Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 23
23 Guörún Þórðardöttir 140 kg á þyngd. „Að hætta að vera matargat” heitir þáttur sem verður i útvarp- inu i kvöld kl. 20.45 i umsjá Ingva Hrafns Jónssonar blaðamanns. Ræðir hann þar um hið mikla vandamál sem aukakilóin eru hjá mörgum, og heimsækir þá hina merku stofnun megrunarklúbb- inn Linuna. Þar ræðir hann við Helgu Jóns- dóttur stofnanda Linunnar og ýmsa klubbfélaga, sem hafa misst frá hálfu kilói upp I hálft hundrað. Linan er meö útibú viða um land. Meöal þeirra staða er Húsavik, og þar er kona sem við hér á Visi fréttum að hefði tekið af sér 51,5 kg á liðlega einu dri. Hún heitir Guðrún Þóröardóttir og slógum viö á þráöinn til hennar I gær. „Ég fór i' fýrsta sinn á fund hjá Linunni hér á Húsavik þann 8. janúar i fyrra” sagði hún. ,,Þá var ég 140 kiló en nú er ég oröin 88,5 kiló. Ég var búin að reyna Guðrún Þórðardóttir liðlega ári siðar og liðlega 50 kg léttari. ýmislegt til að megra mig I gegn- um árin, en það var ekkert annað enhálfkák þar til ég byr jaði 1 Lin- unni eftir áramótin. Ég á engin orð til að lýsa þvi hvað mér liður betur núna” sagði Guörún þegar við spurðum hana hvort hún væri ekki ánægð með tilveruna. ,,Ég get gert alla hluti sjálf, en ég var orðin þannig, að ég þurfti að fá hjálp við nánast allt. Þetta er allt annað líf og allt annar heimur hjá mér.” Guðrún sagði aö það hefði verið feimni, eða feluleikur við það sem þó allir sáu, sem héldu henni frá þvi að fara strax i Línuna, þegar hún opnaði á Húsavik. Þannig ér um fleiri viðsvegar um land, sem eiga við offituvandamálið aö etja, og er ráölegt fyrir þá og fleiri að opna fyrirútvarpiðhjá sér þegar Ingvi Hrafn heimsækir megrunarklúbbinn i kvöld kl. 20.45... —KLP— Sjónvarp ki. 22.05: Margt býr í fjöllunum bandarlsk gamanmynd í tilefni þess að i dag er fyrsti vetrardagur, sýnir sjónvarpið nú i kvöld bandariska gamanmynd frá árinu 1967, er ber heitið „Margt býr i fjöllunum” (Cap- rice). Myndin segir frá konu nokk- urri, Patricia sem leikin er af Doris Day, er fellur fyrir þeirri freistingu að svikjast undan merkjum. Það gerir hún með þvi að selja fyrirtæki, er á i sam- keppni við hennar fyrirtæki, leynilega formúlu af fegrunarlyfi. Að sögn Björns Baldurssonar dagskrárritara sjónvarpsins, er myndin öll hin dularfyllsta. I aðalhlutverkum eru Doris Day og Richard Harris. Sýning myndarinnar tekur eina klukkú- stund og 35 minútur. —H.S. Doris Day I einu atriöi myndar- innar „Margt býr i fjöllunum”. útvaip i2.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á.m. léttklassisk. 14.30 Miðdegissagan: „Kristur nam staðar i Eboli” eftir Carlo LeviJón óskar les þýðingu sfna (2) 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15. Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatiminnSigrún Björg Ingþórsdóttir sér um timann, sem er helgaður fuglum og vorinu. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Glaumbæingar á ferö og flugi” e. Guðjón Sveinsson Sigurður Sigurjónsson les (13) 17.00 Síðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveit Islands leikur „Sjöstrengjaljóð”, hljómsveitarverk eftir Jón Asgeirsson, Karsten Andersen stj. / Jacqueline du Pré og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Sellókonsert 1 e-moll op. 85 eftir Edward Elgar, Sir John Barbirolli stj. / Filharmoniusveitin I Vln leikur „Rinarför Siegfrieds” úr óperunni „Ragnarökum” eftir Richard Wagner, Wilhelm Furtwangler stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfrengir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Gestur i útvarpssal: Sophy M. Cartledge ieikur á hörpu verk eftir Handel, Antonio, Tournier, Nader- mann og Hasselmans. 20.00 Úr skólalifinu. Umsjón: Kristján E. Guðmundsson. Sagt frá námi i hjúkrunar- fræöum og sjúkraþjálfun við Háskóla tslands. 20.45 Að hætta að vera matargat Þáttur um megrunarklúbbinn Linuna. Ingvi Hrafn Jónsson talar viö Helgu Jónsdóttur stofn- anda Linunnar og klúbb- félaga, sem hafa lagt af frá 2 upp i 58 kilógrömm. 21.15 Svita nr. 3 i G-dúr op. 55 eftir Pjotr Tsjaikovský Filharmomusveit Lundúna leikur, Sir Adrian Boult stj. 21.45 Útvarpssagan: „Guösgjafaþula" eftir Hall- dór Laxness Höfundur les 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Það fer aö vora. Jónas Guömundsson rithöfundur spjallar viö hlutsendur. 23.00 Djassþátturiumsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 18.00 Bömin á eldfjallinu Sjötti þáttur. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 18.25 1 bjarnalandi Dýralifs- mynd frá Sviþjóð. Þýðandi og þulur Óskar Ingimars- son. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Nýjasta tækniog visindi. Umsjónarmaöur örnólfur Thorlacius. 