Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 18
VISIR Föstudagur 25. april 1980 22 Strœtisvagnastjórar veröa aö kunna almenna kurteisi segir bréfritari en ekki láta skap sitt bitna á unglingum eins og I þvi tilviki sem hér greinir frá. LEIBINLEG UPPÁKOMA í STRÆTISVAGHI Strætisvagnafarþegi hringdi: „Ég varö vitni aö heldur leiö- inlegum atburöi nií fyrir skömmu þar sem strætisvagna- stjtíri beitti ungling hinu versta misrétti. Atvik málsins voru þau, aö viö Hagasktílann I Reykjavik er biöstöö fyrir strætisvagna, en ekkert skyii. Þegar veöur er slæmt biöa menn þvi gjarnan I skjtíli viö Hagaskóla og hlaupa svo af staö þegar strætisvagn- inn kemur. Ég sat i vagninum þegar hann stansaöi viö Hagaskólann og sá þá nokkra unglinga koma hlaupandi frá skólanum. Aöur en sá siöasti komst alla leiö ttík hins vegar vagnstjórinn af staö án þess aö biöa eftir honum. Fé- lagi hans sem kominn var inn i vagninn spuröi vagnstjórann þá kurteisislega hvort ekki mætti biöa eftir hinum, en hann neit- aði þvi' fremur hortugur og sagöi aö unglingarnir ættu ekki aö tefja vagninn meö þvi aö biöa viö Hagaskólann. Unglingurinn sneri þá aftur i vagninn og sagöi um leið „étt’ann”. Viö þetta stansaöi vagnstjórinn strætisvagninn, gekk aftur I og skipaöi unglingn- um aö fara út. Hann sagöist þvi aöeins gera þaö ef hann fengi miðann sinn endurgreiddan, en vagnstjtírinn sinnti því engu og henti honum út. Síðan tók hann aftur á staö meö þvílíkum rykk aö gamall maöur sem var aö ganga til sætis, datt kylliflatur á gólfiö. Þarna var unglingurinn, aö minu mati, beittur hinum arg- asta órtítti. Þaö er reyndar furöulegt hvaö fulloröiö fólk leyfir sér oft gagnvart ungling- um bara vegna þess aö þeir eru unglingar. Auk þess finnst mér, aö menn sem gegna almennum þjónustustörfum eins og stræt- isvagnastjórar, veröi aö kunna almenna kurteisi, en láta ekki skapiö hlaupa svona meö sig i gönur. Þeir geta beinlinis veriö hættulegir ef þeir aka I þessu hugarástandi”. Þorsteinn styður Vigúisí með skrifum sínum Einar Jónsson hringdi: „Heldur þóttu mér skrif Þor- steins Sæmundssonar stjarn- fræöings missa marks, þau er fjölluöu um ptílitlskan feril Vig- dlsar Finnbogadóttur. Raunar virkuöu þau þannig á mig aö ég er jafnvel aö hugsa um aö styöja hana og held ég aö þannig hugsi eflaust fleiri. Égheldnefnilega aö skrif af þvl tagi sem áöur getur, verki þver-. öfugt á viö þaö sem þeim er ætl- aö”. r* Skipti um skoðun' Sigurður Einarsson hringdi: I Ég er nú ekki hneykslunar-1 l gjarn maður, en þegar ég las greinl \ Þorsteins Sæmúildssonarí Mbl.l f um forsetaframbjóðandanir^Vig-1 I dísi Finnbogadóttur gekk algjör-l llega yfir mig, mér fannst allt íj | greininni fremur langsótt. I Ég var búin að ákveða að styðjal 1 annan frambjóðenda en Vigdísi ogl | meira að segja farin að vinna fyrirl [ hann. Greinarskrifin urðu til þessl L að ég hefi skipt um skoðun og munI Ikjósa Vigdísi til þess þó ekki væril Lnema að grein Þorsteins bæril leinhvern árangur. Eruheitu pottarnir ákjósanlegustu fundarstaöirnir sem menn geta hugsað sér? Landlnn fundaglaður Einar skrifar. Islendingar eru ábyggilega fundaglaöasta þjóö I heimi. Enginn er maöur meö mönnum, nema hann I tlma og títlma sé smalandi saklausum meöborg- urum sinum á alls konar fundi, ráöstefnur málþing og vinnu- hópa, eöa hvaö þaö nú heitir sem þessir forkar kjtísa aö kalla þaö. Svo sitja menn hallandi undir flatt, ihyggnir meö gáfusvip, meöan einhver snillingurinn hóstandi af andgift þrusar út úr sér fagnaöarboöskap dagsins. Ekki losna svo háttvirtir til- eyrendur fyrr en eftir lagnga mæöu, steikarát og „coktail”, þá venjulega orönir tárvotir af sigarettureyk, heyrnalausir af hávaða og óglatt af ofáti. I sjtínvarpinu um daginn var kastljós um framleiöni Alþingis. Nú ætti næsta Kástljós aö fjalla um framleiöni funda. Mætti bregöa upp svipmynd af and- rúmsloftinu, mjög gáfulegir menn rynandi gegnum reykjar- mökk á nóturnar slnar, skotr- andi augum á nærstadda, mill- um þess aö þeir senda málshafa bænarauga aö hætta nú þessu blaðri. Siöan mætti bregöa upp ann- arri svipmynd, gjarna úr heita- potti sundlauganna, þar sem menn njóta baðsins, anda aö sér