Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 9
VISIR Föstudagur 25. april 1980 Fyrir dyrum stendur aö kjósa fjóröa forseta islenska lýöveld- isins. Ekki fer hjá þvi aö um- ræöa um þessar kosningar veröur hávær i okkar litla þjóö- félagi þær vikur, sem framund- an eru, Hætt er viö aö svo fari sem I fyrri forsetakosningum, aö mörg þau orö falli, sem betur væru ósögö. Óvægnir kosninga- smalar munu troöa skóinn niöur af frambjóöendum, mökum þeirra og venslamönnum. Mitt i þessari iöju veröur svo rætt um þaö aö forsetinn þurfi aö vera sameiningartákn þjóöar sinnar, veröugur fulltrúi hennar sem viö öll getum veriö stolt af. Nú skal ég ekki gera lltiö úr þessu sameiningarhlutverki forsetans. Raunar held ég aö aldrei hafi á þaö reynt, nema I skálaræöum. Ég held meira aö segja aö þær öldur sem risu I forsetakosningunum tvennum, sem þjóöin hefur gengiö til, hafi aldrei lægt svo aö um heilt hafi gróiö. Þaö er okkur hollt aö hafa I huga áöur en rógi og svigur- mælum er beitt úr hófi fram I þeirri kosningabaráttu, sem nú er aö hef jast. Hvað ætla menn að kjósa? Þetta greinarkorn er ekki skrifaö til þess aö vekja athygli á þessum atriöum fyrst og ...ef forseti íslands bregst á örlagastundu þeirri skyldu, sem stjórnskipunarlögin leggja honum á heröar, er of seint aö sjá eftir þvi aö hafa valiö veislustjóra til setu á Bessastöðum”, segir Magnús Bjarnfreösson I þessari grein. ■ ■ l|l neöanmals Magnús Bjarnfreðsson fjallar um væntanlegar forsetakosningar í þess- ari grein sinni og segir að engu sé líkara en þjóðin sé fyrst og fremst að kjósa //veislustjóra" að Bessastöðum. Hann seg- ist mótmæla því að for- seti islands eigi að vera allsherjar veislustjóri þjóðarinnar og valdalaus þar fyrir utan. Honum sé samkvæmt stjórnskipun- arlögum gefið geysimikið vald/ og það sé ekki sett í stjórnarskrána „upp á punt". VEISLUSTJORI - EBA HVAfi? fremst, enda þótt þeirra sé getiö I upphafi. Þaö er skrifaö til þess aö lýsa nokkurri undrun yfir þvi, um hvaö menn viröast ætla aö kjósa I forsetakosningum, eftir þvl sem almenn umræöa bendir til. Ég fæ ekki betur séö en þjóöin sé aö fara aö kjósa sér veislustjóra. Höfuðáhersla I umtali þorra fólks virðist lögö á þaö aö þessi eöa hinn geti bros- aö fallega, flutt snotrar tækifær- isræöur, umgengist viröulega kollega af öörum löndum og veriö viökunnanlegur og alþýö- legur húsbóndi á Bessastööum. Þvi er svo gjarna laumað inn, eins og hálfgert innan sviga, að embættið sé algerlega vaída- laust. Jafnvel frambjóöendur til forsetaembættis reyna aö fullvissa kjósendur um aö per- sónulegar skoöanir þeirra og lifsviöhorf muni engu skipta ef þeir fá þann viröingarsess, sem keppt er aö. Forseta gefið mikið vald Þetta finnst mér ég ekki geta hlustaö á þegjandi lengur. Ég skal ekki gera litiö úr þvi aö forseti Islands þurfi aö vera frambærilegur maöur, sem þjóöin geti veriö stolt af, hvenær sem hún sér hann, heima eöa erlendis. Viö höfum veriö svo lánsöm, aö þeir menn, sem gegnt hafa forseta- embættinu, hafa meö sóma