Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 16
SAMBA FYRIR SQLUSKATTIHH Tónleikar Jazzvakningar Háskólabió/ 19-4-1980 Nils Henning örsted-Pedersen# bassi Tania Maria, píanó, söngur „Kassastykki" Stemmningin var eins og á frumsýningu jólaleikrits Leik- félagsins. Það var mikiö skvaldur i anddyrinu: flestir eftirvæntingarfullir, all-margir mættir til að sýna sig og sjá aðra, nokkrir komnir af skyldu- rækni, sumir með þennan for- kastanlega merkissvip á andlit- inu, sem á að gefa til kynna að jazzáhugi þeirra og áratuga þekking segi þeim, að hér veröi ekki um merkilegan tónlistar- viðburö að ræða, enda löngu uppselt! Sá besti... Viö fylgjumst með straumn- um inn i salinn. Konan fyrir framan mig, klædd i grænan hermannajakka og landgönguliðabuxur, talar með ákveðnum tón um bassaleikara. Hún segir Nils Hennig örsted- Pedersen vera besta bassaleik- ara i heimi. Maðurinn við hlið hennar kinkar kolli i sifellu. Hann er einn af okkur annars flokks borgurunum (i jakkaföt- um með bindi) — þeim, sem reykja. Ósjálfrátt byrja ég að telja bassaleikara i huganum, þá bestu: Hvaö með Jimmy Blant- on, Oscar Pettiford, Slam Ste- wart, Charles Mingus, George Duvivier, Red Mitchell, Ray Brown, Wilbur Ware, Scott La Faro, Michael Moore, Bob Magnússon...? Konan tekur sér sæti á fimmta bekk. A jakkanum hennar er stenslað „SEA- BEES” Einu sinni var þrúmu- gðð sjéliðahljómsveit á Kefla- vikurflugvelli. Meö henni lék Bill Berry, sá hinn sami og lék seinna meir með Herman og Ellington. Hann var „Seabee”. Skattar og afborganir Nú fara tónleikarnir að byrja. Vernharður er búinn að fara tvisvar að tjaldabaki. Það er segin saga, að Venni fer alltaf tvisvar ,,á bak við” áður en tón- leikar Jazzvakningar hefjast. Jónatan stendur i hópi ljós- myndara framan við sviðið og leggur þeim lifsreglurnar. Jónatan er einn af þeim fjöl- mörgu Jazzvakningarmönnum, sem hafa lagt á sig gifurlega vinnu og erfiði vegna Vakning- arinnar — eins og t.d. Venni, Pétur, Jonni, Eirikur og Chinotti. Það hlýtur að vera nið- urdrepandi að sjá stórkosílegan árangur sjálfboðins menning- armálastarfs verða að engu vegna söluskatts til hins opin- bera. „Hann vill helst ekki ljós- myndun nema fyrri partinn”, segir Jónatan. „Hann” og Tania Maria ganga inn á sviöið. Hún erþeldökk og þybbin, klædd i kolsvart buxnadress. Hann er danskur og með alskegg. //Samba dese days" Tania Maria og Nils Henning spiluðu sex sömbur fyrir hlé. Nils var lengi að hitna — spilaði óhreint til að byrja með. Tania lék af lifs og sálarkröftum. Hún á erfitt með að halda aftur af sveiflunni i likamanum, þegar best lætur. Fætur hennar ganga fram og aftur, til og frá, út og suöur. Stórkostlegur dans! (Svo var verið að grinast með stappið I harmonikuleikurum I gamla daga). Tania syngur lika. Hún syng- ur mestmegnis á portúgölsku — sagði Dagblaðiö i vikunni sem leið. Portúgalskan hennar Taniu var vægast sagt bráð- skemmtileg. Tania Maria söng i „Unison” við pianóleik sinn — urraði, hvæsti, skrikti, raulaði og trallaöi. Hún smeygði spönsk um, frönskum og enskum orð- um inn á milli andkafa, ekki ólikt Tito Burns. Hún er enginn Slam Stewart. Það er af og frá. 1 þriðju sömbunni hvislaði maðurinn I næsta sæti að mér, um leiö og hann pakkaði niður ljósmyndavélinni sinni: „Það á ekki að vera hægt að spila svona á bassa!” „Það er heldur ekki hægt”, sagði ég, og þóttist hafa svarað i sömu mynt. Sykurlaust Pepsi „Það vantar tilfinnanlega reglugerö um svona tónleika. Reglugerð fyrir okkur þessa gömlu blúsara”, sagði Jón Múli um leið og hann kveikti sér I dönskum cerut I hléinu. „Það eiga að vera ströng ákvæði um það, að jazzleikarar verði að spila stifa fjóra I takti, að minnsta kosti I þriðja hverju lagi”. Ég lofaði að koma þessu á framfæri um leið og ég laumaði mér I gos-röðina. Allir virtust þekkja einhvern. Þeir brostu og nikkuðu og flýttu sér að vera á undan hinum að spyrja: „Hvernig finnst þér?” Ég bað stúlkuna um Pepsi, þegar röðin kom að mér við af- greiðsluborðið. „Sykurlaust?” spurði hún og mældi mig með augunum. Les McCann Ltd Seinni hluti tónleikanna var liflegur, — samba, söngur og ör- litill „sálargeisli”. Ungfrúin hefur auðheyrilega hlustað tölu- vert á „Soul-meistarann” Les McCann, enda heyrði maður hverja gospel-slaufuna á fætur annarri, svo að segja hárrétta af „Les McCann Ltd in San Francisco”, þegar grynnkaði á sambataktinum. „Þá er þessu lokið”, sagði