Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 4
Föstudagur 25. aprll 1980 4 i skosku hálöndunum eru mörg stór og fögur vötn, og er nd hægt aö sigla á vötnunum, og um skipaskuröi, þvert yfir Skotland frá Noröursjdnum til Atlantshafs- ins. Frægast þessara vatna er Loch Ness, þar sem sagnir herma aö risastór dýr eöa skrlmsli lifi. Loch Ness er lang stærst þessara skosku vatna, sem liggja I „Mikladal” — The Great Glen” — sem skilur noröurhluta skosku hálandanna frá þeim syöri. Þessi mikli dalur er um 160 kfló- metrar aö lengd, og þar er aö finna eitt hiö fegursta landslag f Skotiandi: stór vötn, gróörivaxnar hliöar beggja vegna og sums staöar snæviþakta fjalls- tinda I fjarlægö. Sjálfter Loch Ness mun stærra en flestir gera sér grein fyrir áöur en þeir koma á staöinn. Þaö er um 37 kilómetrar aö lengd, og allt aö tveir og hálfur kílómetri aö breidd þar sem þaö er breiöast. Vatniö er nánast svart aö sjá, og er sá litur vatnsins tilkominn vegna mólaga i dalnum. Loch Ness er yfirleitt mjög djúpt, eða 215—220 metrar. Mest dýpt hefur hins vegar mælst nálægt miöju vatnsins, fyrir utan Urquhart kastalann, eöa tæplega 300 metrar. Þesar mælingar hafa veriö geröar meö hljóðdýptar- mælum. Og þar er einmitt á þessu dýpsta svæöi sem margir telja sig hafa séö Loch Ness skrýmsliö eöa réttara sagt skrýmslin, þvi flestir sem áannaö borö telja aö slik dýr séu i vatninu, eru þess fullvissir aö um mörg dýr sé aö ræöa. Nýleg saga á gömlum grunni Sögusagnir um skrýmsli i Loch Ness eru ævagamlar, og hafa veriö raktar allt aftur til sjöttu aldarinnar. En þessum sögum var yfirleitt litill gaumur gefinn og þær taldar til þjóösagna. Loch Ness var á þessum tíma lokaöur heimur fyrir flesta. A þvi varö mikil breyting áriö 1933, þegar opnaöur var nýr þjóövegur meöfram noröurströnd vatnsins. Eftir aö umferö hófst um þennan nýja veg fóru aö berast margar frásagnir feröafólks um ókenni- leg dýr, sem sést heföu á Loch Ness. Þaö var svo 2. mai 1933 aö blaöiö „Inverness Courier” f In- vemess, sem er einskonar höfuö- borg hálandanna, birti áhrifa- mikla lýsingu sjónarvotts af „risastórri skepnu”, sem vitniö kvaöst hafa séö í lygnu vatninu nokkrum dögum áöur. Blaöiö nefndi dýriö „Loch Ness skrýmsl- iö” og fór fréttin um alla heims- byggöina. Sfðan hefur fjöldinn allur af fólki taliö sig hafa séö skrýmsliö, eöa skrýmslin, og margar kenn- ingar hafa veriö á lofti um hvaö hér geti verið um aö ræöa. Ljóst er, aö fólk á þessum slóöum trúir þvi almennt aö „Nessie” eins og skrýmsliö er kallaö i daglegu tali, sé til, og i ferö minni um skosku hálöndin hitti ég fólk, sem taldi sig hafa oröiövart viöhluti á vatninusem ekki væri hægt að skýra Ut meö ööru móti en aö risastórt dýr væri þar á ferö. ítarleg sýning um „Nessie” væntanleg Stærsta þorpiö viö Loch Ness er Drumnadrochit, sem er viö noröurströnd þess. Þar er veriö aö leggja siöustu hönd á forvitni- lega sýningu um „Nessie”, en sýningin hefur þaö markmiö aö gera grein fyrir öllum þeim visindalegu rannsóknum, sem. fram hafa farið i þvi skyni aö reyna aö sanna tilveru „Nessie”. Sýningin veröur i húsakynnum Drumnadrochit4iótelsins, sem er rétt viö þorpiö og aöeins I um 23 kilómetra fjarlægö frá Inverness. Þessa sýningu ættu feröamenn Margir hafa reynt aö gera sér I hugarlund hvernig „Nessie” kunni aö lita út. Þessar teikningar eru eftir Sir Peter Scott, sem tslendíngum er aö góöu kunnur. ekki aö láta framhjá sér fara. Staöreyndin er sú, aö viötækar og dýrar tilraunir hafa verið geröartilþess aöfinna „Nessie”. Fyrsta alvarlega tilraunin til þess var gerö þegar áriö 1934. Ariö 1971 var sérstök rannsóknarstofn- un sett á laggimar, og fylgdust starfsmenn hennar með vatninu á hverju sumri 1 áratug eöa svo án árangurs. Einnig hafa veriö gerðar tilraunir meö hljóömæli- tækjum og sérsmlðuöum mynda- vélum, og er fullyrt, aö mynd, sem tekinvarmeð þeim hætti ár- ið 1972, sýni hluta likama „stórs dýrs”. Frekari visindalegar tilraunir eru fyrirhugaöar á næstu árum, m.a. meö notkun höfrunga, sem leita eiga aö „Nessie” og mynda skrýmsliö. Sagan um „Nessie” gefur Loch Ness aö sjálfsögöu sérstakan ævintýrablæ. En þótt fæstir feröamenn veröi varir viö skrýmsliö er Loch Ness eitt sér vissulega heimsóknarinnar viröi, hvort sem ekiö er meöfram fagurri strandlengjunni eöa siglt á vatninu sjálfu. — ESJ Ií t1?* * , , ,1 Rústir Urquhart-kastalans á bökkum Loch Ness. Úti fyrir kastalanum er vatniö dýpst, og þar hefur „Nessie” yfirleitt veriö á ferö aö þvi er sjónarvottar herma. Visismynd: ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.