upp- fyllt þessi skilyröi. En ég mót- mæli þvi harölega aö forseti Is- lands sé eöa eigi aö vera alls- herjar veislustjóri þjóöarinnar og valdalaus þar utan. Forseta islands er samkvæmt stjórn- skipunarlögum gefiö geysimikiö vald. Þaö vald er ekki sett i stjórnarskrána „upp á punt”. Um leiö og þaö er veitt forseta lýöveldisins er honum lögö sú skylda á heröar aö beita þvi, ef samviska hans býöur honum aö gera þaö. Vald, sem hann á aö beita af réttsýni og yfirveguöu ráöi, ef örlagastund er I lifi þjóöar hans aö hans áliti. Hvert er þetta vald forsetans, samkvæmt stjórnskipunarlög- um? 1 stuttu máli held ég aö þaö felist I þremur meginatriöum. 1 fyrsa lagi getur forseti neit- að aö undirskrifa lög, sem al- þingi hefur samþykkt, og visaö þeim til þjóöaratkvæöagreiöslu. Lögin taka aö vlsu gildi, þar til þjóðaratkvæöagreiöslu lýkur, en engu aö siöur er þarna um mikið vald aö ræöa. I ööru lagi getur forseti neitaö aö undirskrifa bráöabirgöalög, sem rlkisstjórn gefur út, þegar alþingi situr ekki aö störfum. Þau lög taka ekki tímabundiö gildi, heldur getur forseti hafn- að þeim alfariö. Þannig getur forseti komiö I veg fyrir aö skuggaöfl þjóðfélagsins geti náö varanlegum völdum I skjóli ráö- herrastóla en I trássf viö þjóöar- vilja. I þriöja lagi hefur svo forseti lýöveldisins einhliöa á hendi stjórnarmyndunarvaldiö, innan ramma þingræöisins. Hann á- kveöur sjálfur, hverjum hann felur stjórnarmyndun og hann einn getur myndaö utanþings- stjórn, ef alþingi er óhæft um aö mynda rlkisstjórn. Akveðnar heföir og starfsreglur breyta engu um aö þetta vald er hjá forsetanum. Og svo á aö kalla þetta valda- lausan veislustjóra! Meira öfugmæli er ekki hægt aö hugsa sér. »Ef til þess kemur..." Ég endutek þaö, aö ég vil ekki gera litiö úr þvi aö forseti lýö veldisins sé þjóö sinni til mwmwmwmtm ibh mm m sóma hvar sem hann fer, eins og þeir ágætu menn hafa veriö, sem gegnt hafa pvi embætti. Ég vil ekki gera Htiö úr þeirri þýöingu sem þaö hefur fyrir okkur aö aö hon- um sópi og hann njóti viröingar, utan lands sem innan. En ég vil ekki aö þessi kosningabarátta liöi án þess aö einhver rödd heyrist um þaö aö á viöbrögðum forseta lýöveldisins geta örlög þjóöar hans oltiö, og hann getur á úrslitastundu veriö valda- mesti maöur hennar. Fyrri for- setar hafa aldrei þurft aö beita þessu valdi, enda ekki til þess ætlast, aö þvl sé beitt, nema I Itrustu neyö. Vonandi þarf aldrei aö beita þvl. En ef til þess kemur aö forseti bregst á ör- lagastundu þeirri skyldu, sem stjórnskipunarlögin leggja hon- um á heröar, er of seint aö sjá eftir þvi aö hafa valiö veislu- stjóra til setu á Bessastöðum. Eingöngu unnið að ilstflutningi í sam ræmi við Iðg og samninga neöanmóls Hr. ritstjóri VIsis Ólafur Ragnarsson. Fyrir hönd Félags Islenskra leikara vil ég leiðrétta nokkrar missagnir eöa misskilning I rit- stjórnarpistli yöar frá laugar- deginum 19. aprll sl. 1) Leikarar hafa ekki sett „verkbann”, eins og þér nefniö þaö, á Sjónvarpiö, enda eru fjöl- margir leikarar þar aö störfum þessa dagana. 