Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Föstudagur 25. april 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Auglýsingar og skrifstofur: Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Siðumúla 8. Slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ritstjórn: Siðumúla 14, sími 86611 7 línur. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Askrift er kr. 4.800 á mánuöi. innan- Verð i lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. ISLENDINGAR FAGNA SUMRI Þrátt fyrir óvissu i kjaramálum og öngþveiti I efnahagsmálum, fagna islendingar sumri af sömu ákefö og gleöi og ávallt áftur. Sumariö á aö minna okkur á þau forrétt- indi, sem fylgja þvl aö vera islendingur. Þaö er ævintýri út af fyrir sig. Sumarið er gengið í garð — í það minnsta samkvæmt alman- akinu. Sennilega er hvergi í veröldinni sumarmálum fagnað jafn innilega og almennt sem hér á íslandi. Þaðer eðlilegt. Langur vetur, myrkur og misjöfn veður eru þau skilyrði, sem búa verður við hér á norðurhjara veraldar. Þess vegna kunnum við betur að meta þá fáu sólardaga, sem gef- ast og fögnum sumri og sunnan- vindum af meiri ákefð en ella. Og vorið ber það með sér, að nýr árstími er runninn upp, náttúran springur út, svo að ekki sé minnst á yndislegar blómarós- ir um torg og stræti. Skapið verð- ur léttara og lundin Ijúfari hjá öllum þeim, sem hafa einhvern snefil af lífsþorsta í sér. Það er vel, því að vorið má ekki aðeins vera á ytra borðinu. Hversu skémmtilegra er að lifa og léttara að starfa, ef sumarið nær til hjartans og birta færist í brosið. Vorið á að vekja okkur til vitundar um þá gæfu, sem því fylgir að búa á þessu landi náttúrufegurðar og velsældar. Við eigum að hrósa happi að njóta þeirra forréttinda að vera Islendingar. Þaðer ævintýri útaf fyrir sig. Sumarið á að minna okkur á björtu hliðarnar á tilverunni, vera hvatning til stórra verka, sem eru framundan, í stað bar- lóms um það, sem miður hefur farið í fortíðinni. Því er ekki að leyna að óvissa í kaup- og kjaramálum og hruna- dans verðbólgunnar varpa skugga á sumargleðina. íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki reynst þeim vanda vaxnir að stýra þjóðarskútunni framhjá brimi og boðum efnahagsöng- þveitis, og þjóðin hefur heldur ekki haldið þeim ýkja mikið við efnið. Ef til vill á hún ekki betri stjórnmálaforystu skilið. Nú- verandi ríkisstjórn virðist ekki vera Ifkleg til mikilla afreka frekar en fyrirrennarar hennar. Köllum við þó ekki allt ömmu okkar í þeim efnum. Þetta er því sorglegra, þegar litiðertil þess hversu vandamál- in eru ólikt auðveldari viðfangs heldur en þjóðin hefur í gengum aldirnar þurft að glíma við í erfiðum raunum náttúruham- fara og móðuharðinda. Einmitt á okkar tímum, þega öll ytri skil- yrði eru til þess að tryggja lands- mönnum góða afkomu, velferð og hamingju,þá er landið stjórn- laust, rekur undan verðbólgu, upplausn og kröfugerð eins og rekald á hafi úti. Loks þegar nýjar kynslóðir öðl- ast menntun og velmegun í upp- vexti og þjóðin nýtur sjálfstæðis og virðingar, þá koðnum við niður við karp um keisarans skegg og innbyrðis fánýtar deil- ur. Allt er þetta sjálfskaparvíti og til lítils sóma. Arfurinn frá metnaði forfeðra okkar og þrautseigja fyrri kyn- slóða stoða lítið- og sjálfstæðið verður haldlaust, ef við reyn- umst ekki menn til að koma ef na- hag þjóðar og einstaklinga á rétt- an kjöl. Við stöndum frammi fyrir þeirri aivariegu staðreynd, að ungt fólk flýr land í þeirri trú, að lífsviðurværi þess og framtíð séu betur tryggð meðal erlendra þjóða. Við höfum erft þetta land og við höfum skyldum að gegna gagnvart hinni ungu kynslóð og eftirkomendum okkar. Héðan á enginn að þurfa flýja vegna rýrra kosta eða átroðslu annarra, aðeins ef við kunnum fótum okk- ar forráð. Hér er allt hægt að gera, sem hugurinn girnist og eftirsóknarvert getur talist í nú- tímaþjóðfélagi. Við megum ekki gefast upp, þótt landstjórnin sé lánlaus og á móti blási um stundarsakir. íslendingar fagna sumri eins og þeir hafa gert um