Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 31 DAGBÓK Bankastræti 14, sími 552 1555 Léttar þýskar yfirhafnir og jakkar Verð frá 10.900. Gott verð Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 15. apríl, heim 18. apríl. Almennt verð kr. 31.400/2 = 15.700 hvert sæti. Kr. 19.250.- með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, á nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 15. apríl. Þú bókar flugsæti á aðeins 31.400 kr. sætið, greiðir 1 en færð 2. Og þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Síðustu 22 sætin 2 fyrir 1 15. apríl til Prag frá kr. 19.250 Heilir sturtuklefar í horn IT M 9 0 0 8 - w w w .d es ig n .is Innifalið í verði 4 mm hert öryggisgler, segullæsing. Stál- sturtubotn m. vatnslás, blöndunartæki, sturtusett með nuddsturtuhaus. Tilboðsverð 70x70 cm kr. 48.950,- stgr. 80x80 cm kr. 50.250,- stgr. 90x90 cm kr. 56.950,- stgr. OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.i-t.is - trygging fyrir l águ verði! Hlutavelta Þessir duglegu drengir seldu flöskur og gáfu 1.950 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Sigurberg Rúriksson og Þórir Einarsson. Þessir duglegu drengir söfnuðu 5.000 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Marteinn Pétur Urbancic, Ragnar Leví Guðmundsson og Ásgeir Tómas Guðmunds- son. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Persóna þín er sögð heið- arleg, einlæg og harð- dugleg. Slíkir hæfileikar hafa aflað þér mikillar virð- ingar meðal þinna nánustu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að lofa ekki einhverju sem þú getur ekki staðið við þegar á hólminn er komið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú fyllist bjartsýni sem gefur þér hugrekki til þess að takast á við fram- tíðaráform þín. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki eyða meiri pening- um en þú telur að þú ráð- ir við þrátt fyrir að vinur þinn ráðleggi þér annað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú skalt ræða við yfir- mann þinn því þú getur séð málin í víðu samhengi og komið að lausn vanda- mála. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er tækifæri til þess að setjast niður með ein- hverjum til þess að skipu- legggja ferðalag sem þig hefur dreymt um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gjafmildi vinar þíns kem- ur þér í opna skjöldu og gefur þér tækifæri til þess að meta viðkomandi upp á nýtt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt njóta samveru- stundar með einhverjum og ræða við viðkomandi um framtíðaráform þín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt ræða við vinnu- félaga þína til þess að þú getir endurmetið mark- mið þín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt fá til umsjónar peninga eða eignir sem eru ætlaðar börnum þeg- ar þau vaxa úr grasi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dags- ljósið. Fyrr eða síðar mun þetta mál verða opinbert. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það reynist þér tiltölu- lega auðvelt að leiðrétta mistök samstarfsmanna þinna í dag vegna þess að þú sýnir nærgætni og átt auðvelt með samskipti við aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu varlega í bollalegg- ingar um peningamál en þú gætir séð yfir hluti sem falla ekki að framtíð- aráformum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson DÖNSKU Schaltz-hjónin, Dorothea og Peter, hafa um langt árabil spilað í landsliði opna flokksins og að sjálf- sögðu láta þau sig ekki vanta á Evrópumót í blönduðum flokki. Þau urðu í 5. sæti á EM í Belgíu með Auken- hjónunum í sveit, þeim Sab- inu og Jens. Í Danmörku spila margir svonefndar Trelde-spurnarsagnir í slemmuleit og fáir kunna þar betur til verka en Peter og Dorothea. Þau voru í NS í þessu spili gegn hollenskri sveit: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ KD2 ♥ D972 ♦ KDG962 ♣-- Vestur Austur ♠ 10 ♠ G985 ♥ G53 ♥ 1086 ♦ 85 ♦ 107 ♣KG98752 ♣ÁD106 Suður ♠ Á7643 ♥ ÁK4 ♦ Á43 ♣43 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 tíglar Pass 7 tíglar Allir pass Eftir eðilega byrjun sýnir suður 15-18 HP með endur- sögn á tveimur gröndum (þau spila 12-14 punkta grand). Þrjú lauf norðurs var spurning og svarið á þremur gröndum sagði frá lágmarki, 15-16 punktum. Norður fast- setti síðan tromplitinn með fjórum tíglum og fjögur hjörtu suðurs var fyrirstaða í þeim lit. Þá loks kom hin danska spurnarsögn – fimm lauf, til að spyrja um háspil í laufi. Svarið neitaði ás eða kóng í litnum, sem kom norðri vel. Fimm hjörtu var spurning um þann lit og með sex tíglum sýndi suður þrjá ása og kónginn í hjarta líka! Sannarlega gagnlegar upp- lýsingar fyrir norður, sem gat nú sagt sjö tígla af ör- yggi. Spilið féll í leiknum, því hollenska parið á hinu borð- inu náði líka sjö tíglum, en á mörgum öðrum borðum end- uðu NS í sjö spöðum, sem tapast í legunni. LJÓÐABROT ÞORSTEINN ERLINGSSON Hann kom sem bylur á bæjalogn, er bylgjast hylur og rýkur sogn. Slík stormhljóð höfðu ei heyrzt þar fyr, og hlustir töfðu við glugga og dyr. Menn fundu svalann þar anda inn og allan kalann við fláttskapinn og óbeit mestu á öllu því, sem einhver pestin lá dulin í. Þar hafði enginn svo ýtt við þeim og öruggt gengið til þeirra heim og rofið hreysið of höfði því, sem hugsanleysinu dvaldi í. – – – Kristinn Stefánsson 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Be7 7. cxd5 Rxd5 8. Bd3 Rc6 9. O-O a6 10. He1 Rcb4 11. Be4 Rf6 12. Bb1 O-O 13. Re5 Bd7 14. He3 Bc6 15. Hh3 g6 16. Bh6 He8 17. Hg3 Bf8 18. Bg5 Be7 19. h4 Rd7 20. De2 Rxe5 21. dxe5 Rd5 22. Re4 Bxg5 23. Hxg5 f5 24. exf6 Rxf6 25. Bc2 Kh8 26. Hd1 De7 27. Rd6 Hed8 28. De5 Hd7 Staðan kom upp á Reykjavíkurskák- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Jonathan Row- son (2512) hafði hvítt gegn Júlíusi Friðjónssyni (2200) og veitti svörtum náðar- höggið. 29. Bxg6! hxg6 30. Hxg6 Kh7 og svartur gafst upp um leið. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.