2) Astæöuna fyrir „verk- banninu” segir þér vera þá, aö „kvikmyndaleikstjóri” en ekki „sviösleikstjóri” hafi veriö ráð- inn til starfa. Þessi skilgreining „kvikmyndaleikstjóri” og „sviösleikstjóri”, eins og hér sé um tvær stéttir manna að ræöa, er alveg ný fyrir okkur, þvl alls staðar, sem viö þekkjum til, eru sömu menn jöfnum höndum ráönir til leikstjórnar, bæöi á leiksviöi og I kvikmyndum (og sjónvarpi), þótt margir hverjir geti frekar af sér orö á ööru sviðinu fremur en hinu. 3) Þá segiö þér, aö sumir hinna sömu leikara, sem unnu með nefndum leikstjóra sl. sumar og töldu hann þá hæfan, geri það ekki nú. Hér er ómak- lega vegiö aö umræddum leik- urum, en meö atferli slnu eru þeir engan veginn aö leggja dóm á leikstjórann, heldur ein- ungis aö fara eftir samþykktum stettarfélags slns, Félags Is- lenskra leikara, og er þaö þeim auövitaö til sóma. Aö lokum vil ég upplýsa yöur og lesendur blaösins, hvaö hér er um aö ræöa af hálfu leikara: A undanförnum árum hafa borist kvartanir til stjórnar F.I.L. frá leikurum, sem hafa þurft aö vinna viö Sjónvarpiöán leikstjórnar. Þetta átti aöallega viö um smærri skemmtiatriöi, þátttöku I barnatimum og ýms- um leiknu efni, þar sem leikarar sáust ekki á skerminum. Sú litla „leikstjórn”, ef hægt er aö nefna þaö þvi nafni, kom frá hinum ýmsu starfsmönnum ....borist hafa kvartanir frá leikurum, sem hafa þurft aö vinna viö sjónvarpiö án leikstjórnar..... Sjónvarpsins, og voru leikarar harla óánægöir meö þaö. — Þetta varö til þess, aö áriö 1978 var sett inn I samninga leikara viö Sjónvarpiö, aö hvert leikið verkefni skyldi unniö undir leik- stjóra viðurkenndum af Félagi leikstjóra á tslandi. Þegar ljóst varö, aö Sjónvarp- iö ætlaöi ekki aö standa viö þetta ákvæöi samningsins og jafnvel aö ganga enn lengra en áöur meö þaö aö láta leikara vinna án leikstjórnar, meö þvi aö fela nær eingöngu föstum starfsmönnum Sjónvarpsleik- stjórn á fjölda leikrita, þótti rétt aö spyrna viö fæti, og var hald- inn sameiginlegur fundur leik- ara leikstjóra, þar sem einróma var samþykkt, aö félagar þess- ara félaga ynnu framvegis ein- ungis aö þeim listflutningi I Rikisútvarpinu, sem væri I samræmi viö lög, samninga og samþykktir beggja félaganna. Meö þessari samþykkt er eng- inn dómur felldur um einstaka menn, þvl auövitaö er öllum frjálst aö afla sér viöurkenning- ar þessara félaga, og ber þess aö geta, aö I félagi leikstjóra eru nær allir sem hafa aflaö sér menntunar á því sviöi, bæöi hvaö varöar kvikmyndir og leiksviö. Gísli Alfreðsson, for- maður félags íslenskra leikara/ hefur sent rit- stjórn Vfsis meðfylgjandi bréf/ sem stílað er á ólaf Ragnarsson/ ritstjóra, í tilefni af ummælum hans i ritstjórnarpistli á laug- ardaginn var. Hefur Gísli óskað eftir birtingu bréfsins í Vísi og er hér með orðið við þeim ósk- um. I þeirri von, aö ofangreindar upplýsingar skýri málið eitt- hvaö fyrir ritstjóranum og les- endum blaösins. Glsli Alfreösson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.