Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorbjörg Jóns-dóttir fæddist 1. nóvember 1918 í Reykjavík. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 20. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Kristjánsson, læknir í Reykjavík, f. á Breiðabólstað 14. júní 1881, d. 17. apríl 1937, og Em- ilía Sighvatsdóttir, f. í Reykjavík 12. okt. 1887, d. 18. nóv. 1967. Foreldrar Jóns voru Kristján Jónsson hreppstjóri, f. 23. feb. 1848, d. í Reykjavík 18. jan. 1932, og Gróa Ólafsdóttir, f. 6. jan. 1839, d. 15. maí 1907. Foreldrar Emilíu voru Sighvatur Kristján Bjarnason bankastjóri, f. 25. jan. 1859, d. 30. ág. 1929, og Ágústa Ástgerður Sigfúsdóttir, f. 9. jan. 1864, d. 30. maí 1932. Bræður Þorbjargar voru: 1) Sighvatur afgreiðslumað- ur, f. 29. sept. 1913, d. 6. sept. ur Lövdahl sendiráðsstarfsmað- ur, f. 1. maí 1971. Börn Ólafs og Helgu eru b) Björg líffræðingur, f. 18. okt. 1976. Sambýlismaður hennar er Daði Jónsson, f. 2. maí 1979. c) Ólöf líffræðinemi, f. 29. okt. 1980. Sambýlismaður hennar er Helgi Snær Sigurðsson, f. 3. okt. 1974. 2) Jón, læknir í Garða- bæ, f. 22. sept. 1947. Kona hans er Ásdís Magnúsdóttir lyfjatæknir, f. 5. nóv. 1947. Börn Jóns og Ásdís- ar eru a) Sigurður Örn verkfræð- ingur, f. 13. júní 1970. Kona hans er Sigríður Oddný Guðjónsdóttir iðjuþjálfi, f. 2. feb. 1971. Barn þeirra er Signý Stella, f. 24. maí 1999. Börn Sigurðar Arnar eru Árni Friðrik, f. 7. maí 1989, Jó- hanna Guðrún, f. 19. okt. 1991 og Jökull Andri, f. 17. sept. 1994. b) Þorbjörg viðskiptafræðingur, f. 9. ág. 1974. c) Hermann Páll fram- leiðandi, f. 19. jan. 1977. Þorbjörg vann við afgreiðslu- störf á yngri árum en var síðan heimavinnandi húsmóðir flest sín hjúskaparár. Heimili Þorbjargar og Sigurðar var lengst af í Teiga- gerði 17 í Reykjavík, en síðasta ár sitt saman bjuggu þau á Granda- vegi 47 þar sem hún bjó síðan. Þorbjörg verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1969. 2) Kristján loft- skeytamaður, f. 4. apríl 1915, d. 14. júní 1994. 3) Ólafur raf- eindavirkjameistari, f. 2. ág. 1916. 4) Ágúst skipstjóri, f. 2. ág. 1926, d. 26. des. 1996. Þorbjörg giftist 15. des. 1944 Sigurði Ólafsson, lyfsala í Reykjavík, f. á Brim- ilsvöllum 7. mars 1916, d. í Reykjavík 14. ág. 1993. Foreldr- ar hans voru Ólafur Bjarnason, bóndi og hreppstjóri á Brimilsvöllum, f. 10. apríl 1889, d. 3. ág. 1982, og Kristólína Kristjánsdóttir, f. 4. ág. 1885, d. 29. nóv. 1960. Þor- björg og Sigurður eignuðust tvo syni: 1) Ólafur, verkfræðingur í Reykjavík, f. 18. júní 1946. Kona hans er Helga Kjaran kennari, f. 20. maí 1947. a) Fóstursonur Ólafs og sonur Helgu er Birgir Ármannsson, lögfræðingur, f. 12. júní 1968. Kona hans er Ragnhild- „Þekkir þú ekki strákana hennar Obbu“? spurði mamma mín mig oft þegar ég var unglingur í Mennta- skóla. Jú ég kannaðist við þá. Sá yngri, Jonni, var í sama árgangi og ég og sá eldri, Óli, var í sama bekk og Ármann, kærastinn minn. Mamma og Obba voru fjórmenning- ar og áttu sameiginlega vinkonu sem þær hittust hjá. Ekki hugsaði ég mikið um Obbu þá og vissi ekki hver hún var. En ég átti eftir að kynnast henni náið því sex árum eftir stúd- entspróf kynntist ég eldri stráknum hennar Obbu og höfum við nú verið gift í næstum þrjátíu ár. Okkur Óla fannst við þó nokkuð gömul þegar við gengum í hjóna- band, ég 26 ára og hann 27. Að vísu höfðum við gengið í gegnum ákveðna lífsreynslu, ég