Morgunblaðið - 02.04.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 02.04.2002, Síða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 25            !                       !   " !   #   $##% "# $  %#&#! ! '  %#&#! (! ! %#)   ' !  %#&#!*                            ! "  # $$%   & '(#$ ! )  # $$%  '  *+! $ !  #   # $$% "    $ $ !   # $$%    ") ,$  %  !    % )$                        ! "#$  %&' (&                         !   "# )  *+ ,-!  !. '-. . ! (. !. ,-! !/'. 0.1 . '  !. ,-! ( )! 2) . & )  !. ,-! 3., ! '. . %.,(  !. ,-! 4 3.. 4 3.. .  ).33/.2                                                             ! " ! ! "#!$%&& " '!'! '!'! &%( ) $* +" "#!$%&%( ),  " !& " -,$ +" "#!$%&%( , ! "#!$%&%(    .&& "  *! "!* "                                              ! " # $$ %&' ( #! %) '*'#'  #'  " ) +$ ,#%! " # $$  '   ) )$  " )  "  ''  " # $$  " ! " ) '*'#  #  # $$ -  " ) './0 /  # $$ .  .0!)!.  .  .01            ! "                        !   "  # $  %%& #$!%" & '! #(#" $!  #%" )#  # #%" *#  $ #%" +, - (#" $  *#%. Með þessum fátæk- legu orðum vil ég kveðja vin minn og fé- laga Ingvar Guð- mundsson. Ég átti því láni að fagna að vinna með Ingvari í tæp fjögur ár. Á þeim tíma kynntist ég vel þeim manni sem hann hafði að geyma. Iðulega fórum við tveir saman í lengri eða skemmri ferðir fyrir fyrirtækið, áttum við þar góðar og skemmtilegar stundir. Ekki má heldur gleyma hjálpsemi Ingvars en alltaf var hann boðinn og búinn til að aðstoða þá sem á þurftu að halda. Þess naut til dæmis Körfu- knattleiksdeild Hamars og fyrir það vil ég þakka. Ómetanlegt var það líka fyrir dóttur mína að fá far með frænda sínum svo til daglega á Sel- foss svo hún gæti stundað þar íþróttaæfingar. Ein af mínum síðustu minningum um Ingvar er frá helginni áður en hann lést en þá var hann í miklum ham heima hjá mér við að rífa milli- veggi og loft, við skemmtum okkur konunglega og mikið var hlegið. Ég bið algóðan Guð að gefa Dísu og frænda styrk í þeirra miklu sorg. Ingvars verður sárt saknað en minn- ingin lifir um góðan dreng. Lárus Ingi Friðfinnsson, Hveragerði. Elsku Ingvar vinur minn er dáinn. Einn tryggasti og besti vinur sem ég þekki. Alltaf tilbúinn til að aðstoða ef á þurfti. Eða bara til að grínast með. Það væri efni í heila bók að skrifa um þig, Ingvar, en þar sem ég hef nú aldrei verið góður penni ætla ég í staðinn að geyma allar fallegu minn- ingarnar um þig í brjósti mínu. Ég mun aldrei gleyma öllum ferð- unum niður að barnaskóla þar sem ég, þú og Guðjón spiluðum körfu- bolta. Stundum í marga klukkutíma, langt fram á kvöld. Eða þegar þú bauðst mér heim til þín eitt skiptið og lést mig máta nýja mótorhjólaleð- urgallann þinn. Svo hlóstu svo að mér því auðvitað var hann alltof stór á mér. Okkur langaði bæði í mótor- hjól en komumst samt að þeirri nið- urstöðu að það væri allt of hættulegt. Það væri alveg nóg að eiga bara leð- urdressið og hjálminn og þykjast bara eiga hjól. Svo var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og foreldra þinna því þið áttuð alltaf fulla frystikistu af íspinnum, enda vannstu í Kjörís. Svo sátum við þrjú á rúminu og spjöll- uðum um heima og geima og sleikt- um frostpinna þess á milli. Þú varst alltaf svo umhyggjusam- ur, hafðir alltaf miklar áhyggjur af því hvernig ég hefði það. Sem dæmi um umhyggju þína þá man ég að á hverju kvöldi kveiktir þú á kerti fyrir ofan mynd af Óttari vini þínum sem lést fyrir nokkrum árum og fórst í ófá skipti með rós að leiði hans. Það voru þessir þættir sem gerðu þig svo sérstakan. Ég sakna þín svo mikið, þú ættir bara að vita það. Þinn tími var kominn og áður en langt um líður munum við hittast aftur elsku Ingv- ar og spila meiri körfubolta, borða frostpinna í öll mál, spjalla og gera allt það sem okkur þykir skemmti- legast. Hvert tár sem ég felli verður að fallegri stjörnu á himninum hjá þér. Elsku Ásdís, Guðmundur, ætt- ingjar og vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Elfa Rún Árnadóttir, Hellu. Góður vinur er fallinn frá svo langt fyrir aldur fram, í blóma lífsins INGVAR GUÐMUNDSSON ✝ Ingvar Guð-mundsson fædd- ist á Selfossi 10. mars 1979. Hann lézt af slysförum 8. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 22. mars. þegar svo margt er ógert. Mann skortir orð og mann setur hljóðan, þegar ungt fólk deyr. Skýr- inga er leitað, en oftar en ekki er fátt um svör. Ingvars minnist ég sem góðs vinar og fé- laga sem alltaf var reiðubúinn að hjálpa til við hlutina. Hann var hress og skemmtilegur og aldrei þekkti ég Ingvar af öðru en glað- værð og hjálpsemi, það eru góðir kostir mann að prýða. Það var eins og gengur hitt og þetta sem við Ingvar gerðum saman. Við fórum oftar en ekki í bíltúra og bíóferðir til Reykjavíkur. Ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir það, kæri vinur, að gefa þér tíma með mér þegar ég þurfti á því að halda, hafðu þökk fyrir. Eftir á að hyggja og þegar ég hugsa málið, þá var ekki til í orða- safni þínu að nenna ekki að gera hlutina, þvert á móti varst þú alltaf boðinn og búinn að rétta mér vin- arhönd, því þannig varst þú einfald- lega, tryggur og trúr félögum þínum. Ingvar var duglegur og ósérhlíf- inn, stundaði vinnu sína af krafti og var ætíð reiðubúinn að leggja á sig aukalega, væri eftir því óskað. Í vinahópi var Ingvar ákaflega vel liðinn, enda ævinlega hress og kátur og ætíð tilbúinn að gera vinum sínum greiða. Kæri vinur, ég læt skrifum mínum nú lokið. Bestu þakkir fyrir vinátt- una, tryggðina og allar ánægju- stundirnar í gegnum árin. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu þína, minningu um góðan og traustan dreng. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fjölskyldunni sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þinn vinur, Valgeir Matthías Pálsson. Kæri vinur. Skyndilegt brotthvarf þitt, svo ótímabært sem það er, hel- tekur huga minn. Bilið milli lífs og dauða getur verið svo ótrúlega stutt. Þegar við kvödd- umst um eftirmiðdaginn og þú hélst heimleiðis, vorum við aðeins hálfn- aðir í verki sem að við ætluðum að klára eftir helgi. Eins og svo oft áður varst þú tilbúinn að standa lengur og hjálpa til, þó að hinum lögboðna vinnudegi væri lokið. Hjálp þín var ómetanleg á stundum. Fölskvalaus dugnaður þinn og elja er oft búinn að stytta mér og öðrum viðgerðarmönnum hjá Kjörís langan vinnudaginn og gera okkur kleift að klára verkin og komast heim að kvöldi. Ég vildi aðeins fá að þakka þér samfylgdina, sem nú hefur staðið í um fimm ára skeið. Foreldrum þínum og ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Það verður tómlegt án þín, og það eru fáir til þess að fylla þitt skarð. Gylfi Símonarson. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Þessi lýsing kemur nákvæmlega heim við unga manninn, Ingvar Guð- mundsson, sem lést í einu af þessum skelfilegu bílslysum. Dagurinn var 8. mars. Hér misstu hjónin Ásdís Ingv- arsdóttir og Guðmundur Kristinsson einkason sinn og eina barn. Hall- grímur Pétursson stendur við hlið allra syrgjenda með blómstrið sitt eina, Steinunni litlu, sem hann missti. Hér á þetta vers við, því að ungur maður lagði niður lit og blöð í blóma lífsins. Ingvar var fallegt barn. Um það bil ársgamall fékk hann heilahimnu- bólgu, sem greindist ekki nógu fljótt til þess að meðöl dygðu. Lengi náði hann því ekki eðlilegum þroska. Ég var í næsta nágrenni fjölskyldunnar og því ljóst hve erfitt var að hugsa um hann. Ég er nærri viss um að sumir foreldrar hefðu látið hann á stofnun. Aldrei mætti hann öðru en mesta ástríki, aldrei kvörtun yfir fyrirhöfn. Ekki er líklegt að hann hefði tekið þeirri framför á barna- heimili sem hann náði smátt og smátt, við nákvæma umhyggju hins óbrigðula kærleika. Móðirin var allt- af við. Farið var með hann til tal- meinafræðings. Hann varð læs heima, lauk barnaskóla og var fermdur á réttum tíma. Þegar hann kom í kirkju eftir fermingu settist hann alltaf hjá mér og leiddi mig svo niður kirkjutröppurnar. Slík var tryggð hans og hann heimsótti líka fleira gamalt fólk sem komið var á elliheimili. Það sýndi sig að hann var alinn upp í kærleika og marga sigra vann hann í sívakandi umhyggju foreldra sinna. Hann vann í fyrirtæki hin síð- ustu ár af miklum dugnaði. Þegar hann kom heim úr skóla sem barn, kallaði hann strax „mamma“ í útidyrunum. Alltaf var hún viðstödd til að svara og svo mun það einnig hafa verið þegar hann kom úr vinnunni. Hann kom aldrei að tómu húsi. Nú þegar „blómstrið eina“, sem hafði komist til mikils þroska, hefur lagt niður „lit og blöð“ í blóma lífsins, er hann sárt syrgður. Skyndilega frá þeim tekinn. Þau voru búin að líða mikið með honum og líka gleðjast yf- ir unnum sigrum. Nú takast þau á við þá þjáningu, sem hans hefði ein- hvern tíma beðið, að vera syrgjandi. Hann reyndi því aldrei þá kvöl að standa grátandi við gröf nánasta ást- vinar og finna sársaukann og tóm- leikann hellast yfir sig þegar komið er heim. Ekki efast ég um að Jesús hefur staðið við dyrnar og tekið hann inn í ríki kærleikans. Þá, sem hlúa að sjúku barni af ójarðlenskum kærleika, hefur Krist- ur kallað móður sína, systur og bræður. Páll postuli segir: Trú, von og kærleikur. „En þeirra er kærleik- urinn mestur.“ „ Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Hjartanleg samúðarkveðja. Rósa B. Blöndals.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.