Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 29 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Opinn fundur heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn Fundarstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. www.xd.is, sími 515 1700 Fimmtudaginn 4. apríl kl. 17-19 í Valhöll Framsögumenn: Ásta Möller alþingismaður og hjúkrunarfræðingur. Hörður Þorgilsson sálfræðingur. Adda Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfari. Eiríkur Þorgeirsson læknir. Fundarstjóri: Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir. Að framsöguerindum loknum verða almennar umræður. Allir áhugamenn um heilbrigðismál velkomnir. Hátíðarföt með vesti úr 100% ull kr. 29.900 Allar stærðir til 46— 64 98—110 25— 28 Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Pantanir óskast sóttar „SÍÐUSTU vikur hefur staðið yfir heilsurækt- arátak hjá starfs- mönnum Sjóvá- Almennra. Markmiðið með því er að vekja starfsmenn til umhugs- unar um mikilvægi góðrar heilsu og um leið koma í veg fyrir ýmsa kvilla með bættu mat- aræði og aukinni hreyf- ingu. Rúmlega helm- ingur starfsmanna á skrifstofum félagsins í Reykjavík hefur tekið virkan þátt, en boðið hefur verið upp á þjálfun í líkamsræktarsal, þrekpróf, fitumælingu, æf- ingaáætlun sem og fyrirlestra um ýmis heilsutengd málefni. Átakið hefur verið unnið í samvinnu við SAGA SPA en því lýkur í lok maí með því að árangur þátttakenda er mældur. Það er Jóhanna Inga- dóttir, fræðslustjóri félagsins, sem haft hefur veg og vanda af skipu- lagningu heilsuátaksins sem nú fer fram í fyrsta sinn á svo viðamikinn hátt,“ segir í fréttatilkynningu. Sigríður Jónsdóttir, Emilía Borgþórsdóttir sjúkraþjálfari, Jóhanna Ingadóttir, Gróa Eiðsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Heilsu- rækt hjá Sjóvá-Al- mennum FÉLAG áhugafólks um málefni byggðar og framfara í Rangárþingi eystra hefur stofnað félagið Sam- herja og býður fram lista til sveit- arstjórnarkosninganna í vor og mun leggja fram málefnaskrá fyrir kjör- tímabilið sem í hönd fer. Félagið er þverpólitískt og opið öllum íbúum sveitarfélagsins. Hægt er að gerast stofnfélagi fram til kör- dags. Framboðslista Samherja skipa: 1. Ólafur Eggertsson bóndi, 2. Pálína Björk Jónsdóttir oddviti, 3. Svava Helgadóttir bóndi, 4. Þorsteinn Jónsson matreiðslumaður, 5. Fjölnir Sæmundsson skólastjóri, 6. Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri, 7. Brynjólfur Bjarnason oddviti, 8. Katrín Birna Viðarsdóttir húsmóðir, 9. Jens Sigurðsson rennismiður, 10. Kristín Ósk Ómarsdóttir nemi, 11. Ólafía B. Ásbjörnsdóttir bóndi, 12. Oddur Árnason kjötiðnaðarmaður, 13. Berglind Hilmarsdóttir búfræ- ðikandídat og 14. Sigurður Eggerts- son bóndi. Stjórn félagsins skipa: Árni Valde- marsson formaður, Árni Erlends- son, Brynjólfur Bjarnason, Fjölnir Sæmundsson, Halldóra Kristín Magnúsdóttir, Katrín Birna Viðars- dóttir og Ólafur Eggertsson, segir í fréttatilkynningu. Listi Samherja í Rangárþingi eystra SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands verð- ur með opið hús miðvikudaginn 3. apríl kl. 20.30 á Ráðhúskaffi, Ráð- húsinu í Reykjavík. Páll Hersteinsson prófessor fjallar um refinn, hvaða áhrif hann hefur á íslenska rjúpnastofninn og hvort hann eigi þátt í fækkun grá- gæsa? Þessum og fleiri áleitnum spurningum verður svarað á fund- inum. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Opið hús hjá Skotveiði- félaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.