ekkja með lítinn dreng og hann hafði að baki hjónaskilnað. Mér er minnistætt hvernig tengdamóðir mín leit út þegar ég sá hana í fyrsta skipti Lítil grönn létt á fæti og geislaði af gleði og hlýju. Hún sat inni í stofunni í Teigó með manni sínum og voru þau að skipu- leggja móttöku einhverra erlendra kunningja . Mér og Birgi tóku þau strax opn- um örmum og ekki leið langur tími þar til Birgir kallaði þau afa og ömmu og fékk að gista og fá kakó í rúmið eins og siður var í Teigó þeg- ar barnabörnin gistu þar. Obba fæddist í Reykjavík og hún ólst upp í miðbænum og var hún mikið miðbæjarbarn þótt hún flytt- ist síðar í úthverfi borgarinnar. Hún var næstyngst barnanna á heimilinu, þeirra sem komust á legg. Þrír eldri bræður og einn yngri. Obba var eina stúlkan í fjölskyldunni og hún eign- aðist ekki frænku fyrr en hún var orðin 12 ára. Á æskuheimili hennar var jafnan gestkvæmt og eins og hún sagði mér voru oftast 12 – 14 manns við matborðið. Í æsku tók Obba berklasmit og varð að hætta í skóla og mátti alls ekki vera í leikfimi og það fannst henni mjög slæmt. Ekki varð meira úr skólagöngu eftir þetta og fannst henni það sárt því hún hafði verið af- bragðs námskona og var byrjuð í Kvennaskólanum þegar hér var komið. En þrátt fyrir að endi væri bundinn á skólagönguna hélt hún áfram að mennta sig. Hún lærði á pí- anó og var liðtækur píanisti sérstak- lega var gaman að heyra hana spila undir fjöldasöng í boðunum í Teiga- gerði. Um tvítugt fór hún til Kaup- mannahafnar og var þá á hús- mæðraskóla einn vetur og hafði eftir það sterk tengsl við Danmörku og talaði mjög góða dönsku. Dönskunni hélt hún alltaf við með því að lesa dönsku blöðin og leysti krossgáturn- ar í þeim. Það var sameiginlegt áhugamál hennar og mömmu minn- ar og báru þær saman bækur sínar í þeim efnum heima hjá okkur Óla. Obba hafði mikinn áhuga á ættfræði og var vel að sér þar og minnug var hún á alla afmælisdaga fjölskyldu og vina. Eftir Danmerkurdvölina hóf Obba störf hjá Gefjun en síðan fór hún að vinna í Reykjavíkurapóteki. Þar hitti hún eiginmann sinn Sigurð Ólafsson lyfjafræðing síðar lyfsala í því sama apóteki. Ekki höfðu þau þekkst lengi þegar þau ákváðu að giftast og sagði hún mér að tilhuga- lífið hefði bara staðið í einn mánuð. Þau gengu í hjónaband 15. desem- ber árið 1944. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Obba og Siggi á Eiríksgötunni heima hjá Emilíu móður Obbu. Mjög erfitt var að fá húsnæði á þessum tíma en ungu hjónin fengu síðan íbúð í Sörlaskjóli en fluttu svo á Kirkjuteig. En þröngt var á Kirkju- teignum og unga fólkið langaði til að eignast þak yfir höfuðið. Þegar farið var að úthluta lóðum í Smáíbúða- hverfinu fór frú Emilía til borgar- stjóra og fékk lóðina í Teigagerði 17 handa sér, Sigga og Obbu. Þarna hófu þau svo byggingu lítils einbýlis- húss og unnu það að miklu leyti sjálf. Emilía bjó hjá þeim þar til heilsa hennar var farin og hún þurfti að fara á hjúkrunarheimili. Í Teiga- gerði bjuggu þau öll sín bestu ár og þar ólu þau upp synina sína. Hjónaband þeirra var afar farsælt og voru þau mjög samhent í öllu sem þau gerðu. Ekki eyddu þau óþarfa tíma í að velta hlutunum fyrir sér og höfðu óskaplega gaman að alls kyns framkvæmdum.Sem dæmi um skjót- ar ákvarðanir þeirra hjóna má nefna að einu sinni skruppu þau í mat- arbúð en komu heim á nýjum bíl. Eftir að Siggi hætti starfi sínu í Reykjavíkurapóteki