aldir, bjart- sýnir á framtíð lands og þjóðar. r‘BARNÍÐ mTÍÖG HEF EKKÍ""eFNÍ A AÐ : KAIIPA PABBA HANDA ÞÉR” Fyrir þingi er biliö aö liggja I mörg herrans ár fruinvarp þess lútandi aö Noröurlönd búi sér samkomulag varöandi m.a. barnsfaöernismál, þ.e. ef faöir- inn er erlendur rikisborgari en móöir Islensk og ef ekki er sam- komulag þeirra I milli hver faö- irinn sé, megi reka máliö fyrir dómstólum i þvi landi sem móö- irin býr. En i dag eru svona mál rekin viö bæjardyr fööur. Þessi breyting á lögum myndu tákna mikla breytingu i' fari réttlætis gagnvart móöur og bami. Þó aö hlutskipti mæöra sem standa I þeirri löngu, höröu bar- áttu aö feöra barn af islenskum toga sé siöur en svo öfundsverö, er þaö enn öröugara aö þurfa aö standa i millilandadeilum. Sam- fara þvi aö feöra barn þurfa blóörannsóknir og fjöldinn allur af skýrslum aö fljúga landa á milli. Þetta þýöir auövitaö mik- iö amstur og hlaup fyrir móöur meö ungabarn á armi, fyrir ut- an þaö aö á meöan börn á is- landi eru ófeöruö fara þau var- hluta af allri meölagsgreiöslu. Manninum auðveldað að neita Samkvæmt þvi sem lögin nú standa, viröist sem flest sé gert til aö auövelda manninum aö neita faöemi barns sins og á hinn bóginn gerir móöur hér um bil ókleyft aö sanna aö svo sé. Þar aö auki hagnast maöurinn á þvi aö draga þetta sem mest á langinn, þar sem móöriin fær ekki greitt meölag aö fullu aftur I tlmann. Barnfaöernismál eru rekin hjá Sakadómi. Sérstök nefnd ætti aö vera skipuö I þetta sæti, annaö hvort hjá Félagsmála- eöa Tryggingastofnun rikisins. Þessi nefnd gæti þar meö veitt þessum stúlkum alla þá aöstoö, sem þær eiga heimtingu á, séö frá samfélagslegu sjónarmiöi. Eöa er þaö kannski álitiö glæp- samlegt athæfi aö eignast barn utan hjónabands? Þetta er nefnilega nokkuö stór hópur. Rikið loks að spara? 1 fyrra var Sakadómi til ama og leiöinda tilkynnt aö vegna sparnaöarráöstöfunar rikisins væri lagaleg aöstoö þar meö tekin frá þeim mæörum, sem þyrftu aö láta dæma i þessum málum á erlendri grund, þ.e. Noröurlöndum. Sem sagt, nú má móöirin gjöra svo vel og punga út lögfræöikostnaöi sjálf, ef hún vill feöra bam sitt. Er þá rikiö loks fariö aö spara? Og þaö flott sparnaöar- neðanmals Lilja Krist jánsdóttir Möller skrifar ráöstöfun þaö! Rikiö sparar kannski llka á þvl aö gefa sér- stökum hópum innan kerfisins afsláttarkort á ótollaö áfengi? Nei, nei, skáliö bara á meöan einstæöar mæöur hafa ekki efni á aö feöra bömin sín! Og njótiö þess aö keyra á rikisstyrktu bensi'ni á eyöslufrekum drossl- um á meöan viö borgum helm- ing okkar strits I skatta og ölum upp fleiri litla skattgreiöendur, ófeöraöa aö vlsu, en hvaö gerir þaö til á meöan þaö diki bitnar á kassanum. Þá, sem sjá um aö lögin veröi sett, munar kannski ekki um 42.000 á mán., en hvaö um smá- fuglana? Þeir sem llta framhjá þessu frumvarpi eiga eflaust sln eigin þök og neyöast þá ekki til aö ganga aö skilmálum harö- lyndra húsaleiguokrara. A ann- aö hundraö þúsund fyrir litla holu til aö búa í! Hvar eru mörkin sett? En hver vill ræöa um þaö I svona rfkjandi eigin- hagsmunarþjóöfélagi? Börnin iögð til hliðar Nú, og Ut frá þessu skapast löng og hörö brauöstritsbarátta. A meöan veröa börnin lögö til hliöar á eitthvert dagheimiliö — ef þaö gefst. Þaö er sannaö mál, aö bamiö nýtur góös af mikiUi umgengni viö foreldri, á hinn bóginn hneygist jafnvel til árásargirni ef þvl er ekki nægilega sinnt. Af- leiöingarnar bitna slöar meir á þjóöfélaginu. Og hverjum má svo um kenna? Hinu aöþrengda foreldri, sem sjaldnast gafst timi, peningarné þrótt aflögu til eflingar barnsins? Og hverju á aö svara þegar barniö spyr: „Mamma af hverju á ég ekki pabba einsogJóna Jóns”? „Ja, þaö er nú bara þannig elskan mln, aö ég hef ekki efni á aö kaupa pabba handa þér”. Þar sem þjóöfélagiö ætti aö stuöla aö samtryggingu allra þegna þess, en ekki bara ein- stakra hópa, eiga þá sparnaðar- ráöstafanir rfkisins aö beinast i fyrstu lotu aö því aö hætta aö- stoö viö þessa aöila? J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.