Chinotti, grafalvarlegur, um leið og við urðum samferða fram gólfið smáspöl eftir fagn aðarlætin i lokin. Þetta voru þægilegir tónleik- ar. —ó.St. Nils-Henning örsted Pedersen og Tania Maria á tónleikunum i Há- skólabiói. Ljósmynd: Gunnar Elisson. „Furöa hvaö ég enflist” - segír Guðmundur Jónsson sem syngur einsöng i Sálumessunni Söngsveitin Filharmónia. Söngsvellln Fílharmonía 20 ára: Hefur flutl ýmis helstu stórverk kórtónlistarlnnar - Sálumessa Brahms á dagskrá nú „Jújú, þetta er gott verk og þarf ekki mina umsögn til”, sagði Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, er Visismenn hittu hann á æfingu Söngsveitarinn- Guðmundur Jónsson, óperu söngvari. ar Filharmóniu i Há- skólabiói. Guðmundur er einsöngvari i flutn- ingi sveitarinnar á Sálumessu Brahms, á- samt Siegline Kahman. Þetta er reyndar ekki i fyrsta sinn sem Guðmundur syngur einsöng i þessu verki, hann var meö bæöi 1962 og 1966 þegar Filharmónia flutti verkið og spreytirsig þvi' nú i þriðja sinn. „Já, það er mesta furða hvað ég endist”, sagði Guömundur. „Ég er nú búinn að syngja i ein 37dr og það fer að liöa að þvi að ég gefist upp á þessu”. Guðmundur var að þvi spurð- ur hvemig honum litist á verkið og söngsveitina. „Mér list alltaf vel á allt sem ég geri. En það er gaman að vinna með þessum kór, fólkið leggur á sig óhemju vinnu af mikilli fórnfýsi. Einhvers staðar sagði Bern- andShaw að eftir að hafa hlust- aðeinu sinni á þetta verk þyrfti maður ekki meira. Shaw var góður penni þó hann segðist ekkert vit hafa á tónlist, þetta er fallegt verk”sagði Guðmundur. Nú var komið að Sieglinde Kahman að syngja og Guð- mundur lagði eyrun viö. „Hún hefur verið eitthvað lasin en vonandi veröur það komiö i lag fyrir t&ileikana”. Það var ljúflegur söngur sem mætti Visismönnum I Háskóla- biói i gær en þar voru Söngsveit- in Filharmónia og Sinfóniu- hljómsveit Islands að æfa Sálu- messu eftir Johannes Brahms, sem flutt veröur á morgun i til- efni af 20 ára afmæli Fil- harmóniu. Þessi sálumessa hef- ur hlotið þá einkunn að vera eitt erfiðasta kórverk sinnar teg- undar i flutningi þar eð hún ger- ir miklar kröfur til kórsins. Hlýtur að þvi að vera eftir miklu aö slægjast, bæði fyrir kórfé- laga og tónlistarunnendur. Þetta er i þriöja sinn sem Sálumessa Brahms er flutt hér i Filharmóniu, áður var hún flutt 1962 og 1966. Til þess aö stjórna flutningnum hefur verið fenginn hingað til lands sir Charles Groves, Englendingur af aðals- ættum en hann er fastur stjórn- andi London Philharmonic Orchestraog þykir njóta sin vel I kórverkum sem þessu. Það var árið 1959 sem undir- búningur hófst fyrir stofnur söngsveitarinnar og var dr. Ró bert A. Ottósson ráðinn söng- stjóri. Sina fyrstu tónleika héll svo Filharmónia i Þjóöleikhús- inu fyrir réttum 20 árum, flutl var Carmina Burana eftir Carl Orff. Afrekaskrá söngsveitar- innar er orðin stdr og löng. nefna má sálumessur eftir Mozart og Verdi, 9. sinfóniuna, Missa Solemnis, C-dúr messu og Kórfantasiu eftir Beethoven, Messias eftir Handel, Sköpun- ina eftir Haydn, Magnificat eftir Bach, Te Deum eftir Bruckner, Dvorák og Kodaly og ýmis fleiri verk. Einnig hafa verið flutt islensk verk, Alþingishátiðarkantata eftir Pál Isólfsson, Völuspá Jóns Þórarinssonar og verk eftir Björgvin Guðmundsson og Sigursvein D. Kristinsson. Nefna má og þdtt söngsveitar- innari flutningiLa Traviata eft- ir Verdi fyrir fáeinum vikum. Það var dr. Róbert A. Ottóson sem var primus motor og drif- fjöður söngsveitarinnar allt til andláts hans 1974, en nú er Mar- teinn Hunger Friðriksson stjtírnandi og hefur veriö frá 1976. Formaður stjórnar er Guðmundur Orn Ragnarsson. í söngsveitinni nú eru 122 söngvarar og segir sig sjálft að mikill má áhugi þeirra allra vera til að hægt sé að halda úti þessari sveit, enda er starfiö gersamlega ólaunað og félag- arnir allir eða flestir i fastri vinnu. Æfingar eru nú tvisvar i viku á kvöldin en fyrir stórverk- efni, einsog nú er æft um há- degisbilið og sagði Guömundur örn, formaður stjórnar, i spjalli viðVisiaðkórfélagarhefðu sýnt mikla fórnfýsi og ekki væri sið- ur um vert að atvinnurekendur sýndu þeim mikinn skilning. Sálumessa Brahms, sem hann samdi seint á 19. öld i minningu vinarsins, Roberts Schumanns, verður sem áður segir flutt á morgun og hefst klukkan 20.30. Siðan verður sálumessan flutt öðru sinni á laugardaginn klukkan 14.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.