21.05 Feröir Darwins. Fjórði þáttur. Ævintýrið á sléttun- um.Efniþriðja þáttar: Dar- win finnur leifar af forn- aldardýrum á strönd Argentinu, og vekja þær mikla athygli heima i Englandi. Fitz Roy skip- stjóri fær þá hugmynd að stofna kristna byggö á Eld- landinu og hefur meö sér ungan trúboða i þvi skyni. Eldlendingarnir, sem höföu menntast i Englandi eiga að vera honum hjálplegir. En þeir innfæddu sýna fullan fjandskap, og Matthews trúboði má prisa sig sælan að sleppa iifandi frá þeim. 22705 Margt býr i fjöllunum (Caprice) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1967. Aöalhlutverk Doris Day og Richard Harris. Patricia starfar hjá snyrtivörufyrir- tæki. Af dularfullum ástæö- um svikst hún undan merkj- um og selur ööru fyrirtæki leyniuppskrift. Þýöandi Ragna Ragnars. Hún tóK af sér hálft hundrað kíló á rúmu ári UtvarpiO meö bátt um megrunarkiúbbinn Linuna kl. 20.45 í kvold Rauövínspressan velklst í vandamálum Þá er rauðvínspressan búin að lýsa þvi yfir að hún iáti Svarthöfða liggja milii hluta. Er það nokkur léttir fyrir höfunda þessara pósta, svo mjög sem skrif þeirra hafa farið fyrir brjóstið á ritstjóra rauðvíns- pressunnar, Jónasi Kristjáns- syni, ritstjóra og víðavangs- hiaupara með meiru. Það var hér I einn tima að nefndur Jónas ástundaði fréttaskrif og fórst það vel úr hendi, en þegar hann tók að snúa sér að þvi, sem hann heldur sjáifur að séu skrif um stjórnmái, veit enginn lengur um hvað hann er að tala. Þess vegna hefur hann upp á siðkast- ið snúið sér að þvi að smakka rauðvin opinberlega fyrir lítt fágaða afkomendur sveita- manna, sem hafa lent i sólböð- um hjá latneskum þjóðum og þurfa að geta pantað eitthvað annað en landvin, og jafnvel þekk ja ártöl þegar ekki rigndi of mikið á vinekrurnar. Jónas Kristjánsson er að þessu leyti hinn gegnasti maö- ur. Fyrrum fengu tslendingar sitt fyrsta áfengisuppeidi í göngum, siðan byrjaði rass- vasapelaöld, en eftir að barir komu til sögunnar að erlendri fyrirmynd, og farið var að drekka létt vín með mat, vissi enginn hvar hann stóð lengur — eða sat. Menn drukku sig fulla við barina i þvi sem þeim datt helst i hug, og matarvin þekkti enginn, hvað þá ártöi aö gagni, svo drukkið var það sem þjónn- innkom með i það og það sinniö. Rauðvinsmenning okkar var jafnvel svo fátækleg, að i mat- söium var oft ekki að fá nema eina tegund. Nú hefur Jónas Kristjánsson tekiö á shin eyk að bjarga þessu — „single hand- ed”. Fyrir utan þetta kæra áhuga- mái hefur hann að atvinnu að skrifa i rauðvinspressuna. Þar gengur honum miður, enda varla við því að búast að einn maður geti verið alhæfur á alla hluti. Nokkrum sinnum hefur hann talið ástæðu til að ávfta siðareglunefnd Biaðamannafé- lagsins og einstaklinga innan hennar, án þess að ljóst iiggi fyrir hvort hann vill reka ein- staka menn úr henni, leggja hana niður eða breyta fyrir- komulagi hennar á annan hátt. An þess að Svarthöfði þekki mikið til starfsemi þessarar nefndar, getur hann þó fullyrt, að kosnir hafa verið i hana menn utan félagsins, án þess að við þá hafi verið talaö. Sömu menn hafa að likindum viöurkennt kosninguna með því að taka þátt I störfum nefndar- innar, frekar en aö hafa hana ó- starfhæfa. En það hlýtur að vera einhver misskilningur hjá rauðvinspressunni, ef hún heidur að hægt sé að reka mann úr nefnd, sem hann hefur verið kjörinn I án heimildar. Það er aðeins hægt að láta af þeim ósið að halda áfram að kjósa hann. Gætiveriðspurning hvort svona aðförum ætti ekki einmitt að visa til einhverrar siðanefndar, þ.e. að kjósa menn að þeim for- spuröum. Varðandi skrif rauðvinspress- unnar um Svarthöfða og þætti þá, sem honum eru merktir, er vert aö vekja athygli á þvi, að rauövinspressan sjáif, frjáls og óháð eins og hún er, vill i raun- inni koma fram einhverjum viðurlögum eða ákúrum á þá, sem hún heidur aö skrifi þætt- ina. Það er mjög f anda þeirrar fátæktar, sem leiðir menn út í smakk á vinum mitt i sjálfskip- aðri frelsis og óhæðisbaráttu. Hvort sem rauðvfnspressan vill eða ekki, þá mun Svarthöfði haida áfram að skrifa I Vfsi meöan ritstjórar Visis óska þess. Um nýjar kosningar i Siða- reglunefnd Bl, er það að segja, að vonandi verða ekki tómir svarthöfðar kjörnir i hana næst. Þótt ritstjóri rauðvlnspressunn- ar kunni að finna mismunandi bragð af rauðvini, er ekki þar með sagt að hann og hans sáiu- félagar innan blaðamennskunn- ar, sjái það beint á mönnum að þeir séu svarthsföar. Þess vegna þyrfti að setja nokkra rann- sóknarblaðamennsku af stað I rauövinspressunni fyrir næsta aðalfund til að tryggja að rauö- vínið verði ekki súrt. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.