverfur. Við skulum gera ráð fyrir því allra sorglegasta sem hent getur æskuvini: að lífið geri sálir okk- ar ófrjósamar fyrir heitustu hugsjónum hvors annars, að við jafnvel upprætum orð og verkn- aði hvors annars upp í okkur, sem hvert annað skaðlegt ill- gresi úr nytjagarði. En jafnvel það myndi ekki kæla hjartayl minn til þín. Alveg eins og holtin heima í Ólafsvík myndu alla tíð verða fyrir mér heilagur staður, jafnvel þótt ég gerðist stórsali á heyi og sendi, folgendessen, hundruð verkamanna út um all- ar trissur til þess að slá hvern slægan blett og bölvaði landinu daglega fyrir grasleysi þess! Æskuvinátta er sterkari en allur vilji sem lífið gefur sálinni þegar hún vex. Hún er sterkari en maðurinn sjálfur, svo sterk er hún að jafnvel stormar örlag- anna, allra máttugustu örlaga lífsins, fá ekki upprætt hana.“ P.S. Helga Þórisdóttir sendi mér tölvubréf um ágæti tölvu- póstsins, þótt „nokkur gam- aldags handskrifuð bréf“, sem hún fær enn, séu „alltaf jafnynd- isleg. Það er svo persónulegt og eins og maður fái hluta af við- komandi“. Helga sendi mér m.a. vísu, sem hún amma hennar lét fljóta með í sendibréfi, þegar henni fannst barnabarnið hafa svindl- að svolítið í samskiptum þeirra með símtali. Þetta var löngu fyr- ir daga tölvupóstsins: „Áður en bréfið endað hef ætla ég þess að minnast gott er símtal, betra bréf en best er þó að finnast.“ Bezt er þó að finnast Hér segir af ást og vináttu, sem nafn- toguð skáld hafa lýst í sendibréfum sín- um, og í eftirskrift segir af vísukorni, sem fullorðin kona lét fljóta með í bréfi. VIÐHORF eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ✝ Þorgeir KristinnÞorgeirsson fæddist á Hrófá í Steingrímsfirði í Strandasýslu 17. júní 1931. Hann lést á Landspítalanum 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Þorgeirsson, f. 27. des. 1894 á Höllustöðum í Reyk- hólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu, d. 27. nóv. 1984, bóndi á Hrófá og síð- ar búsettur í Reykja- vík, og Stefanía Guðrún Jónsdóttir, f. 4. júní 1899 á Hrófá, d. 21. ágúst 1993, húsfreyja á Hrófá og síðar í Reykjavík. Systir Þorgeirs var Jón- ína Þorgeirsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 24. nóv. 1923, d. 19. mars 2002. Eiginmaður Jónínu er Jakob Björnsson, f. 30. apríl 1926, fyrrverandi orkumálastjóri. Dóttir þeirra er Sigrún Birna, f. 14. okt. 1959, og sonur Jónínu er Stefán Hermannsson, f. 5. nóv. 1944. Árið 1956 kvæntist Þorgeir eft- irlifandi eiginkonu sinni, Elínu Ing- ólfsdóttur, húsfreyju og fyrrver- andi kennara við Þinghólsskóla í forstöðumanni skammtímavistun- ar á Sauðárkróki. Þau eiga tvo syni. 2) Sigrún, f. 21. nóv. 1958, rit- stjóri hjá þýðingamiðstöð utanrík- isráðuneytisins, gift Ara Páli Krist- inssyni, f. 28. sept. 1960, forstöðumanni Íslenskrar mál- stöðvar. Börn þeirra eru Þorgeir, f. 17. ágúst 1983, nemi í MR, Krist- rún, f. 30. maí 1989, Ingólfur, f. 8. júlí 1991, og Hannes, f. 25. maí 1995. 3) Stefanía, f. 3. júní 1962, sérfræðingur á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, gift Karli Blöndal, f. 6. nóv. 1961, aðstoðarrit- stjóra Morgunblaðsins. Börn þeirra eru Þorgeir Kristinn, f. 22. ágúst 1995, og Margrét, f. 7. apríl 2000. Þorgeir ólst upp á Hrófá í Standasýslu, stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútafirði, varð stúdent 1952 frá Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands 1958. Það ár hóf hann störf hjá Pósti og síma þar sem hann starfaði alla sína starfsævi, fyrst sem endurskoðandi, síðar sem for- stöðumaður Póstgíróstofunnar og eftir það sem framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma. Hann lét af störf- um árið 1999. Þorgeir vann að ýms- um félagsmálum, m.a. var hann lengi félagi í Kiwanis-hreyfingunni og sat um tíma í stjórn Rauða kross Íslands. Útför Þorgeirs K. Þorgeirssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kópavogi. Þau stofn- uðu heimili í Reykja- vík en fluttu síðar á Melabraut 4 á Sel- tjarnarnesi. Elín fædd- ist 17. apríl 1928 í Langholti í Flóa í Ár- nessýslu. Foreldrar hennar voru Ingólfur Þorsteinsson, f. 14. feb. 1899, d. 27. ágúst 1980, bóndi