útiloftinu og eru einfaldlega sammála um allt milli himins og jarðar. Ég er ekki I vafa um aö heiti potturinn hefur margfalda framleiðni framfyrir fundar- herbergiö. Forðumst slys við Rauðavatn Hestakall skrifar: Ég er alveg sammála J.R. i VIsi á föstudaginn, aö ástandiö hjá Rauöavatni, þar sem reiö- leiöin liggur yfir Suöurlands- veginn er mjög slæmt. Ég vil Itreka þau orö hans, ef þaö litur út fyrir aö vera heimtufrekja hjá okkur hestamönnum aö biöja um göng þarna undir veg- inn, aö þessi framkvæmd yröi ekkert siöur til öryggis umferö- inni, sem er á sjálfum veginum. Þarna er gifurleg umferö á aöal þjóöbraut landsins og beygja á veginum, þannig að stórslys getur hlotist af, ef hemla þarf snögglega t.d. i hálku. Þaö var lik þörf ábending hjá J.R. aö hestamennirnir rlöi ekki á veginum I Viöidal.Þaö er auö- vitaö jafnmikil áþján fyrir blessaöar skepnurnar eins og þaö er hættulegt. Satt er þó aö þaö vantar reiðbraut fyrir neð- an áhorfendasvæöiö. Þetta þarf aö lagfæra. Þaö má víöa loka veginum um helgar þar sem hestaumferö er eins og t.d. á Vatnsveituvegin- um, en vissulega orkar þaö tvi- mælis, þvl þannig er veriö að benda á grjótharöa bilvegina sem einhverja ákjtísanlega reiðvegi. Máliö er auövitað þaö, aö umferö bilaoghesta fer alls ekki saman. Báöir þurfa sér vegi. Hestarnir sinar mjúku slóðir, þar sem þeim er hvorki hætt viö beinhimnubólgu eöa 9 helti. Hestamenn eiga aö leggja áhersluá slika vegi, sjálfum sér ■ og skepnunum til farsældar. sandkorn Sæmundur Guðvinsson blaöamaöur skrifar: NIARGT ER SKRÍTTB í... Tíminn birti þá frétt I vik- unni að mjólkurskortur væri fyrirsjáanlegur I Reykjavik næsta vetur ef ekki yröi dregiö stórlega úr framleiöslunni I sumar. Þetta hljómar eins og þver- sögn, aö þaö veröi skortur á mjólk nema þvl aöeins aö dregið veröi úr mjólkurfram- leiöslu, en er engu að siöur satt og rétt. Mjólkurframleiðslan hefur haldið áfram aö aukast þaö sem af er árinu og þó mest hjá Mjólkurbúi Flóamanna þar sem aukning er 5,8%. Haidi fram sem horfir veröa sunn- lenskir bændur búnir aö fram- leiöa upp i kvóta sinn i haust og mikiil samdráttur þá myndi hafa mjólkurskort I för meö sér næsta vetur. ÍSLENSKAR KVIKMYNDIR Mikiil áhugi er nú fyrir efi- ingu innlendrar kvikmynda- gerðar eftir að almenningur hefur fengiö aö sjá mjög vel gerðar islenskar kvikmyndir aö undanförnu. Kvikmyndasjóöur er hins vegar hvergi nærri öflugur til aö geta stutt viö kvikmynda- gerö aö nokkru marki. Vil- mundur Gylfason hefur flutt um þaö tillögu á Alþingi aö tekinn veröi 50 kall af veröi hvers aögöngumiöa aö kvik- myndahúsum i þrjú ár og féö látið renna i kvikmyndasjóö. Þetta myndi tryggja verulegt framlag i sjóöinn. Kvikmyndageröarmenn munu mjög hlynntir þessari tillögu en vilja þó frekar aö um ákveöna prósenttölu yröi aö ræöa af hverjum miöa heldur en krónutölu og væri eflaut hægt að koma þvi viö. Aöalatriöiö er aö nota nú þann meöbyr sem islensk kvik- myndagerö hefur til aö efla hana eftir mætti. • Þrjótur við konu sína Skagfiröingabók, rit Sögu- félags Skagfirðinga er nýkom- in út og kennir þar margra grasa aö venju. Meöal efnis eru stuttar frásagnir Hannes- ar Péturssonar af ýmsum þekktum Skagfiröingum fyrri tima og viö grlpum eina traustataki: „Ólafur ólafsson og Sólveig Sighvatsdóttir nefndust hjón, sem bjuggu I Villinganesi 1826- 51. Ólafur var maöur haröleik- inn. Hann átti bróöur, sem Vigfús hét og var aumingi til vitsmuna, en ólafur notaöi hann samt óspart, lét hann meöal annars flytja taö á tún- iö: batt kláf á bak honum, gekk svo meö og hleypti niður úr. ólafur var þrjótur viö konu sina. Einu sinni voru þau aö heyja I flóasundi fyrir neöan túniö, og var Sólveig þá komin aö falli. Ólafur haföi á henni strangar gætur, að hún liti ekki upp frá rakstrinum, en þó kom þar, aö hann sneri viö henni baki smástund, og var hún þá ekki sein á sér, tók til fótanna og var komin upp I varpann, þegar hann sá til hennar. Hann tók sprettinn heim á cftir henni og inn i bæ. Þá var Sólveig lögst upp i rúm og byrjuö aö hljóöa. ólafur mælti af þjósti: „Ja, nú heföi ég bariö þig, ef svona heföi ekki staðiö á.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.