Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 25.04.1980, Blaðsíða 6
Föstudagur 25. april 1980 6 Þægilegasti feröamátinn I skosku hálöndunum er að sjálf- sögðu að hafa eigin bil, en ferðamenn geta bæði haft bflana meö sér með Smyrli frá tslandi til Scrabster f Noröur-Skotlandi, eða leigt bfl þegar út kemur, sem er mun hagkvæmara ef um frekar stutta heimsókn er að ræða. Margt er aö sjá f hringferö um hálöndin frá Inverness I norðaustri til Fort William i suðvestri, en ágætur vegur er nú báðum megin við Great Glen- vötnin sem liggja þar á milli. Inverness er eins konar höfuö- SKEMMTILEG HRIMGFERB UM GREAT GLEN-SVÆÐIÐ borg skosku hálandanna og liggur viöNess-ána, sem rennur úr Loch Ness til sjávar. Borgin á sér langa sögu, og allt um kring má sjá minjar um blóðuga sögu hálendinga og átök þeirra viö enska konungsvaldið. Skammt fyrir utan borgina er Culloden, þar sem siðasta raunverulega orrustan á breskri jörð var háð — en þar var hálendingum, stuðn- ingsmönnum Karls prins sem gerði tilkalltil krúnunnar, slátrað af mikilli grimmd árið 1746. Þar er nú minnismerki og safn, þar sem átökunum er lýst. Inverness er friðsæl borg I fal- legu umhverfi. Ekki þarf nema um tlu mi'nútna gang úr miöborginni til þess að komast I skógivaxið útivistarsvæði. Sérstaklega vinalegar eru eyj- arnar tvær I Ness-ánni rétt fyrir sunnan borgina, enda er þar m jög vinsæltiítisvæði. Suður til Fort William Skemmtilegasta akstursleiðin suöur til Fort William er um veginn norðan Loch Ness, en hann liggur yfirleitt svo til við jaðar vatnsins og er þvi víða m jög Glencoe er hrikalegur dalur. Þar var Mcdonald ættinni aö mestu útrýmt I alræmdum fjöldamorðum ár- ið 1692. Vfsismynd: ESJ Ben Nevis — hæsta fjall Bretlands. Sérstök gönguleið er upp á fjalliö, og tekur fjallgangan 5-6 stundir báðar leiöir. Ljósmynd: BTA fagurt útsýni yfir vatnið og fjallshliðarnar I kring. Þótt þessi leið sé ekki sérstak- lega löng — hana má aka á fáein- um klukkustundum — er margt að sjá og þvi engin ástæða til að flýta sér. Sérstök ástæða er til aö staönæmast I Drumnadrochit- þorpi, þarsem „Nessie-sýningin” veröur opnuö innan skamms, og við Urquhart-kastala sem er þar skammt frá á bökkum Ness- vatnsins Kastalarústirnar eru ekki aðeins merkilegar sem slikar, heldur er lika mjög gott Utsýni úr turninum yfir Loch Ness og þá sérstaklega þann hluta vatnsins, þar sem flestir telja sig hafa séð „Nessie” á ferö. 1 Fort Austustus við syðri enda Loch Ness er ástæða til að skoða kirkjuna og klaustur, sem henni er tengt, og þar er einnig athyglisverð sýning um Great Glen svæöið. Og enginn skyldi láta Caledonían-skipaskuröinn framhjá sér fara, en eldri hluti hans hefst einmitt rétt við Fort Augustus. Hægt að ganga upp á hæsta fjall Bretlands Fort William er litill bær við Loch Linnhe, sem er reyndar frekar fjöröur en vatn, og þar skammt frá er hæsta fjall Bretlands, Ben Nevis. Þaö er um 1343 metrar á hæö, eða Ivlð hærra en Botnssúlur I Hvalfirði, og hægt er að ganga upp á fjalliö og niður aftur á hálfum degi eða svo eftir sérstökum göngustígum. Fort William er mjög rikt af minjum úr skoskri sögu. Skammt frá bænum er Glencoe, mjór og djúpur dalur með háum fjalls- hlíðum á báöa vfegu. Þar var MacDonald ættinni að mestu útrýmt i sögufrægum fjölda- morðum árið 1692. Frá Fort William og nálægum bæjum er einnig hægt að fara með ferjum til eyjanna úti fyrir ströndinni. Suðurhluti hálandanna Ekki er siöur skemmtilegt aö akasyðri leiðina frá Fort William til Inverness, en hún liggur m.a. framhjá Loch Laggan, sem er ægifagurt, Kingussie, þar sem er þekktur dýragarður, „Highland WildlifePark”, Aviemore,sem er stærsta vetrar- og sumarleyfis- miðstöö á Breltandseyjum, og Carrbridge, þar sem Magnús Magnússon, sjónvarpsmaöur, segir frá sögu hálandanna á sýn- ingu i Landmark Visitor Centre. Þá gefst einnig tækifæri á þessari leið til aö aka um Speydalinn, þar sem m .a. eru fjöldamörg brugghús whisky-framleiðenda, en nánar segir frá þeim og Aviemore-miöstöðinni á öðrum stað i blaöinu. — ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.