ætluðu þau að nota tímann til þess að ferðast og njóta efri áranna. Þau fóru nokkrum sinnum á Rotaryþing í útlöndum en þau höfðu bæði mikið yndi af þeim félagsskap og starfaði Obba þar af heilum hug með manni sínum. Í Teigagerði höfðu þau komið sér upp fallegum garði en þegar aldurinn færðist yfir fannst þeim taka heldur mikinn tíma að sinna honum og heilsan var ekki nógu góð til þess að þau gætu annast hann sjálf ásamt viðhaldi hússins. Þá tóku þau þá ákvörðun að selja húsið og keyptu sér íbúð að Grandavegi 47. Við Ásdís svilkona mín vorum með þeim þegar þau skoðuðu íbúðina í fyrsta skipti og það var eins og oft áður að ekki tók langan tíma að taka ákvörðun. Hún var tekin við eldhúsgluggann þegar þau horfðu á sólina setjast bak við Snæfellsjökul. Þá sögðu þau: „Hér getum við búið“. En Siggi var fæddur á Brimilsvöllum á Snæfells- nesi og öll fyrstu hjúskaparár sín eyddu þau sumarfríinu á Völlum, þar sem strákarnir voru í sveit þar til Ólafur tengdapabbi Obbu hætti búskap. Mér er minnisstætt hversu skemmtilegt var að fylgjast með þeim hjónunum þegar þau voru að koma sér fyrir á Grandaveginum, það hefði mátt halda að þau væru nýtrúlofuð en ekki búin að vera gift í tæp 50 ár. En því miður áttu þau ekki saman nema tæpt ár á Granda- veginum því sumarið 1993 veiktist Siggi og lést hann 14. ágúst. Obba vék ekki frá rúmi hans meðan hann lá banaleguna og var fallegt að sjá þau haldast í hendur og hana sinna honum. Síðustu tvö til þrjú ár hafa verið tengdamóður minni erfið heilsan hefur gefið sig og minnið hefur versnað . Tók hún þessu með mestu ró en sagði oft það væri slæmt að geta ekki skipt um haus. Sambýlis- konur Obbu á Grandaveginum hafa verið henni ómetanlegur styrkur og hjálp, sótt hana í mat og Kristín sem býr í næstu íbúð aðstoðaði hana kvölds og morgna m.a. við tesopann sinn og heyrnartækið. Viljum við færa þeim okkar bestu þakkir fyrir. Sem betur fer slapp Obba við langa sjúkdómslegu. Hún fékk að- svif þriðjudags-kvöldið 19. mars en var með fullri meðvitund þegar við kvöddum hana á spítalanum það kvöld en daginn eftir missti hún meðvitund og lést að kvöldi þess dags. Að lokum bið ég Guð að blessa minningu Obbu og þakka fyrir að hafa fengið að vera hluti af fjöl- skyldu hennar. Helga Kjaran. Elsku amma mín litla, nú ertu far- in frá okkur, nú ertu komin í faðm- inn hans afa. Þú áttir svo góða ævi og skilur svo margt gott eftir þig og nú tekur nýtt fallegt tímabil við hjá þér. Mig langar svo að þakka þér fyrir allt sem við gerðum saman í gegnum árin, það var svo yndislegt að vera með þér. Ég veit að afi pass- ar þig og þið hafið það notalegt sam- an. Ég mun alltaf hugsa til þín. Ástarkveðjur, Þorbjörg. Jæja, þá er hún Obba amma farin að hitta afa, farin að hitta hann Sigga sinn. Hún er búin að vera að bíða eftir að hitta hann aftur í átta og hálft ár eða svo, þótt ekki hafi henni kannski legið neitt á eða hún verið „bara“ að bíða. Elsku amma, ég sendi þér hér smákveðju. Í dag reikaði hugur minn herbergi úr her- bergi í gamla húsinu ykkar í Teiga- gerðinu, þar sem ég var svo oft í heimsókn og gisti oftar en ekki. Litli ömmu- og afastrákurinn svaf „á milli“ og afi þýddi Andrés Önd af al- kunnri snilld upp úr gömlu dönsku Andrésblöðunum. Afi færði okkur svo morgunmatinn í rúmið, þramm- andi í inniskóm og slopp og við hlóg- um alltaf jafn mikið og innilega þeg- ar hann kom eftir ganginum og tilkynnti að nú ættum við að „rísa upp!