í Langholti í Flóa, síðar í Merki- landi í Hraungerðis- hreppi, framkvæmda- stjóri Flóaáveitunnar og fulltrúi á skrifstofu Búnaðarfélags Íslands, og Guðlaug Brynjólfsdóttir, f. 8. maí 1897, d. 16. feb. 1981, húsfreyja og kennari í Ólafsvík og Hraungerðishreppi í Árnessýslu. Dætur Þorgeirs og El- ínar eru þrjár: 1) Hjördís, f. 27. des. 1956, framhaldsskólakennari við Menntaskólann við Sund, gift Brodda Þorsteinssyni, f. 5. jan. 1951, deildarstjóra hjá Símanum. Dóttir þeirra er Elín, f. 2. júní 1992, og sonur Brodda er Þorsteinn Tómas, f. 9. des. 1968, fram- kvæmdastjóri Hestamiðstöðvar Ís- lands, kvæntur Dóru Heiðu Hall- dórsdóttur, f. 10. apríl 1969, Elsku pabbi, það er erfitt að kveðja þig, kallið kom allt of snemma. Þú varst alltaf góður faðir og nú á fullorð- insárum mínum hefur þú einnig verið mjög góður félagi okkar Brodda. Þú varst ávallt góð fyrirmynd, ábyrgur, vandvirkur og metnaðarfull- ur í störfum þínum og aldrei talaðir þú illa um nokkurn mann. Við vorum alls ekki alltaf sammála um stjórnmál en á unglingsárunum lærði ég mikið af að rökræða um pólitík við þig, lærði bæði að skilja betur eigin skoðanir og að skoða málin út frá fleiri en einu sjónarhorni. Við höfum haft mikil og góð sam- skipti, þú lagðir mikla áherslu á að rækta fjölskyldutengslin, sérstaklega hin síðari ár. Aðfangadagar voru allt- af sérstakir dagar hjá okkur, svo lengi sem ég man höfum við farið saman í kirkjugarð á aðfangadag til að leggja blóm á leiði einhverra í fjöl- skyldunni. Hér áður fyrr keyrðum við síðan út jólapakkana og við höfum haldið jól saman á heimili ykkar mömmu á aðfangadagskvöld í 45 ár. Á fullorðinsárum hafa samskiptin aukist m.a. vegna þess að þið Broddi urðuð mjög góðir vinir og vinnufélag- ar. Við höfum átt margar góðar stundir saman í sumarbústaðnum ykkar mömmu í Klofsteini austur í Flóa. Þar hafa alltaf verið höfðingleg- ar móttökur, fjórréttaðar grillmáltíð- ir sem þú stjórnaðir því þó að þú sæir aldrei um matinn á Melabrautinni varst þú alltaf grillmeistarinn í Klof- steini. Við spiluðum mikið bridge, bæði í bústaðnum á sumrin og í Reykjavík yfir veturinn. Einnig var oft gripið í spil á ferðalögum okkar en þau hafa verið mörg bæði innanlands og utan. Sérstaklega eru minnisstæð- ar ferðir okkar saman til Ítalíu og óp- eruferðirnar til London. Á ferðalög- um varst þú hrókur alls fagnaðar og ávallt búinn að kynna þér sögu svæð- isins og afla upplýsinga um alla staði sem vert var að heimsækja, hvort sem um var að ræða fagra náttúru, sögulegar minjar, kirkjur, söfn eða veitingahús. Einnig eru mjög eftirminnilegar ferðir allrar fjölskyldunnar bæði norður á Strandir og í Skagafjörðinn sem þú áttir frumkvæði að. Ég, Broddi og Elín dóttir okkar höfum svo sannarlega notið allra þessara samvista við þig og mömmu. Við eig- um eftir að sakna þín sárt, takk fyrir allt. Hjördís. Afi minn fæddist 17. júní 1931, ná- kvæmlega 120 árum seinna en Jón Sigurðsson. Afi sýndi alla tíð ættjörð sinni og fána hennar mikla virðingu enda gerði hann sér grein fyrir mik- ilvægi þess sem þjóðinni ávannst á þrettánda afmælisdegi hans. Hann var duglegur að flagga á stórhátíðum og góðviðrisdögum, bæði heima á Melabrautinni og nú seinustu árin einnig í sumarbústaðnum. Sérstaka rækt lagði afi við heimahaga sína, Strandasýsluna, og er mér mjög minnisstæð ferð stórfjölskyldunnar undir forystu hans á æskustöðvarnar nú fyrir nokkrum árum. Það er dýr- mætt að hafa fengið tækifæri til að heimsækja þessar slóðir með afa meðan hann hafði heilsu til og seint gleymist ánægjan á andliti afa þegar hann sýndi okkur fæðingarbæ sinn, Hrófá við Steingrímsfjörð, og heim bernsku sinnar þar í kring. Þá var afi minn kominn heim. Afi var sérlega hjartahlýr maður og sýndi okkur barnabörnunum alltaf mikla ástúð. Hann var skarpgreindur og rökvís og hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálunum. Gaman var að spjalla við hann um ýmis málefni. Jafnvel hinar síðustu vikur þegar hann lá fár- veikur á sjúkrahúsi af krabbameini fylgdist hann grannt með helstu frétt- um úr þjóðlífinu og utan úr heimi. Afi var bókhneigður maður og list- elskur. Ekki var