“ Amma, ætli ég hafi verið fimm ára þegar þú kenndir mér húsakap- alinn. Hve lengi við gátum setið og lagt hann aftur og aftur veit enginn, í það minnsta ekki afi steinsofandi undir Mogganum og heklaða búta- teppinu í sófanum við hliðina á okk- ur. Þú varst líka sniðug að taka ákvarðanir. Þið afi höfðuð kannski skoðað einhvern nýjan bíl um helgi, bara svona í gamni, en í vikunni á eftir laumaðist þú inn í umboð og pantaðir hann. Svo tilkynntirðu afa þetta ráðabrugg þitt eftir á og hann sagði: „Gott hjá þér!“ og þá var það bæði útrætt og ákveðið. Þú varst fljótari að kaupa nýjan bíl en að japla á einu ópali. Já, hvernig þér tókst að láta eitt ópal duga, meðan ég tuggði heilan pakka, var mér mikil ráðgáta á mínum yngri árum. Ég var oft í Teigó í próflestri í Menntaskólanum, enda hvergi betra að vera í slíkri útlegð – sér svefn- herbergi, sér lestrarafdrep og tveir einkaþjónar, sem voru reyndar (g) allharðir húsbændur í senn. Sér- staklega góð var þjónustan í stúd- entsprófunum, enda var óvenju mik- ill afgangur af jólasúkkulaðinu á háaloftinu það vorið. Maður fékk þó ekkert að hangsa eða sofa út, það var séð til þess. Það átti jú að ná góðri einkunn. Eftir að þið fluttuð á Grandaveg- inn var ég þar hjá ykkur einhvern próflesturinn í háskólanum, eða var það hjá þér, amma, fyrsta veturinn sem þú varst ein? Margoft vandi ég komur mínar á Grandaveginn, tilefni eða ekki, og alltaf var það jafn ljúft. Við í Garðabænum kölluðum það stundum Teigagerði, vegna þess hve gamli góði Teigagerðisandinn ykkar afa var þar alltaf til staðar. Og manstu, amma, þegar ég gisti hjá þér nóttina eftir að afi dó, hvernig við grétum og hugguðum hvort ann- að. Gott ef við fengum okkur ekki sérrístaup á náttsloppunum um miðja nótt. Ég man að ég sagði við þig þá nóttina að lífið væri ekki búið, það væri nóg eftir og benti á Óla bróður þinn sem hafði misst konuna sína nokkrum árum fyrr, en tekist á við framhaldið með reisn og stæl. Þú tókst stóra bróður þinn þér svo sannarlega til fyrirmyndar, enda voruð þið alltaf svo samrýnd systk- inin – þið Óli, Kiddi og Gústi. Nú er Óli einn eftir. Þegar afi dó og ég minntist allra yndislegu samverustundanna með honum og ykkur saman, þá man ég hvað ég var stoltur að hafa verið skírður í höfuðið á honum. Tobba systir ber eflaust sömu kennd í brjósti nú, því þið voruð alltaf svo einstök, yndisleg og skemmtileg heim að sækja og heim að fá. „Alltaf varstu svo blíð og góð…“ segir í laginu eða þar um bil, og það gætu verið einkennisorð mín um þig. Bless amma, takk fyrir mig og ég bið að heilsa afa. Sigurður Örn Jónsson. ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR Elsku afi, við munum alltaf eftir því hvað þú varst góður og hvað það var gott að koma í Björk til ykkar ömmu. Þú varst alltaf að gefa okkur mola, oftast kandís eða svona hvítan mola með rauðum röndum en þegar við vorum með kvef gafstu okkur háls- mola. Þú last líka endalaust af bókum fyrir okkur. Ef við vorum forvitnar um eitthvað í gamla daga var alltaf hægt að spyrja þig, þú mundir eiginlega allt sem gerðist. Meira að segja öll símanúm- erin þegar síminn kom fyrst í Mý- vatnssveit þótt okkur fyndist þetta allt bara vera stutt, löng, stutt, löng. Þegar við vorum litlar var svo spennandi að smakka morgunmatinn sem þú bjóst þér til úr haframjöli og seríósi og heitu vatni, og þú settir allt- af nóg af rúsínum út í seríósið okkar. Við fengum líka að fara með þegar þú fórst að sækja ömmu, næstum því hvenær sem við vildum. Elsku afi okkar, nú ertu farinn en við munum alltaf eftir þér. Sigurlaug og Úna. KRISTJÁN ÞÓRHALLSSON ✝ Kristján FriðrikÞórhallsson frá Björk í Mývatnssveit fæddist í Vogum í Mývatnssveit 20. júlí 1915. Hann lést á heimili sínu 12. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykjahlíðarkirkju 16. mars. Afi Kristján er dáinn. Þegar ég fékk þessar fréttir snemma morg- uns 12. mars, vissi ég ekki hvort ég ætti að þakka guði fyrir að þetta væri loksins búið og að afi þyrfti ekki að þjást lengur, eða líta til hans illu auga fyrir að hafa tekið afa minn frá mér svona snöggt. Þessar fréttir fengu allar samverustundir okkar afa til þess að renna saman í eitt. Eng- inn einn atburður var minnisstæðari en annar, allt helltist yfir mig eins og það hefði gerst í gær. Núna er ég sáttur við að þessu er lok- ið, jafnvel þótt söknuðurinn sé óbæri- legur og mér þætti full nærri mér höggvið, þegar hann var tekinn í burtu. Lífið heldur áfram, það koma skemtilegir tímar aftur, en sveitin okkar afa, Mývantssveit, verður aldr- ei aftur sú sama. Ég naut þeirra for- réttinda að vera eina barnabarn afa og ömmu í Vogum í Mývatnssveit, fyrstu 11 árin ævi minnar. Ég fékk því óskipta athygli afa míns, rétt eins og að ég væri yngsti sonur hans. Mér leið alltaf vel hjá afa. Við gerð- um margt þessi 25 ár sem við höfðum saman. Afi keyrði með mig uppá Kröflu og sýndi mér eldgosið sem varð þar síðast, við fórum oft á vatnið til þess að veiða silung, en það var eitt af mörgum áhugamálum afa míns. Allan ársins hring reyndi ég að eyða sem mestum tíma í Mývatnssveit. Þegar ég þurfti að mæta í skólann kl. átta á morgnana, fór ég með afa upp í Kísiliðju snemma morguns til þess að taka kísilbíl niður á Húsavík til að ná skólanum, tíminn í sveitinni var alltaf nýttur fram að síðustu mínútu. Afi var alltaf meðvitaður um allt sem var að gerast í kringum hann. Hann kunni margt þrátt fyrir stutta skólagöngu, var mjög fær í að koma frá sér sögum og fréttum. Afi Krist- ján kenndi mér margt á þessum ár- um. Við ræddum oftar en ekki um sveitina, náttúruna og dýralífið. Mý- vatnssveitin skipti afa miklu máli, hann sýndi mér hvernig ætti að um- gangast sveitina með virðingu, virða dýralífið og náttúruna. Ég get ekki hugsað til þess að ég geti ekki lengur hringt í afa að morgni dags, og spurt hann um veðurútlit og hvort það sé veður til þess að fara á rjúpu. Þannig hefur hver einasti veið- dagur byrjað hjá mér síðustu 10 ár, eða frá því að afi fór með mig í hraun- ið heima í Vogum í fyrsta skipti. Við ræddum það oft í sumar og haust þegar við fórum daglega á spít- alann í Reykjavík, hvað það yrði gam- an þegar þetta yrði búið og við kæm- umst aftur heim í Mývantssveit áður en rjúpnatímabilið byrjaði. Við viss- um það samt báðir undir niðri að það gat brugðið til beggja vona með heim- ferðina. En okkur tókst það, og við afi flugum í október saman aftur heim í sveitina okkar. Þar fékk afi minn Kristján að eyða síðustu ævidögunum sínum, hjá þeim sem honum þótti vænst um, og í sveitinni sinni. Þakka þér afi minn fyrir góðar stundir og allt það sem þú hefur kennt mér. Þú verður áfram mín fyr- irmynd í einu og öllu. Minningin um þig mun lifa með mér. Guðni Rúnar Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.