óalgengt að heyra klassíska tónlist hljóma þegar þau amma voru heimsótt og hafði afi þá sett einhverja plötuna úr safni sínu á fóninn. Tónlistarnámi og annarri tómstundaiðju okkar barnabarnanna sjö sýndi hann jafnan mikinn áhuga og höfðu þau amma mikla ánægju af að fylgjast með framförum okkar og þroska á því sviði jafnt sem öðrum. Alltaf hafði afi tíma til að tefla eða taka í spil með vaxandi fólki. Fjölmörg áhugamál átti afi önnur en listirnar. Himingeimurinn var honum hugleikinn og gaman var að slappa af með honum og ömmu í heita pottinum við sumarbústað þeirra í Flóanum, æskustöðvum ömmu, mæna upp í himininn og læra af hon- um um stjörnumerkin. Bústaðurinn var reyndar hans stærsta áhugamál síðustu árin eftir að hann dró sig út úr erilsömu starfi og félagsmálavafstri. Þar sinnti hann gróðursetningu og ræktun af kappi og naut sín vel vinnu- semi hans og atorka. Ætíð var hann þakklátur fyrir aðstoð ungra vinnu- manna í kartöflubransanum þó að sú hjálp hafi líklega ekki alltaf komið að miklum notum en verið langfeðgum til þeim mun meiri ánægju. Fráfall afa bar brátt að. Aðeins liðu örfáar vikur frá því að hann greindist með illvígan sjúkdóm, bráðahvít- blæði, uns ljóst var að aðeins stefndi í eina átt. Trúin hefur verið okkur styrkur á þessum erfiðu tímum. Sér- stök ástæða er til að þakka séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni fyrir hve vel hann hefur reynst fjölskyldunni á þungbærum stundum, ekki síst ömmu. Söknuður hennar er sár; hún hefur elskað mikið og misst mikið. Nú huggum við okkur við fullvissuna um að sál afa sé gengin Guði sínum á hendur, laus úr viðjum magnþrota líkama, til eilífrar vistar í ríki friðar og réttlætis. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.“ (Sálm. 46,2.) Þorgeir Arason. Stundum er eins og menn verði speglar fyrir samtíma sinn. Úr ævi þeirra má lesa andstæður og umbrot liðins tíma. Þorgeir K. Þorgeirsson er einn þessara manna. Á liðinni öld var hann samferða Íslandi inn í nú- tímann. Hann fæddist og ólst upp á bænum Hrófá í Steingrímsfirði, gekk til mennta, nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og lauk langri og far- sælli starfsævi sem framkvæmda- stjóri hjá einu stærsta og tæknivædd- asta fyrirtæki landsins, Pósti og síma. Þorgeir vann reyndar hjá fyrirtækinu alla tíð frá því hann útskrifaðist í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands 1958 þar til hann settist í helgan stein árið 1999, fyrst Póst- og símamálastofnun, síðan Pósti og síma og því næst Landssíma Íslands. Hann var af þeirri kynslóð manna, sem lögðu áherslu á hollustu og tryggð við fyr- irtækið. Hann gekk alla tíð til verks af dugnaði, eljusemi og framsýni, en gleymdi aldrei uppruna sínum. Öllu heldur var uppruni Þorgeirs honum kompás á lífsleiðinni og kjölfesta, áttaviti, sem hann notaði til að átta sig á hvað skipti máli í lífinu. Þorgeir hafði til að bera mikla gæsku og umburðarlyndi, sem kom meðal annars fram í því hvernig hann tók renglulegum unglingspilti, sem gerði hosur sínar grænar fyrir Stef- aníu, yngstu dóttur hans, opnum örm- um frá upphafi og bauð þegar vel- kominn í fjölskylduna, en lýsti sér ekki síst í þeim áhrifum, sem hann hafði á barnabörnin. Þau sakna nú afa síns sárt. Þorgeir var réttsýnn og þoldi illa ranglæti, hvort sem það var fátækt á Íslandi eða kúgun og yfirgangur í fjarlægum löndum. Hann fylgdist vel með og lét fátt sér óviðkomandi. Það nægir að líta í bókahillurnar á skrif- stofu Þorgeirs heima hjá honum á Melabrautinni til að sjá hversu vítt áhugasvið hans var. Þar standa hlið við hlið fróðleikur um heimahagana í Strandasýslu og bækur um nýjustu strauma og stefnur í stjórnun, forn- sögur og nútímabókmenntir, að ógleymdri sagnfræði, þar á meðal saga símans á Íslandi, sem hann átti drjúgan þátt í að fest yrði á blað. En honum dugði ekki að fræðast af bókum. Þorgeir hafði mikið yndi af ferðalögum. Hann ferðaðist ásamt Elínu Ingólfsdóttur, eiginkonu sinni, um allt Ísland og sótti þá iðulega átt- hagana á Ströndunum heim. Einnig fóru þau víðs vegar um heiminn – ÞORGEIR K. ÞORGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.